Alþýðublaðið - 21.06.1988, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 21.06.1988, Blaðsíða 8
MmUBIÐ Þriðjudagur 21. júní 1988 BBHHBni FRETTASKYRING Ómar Friöriksson skrifar Evrópa — einn markaður 1992 EFTA SNIDUR SER ER-STAKK „EFTA-leiðin“ er að veröa ofaná hvað varðar aðlögun ríkja Fríverslunarsamtakanna (EFTA) að innri markaði Evrópubandalagsins. Æ fleiri spá því nú að flest eða öll EFTA-ríkin sex muni renna inn í EB á næstu tiu eða fimmtán árum og það verði ekki með þeim hætti að sér- hvert ríki skipti við bandalag- ið með tvíhliða samningum heldur noti þau styrk EFTA til að samræma sina hagsmuni því sem er að gerast innan bandalags rikjanna tólf sem mynda EB. Þetta skýrðist betur en áð- ur á ráðherrafundi EFTA sem haldinn var í Tampera í Finn- landi i síðustu viku þar sem samkomulag náðist um ýmis merk samræmingarmál EFTA-ríkjanna til að fylgja þróuninni i EB eftir. EB hefur fíka valið þá leið að leysa öll mál i samskiptum við EFTA- ríki vegna innri markaðarins með óformlegum marghliða samningum við EFTA-löndin öll sem m.a. helgast af því, að umfang samstarfsins er orðið svo margbrotið að ekki er mannafli til að reka öll þau mál við EFTA-rikin hvert og eitt á tvíhliða grundvelli. í sem grófustum dráttum er Evrópuþróunin nú þessi: Evrópubandalagið stefnir á hindranalausan innri markaó árið 1992 og eru forstöðu- menn þess langt komnir með að samþykkja tillögurnar 300 sem ganga þurfa í gildi fyrir árslok 1992 og snúast um að aflétta hömlum af viðskipt- um, fjárfestingu, fjármagns- hreyfingum og flutningum fólks innan ríkja EB svo fátt eitt sé nefnt. Fram til þess tíma mun EB ekki Ijá máls á aðild annarra ríkja að banda- laginu. Þrátt fyrirað öll EFTA- ríkin íhugi nú alvarlega „óhjákvæmilega“ aðild að EB og trúlegast talið að Noregur og Austurríki ríði á vaðið, er nú reynt að þagga þá umræðu niður í þessum löndum um stundarsakir eöa á rneðan sameiningarþróunin Á ráðherrafundinum í Tampere í Finnlandi var ákveðið að vinna saman að mörgum verkefnum innan EFTA til að fylgja þróuninni í EB eftir. í EB stendur yfir og reynt er að efla starfið innan EFTA. Ekki til mótvægis við EB heldur til samræmis við sam- runann í Evrópu. Þannig vilja Norðmenn ekki opinbera umræðu um aðild að EB nú og það hefur verið gert að samkomulagi að gera EB ekki að kosningamáli í Sví- þjóð í sumar. Á fréttamannafundi eftir ráðherrafund EFTA sagði Steingrímur Hermannsson aðspuröur ekki telja að EFTA liðaðist í sundur á næstu fjórum árum en líklega geró- ist það þó innan tíu ára. Skref stigin í Tampera EFTA var upprunalega stofnað sem fríverslunar- samtök til mótvægis við Efnahagsbandalagið en í Tampera náðist samkomulag um samvinnu og samræm- ingu á mun víðtækari sviðum en snerta fríverslun og m.a. stefnt að samræmingu á menntakerfi ríkjanna í fram- tíðinni o.sfrv. á samsiða braut við EB-rikin. „Þessi sex ríki hafa nú ákveðið að vinna saman og hafa þvi þegar tek- ið upp ýmsar reglur sem eru sambærilegar við reglur EB- rlkjanna og staðla, tæknileg- ar kröfur og prófanir og ræddu um samræmingu hvað skattakerfi áhrærði, fjármála- markaði o.fl. Nú náðist veru- legur árangur og er greini- lega að komast skriður á þessi mál,“ sagði Steingrím- ur Hermannsson utanríkis- ráðherra. í