Alþýðublaðið - 21.06.1988, Side 2
2
Þriðjudagur 21. júní 1988
MÞYBlfBMÐIÐ
Lltgefandi: Blað hf.
Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson
Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson
Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson
Umsjónarmaöur
helgarblaös: Þorlákur Helgason
Blaðamenn: Haukur Holm, Ingibjörg Árnadóttir og Ómar
Friðriksson.
Dreifingarstjóri: Þórdis Þórisdóttir
Setning og umbrot: Filmur og prent, Ármúla 38.
Prentun: Blaðaprent hf., Síðumúla 12.
Áskriftarsíminn er 681866.
Áskriftargjald 700 kr. á mánuði. í lausasölu 50 kr. eintakið virka daga, 60
kr. um helgar.
VATNASKIL I
ÍSLENSKUM
STJÓRNMÁLUM
Nýlegar skoðanakannanir um fylgi stjórnmálaflokkanna
sýna miklar hræringar. Alþýðublaðið hefur áður varað við
bókstaflegri túlkun áeinstökum niðurstöðum og þeirri til-
hneigingu sem gerir æ meira vart við sig, að einstakir
stjórnmálaflokkar breyti í sífellu stefnu sinni eftir niður-
stöðum einstakra skoðanakannana. Þau orð skulu enn
áréttuð, að skoðanakönnun getur aldrei orðið meira en
óvísindaleg vísbending um stöðu flokka hverju sinni.
Skoðanakannanir eru ekki kosningar eða nákvæm úttekt
á vinsældum einstakra flokka. Hins vegar skýrast
línurnar, því fleiri sem skoðanakannanirnar eru átilteknu
tímabili. Þærskoðanakannanir sem teknar hafa verið í vor
og upphafi sumars, sýna ákveðna þróun sem er þess virði
að dvelja við. Hin mikla uppsveifla Kvennalistans virðist
ekki vera stundarfyrirbrigði í niðustöðum einnar könn-
unar, heldur sýna fleiri kannanir tilhneigingu í sömu átt.
Eflaust má leita margra skýringa á velgengni Kvenna-
listans í skoðanakönnunum að undanförnu. Alþýðublaðið
birti um síðustu helgi ítarlegt viðtal við Jón Magnússon
lögmann, fyrrum formann Heimdallar, þarsem fram koma
þau sjónarmið, að uppsveifla Kvennalistans sé fyrst og
fremst gagnrýni og andstaða við staðnað flokkakerfi j
landinu og mótmæli við gamla hugsun og hagsmuna-
árekstra í stjórnsýslu. Jón Magnúsosn segir meðal
annars: „Alþingismenn taka starf sitt að mörgu leyti
alvarlega, en þeirvirðast hafagleymt því að Alþingi erlög-
gjafarþing og þeir eiga sem alþingismenn að veita ríkis-
valdinu virkt aðhald. Þessu hafa þeir gleymt og það er
kannski vegna þess að sjötti hluti þingmannanna er ríkis-
stjórnin hverju sinni. Síðan er stór hluti þeirra sem ereftir
í einhvers konar vinnu eða tengslum — jafnvel á launum
— inni í stjórnkerfinu. Þannig eru þeir ekki nema að hluta
til alþingismenn. Þeir eru formenn bankaráða, vinna
stjórnskiþuð verkefni fyrir ráðherra í flokknum og eru á
bólakafi í stjórnsýslunni. Hvernig á sami maður og er á
kafi í stjórnsýslunni að gagnrýna þessa sömu stjórn-
sýslu.“ Og síðar segir Jón Magnússon í sama viðtali: „í
fyrsta lagi er grundvallaratriði að fá inn í stjórnarskrá að
þingmaðursem verður ráðherra, segi af sérþingmennsku.
Það er líka eölilegt að ráðherrar verði valdir úr öðrum hópi
en þingmanna. Löggjafarmálefni er ekki eitthvað sem
tekið er upp af götunni, en ef menn eru sífellt að hoppa á
milli hlutverka, annars’vegar alþingismannsins sem full-
trúa fólksins á löggjafarsamkomunni og hins vegar ráó-
herrans sem stjórnvald í ríkisstjórn, þá verða menn ekki
eins trúir sínu hlutverki. Norðmenn hafa þá reglu að ráð-
herra segi af sér þingmennsku verði hann ráðherra, og sú
regla er eðlileg.“
Þessi sjónarmið Jóns Magnússonar lögmanns um
árekstra hagsmuna í stjórnsýslunni eru ekki ný af nálinni.
Bandalag jafnaðarmanna undir forystu Vilmundar heitins
Gylfasonar barðist mjög fyrir upþstokkun í stjórnsýslunni
á sömu forsendum og áður hafði Vilmundur viðrað slík
sjónarmið í Alþýðuflokknum. Það er mjög sennilegt að ný
kynslóð kjósendataki samkrull alþingismanna við stjórn-
sýslu og embættisstörf ekki jafn gild og eldri kynslóðir.
