Alþýðublaðið - 11.06.1988, Page 18
18
t^g^dádiSr'VI'llínl'l^a
SMÁFRÉTTIR
Guðmundur Árni Stefánsson, bæjarstjóri og fyrrverandi ritstjóri Al-
þýðublaðsins, hafði i nógu að snúast á 80 ára kaupstaðarafmæli Hafnar-
fjarðarbæjar. Hann þurfti oft að rifja upp sögunaog þá var auðvitað nær-
tækast að fletta i gömlum Alþýðublöðum. Hér er hann i Siggubæ og
sýnir gestum hálfa öld aftur i timann.
Opið hús á
Reykjavíkur-
flugvelli
í tilefni af Norrænu tækni-
ári 1988, verða Landhelgis-
gæslan, Flugmálastjórn og
Flugbjörgunarsveitin með
Opið hús á Reykjavíkurflug-
velli á morgun, sunnudaginn
12. júní, klukkan 13-17. Öllum
er boðið að koma, skoða
starfsemina og þiggja veit-
ingar.
Þarna verður m.a. til sýnis:
Fokkerflugvél og þyrlur
Landhelgisgæslunnar, allur
björgunarútbúnaður flugvél-
anna, flugvél Flugmálastjórn-
ar, einkavélar og flugvélar frá
flugskólanum, sjómælinga-
bátur, afþrýstihylki fyrir kaf-
ara, fallbyssur og tundurdufl,
líkön af varöskipum, nýr snjó-
blll með öllum fylgihlutum,
búnaður til að leita að fólki í
snjóflóðum, slökkvistöð flug-
vallarins.
Einnig verður sýnt:
Fallhlífarstökk yfir Reykja-
víkurflugvelli, björgunarbún-
aði kastað úr vörufallhlífum
og björgunarsig utan á flug-
turninum.
20 vinsælustu
SÍM-
myndböndin
Vikuna 1.6.-8.6. skipuðu eft-
irtalin myndbönd 20 efstu
sæti á vinsældarlista Sam-
taka íslenskra myndbanda-
leiga.
1. ( 1) Dirty Dancing (J.B.
Heildsala)
2. (20) Innerspace (Steinar)
3. ( 3) Raising Arizona
(Steinar)
4. ( 2) No Mercy (Steinar)
5. ( -) Something Wild
(Skífan)
6. ( -) Otto (2 (Myndbox)
7. (3/4) Roxanne (Skífan)
8. (3/4) Beverly Hills
Cops t2 (Háskólabíó)
9. ( 6) Rent a Cop (J.B.
Heildsala)
10. ( 17) The Jerk (Laugarás-
bíó)
11. (10) Ishtar (Skífan)
12. (17) Eureka (Steinar)
13. ( -) Mind over Murder
(Háskólabíó)
14. ( 9) Jumping Jack Flash
(Steinar)
15. ( 7) Critical Condition
(Háskólabíó)
16. ( -) Dogs of War (Steinar)
17. (15) Woo Woo Kid (J.B.
Heildsala)
18. (11/12) Assasination
(Myndbox)
19. (16) Big Shots (J.B. Heild-
sala)
20. ( ) Night of the Creeps
(Steinar)
Vaxandi að-
sókn að Þjóð-
veldisbænum
Nú hefur Þjóðveldisbærinn
f Þjórsárdal verið opinn I tfu
sumur. Aðsókn hefur sffellt
farið vaxandi og mun óhætt
að fullyrða, að hann hafi vak-
ið mikla athygli hér heima og
erlendis.
Hörður Ágústsson sér-
fræöingur í húsagerð á ís-
landi hannaði og mælti fyrir
um gerð bæjarins. Fyrir-
myndin er sótt i niðurstöður
fornleifarannsókna og má þar
helst nefna rústina að Stöng
í Þjórsárdal, sem grafinn var
upp árið 1939. Sömuleiðis var
stuðst við fornar heimildir
um húsagerð og úttektir á ís-
lenskum bæjum og stórbýl-
um frá fyrri tfmum.
Bærinn er eign íslenska
ríkisins undir yfirumsjá for-
sætisráðuneytisins. Daglegur
rekstur hans er í höndum
þriggja manna stjórnar, sem í
eiga sæti samkvæmt reglu-
gerð einn fulltrúi frá Þjóð-
minjasafni íslands, annar frá
Landsvirkjun og sá þriðji frá
Gnúpverjahreppi.
Nú í sumar er bærinn op-
inn alla daga vikunnar kl. 10-
12 og 13-17. Bæjarvörður er
Ásólfur Pálsson fyrrum bóndi
á Ásólfsstöðum. Bæklingur
er fáanlegur á íslensku,
ensku og þýsku.
