Alþýðublaðið - 11.06.1988, Side 11
Laugardagur 11. júní 1988
11
FRÉTTASKÝRING
Kristján Þorvaldsson
skrifar
Stjórn og
framkvœmdastjórn SIS
hefur mikið verk að
vinna eftir aðalfundinn
í Bifröst. Myndin er úr
ársskýrslu Sambandsins.
FÁTT UM SVÖR HJÁ SÍS
Aðalfundurinn hreinsaði ekki loftið og gaf ekki tóninn um aðgerðir til að rétta
við reksturinn.
Á aðalfundi Sambandsins
hreinsuöu menn ekki loftið,
eins og margir bjuggust við.
Uppgjörið stendur því enn
um menn og málefni, og
heldur áfram bak við tjöldin.
Eftir fundinn rikir jafnvel
meiri óvissa en áður um
framtíðina, þvi fulltrúar á
aðalfundinum fengu engin
svör. Engar tillögur lágu á
borðinu um róttækar breyt-
ingar í þá átt að rétta við
reksturinn.
Tapþulur
Þaó var ekki beint uppörv-
andi skýrsluflutningur sem
fulltrúar á aöalfundinum
máttu hlusta á í upphafi
fundar frá þeim Vali Arnþórs-
syni stjórnarformanni og
Guöjóni B. Ólafssyni for-
stjóra. Þuldar voru tölur um
mesta taprekstur í sögu SÍS.
Skammtímaskuldir Sam-
bandsins jukust um 1 mill-
jarö á síöasta ári og námu
samtals 4.6 milljörðum. Sam-
bandiö velti um 17.5 milljörð-
um, sem var um 13% aukn-
ing frá árinu á undan. Reikn-
ingar voru gerðir upp með 49
milljóna króna halla, en
þegar frá er dreginn sölu-
hagnaöur eigna, Sambands-
hússins, er hallareksturinn
yfir 200 milljónir króna og
fjármunamyndun neikvæð
um næstum 100 milljónir
króna.
Skuldasöfnun
Starfandi kaupfélög á slð-
asta ári voru 36. Flest þeirra
skiluöu taþi, sem samtals
nemur um 358 milljónum
króna. Samantekið rekstrar-
tap SÍS og kaupfélaganna er
því hátt í 600 milljónir króna.
Kaupfélögin veltu um 24.6
milljöröum sem var um 24%
aukning frá árinu áöur, en þá
var veltan um 19.9 milljarðar.
Ef til vill sýnir best margum-
talaöan fjármagnsvanda, aö
rekstrarhagnaöur fyrir fjár-
magnskostnaö var 356 mill-
jónir hjá kaupfélögunum, en
fjármagnskostnaðurinn
hækkaöi á milli ára um 56%.
Nam tæpum 1.9 milljörðum.
Fjármunatekjurnar hækkuöu
aftur á móti um 39%, voru
600 milljónir. Þannig hækk-
aöi fjármagnskostnaöurinn
um 600 milljónir á meöan
fjármagnstekjur hækkuöu
um 170 milljónir. Þarna
munar 430 milljónum og lái
engin sambandsmönnum
fyrir að segja aö þaö sé fyrst
og fremst fjármagnskostnað-
urinn sem sé aö sliga þá.
Þaö kom því ekki á óvart
að Guöjón og Valur skyldu
a.m.k. geta veriö sammála
um aðalorsakavaldinn, þó
glögglega séu þeir á önd-
verðum meiöi um leiðirnar út
úr vandanum.
Óarðbœrir eignahlutar
í skýrslu Guöjóns kom
fram aö hann er ekki beint
sátturviö arösemi eignar-
hluta Sambandsins, í hinum
ýmsu fyrirtækjum. Ekki
minntist hann þó á íslenska
aöalverktaka eða önnur fyrir-
tæki í því sambandi. Hann
greindi frá aö eignarhlutarnir
(fyrirtækjum næmu um 2.5
milljörðum króna og sagöi
ekki óeðlilegt aö gera 10%
ávöxtunarkröfu á þessa eign-
arhluta, eöa kröfu um 250
milljónir á síðasta ári. Hann
upplýsti hins vegar aö arður-
inn sem greiddur var af þess-
um 2.5 milljörðum heföi ekki
numið nema um 18 milljón-
um. Þarna viröist því vanta
um 230 milljónir, svo kalla
megi aö ávöxtun sé eðlileg
aö mati Guöjóns.
SÍS á SÍS
Eigið fé Sambandsins er
samkvæmt efnahagsreikningi
um 2.8 milljarðar. í stofnsjóöi
eru 74.6 milljónir ( séreigna-
sjóöum 251.3 milljónir. Sam-
tals eru eigið fé og sjóöir því
um 3.1 milljarður. En þegar
komiö er aö spurningunni um
hver eigi SÍS, þá vilja for-
svarsmennirnir aöeins kann-
ast við aö kaupfélögin eigi
það sem er í stofnsjóði og
séreignasjóðum. Spurning-
unni um hver eigi megin-
hlutann er því ósvaraö og
breytti aöalfundurinn engu
þar um, frekar en öðru.
