Alþýðublaðið - 30.04.1988, Side 13

Alþýðublaðið - 30.04.1988, Side 13
Laugardagur 30. apríl 1988 13 SMÁFRÉTTIR Björn Harðarson, Maraþon- bogfimi í fyrsta skipti Fyrsta maraþonbogfimið verður haldið hér á landi á vegum Bogfimideildar iþróttafélags Fatlaðra í Reykjavík og nágrenni, í dag, laugardag og á morgun, sunnudag. Kvenna- guðfræði Guðþjónusta 1. maí Alkirkjuráðið hefur boðað til kvennaáratugar, sem hefst nú á þessu ári. Markmið starfsins er að vinna að jafn- rétti og samstarfi kvenna og karla í kirkju og þjóðfélagi. Kirkjurnar eru hvattar til að gera sér grein fyrir þvi, sem hindrar jafnréttið og ryðja þeim hindrunum ur vegi með þvl að nota mátt kristinnar trúar. Kvennavettvangur Alkirkju- ráðsins, sem hefur aðsetur í Genf, verður miðstöð starfs- ins á kvennaáratugnum, en kirkjurnar eru hvattar til að hafa frumkvæði hver á sínum stað og beita sér að þeim málum, sem helzt þarf að vinna að á heimaslóðum. Samstarfshópur um kvennaguðfræði hefur tekið að sér í samráði við biskup Islands að hafa forgöngu um starfið hér. Fiópurinn hefur skrifað öllum prestum á land- inu og óskað eftir samstarfi þeirra. Sunnudagskvöldið 1. maí, kl. 20.30 verður guðþjónusta í Dómkirkjunni I Reykjavík I umsjá kvenna. Kirkjan og við Bandalag kvenna I Reykja- vík hefur boðað til ráðstefnu um hlutverk kirkjunnar I þjóð- félagi nútímans að Hótel Holliday Inn í Reykjavík, laug- ardaginn 30. april n.k. kl. 13.30. Ráðstefnan ber yfirskrift- ina „Kirkjan og við“ og eins og nafnið bendir til verður þar fjallað um tengsl kirkj- unnar við almenning frá ýms- um hliðum. Meðal umræðu- efna verða leikmannsstörf innan kirkjunnar, afstaða kirkjunnar til þjóðfélagsmála og hlutverk kirkjufélaga. Biskup íslands. Herra Pét- ur Sigurgeirsson mun ávarpa ráðstefnuna, en framsögu- menn verða Björn Björnsson, prófessor, Guðrún Ásmunds- dóttir, leikkona, Guðrún Magdalena Birnir, safnaðarfé- lagsformaður, séra Kristján Valur Ingólfsson, sóknar- prestur og Ragnheiður Sverr- isdóttir, djákni. Að loknum framsöguerindum verða pall- borðsumræður með fram- sögumönnum, ásamt þeim Unni Halldórsdóttur, djákna og séra Bernharði Guð- mundssyni, upplýsingafull- trúa þjóðkirkjunnar, sem stjórnar umræðum. Ráðstefna þessi er öllum opin, er láta sig kirkju- og þjóðfélagsmál einhverju varða, og er þátttökugjald með inniföldum veitingum kr. 500,- á mann. Útboð Yfirlagnir 1988, maibikun Reykjanesumdæmi Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofangreint verk. Heildarmagn 70.000 m2. Útboðsgögn verða afhent hjá VEGAGERÐIN Vegagerð ríkisins í Reykjavík (aðal- gjaldkera) frá og með 4. maí n.k. Skila skal tilboðum á sama stað fyrir kl. 14.00 þann 16. maí 1988. Vegamálastjóri Útboð Yfirlagnir 1988, klæðningar Reykjanesumdæmi V Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofangreint verk. Heildarmasy^OO.OOO VEGAGERÐIN Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins í Reykjavík (aðal- gjaldkera) frá og með 4. maí n.k. Skila skal tilboðum á sama stað fyrir kl. 14.00 þann 16. maí 1988. Vegamálastjóri Frá því að Victor VPC kom á markaðinn hefur hún verið mest selda einmenningstölvan á ísl- andi. Á tímabilinu frá ágúst 1986 til ágúst 1987 hafa hátt á þriðja þúsund Victor tölvur verið teknar í notkun hér á landi. Það segir meira en flest orð um vinsældir, ágæti og fjölhæfni Victor tölvanna. VICTOR Snaggaraleg einmennings- tölva með afl hinna sióm - nú fáanleg með byHingar- kenndri nýjung! VictorVPC III er nýjasta einmenningstölvan í Victor fjölskyldunni. Hún er AT samhæfð og hentar því vel fyrirtækjum og stofnun- um. VPC III er með byltingarkenndri nýjung sem felur í sér möguleika á 30 mb færanlegum viðbótardiski, svokölluðum ADD-PACK, sem smellt er í tölvuna með einu handtaki. Sér- lega hagkvæmt við afritatöku og þegar færa þarf upplýsingar á milli tölva, s.s. fyrir endurskoðendur o.þ.h. Einnig fáanleg með 60 mb hörðum diski (samtals 90 mb með ADD-PACK). Victor tölvurnar eru nú í notkun í öll- um greinum atvinnulífsins og reynast einstaklega vel við erfiðar aðstæður. Helstu ástæður vinsældanna eru án efa afkastageta, stærra vinnslu- og geymsluminni, falleg hönnun, hag- stætt verð og síðast en ekki síst góð þjónusta. Bilanatíðnin er einhver sú lægsta sem þekkist, þrátt fyrir að Victor hafi rutt brautina með fjölmarg- ar nýjungar. Og nú fylgir MS-Windows Write & Paint forritið öllum Victor tölvum sem eru með harðan disk. Þrjár gerðir Victor einmenningstölva eru nú fáanlegar: Victor VPC Ile, Victor V 286 og Victor VPCIII. Victor þjónar stofnunum og fyrirtækj- um í iðnaði, sjávarútvegi, landbúnaði, verslun, þjónustu sem og mennta- stofnunum, námsmönnum og ein- staklingum. Victor getur örugglega orðið þér að liði líka. Athugaðu málið og kynntu þérVictor örlítið betur-þú verður ekki svikinn af því! EinarJ. Skúlason hf. Grensásvegi, 10, sími 68-69-33 augljós 28.190/1

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.