Alþýðublaðið - 30.04.1988, Side 16

Alþýðublaðið - 30.04.1988, Side 16
16 W i’-.'.f. f>' •ix.r.ivt'fiir. Föstudagur 29. apríl 1988 UTLOND Umsjón: Ingibjörg Árnadótlir SVARTSÝNI r r A afmœlisári hvítra í Astralíu, berjast svörtu frumbyggjarnir ekki aðeins fyrir lífi sínu á þeim svœðum sem þeim hefur verið úthlutað. Þeir berjast einnig fyrir því að njóta sömu virðingar og aðrir í þjóðfélaginu, og fyrir því að bera virð- ingu fyrir sjálfum sér. Þegar menn aka yfir hina uppþornuöu á, Todd River og inn í þorpið Alice Springs, taka menn strax eftir því hvaö staðurinn er frábrugð- inn þorpum meðfram strönd Ástralíu. Þaö er ekki ein- göngu vegna skrælþurrs eyöimerkurloftsins eða vegna hitans sem fer upp i 45 stig i skugganum. Hér, i miðri rauðu eyðimörkinni eru yfir 20 prósent ibúa svartir. Frumbyggjarnir í Ástralíu (Aboriginar) eru aðeins um tvö prósent af öllum íbúum Ástralíu en þeir eru 16 milljónir. í Alice Springs eru frum- byggjarnir áberandi. Þeir sitja á grasflötunum undir stóru gúmmítrjánum og í skugga nýja stórmarkaðarins i göngugötunni. í augum frum- byggja er Alice Springs „hvlt- ur bær“. Þeir koma þangað eingöngu vegna þess að í Alice Springs er vinnumiðl- unin, félagsmálastofnunin og heilsugæslustöðin. Lang- flestir frumbyggjar búa á þeim afmörkuðu svæðum sem ríkisstjórnin hefur út- hlutað þeim, hér og þar í eyöimörkinni umhverfis þorp- ið. Afmaelisár dauðans Þegar meirihluti Ástrala heldur upp á 200 ára afmælið með skrúðgöngum og veisl- um er eiginlega ekkert að gerast í Alice Springs. Þegar fyrsta skipið með refsifanga kom frá Englandi fyrir 200 ár- um var í rauninni kveðinn upp dauðadómur yfir frum- byggjunum. Margir Ástralir telja orsök- ina fyrir drykkjuskap frum- byggjanna vera eitthvað með- fætt í erfðavísunum. „Það er endemis vitleysa," segir Rob Modie læknir. „Frumbyggjarnir hafa glatað landi sínu; menningu sinni og stolti. I staðinn snúa þeir sér að flöskunni, sem þeir auðvitað kynntust i gegnum hvíta manninn. Nú eru þeir ekki drepnir með vopnum, heldur með áfengi, sjúkdóm- um og með því að halda áfram að brjóta niður menn- ingu þeirra og hefðir." Rob Modie vinnur á heilsu- gæslustöð frumbyggja í Alice Springs. Forstöðumað- ur stöðvarinnar er frumbyggi, en Rob Modie er hvítur eins og aðrir læknar stöðvarinnar, því enginn af kynþætti frum- byggja er læknismenntaður. „Afengisvandamálið er eitt af einkennum félagslega vandamálsins. Þegar ríkis- stjórnin setti þessar heilsu- gæslustöðvar á laggirnar, var hún bjartsýn á að ástand í áfengismálum myndi lagast á skömmum tíma. Það varð ekki þvl þær breytingar sem urðu á högum frumbyggjanna með tilkomu hvítra voru alltof miklar á of skömmum tíma,“ segir Rob Modie. Það var ekki fyrr en árið 1967 sem frumbyggjarnir fengu borgararéttindi í Ástralíu. Fram að þeim tlma veltu hvítir því fyrir sér hvort þeir væru yfir höfuð mann- eskjur! Fyrir 200 árum þegar hvítir menn voru að setjast að í Ástrallu, reyndu þeir með vopnavaldi að útrýma frum- byggjunum. Svo breytti hvíti maðurinn um aðferðirog „lét það nægja“ að aðskilja fjöl- skyldur og flytja hina ýmsu ættbálka nauðungarflutning- um í þeirri von aö þeir myndu deyja út. Það var ekki fyrr en árið 1973 sem