Alþýðublaðið - 11.06.1988, Blaðsíða 21
Laugardagur 11. júní 1988
21
r c
Á SVIÐIOG
UTAN
Eyvindur Erlendsson
skrifar
LÍKT OG
Ef ég vœri þú; Gulur, rauður,
grœnn og blár marmari, Ingi-
björg Stephensen.
Fyrirsögn þessarar greinar
er sett saman úr nötnum ým-
issa viðburða, leiklistarkyns
sem höfundurinn hefurverið
viðstaddur undanfarna daga
og er meira til gamans gert
en að í því felist nokkur djúp
meining. Þó er aldrei að vita
nema hana megi finna um
það er lýkur. Viö sjáum hvað
setur.
Ingibjörg, Arnar og
Jónas
Ingibjörg Stephensen kom
I Útvarpið á miðvikudags-
morguninn með fyrsta þátt
sinn af fjórum um skáld nítj-
ándu aldarinnar. Hún talaði
um Jónas (Hallgrímsson auð-
vitað) og las kvæði eftir
hann, ásamt Arnari Jónssyni.
„Las“ er að vísu allsekki rétt
orð. „Flutti“ er betra. Það
getur vel verið að Ingibjörg
hafi bók í hendinni þegar hún
fer með kvæði en það þarf
heldur ekki að vera. Er þá
hægt að tala um lestur? Nei,
hennar flutningur er eins
ólíkur því sem vant er að
kalla lestur og babl ungbarns
erólíkt ræðumennsku Mart-
ins Luthers eða stögluð'ríma
óllk söng Pavarottis.
Ingibjörg er einstök á
þessu sviði og er eins gott
að þeir sem einhvern áhuga
hafa á sviðslistum hverskyns,
íslensku máli og skáldlist
átti sig á því, rækilega og
reyni jafnframt að átta sig á í
hverju það liggur. Yfirburðir
Ingibjargar sjást gleggst á
þvf að ekki einu sinni Arnar,
sem las með henni á mið-
vikudaginn, þolir við hana
samanburð í þessari íþrótt,
— eða listgrein, ef menn vilja
það heldur. Er þó mál manna
að Arnar hafi náð lengra en
flestir í þessari grein, flutn-
ingi máls hvort heldur lauss
eóa bundins og að hann hafi
jafnvel skilið eftir að baki sér
bæði Lárus heitinn Pálsson
og Þorstein Ö. sem vant hef-
ur verið að álíta besta fram til
þessa. Þar ber ekki síst til að,
fyrir utan ástundun sína, fá-
dæma kostgæfilega, hefur
Arnar af Guði gefna rödd,
einkar hreina.
Leikarar og Ijóðlist
Megingallinn á Ijóðflutn-
ingi leikara yfirleitt er sá að
það er eins og þeir telji sig
hispurslaust tilfinningalega
og vitsmunalega jafnoka
skáldanna. Það er ekki rétt.
Skáldin eru yfirleitt komin
miklu lengra, þau sem ein-
hver veigur er í. Yfirleitt eru
þau komin það miklu lengra
að eitt orð frá skáldi vegur
þyngra en daglangur hasar
leikara. Skáld beinir augum
sínum mjög hnitmiðað að
einstökum fyrirbærum lífs og
mótar þessi fyrirbæri I jafn
öguð og hnitmiðuð kvæði.
Síðan beinir hann augum og
eyrum áheyranda síns aö
þessum litla, þaulformaða
smíðisgrip. Leikari verður sá,
afturámóti sem er þaö eigin-
legt að gleypa lífið tiltölulega
ómatreitt, ofaní sjálfan sig og
hefur þar að auki áráttu til að
ausa sjálfum sér út, yfir og
ofaní aðra menn. Sumir kalla
þetta sjálfstjáningarþörf,
aðrir ástarþörf og það má
líka kalla það tilfinningalega
útgeislun, offlæði og jafnvel
s'ke'itingu við einsemd.
Meginatriði er, að það er
aðalinntak sérgáfu leikarans
að draga að sér annað fólk
og streyma yfir í annað fólk.
Þessvegna er það að hvar
sem mikill leikari kemur fram
þá getur hann ekki forðast
það, eins þótt hann sé allur
af vilja gerður, að það er fyrst
og fremst hann sjálfur sem
grípur athyglina en ekki þaö
sem hann er að fara með.
Einn öflugastur leikari á
byggðu bóli, Helgi Skúlason,
fór með Tólfmenningana eftir
Alexander Blok I Sjónvarpinu
nú fyrirekki margt löngu.