Það er því eðlilegt að stjórnmálaflokkar bregðist við
nýjum röddum í þjóðfélaginu og hugi að því að gera stjórn-
hætti nýtískulegri, viðurkenni lýðréttindi borgaranna í
ríkara mæli og geri auknar kröfur til þingmanna sinna og
þeirsinni löggjafarstörfum í stað þess „aðdúllaniðrí bæ,“
eins og Jón Magnússon kemst að orði. Að öllu saman-
lögðu má Ijóst vera að íslensk stjórnmál standa frammi
fyrir vatnaskilum nýrrar kynslóðar.
ÖNNUR SJÓNARMIÐ
EFTIR valdatöku Ólafs
Ragnars Grímssonar í Al-
þýöubandalaginu hefurveriö
hreyft viö mörgum viðkvæm-
um steinum, og sumum jafn-
vel velt svo maðkar skríöa
hver í sína átt. Eitt af hinum
helgu véum Alþýðubanda-
lagsins, líkt og forvera flokks-
ins, Sósíalistaflokksins, hefur
verið afstaöan til NATO og
herinn á Miönesheiði. ísland
úr NATO — Herinn burt, eru
kjörorö sem allaballar hafa
ekki viljað ræða: Það er sann-
leikurinn eini.
En með nýjum formanni
koma nýir siðir. Ýmsir flokks-
menn Alþýðubandalagsins
hafa sett spurningarmerki við
alhæfingarmátt kjörorðsins
fræga og jafnvel spurt í ein-
lægni sinni hvort nýir tímar
kalli ekki á nýja afstöðu; nýja
skilgreiningu á hlutverki
bandaríska hersins og þátt-
töku íslands I NATO. Þessar
umræður hafa farið fram á
síðum Þjóðviljans með mikl-
um látum, því ekki hafa hinir
gömlu harðlínumenn þolað
að sjá ný sjónarmið viðruð á
hlutverki hersins eða NATO.
Vigfús Geirdal er einn
þeirra manna sem hafa freist-
að þess að kafa aðeins dýpra
í NATO umræðuna en slag-
orðin ná til og uppskoriö
meiri óþökk en hitt. Til að
mynda fékk hann þingmann
Alþýðbandalagins, Steingrím
Sigfússon í hausinn fyrirað
hafa gert þingmenn Alþýðu-
bandalagsins samseka her-
stefnunni að einhverju leyti.
Vigfús Geirdal leiðrétti
nokkrar ranghugmyndir Hjör-
leifs Guttormssonar (eins og
hann kallar það sjálfur í svar-
grein I Þjóðviljanum um helg-
ina) um kjarnavopn og stöðu
Islands. Fyrir það fékk Vigfús
miklar skammir í hattinn frá
umgetnum Steingrlmi. Vigfús
segir í svargrein sinni um
helgina að ákveðin ríki meðal
kommúnista sem telji félaga
sína fari út af „línunni". Þeir
séu gerðir tortryggilegir í
augum safnaðarins.
Vigfús skrifar:
„Undir niðri hafði ég von-
ast til að ábendingum minum
yrði tekið meö þökkum og
síst af öllu hafði ég búist við
að fá yfir mig rakalausar
skammir frá Steingrimi J.
Sigfússyni hér í Þjóðviijanum
(9. júni); ég hélt ég ætti ann-
að af honum skilið.
Það er gamall ósiður
prókúruhafa sósíalismans að
reyna að rýja þá stuðnings-
menn sína mannorðinu sem
leyfa sér að gagnrýna þá.
Steingrímur er trúr hefðinni
hvað þetta varðar. Sam-
kvæmt orðum hans er Vigfús
Geirdal „sjálfmenntaður sér-
fræöingur11, einn þessara
öfgafullu herstöðvaandstæð-
inga sem ævinlega gera
kröfu um „allt strax eða ekk-
ert“ og þar að auki sérlega
jákvæður í garð ríkisstjórnar
Steingríms Hermannssonar.
Verra getur þaö varla verið og
eins gott að trúa því varlega
sem svona maður lætur frá
sér fara.
Þegar Steingrímur hefur
sýnt lesendum Þjóðviljans
Vigfús: Telur aö prókúruhafar
sósialismans hafi reynt að rýja sig
mannorðinu.
Dæmi um teikningu Hallgrims:
Umkringdur æðibunustil.
hvern mann ég hef að geyma
þarf hann auðvitað ekki að
eyða mörgum orðum í að
hrekja nokkrar þær skýringar
sem ég setti fram til að sýna
hvers vegna ályktun Alþingis
og yfirlýsingar stjórnvalda
um bann við kjarnavopnum í
íslenskri lögsögu hefðu litið
sem ekkert gildi. Kórrétt
flokkslína skal eftir sem áður
vera:
„Gildi ályktunar Alþingis
frá i mai 1985 felst i þvi að
frá og með samþykkt hennar
er það yfirlýst stefna Alþing-
is að á Islandi skuli ekki vera
kjarnorkuvopn. Þeirri stefnu
getur Alþingi eitt breytt."