Stofnuð ferða-
málasamtök
höfuðborgar-
svæðisins
Á mánudag, 13. júní, verður
haldinn stofnfundur Ferða-
málasamtaka höfuðborgar-
svæðisins. Fundurinn verður
á Hótel Sögu og hefst klukk-
an 12 á hádegi.
í fréttatiIkynningu frá Sam-
tökum sveitarfélaga á höfuð-
borgarsvæðinu segir að slík
samtök geti haft frumkvæði
að stefnumótun í ferðamál-
um svæðisins, sérstaklega I
samgöngu- og umhverfismál-
um, fjárfestingum, þjónustu-
tíma og opnunartíma þjón-
ustuaðila.
Fundurinn hefst með há-
degisverði í Skála Hótel
Sögu. Á fundinum mun Jóna
Gróa Sigurðardóttir, form. At-
vinnumálanefndar höfuðborg-
arsvæðisins, gera grein fyrir
starfi undirbúningsnefndar.
Einnig verða kynntar hug-
myndir að starfsáætlun. Þá
mun Matthías Á. Mathieseh
samgönguráðherra flytja
ávarp. Kostnaður vegna há-
degisverðar er kr. 1.050.00.
Á aðalfundi Samtaka sveit-
arfélaga á höfuðborgarsvæð-
inu sl. haust var ákveðið að
boða til stofnfundar ferða-
málasamtaka á höfuðborgar-
svæðinu. í framhaldi af þess-
ari samþykkt var komiö á
laggirnar sérstakri undirbún-
ingsnefnd til að hrinda þess-
ari hugmynd í framkvæmd. í
þessari nefnd eiga sæti níu
manns.
Kjörin á aðalfundi SSH:
Jóna Gróa Sigurðardóttir,
borgarfulltr. Reykjavík, Valþór
Hlöðversson, bæjarfulltr.
Kópavogi og Lilja Hallgrims-
dóttir, forseti bæjarstjórnar,
Garðabæ.
Kjörin á alm. fundi á Hótel
Borg: Bjarni Sigtryggsson,
Hótel Saga, Fanney Gísla-
dóttir, Ferðaskrifstofan Rat-
vis, Friðrik Haraldsson, Félag
leiðsögumanna, Gunnar
Sveinsson, BSÍ, Páll Guð-
jónsson, bæjarstj. Mosfells-
bæjar og Þórarinn Jón Magn-
ússon, ferðamálanefnd Hafn-
arfjarðar.
Ályktun
aðalfundar
Fiskiðnar
Aðalfundur Fiskiðnar —
fagfélag fiskiðnaðarins, hald-
inn 21. maí 1988 ályktar eftir-
farandi:
„Aðalfundur Fiskiðnar lýsir
yfir áhyggjum sínum vegna
ótryggrar stöðu sjávarútvegs
í landinu. Fundurinn telurað
sjávarútvegurinn sé nú á
mjög viðkvæmum punkti eftir
uppgangstima undanfarin ár.
Uppgangstímar er skilaö hafa
þjóðinni betri lífskjörum en
áður hafa þekkst. Fundurinn
leggur áherslu á að viö mun-
um enn um ókomna tíð þurfa
aö byggja lifsafkomu okkar
og frekari framfarir á sjávar-
útveginum.
Ein helsta forsenda fram-
fara er aukin menntun og
almenn þekking á sviöi fisk-
veiða og fiskvinnslu. Fundur-
inn telur að ekki hafi veriö
nægilega vel staðið að
almennri fræðslu og mennt-
un á sviði sjávarútvegs.
Hér er nauðsynlegt að gera
bragabót á. Sem lið í því, hef-
ur Fiskiðn ákveðið, á sinu 10.
starfsári, að hafa forgöngu
um gerð og útgáfu fræðslu-
efnis fyrir yngri kynslóðir
þjóðarinnar.
Aðalfundurinn skorar á alla
þá er láta sig þessi mál ein-
hverju skipta að taka nú sam-
an höndum og láta verkin
tala og hefja sókn til aukinn-
ar fræðslu og menntunar.“
Aðalfundur
Félags
íslenskra
rithöfunda
Aðalfundur Félags ís-
lenskra rithöfunda var hald-
inn 26. mai s.l. Áður en geng-
ið var til dagskrár minntist
formaður látins félaga,
Stefáns Ágústs Kristjánsson-
ar skálds.
Fundarstjóri var Indriði G.
Þorsteinsson og fundarritari
var Snjólaug Bragadóttir.