Varað við sameiningar-
stefnu
Guöjón B. Ólafsson sagði
við Alþýðublaöið s.l. haust aö
kaupfélögunum myndi fækka
á næstunni. Hann bætti við
aö hann vonaðist til að þau
sæju sér frekar ( hag í því aö
sameinast en veröa gjald-
þrota. I samræmi viö þessi
sjónarmið forstjórans hafa
staðið yfir viöræöur um sam-
einingu kaupfélaga á Suður-
landi og á Norðurlandi-eystra.
Engu aö síður varö stefna
forstjórans undir á aðalfund-
inum og hefur raunar ekki
gengiö eftir í reyndinni.
Undir lok aöalfundarins var
samþykkt ályktun, sem felur í
sér hvatningu til forystu-
manna Sambandsins um aö
sýna varfærni viö sameiningu
kaupfélaga. Eina sem komið
hefur fram um líkur á sam-
einingu er á Suðurlandi,
Kaupfélag Árnesinga og
Vestmanneyinga. í fyrstu var
rætt um sameiningu fjögurra
kaupfélaga á svæöinu. A
Norðurlandi-eystra virðist
algjörlega horfiö frá samein-
ingu Kaupfélags Þingeyinga
á Húsavík, Noröur-Þingeyinga
á Kópaskeri og Langnesinga
á Þórshöfn. Minni kaupfélög-
in, þau hin tvö síðarnefndu,
hafa hins vegar fariö fram á
viðræcfur viö KEA.
Eina áþreifanlega aðgeröin
til hagræöingar sem rædd
var í tengslum viö aðalfund-
inn var nýtt fyrirkomulag
verslunardeildar. En verslun-
ardeildin var sú deild er allra
lökustu afkomu hafði á síð-
asta ári, meö tap yfir 200
milljónir. Nýja fyrirkomulagiö
miöar aö þvi aö auka viö-
skipti kaupfélaganna sem
mest má verða. Deildin
veröur nú rekin sem nokkurs
konar þjónustustofnun í lík-
ingu viö sjávarafuröadeild,
sem tekur sér umboöslaun.
Þá voru í umræðum reif-
aöar hugmyndir um breytta
skipan á samvinnuhreyfing-
unni, jafnvel aukna deilda-
skiptingu og jafnvel „Lítil
SÍS“ á landsbyggðinni. Þá
sagði Valur Arnþórsson f
samtali viö blaöið aö uppi
væru hugmyndir um aö opna
farvegi fyrir aukiö fjármagn
frá félagsmönnum, og í því
sambandi veltu menn m.a.
fyrir sér hlutafélagsforminu.
Valur rauf þögnina
Fyrri dag aðalfundarins
einkenndust umræður í Bif-
röst aö mestu af áhyggjum
manna yfir bágri stööu. Aö
sögn fundarmanna sem Al-
þýðublaðið ræddi viö var þaö
fyrst og fremst ræöa Þrastar
Olafssonar í upphafi um-
ræöna um skýrslur sem gerði
útslagiö að ekki var rætt um
hitamál, svo sem launamál
Guöjóns. Þröstur baö menn
að ræöa þaö sem skipti máli,
stööuna og framtíðina. Þaó
kom því á óvart aö undir lok
umræöna skyldi Valur Arn-
þórsson „minna á sig“ og
beina þeim tilmælum til for-
stjóra og framkvæmdastjórn-
ar aö koma sem fyrst fram
meö tillögur til úrlausnar á
rekstrarvandanum. Fundar-
menn sem blaðið ræddi við
sögöu viöbrögö stjórnarfor-
mannsins þó eðlileg þar sem
spurningin sem brynni á
mönnum væri nákvæmlega:
„Hvaó ætliði aö gera?“
Ouppgert
Þeirri spurningu var
reyndar aldrei svarað heldur
enduöu menn fundinn með
sígildu ópi um aöstoö frá rík-
inu. Síöasta verk aðalfundar-
ins var aö samþykkja ályktun
um aö Byggöastofnun veröi
veitt stóraukiö fjármagn til
þess aö lána framleiðslufyrir-
tækjum sem standa höllum
fæti. Ef ekki, þá veröi komið
á fót kreppulánasjóði sem að
markmiði hafi, að útvega hag-
kvæmt lánsfé. Þetta var upp-
skera aðalfundar sem margir
bjuggust við að myndi leiða
til þess aö samvinnumenn
kryfu mál sín til mergjar, ef til
vill meó meiri sjálfsgagnrýni
en oft áður. Átökin i SIS eiga
því líklega eftir aö halda
áfram, en samkvæmt venju
bak viö tjöldin.