Maður sagði: „Rosalega var
hann góður, alveg eins og
byltingarmaður." Svo spurði
maður mann: „Hvað fór hann
með?“ Þá stóð á svörum; eitt-
hvað um byltingu var það
ekki? gg menn í skafrenn-
ingi? Ég hef líka oft hlustað
á Gísla Halldórsson góðvin
minn fara með kveðskap.
Hann er einn sá besti. Samt
fer það oftast svo að það er
hann sjálfur sem streymir yfir
til mín meira en kvæðið.
Nefnum Gunnar Eyjólfsson
einnig. Og fleiri? Rúrik?
Helgu Bachman? Við getum
nefnt hvern sem er, þeirra
sem nokkur veigur er í; eng-
inn þeirra sleppur við það að
lenda alltaf í aðalhlutverkinu
sjálfur og verða þar af leið-
andi nokkurskonar veggur
milli Ijóðsins og áhorfand-
ans. Sjálfur sleþp ég ekki við
þetta neldur, sem veldur mér
angri gagnvart Ijóðinu en ég
hugga mig við að það mælir
með mér sem leikara.
En Ingibjörg sleppur, enda
þótt hún verði að teljast úr
okkar hópi. Og það er ekki af
því að hún sé slæmur leikari,
FRAM RENNI
síður en svo. Þaó er annað-
hvort af því að hún hefur sér-
þjálfað sig í þessu svo lengi
og vel jafnframt því að vera í
bindindi á aðrar leiklistar-
greinar (sem auðvitað skapar
meiri einbeitingu að þessu
efni: hún erorðin bókstaflega
vígð Ijóöflutningi), kannski
líka í upphafi gefið meira
næmi og hæfileikar til þess-
arar iðju en öðrum, — eða þá
beinlínis þessvegna að hún
er, þrátt fyrir allt, tilfinninga-
legur og vitsmunalegur jafn-
oki skáldanna og getur þess-
vegna farið með orð þeirra
svona frjálst, hreint og fagur-
lega einsog sjálfsagðan hlut:
Líkt og lind fram renni. Svo
er sem hún sjálf hverfi gjör-
samlega í þessum flutningi,
jafnvel Jónas hverfur að
miklu leyti einnegin en eftir
stendur yrkisefnið sjálft
alskírt, baðað Ijósi, líkt og
marmarinn sem grikkir gerð-
ur svo frægan í sínum öguðu
listaverkum, hreinn, tær og
hvítur en endurvarpaði þó og
faldi í mjúkum hjúpi hörkunn-
ar öll litbrigði regnbogans:
gult, rautt, grænt og blátt og
allt þar innanum og um-
hverfis. Þessvegna verður
manni oft á að andvarpa
undir Ijóðflutningi Ingi-
bjargar: „Ah, ef ég væri þú!“
(Sáuð þið þennan!)
Virkjun auðlindar
Tvennt er víst: Spólum með
Ijóöflutningi Ingibjargar má
ekki týna og: áríðandi er að á
það verði reynt hvort hún
getur ekki kennt ungdóm-
inum þó ekki væri nema
nasasjón af sinni íþrótt.
Þessu beini ég til Helgu
Hjörvar, skólastjóra leiklistar-
skólans og má raunar
skammast mín, bæði gagn-
vart blessuðum „börnunum"
og Ingibjörgu að hafa ekki
reynt að koma þessu til leið-
ar fyrr.
Nú, kannski er Ingibjörg
ein af þeim lindum sem eiga
að fá að renna eins og þeim
sýnist og eftir því sem lands-
lagið vill að þeim þrengja og
marka þeim bás, án afskipta
virkjanamanna, verkfræðinga
og mennskra organísatora.
Kannske er hún líka komin
svo langt í sinni list að henni
sé gjörsamlega ómögulegt
að skilja vanda byrjenda:
gagnvart einföldum hlutum
eins og takti og hryngjandi,
raddhljómi og framsögn,
skilningi og túlkun.
Eitt er vist: Ingibjörg er
meiriháttar auðlind og eitt af
sterkari virkjum, — þeirra
sem enn standa, — til varnar
tungumálinu og skáldskapn-
um og þar af leiðandi; til
varnar oss sjálfum.
Félagar í Þíbylju, sem svið-
settu og léku „Gulur, rauður,
grænn og blár“ verða að fyrir-
gefa að í dag verður þetta að
ganga fyrir umfjöllun um
þau. Um sýningar Þjóðleik-
hússins á Marmara og Ef ég
væri þú er ekki rétt talið að
fjalla fyrr en raunverulegar
frumsýningar verða I haust.
Er þó þar margt um að tala
svo sem raunar í listahátíðar-
dagskránni allri. En þess-
vegna skrifa ég um þetta mál
í dag að það er satt að segja
miklu meira aðkallandi en
önnur. Jafnframt eru færri til
að Ijá því liö.