Þetta er bara ekki rétt.“
Svo skrifa þessir menn að
það sér erfitt að vera krati i
dag!
ÞJÓÐVILJINN hefur
marga penna í sinni þjón-
ustu, þótt eflaust hafi blaðið
(líkt og önnur blöð) mátt
muna sinn fífil fegurri í
skálda- og rithöfundastétt.
Einn furðulegasti penni Þjóð-
viljans — og reyndar ís-
lensku pressunnar, er Hall-
grímur nokkur Helgason, yfir-
leitt skilgreindur sem listmál-
ari. Hallgrímur býr yfir æði-
bunustíl sem gjörsamlega of-
keyrir lesandann líkt og tíu-
hjólatrukkur í moldarflagi á
rigningardegi.
Teikningar fylgja iðulega
greinum Hallgríms sem koma
frá öllum heimsins hornum,
vestan hafs sem austan, og
er sama tryllta hreyfingin þar
á ferð. Nýjust greinar Hall-
gríms eru nú hins vegar
komnar í dulargervi og um
síðustu helgi var greinin sem
fylgdi teikningunni undirrituð
af Robert Musil og send frá
Vínarborg, dagsett árið 1926!
En þar sem stíll Hallgrims er
auðkennilegur spáum við i,
að hér sé draugaskríbent á
ferð og haldi Hallgrímur á
pennanum af alkunnri spaug-
semi. Teikningin er alla vega
merkt manninum.
Hvað um það. Robert —
afsakið Hallgrímur — skrifar
um klíkurnar í íslensku þjóð-
félagi, gamalt tema og dálítið
þreytt, en æðibunustíllinn
nær nýjum tökum á gömlu
viðfangsefni — eða hvað
finnst ykkur? (Munið að
halda niðri í ykkur andanum):
„Og ef við síðan litumst
viðar um en á sviði hinna
fögru lista blasa þar við okk-
ur jafnvel enn skýrari myndir
um þessa hópamyndun. Því
klíkur þær sem myndast i
kringum andlega þenkjandi
menn eru léttvægar miðað
við þá stórfelldu starfsemi
sem fram fer í nafni þeirra
sálna sem nærast á fugla-
skoðun, bílarækt, vöðvafimi,
eöa jurtafæði eða einhverri
enn einni af hinum þúsund
sérviskum. Það er með öllu
útilokað að segja til um hve
margar slikar Rómar-borgir
þrifist, hver með sínum Páf-
anum, manni sem enginn ut-
an reglunnar kannast við en
er hafinn upp til skýjanna af
áhangendum sinum sem
telja hann einan geta frelsað
mannkynið með kenningum
sínum. Allt okkar nútíma-
samfélag er krökkt af slikum
heittrúarsöfnuðum og þetta
sama samfélag, sem finnur
engan samastað fyrir sína
bestu hugvitsmenn annan en
kennslustofuna né nokkurn
launaseðil til handa sínum
betri rithöfundum, sem veröa
að sjá fyrir sér með blaða-
mennskulegum bagatellum,
þetta sama samfélag er mor-
andi i tækifærum og grund-
völlum fyrir allskonar og
óteljandi „hugsjónamenn“ og
gerir þeim í sifeliu kleift að
framkvæmda hugdettur sínar
og uppákomur, gefa út bæk-
ur sínar og fag-rit sín. Af
þessum sökum koma nú, eða
komu, áður en samdráttur
kom til, út hér á landi hundr-
uð tímarita og þúsundir
bókatitla og þessi gróska var
öll talið óbrigðult merki mik-
illa andlegra afreka.
En því miöur virðist nú
með sívaxandi vissu verða
séð að öll þessi mikla gróska
var aðeins til merkis um út-
breiðslu stórhættulegrar
hópeflis-maníu. Og smitaðir
af þessu æði brölta þúsundir
þessara smáhópa hús úr
húsi og boða erindi sitt, svo
varla ætti það að koma á
óvart þó bráðlega birtist okk-
ur einhver snilligefinn
brjálæðingur sem fær sér
ekki lengur neitað um að etja
kappi við amatörana."
(Og nú er óhætt aó anda
aftur).
Einn
með
kaffínu
Rithöfundur einn sem var þekktur fyrir aö fá frægar og
vel skrifaðar setningar að láni frá öðrum höfundum, var
dag einn á gangi með kunningja sínum sem einnig var
rithöfundur. Þeir ræddu um lífið og listina. Skyndilega
sagði sá síðarnefndi snjalla setningu. Sá fyrrnefndi
sagði: „Ég vildi að ég hefði sagt þetta.“ Sá síðarnefndi
svaraði: „Þú átt það eftir."