Alþýðublaðið - 11.06.1988, Side 17
Laugardagur 11. júní 1988
17
TÓNLIST
Rikharður H. Friðriksson
skrifar
Listahátíð
ISLAND I OPERUNNI, FINNLAND I HASKOLADIOI
Sinfónían með forsýningu á nýjum stjórnanda
Listahátíð helfur áfram.
Fyrr í vikunni voru
haldnir tónleikar fyrir
kór og ballett eftir tvö
íslensk tónskáld í ís-
lensku óperunni. Þá
söng Finninn Jorma
Hynninen með Sin-
fóníuhljómsveit íslands
s.l. fimmtudagskvöld
við góðar undirtektir.
Tónlistargagnrýnandi
Alþýðublaðsins fjallar
hér um þessa tvo við-
burði á Listahátíð.
Kór og ballet í Óper-
unni
Á þriðjudags- og miðviku-
dagskvöld voru haldnar í ís-
lensku óperunni tónleikar
með verkum eftir tvö íslensk
tónskáld af „eldri kynslóð-
inni“, þá Jón Ásgeirsson og
Þorkel Sigurbjörnsson. Það
var Hamrahlíðarkórinn undir
stjórn Þorgerðar Ingólfsdótt-
ur sem flutti kórverk sem Jón
hafði samið við Ijóðabálk
Steins Steinarr, „Tíminn og
vatnið“.
Jón er sjálfum sér sam-
kvæmur sem endranær.
Hann blandar saman
nítjándu aldar rómantík, ís-
lenskum fimmundum, dálitlu
af sjálfum sér og fær út
blöndu sem heitir „Jón Ás-
geirsson". Óhætt er að segja
að tónsetning þessa torræða
Ijóðabálks hafi farist honum
smekklega úr hendi.
Að sjálfsögðu stóö Hamra-
hlíðarkórinn fyrir sínu eins
og endranær, en einu þarf þó
að kippa f lag. Einn tenórinn í
fremstu röð yfirsöng aðra
kollega sína í tenórnum svo
oft heyrðist aðeins f honum
einum en ekkert í félögum
hans. Þessu hlýtur að vera
auðvelt að kippa f lag.
Þorkell Sigurbjörnsson og
Hlff Svavarsdóttir lögðu til
ballettinn „Af mönnum",
fluttan af Iftilli kabarettsveit
og íslenska dansflokknum.
Notuð var sama hljóðfæra-
skipan og I verki IgorStrav-
inskys, „Sagan af dátanum"
og bar tónlistin vissan keim
af þvf líka. Hún var í svo-
nefndum nýklasslskum stfl
sem mest var f tfsku á milli-
stríðsárunum en Þorkell virð-
ist hafa rifjað upp sem eins-
konar hyllingu til Stravinskys.
Tónlistin var skemmtileg f
orðsins besta skilningi, hún
virtist liggja mjög vel fyrir
hljóðfærin og var full af lauf-
léttum húmor a la Þorkell
Sigurbjörnsson, sérstaklega
kom skrumskældi tangókafl-
inn vel út. Það fór vel á aö
hafa hljómsveitina uppi á
hliðarsvölunum. Þetta fyrir-
Baritonsöngvarinn Jorma Hynninen söng með Sinfóníuhljómsveit
íslands á fimmtudagskvöld við góðar undirtektir.
komulag byggði upp létta
kabarettstemmningu sem féll
vel að tónlistinni. Jóhann G.
Jóhannsson stjórnaði hljóm-
sveitinni rösklega og Óskar
Ingólfsson kann svo sannar-
lega að láta klarinettið væla.
Dansararnir stóðu sig vel
og áheyrendur kunnu greini-
lega vel að meta bæði verkin
á þessum tónleikum.
Finnskt kvöld hjá Sin-
fóníunni
Á fimmtudagskvöldið lagði
Sinfónfuhljómsveit íslands
fram sinn skerf til Listahátíö-
ar með „finnskum“ tónleikum
og gaf okkur um leið smjör-
þefinn af væntanlegum
stjórnanda sínum næsta vet-
ur, Finnanum Petri Sakari.
Fyrri hluti tónleikanna var
tileinkaður finnska tónskáld-
inu Jean Sibelius; flutt var
eftir hann sinfóníska Ijóðið
„En Saga“ og fimm sönglög
fyrir bariton og hljómsveit.
Einsöngvari var Finninn
Jorma Hynninen. Eftir hlé
bætti hann svo við þremur
ítölskum óperuaríum eftir
Leoncavallo og Verdi. Hynn-
inen hefur mikla rödd og
fallega, ef svo má segja um
karlmann. Textaframburður
hans var framúrskarandi. Það
er ekki svo oft sem maður
getur skilið hvert orð sem frá
söngvara kemur en svo var í
þetta skiptið. Þarna hefur
móðurmálið, finnskan, ef-
laust verið honum góður
undirbúningur. Áheyrendur
kunnu greinilega vel að meta
Hynninen og klöppuðu hann
upp nokkrum sinnum.
Að lokum flutti hljómsveit-
in „Fontani dei Roma“ (Gos-
brunnar Rómarborgar) sem
ítalinn Ottarino Respighi
samdi árið 1916, eitt af lit-
skrúðugari hljómsveitarverk-
um tónlistarsögunnar. Hann
er einn af fáum ítölum slns
tíma sem komust á eitthvað
flug í öðru formi en óperu og
samdi alls kyns tónlist, en
hljómsveitarverkin hans
skara þó fram úr. Tilfinning
hans fyrir blæbrigðum og
litum hljómsveitarinnar skipa
honum tvfmælalaust á bekk
helstu tónskálda sögunnar.
Verkið kom glæsilega út I
flutningi Sinfónluhljómsveit-
arinnar og var það ekki síst
aö þakka stjórnandanum,
Petri Sakari sem var bæði
yfirvegaöur og afslappaður á
meðan hann stjórnaði af
miklu öryggi og geislaði frá
sér spilagleði. Það er sjald-
gæft að sjá stjórnanda sem
er kominn svona langt I list-
inni, aðeins þrítugur að aldri.
Hann mun verða fastur
stjórnandi Sinfónluhljóm-
sveitar íslands næsta vetur
og ef marka má þessa byrjun,
er ekki að efast um að hann
á eftir að gera stóra hluti hér
næsta vetur.