Alþýðublaðið - 11.06.1988, Síða 22
22
Laugardagur 11. júnl 1988
IÞROTTIR
Umsjón:
Þorlákur Helgason
Hestamenn:
Fjórðungsmót Vesturlands á Kaldármelum 30. júní-3. júlí
7 hestamannafélög á Vest-
urlandi og Vestfjöröum
standa aö fjórðungsmóti
hestamanna á Kaldármelum
30. júní - 3. júli n.k. Mótið
hefst á fimmtudegi meö kyn-
bótadómum. Þorkell Bjarna-
son og hans menn hafa frá
því um miðjan maí ferðast
um svæðið og valið kynbóta-
hross á mótið. 35 hryssur og
11 stóðhestar áunnu sér rétt
til þátttöku á mótinu sem
einstaklingar. Einnig verða
tveir stóðhestar sýndir með
afkvæmum. Eru það Fjölnir
941 frá Sigmundarstöðum og
Eiðfaxi 958 frá Stykkishólmi.
7 hryssur verða afkvæma-
sýndar og 6 hrossabú sýna
framleiðslu sína. Á fyrri mót-
um hafa verið sýndir ræktun-
arhópar út af einhverju ákv.
hrossi en nú koma fram hóp-
ar sem eru fæddir á sama
bæ. Félögin hafa rétt á þvi að
senda alls 32 hesta í hvorn
flokk til keppni í A og B
flokki gæðinga og 35 ungl-
inga í hvorn flokk. Búið er að
velja hesta og unglinga til
keppninnar en úrtökumótum
var lokið 5. júni. Er ekki vafa-
mál aö hart verður barist til
verðlauna. Einnig verður
keppt í 150 og 250 m skeiði,
250, 350 og 800 m stökki og
300 m brokki. Verðlaun eru
hæst í 250 m skeiði,
26.000.- kr. fyrir 1. sæti.
Miklar framkvæmdir eru nú
I gangi á Kaldármelum. Verið
er að gera nýjan hringvöll og
sett verða upp tvö hús, ann-
að fyrir skrifstofu en hitt fyrir
I
Kópal Dýrótex
er útimálning
sem dugar vel
Kópal Dýrótex er hefðbundin plastmálning
sem hefur dugað sérlega vel við okkar
aðstæður.
• Ver sig vel gegn óhreinindum.
• Hleypir raka vel í gegnum sig.
• Sérlega létt og auðveld í notkun.
• Sé grunnað með Vatnsvara næst mun betri
vatnsheldni.
Vandaðu valið og veldu
útimálningu við hæfi.
MM,
málning'f
mótið
Búist er við fjölda erlenda gesta á
dómpall. Einnig hefurverið
ákveðið að setja upp dans-
pall á svæðinu þannig að
gestir mótsins þurfa ekki að
fara af svæðinu til að komast
á dansleik. Þess má geta að
aðgangur að danspalli er
innifalinn í miðaverði. Á
mótsstað verður öll almenn
veitingasala og á kvöldin
verður hægt að kaupa mat af
útigrilli, sem Gunnar Páll
Ingólfsson sér um. Á svæð-
inu eru næg tjaldstæði. Alla
gæslu á svæðinu annast
björgunarsveitirnar á Vestur-
landi sameiginlega. Aðstaða
fyrir ferðahross verður í landi
Snorrastaða gengt mótsvæð-
inu og er þar hægt að taka á
móti miklum fjölda ferða-
hrossa. Verða hrossin rekin i
aðhald tvisvar á dag þannig
að fólk hefur möguleika á þvi
að stunda útreiðar þá daga
sem mótið stendur. Formað-
ur framkvæmdanefndar er
Tryggvi Gunnarsson á Brim-
ilsvöllum og framkvæmda-
stjóri er Erna Bjarnadóttir
Stakkhamri.
Það er ætlun framkvæmda-
nefndar mótsins að búa sem
allra best að þeim sem mótið
sækja, en búist ervið mikl-
um fjölda við Kaldármela
Aldrei of seint!!
Ratleikur
aldraðra
Félag áhugafólks um
íþróttir aldraðra efnir til rat-
leiks á Miklatún miövikudag-
inn 15. júnf kl. 14.00
Umsjón með leiknum hefur
Anton Bjarnason, (þrótta-
kennari.
Kaffiveitingar að leik lokn-
um. Tilkynnið þátttöku i Fé-
lagsmiðstöðvum aldraðra.
Þátttakendur eru hvattir til
að huga vel að skófatnaði og
skjólklæönaði.
Nánari upplýsingar gefur
formaður félagsins Guðrún
Nielsen I síma 30418.
þessa helgi bæði manna og
hesta. Reiðleiðir að mótstað
eru margar og verða leiðir
vestan Hvítár merktar sér-
staklegafyrir þá sem koma að
sunnan. Ur Dölum er hægt
að fara Fossaleið, er þá farið
upp hjá bænum Dunk i
Hörðudal, en þar er þjónusta
fyrir hestamenn, og komið
niður fyrir framan Hallkels-
staðahlíð. Eins er hægt að
fara af vegi hjá Gunnarsstöð-
um og koma á veg hjá Svína-
vatni. Síðan er álitleg leið fyr-
ir þá sem ekki vilja ríða I
alfaraleið að ríða frá Hóli I
Hörðudal og ríða suður
Burstadal niður I Hítardal og
þaðan fyrir múla að Kaldár-
melum. Þeir sem koma við I
Dölum á leiðinni að eða frá
mótinu, sem er alveg upp-
lagt, geta fengið aðstöðu fyr-
ir hestana sína á jörð Hmf.
Glaðs, Svarfhóli I Miðdölum.
Það er von framkvæmda-
nefndar að fólk fjölmenni á
staðinn og menn og hestar
komi til með að eiga saman
skemmtilegar stundir þessa
helgi.
Ráðherrar
íþróttamála
á fundi
Dagana 31. mai - 2. júnl sl.
komu fþróttamálaráðherrar
Evrópuráðslanda saman til
óformlegs fundar f Aþenu i
Grikklandi. Fundurinn var
m.a. haldinn til þess að und-
irbúa næsta formlega fund
íþróttamálaráðherra Evrópu-
ráðslanda sem haldinn verö-
ur í Reykjavík I lok mai 1989.
Verður það fyrsti ráðherra-
fundur Evrópuráðslanda sem
haldinn er hér á íslandi.
Önnur efni sem rætt var
um og búast má við frekari
ákvörðunum um á Reykjavík-
urfundinum voru m.a. eftirfar-
andi: Átök og ofbeldi í
tengslum við knattspyrnu-
kappleiki, lyfjanotkun Iþrótta-
manna, íþróttir í skólum, kyn-
þáttamisrétti í íþróttum, auk-
in íþróttasamskipti við
Austur-Evrópulönd. Auk þess
var rætt á fundínum um
tengsl íþrótta og menningar
og flutti menningar- og
iþróttamálaráðherra Grikk-
lands, Melina Mercouri, sér-
staka ræðu um það mál.
'Frá íslandi sóttu fundinn
Birgir ísl. Gunnarsson,
menntamálaráðherra og
Reynir Karlsson, fþróttafull-
trúi ríkisins.