Á fundinum var samþykkt
að halda áfram baráttu fyrir
bættum kjörum rithöfunda,
að vinna gegn misrétti og
pólitískri mismunun og að
framfylgja þeim markmiðum
sem stofnendur félagsins
settu þvf í öndverðu.
Hagur Félags fsl. rithöf-
unda er góður, starf s.l. árs
þróttmikið með fundum, bók-
menntakynningum og upp-
lestrarkvöldum.
í apríl s.l. kaus stjórn fé-
lagsins nýjan heiðursfélaga,
Indriða Indriðason rithöfund
og ættfræðing, sem á að
baki langt og farsælt starf í
þágu rithöfunda.
Nýir félagar voru sam-
þykktir og boðnir velkomnir.
Inntökuskilyrði í Félag ís-
lenskra rithöfunda eru
ströng, — einn hinna nýju fé-
laga lét svo um mælt að það
væri honum mikill heiður að
vera nú orðinn fullgildur fé-
lagi í þessu virðulega félagi.
Stjórn Félags íslenskra rit-
höfunda skipa: Sveinn
Sæmundsson formaður, Páll
Líndal varaformaður, Snjó-
laug Bragadóttir ritari, Indriði
Indriðason féhirðirog með-
stjórnendur Indriði G. Þor-
steinsson, Vilhjálumur
Hjálmarssona og Gunnar Dal.
Varastjórn Jón Björnsson og
Ævar R. Kvaran. Endurskoð-
endur Magni Guðmundsson
og Ármann Kr. Einarsson.
Rútudagar ’88
íslenska rútan og ferðalög
um ísland verða í brennidepli
i dag, laugardaginn 11. júní.
Þá efnir Félag sérleyfishafa í
samvinnu við 30 aðila sem
starfa að ferðamálum á ís-
landi til fjölbreyttrar inn-
lendrar ferðakynningar í Um-
ferðarmiðstöðinni í Reykjavík
undir heitinu „Rútudagur ’88
— Ferðumst um ísland“.
Þetta er I þriðja sinn sem
Rútudagurinn er haldinn, en
síðast komu hátt áellefta
þúsund manns í Umferðar-
miðstöðina til að taka þátt í
þessari kynningu á sögu og
ferðamöguleikum rútunnar
ásamt öllum þeim óteljandi
ferðamöguleikum, sem okkur
íslendingum stendur til boða
að ferðast um okkar eigið
land.
Sýningin verður opnuð af
samgönguráðherra Matthías
Á. Mathiesen við hátíðlega
athöfn kl. 10.00 á laugardag-
inn. Gamlar og nýjar rútur af
öllum stærðum og gerðum
munu setja svip sinn á svæð-
ið í kringum Umferðarmið-
stöðina og verða um 40 bif-
reiðar á þeirri sýningu. Inni í
Umferðarmiðstöðinni verður
svo fjölbreytt kynning á ótelj-
andi ferðamöguleikum um
landið á vegum hinna ýmsu
aðila sem að ferðamálum
vinna og m.a. kynnt þau
ódýru sérfargjöld með rútum
sem nefnast Hring- og tíma-
miöar. Meðal fjölmargra
skemmtiatriða sem gestum
Rútudagsins verður boðið
upp á eru ókeypis skoðunar-
ferðir um Reykjavík, sterkasti
maður heims Jón Páll Sig-
marsson kemur og dregur
rútu f tilefni dagsins, sérstakt
barnaefni með ýmsum uppá-
komum, hestaferðir fyrir
börnin, sýnt verður fallhlifa-
stökk yfir Umferðarmiöstöð-
inni, lúðrasveitin Svanur leik-
ur, sívinsælir rútusöngvar
verða kyrjaðir, hljómsveitin
Tríó ’87 spila og syngja, efnt
verður til getrauna með marg-
víslegum vinningum og
fleira. Mjólkursamsalan, Nói
og Síríus og Gevalia kaffi
verða með kynningar á vörum
sínum og gefa gestum að
smakka og rúsínan í pyslu-
endanum eru tónleikar Sykur-
molanna áður en þeir halda
til Bandaríkjanna.
Tæplega hálf milljón far-
þega ferðaðist með sérleyfis-
bílum í fyrra. Rútan heldur
velli sem elsta og eitt helsta
almenningssamgöngutækið í
landinu þrátt fyrir harðnandi
samkeppni einkabíls og
flugs. Ferðalag með rútu veit-
ir ekki aðeins nánari kynni af
landi og þjóð. Það er líka
ódýrara en flesta gruna.
Gestir Rútudags munu kom-
ast að raun um það og margt
fleira í Umferðarmiðstöðinni
milli 10 og 18 á laugardaginn.