frumbyggjarnir fengu réttindi til að stjórna sínu eigin lífi — á pappírn- um. Hin margra ára kúgun og niðurlæging og lítilsvirðing fyrir hefðum og menningu frumbyggjanna, hefur sett sinn svip á þetta stolta fólk. Það hefur glatað sjálfstrausti og sjálfsbjargarviðleitni. Atvinnuleysi er sex sinnum meira hjá frumbyggjum en öðrum íbúum I Astrallu, ung- barnadauði þrisvar sinnum meiri og meðalaldur frum- byggja er 20 árum styttri, Pat Dodsen, sem er for- maður „Central Land Council", en þau samtök berj- ast fyrir rétti frumbyggjanna til landsins sem forfeður þeirra bjuggu á, I áraþúsund- ir, en hefur nú veriö yfirtekið af nautabændum og námufé- lögum segir: „Við höfum kos- ið árið 1988 til þess að halda upp á það, að þrátt fyrir allt hefur okkur tekist að lifa af 200 ár með hvíta manninum. Við syrgjum systur okkar og bræður sem hafa verið drep- in. Jafnframt erum við reiðu- búin til að rétta sáttarhönd og sýna fram á, að við erum þjóð sem eigum okkar menn- ingu og hefðir, sem gætu komið að notum I dag.“ Ekkert stress „Sjálfsagt gætum við fund- ið leið til að lifa I friði með hvítu íbúunum I Ástralíu," segir Pat Dodson. „En þá yrð- um við að taka þátt I ákvörð- unum og axla þá ábyrgð sem því fylgir. Hver veit nema þið gætuð lært eitthvað af okk- ur...“ Tímaskyn frumbyggjanna er til dæmis allt annað en tímaskyn vestrænnar menn- ingar. Þeir stressa sig ekkert I sambandi við morgundag- inn, menn hafa tíma hver fyrir annan og enginn þarf að glíma viö vandamál aleinn. Pat Dodsen er einn mjög fárra frumbyggja með lang- skólanám að baki. Árið 1975, þá 27 ára varð hann fyrsti kaþólski presturinn af kyn- þætti frumbyggja. „Á mínum unglingsárum komst ég að því að við vær- um af kynþætti sem væri að deyja út. Eg hafði miklar áhyggjur af þessu, þvl mér fannst ég vera sprelllifandi. Jafnvel var talað um hvort við hefðum nokkra sál...“ segir Pat Dodson sem hefur lagt hempuna til hliðar, vegna þess að endurbætur til handa frumbyggja, sem hann vann að voru of róttækar, fannst yfirboðurum hans. Imparja Eitt af verkefnum frum- byggja er sjónvarpsstöðin Imparja, sem er starfrækt í Alice Springs. Eftir margra ára togstreitu við yfirvöld og samkeppnisaöila, fengu nokkur samtök frumbyggja leyfi til útsendinga. Framkvæmdastjóri stöðv- arinnar Freda Glynn segir stöðina eiga að efla sjálfs- traust frumbyggjanna og meðvitund þeirra um að þeir séu þjóð. „Við ætlum einnig að nota Imparja til að þjappa hinum ýmsu ættbálkum þétt- ar saman. Við erum margir ættbálkar og tölum ýmsar mállýskur, og hver ættbálkur hefur mismunandi heföir,“ segir Freda Glynn. Pat Dod- son segir: „Við höfum ekki áhuga á því að fela okkur í eyðimörkinni og einangra okkur. Við viljum vera með, þar sem ákvarðanir eru tekn- ar þvi þannig verður það að vera ef við eigum að bera ábyrgð á þeim vandamálum sem upp koma.“ Freda Glynn er á sama máli og Pat Dod- son. „Það er nauösynlegt að halda við menningu okkar frumbyggjanna, en við viljum ekki lifa I fortlðinni. Við get- um ekki gengið um klæða- laus og setið við íhugun all- an daginn. Við verðum að vinna, ef við ætlum að koma á nýju samfélagi." (Sunnud.bl. Det fri Aktuelt)

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.