Alþýðublaðið - 11.06.1988, Page 20

Alþýðublaðið - 11.06.1988, Page 20
20 3í36i' 'mui ii lU'tinb i.yi. • - LairgsrittegijrTt. ■júnT 1988' fs; TONLIST Gunnar H. Ársælsson og Þorlákur Helgason skrifa Mandela allan daginn Tónleikar í tilefni 70 ára afmœlis mannréttindasinnans. Bein útsending í sjónvarpi frá Wembley. Tónleikar til heiðurs Nel- sons Mandela verða á dag- skrá Sjónvarpsins frá klukkan 11.30 í dag og með látum langt fram á nótt. Mandela sjálfur er víðs fjarri beinu útsendingunni. Hann heldur upp á 70 ára afmælið bak við lás og slá ógnarskaparins í Suður-Afríku. En vinir hans og stjórstjörnur leika og syngja til stuðnings mann- réttindasamtökum á laugar- daginn i beinni útsndingu til fjölmargra sjónvarpsstöðva. Allur ágóði „afmælistónleik- anna“ rennur til góðgerðar. Heimurinn fylgist spenntur meö — aðeins Suður-Afriku- sjónvarpið sá ekki ástæðu til að senda efnið! Tónleikarnir fara fram á Wembleyleikvanginum í Lundúnum og er talið að 80.000 miðar verði seldir. Miðaverð er um 3500 kr is- lenskar og munu tekjur af leikunum þvi nema tæplega 300 milljónum króna sem renna óskiptar til félaga- samtakanna. Þar að auki eru tekjur af sendingum um sjón- varpshnetti. Nevilt Bolt fram- leiðandi sem stjórnar útsend- ingu segir að til standi að senda út til allra frjálsra þjóða og gera 11. júní i fram- tiðinni að „Degi Nelsons Mandela." Af listamönnum sem koma fram eru tilnefndir: Whitney Houston, George Michael, Dire Straits, Phil Collins, Keith Richards, Bill Wyman, Little Steven, Chrissie Hynde ásamt Pretenders, UB40, Hugh Masakela, Simple Minds, Eurythmics, Roberta Flack, Bee Gees, Chubby Checker, Sly & Robbie, Ash- ford & Simpson, Miriram Makeba, Midge Ure, Paul Carrack, Al Green, Bryan Adams, Joe Cocker, Paul Young, Joan Armatrading, Peter Gabriel, Bon Jovi, Sade og Ry Cooder. Auk þeirra er búst við að óvæntir gestir komi fram m.a. Mick Jagger, George Harrison, Deep Purple, Talking Heads o.fl. Kynnir verður m.a. Harry Belafonte. Kristín Björg Þorsteins- dóttir þýðir og kynnir í beinni útsendingu íslenska sjón- varpsins í dag, en áhuga- sömum er bent á sjónvarps- dagskrána í blaðinu. Nelson Mandela verö- ur 70 ára i sumar. Tón- leikar til heiðurs hon- um veröa í beinni sjón- varpssendingu um all- an heim. The Christians koma fram á Listahátið 16. júní. Poppveislan mikla UR • PLÖTUR • PLÖTUR Stórtónleikar í Laugardalshöll Sú fyrrnefnda leikur þann 16. júní og Blow Monkeys kvöld- ið eftir, á sjálfan þjóðhátíðar- daginn. Með báðum hljóm- sveitunum leika islenskir flytjendur og er vitað fyrir víst að Bjarni Arason, „bark- inn okkar allra“, Kátir piltar úr „(afmælis)firðinum“ og Strax munu spila með fulltrúum Bretaveldis. Strax verða fyrir víst með rosalegt „session- band“ með sér eins og einn skipuleggjandi tónleikanna komst að orði. Þá er komið að útlendingunum. Fjórmenningarnir í THE CHRISTIANS koma frá Liver- pool og hafa starfað saman í þónokkur ár. Þeir hafa sent frá sér eina breiðskífu, þræl- góða, sem ber heiti hljóm- sveitarinnar. Tónlist THE CHRISTIANS er einskonar blanda af soultónlist, fönki og poppi. Hljómsveit á hraðri uppleið. BLOW MONKEYS voru þó- nokkuð vinsælir fyrir eins og tveimur til þremur árum síð- an en minna ber á þeim nú. Aðalmaður hljómsveitarinnar er furðufuglinn Dr. Robert sem er án efa með þeim skrýtnari i bransanum, mjög sérstæður persónuleiki. BLOW MONKEYS hafa sent frá sér 3 breiðskifur: Limping for a Generation, She was only a Grocer’s daughter (titillinn vísar til Margrétar Tadsjér forsætisráðherra Bretanna) og Animal Magic. Hljómsveitin leikur þýða popptónlist og ekki eru soul- áhrifin langt undan. Sem sagt, tvær prýðisgóð- ar hljómsveitir á boðstólum og málið er að hver sem vettlingi getur valdið verður nánast að mæta þvl samein- aðir stöndum en sundraöir föllum vér. Og það er aldrei að vita nema það verði köku- basar í hléi!!! Þá fer að styttast í, aö öll- um líkindum, stærstu popp- veislu ársins og er eins og flestir vita veisla þessi í tengslum við Listahátíð. Sú venja hefur skapast að bjóða uppá tvö þekkt nöfn úr tón- listarbransanum sitthvort kvöldið ásamt íslenskum flytjendum. Arið 1986 komu hingað Madness og Simply Red og komust báöar vel frá sínu. Fulltrúar „útlandsins" að þessu sinni eru bresku hljómsveitirnar THE CHRIST- IANS og BLOW MONKEYS. Hljómsveitin er eins og húsbóndahollur rakki. Morrisey Viva Hate Fyrsta sólóplata þessa meistara bölsýninnar sem getur varla með góðu móti samið jákvæðan texta. En textarnir hans eru margir hverjir helv... góðir eins og t.d. Suedhead sem er smell- urinn af plötunni og Every day is like Sunday, eitt besta lag Viva Hate. Morrisey mun ávallt líða fyrir það að hafa verið söngvari The Smiths, einnar elskuðust/hötuðustu hljómsveitar Bretlands um langt árabil. FyrirSmiths- aðdáendur er „Lifi Hatrið’- kærkomin sárabót því hún er hin ágætasta í alla staði og Morrisey fer sífellt fram sem söngvara. Hann er engum lik- ur. The Smitereens Green Thoughts Önnur breiðskífa þessarar mjög svo ágætu New York sveitar. Hljómsveitin er eins og húsbóndahollur rakki, hvergi er hvikað frá gamla rokkinu en þó er nútímalegur blær með líka. Hrárri og jafn- betri plata en „Especially for you“ frá sveit i góðu formi. Best lögin að mínu mati eru; Deep black, Only a me,mory og Especially for you.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.