sameiginlegri niðurstöðu ráðherrafundar EFTA-ríkjanna er m.a. lagt til að aðildarríkin komi I framkvæmd sam- ræmdri tilkynningarskyldu og reglum varðandi inn- og út- flutning, upplýsingum varð- andi tæknilegar viðskipta- hindranir o.fl. Þegar eru fjölmargir vinnu- hópar starfandi milli EFTA og EB um sameiginleg verkefni á afmörkuðum sviðum s.s. vegna viðskipta með unnar landbúnaðarafurðir, uppruna vara, opinberra innkaupa og ríkisstyrkja, umhverfismála, vlsindasamstarfs og einka- leyfisréttinda svo fátt sé nefnt. Greindi utanríkisráðhera frá því að ákveðið hefði verið að setja upp samræmingar- nefnd á milli ráðuenyta hér á landi til að tengja saman þau síauknu verkefni sem lúta að samvinnunni við EFTA. Mun þurfa að fjölga starfsmönn- um I ráðuneytunum vegna þessa á næstunni. Þá sagð- ist utanrikisráðherra hafa n 3 “ 4 5 6 ' □ 7 s <9 10 □ ii □ 12 i 13 □ □ Krossgátan Lárétt: 1 mont, 5 fals, 6 hátió, 7 fisk, 8 trylltasti, 10 umdæmis- stafir, 11 þræll, 12 drupu, 13 vesalli. Lóörétt: 1 hagnaður, 2 rölta, 3 gat, 4 loganum, 5 gosefni, 7 krafti, 9 lítill, 12 tala. Lausn á sióustu krossgátu. Lárétt: 1 remma, 5 keim, 6 lit, 7 óm, 8 áttuna, 10 RS, 11 nón, 12 daga, 13 rjóöa. Lóórétt: 1 reits, 2 eitt, 3 mm, 4 armana, 5 klárar, 7 ónóga, 9 un- að, 12 dó. Gengið Gengisskráning 113 - 20. juní 1988 Kaup Sala Bandarlkjadollar 44,370 44,490 Sterlingspund 79,362 79,577 Kanadadollar 36,653 36,752 Dönsk króna 6,6517 6,6697 Norsk króna 6,9836 7,0024 Sænsk króna 7,2941 7,3138 Finnskt mark 10,6838 10,7127 Franskur franki 7,5041 7,5244 Belgiskur franki 1,2098 1,2131 Svissn. franki 30,5022 30,5847 Holl. gyllini 22,5108 22,5717 Vesturþýskt mark 25,3073 25,3757 ítölsk lira 0,03410 0,03419 Austurr. sch. 3,5978 3,6075 Portúg. escudo 0,3102 0,3110 Spanskur peseti 0,3832 0,3842 Japanskt yen 0,35186 0,35282 Sifellt fleiri aðilar i alþjóð- legum viðskiptum hafa nú tekið upp viðmiðun við sameiginlegan Evrópugjald- miðil, ECU mynteininguna. Hér á landi eru margir farnir að ihuga slika tengingu alvarlega og er ECU myntin orðin áberandi tákn fyrir þá rikjasameiningu sem á sér hraðfara stað í Evrópu. hugleitt að koma á fót nefnd atvinnurekenda til að vinna að þessari samræmingarþró- un sem nú stendur yfir á vett- vangi EFTA-ríkjanna. Málamiðlun Steingríms Sameiningin í Vestur- Evrópu er þegar farin að svipta up_p gáttum að Austur Evrópu. Á ráðherrafundi EFTÁ var samþykkt að vinna að enn frekari samvinnu við Júgóslavíu og er þegar starf- andi samvinnunefnd á milli EFtA og Júgóslavíu sem mun halda mikilvægan fund í Graz í Austurríki I haust. EFTA-löndin standa frammi fyrir þeim erfiðleikum að EB hefur nú aukinna innri hagsmuna að gæta vegna þeirrar stefnu að koma á ein- um frjálsum innri markaði og því mun Evrópubandalagið ekki veita einstökum ríkjum utan þess sömu tilhliðranir og áður í viðskiptum. Þó er mikil samvinna I gangi á milli bandalaganna og má geta þess að Willy de Clerq, sem er nokkurskonar utanríkisráð- herra EB, sat ráðherrafundinn í Tampera og varð niðurstað- an sameiginleg yfirlýsing um virkari framkvæmd ýmissa sameiginlegra verkefna í samræmi við Lúxemborgaryf- irlýsinguna frá 1984 sem lagði grunn að samvinnu bandalaganna tveggja. Sérhagsmunir íslendinga innan EFTA snúast um að fá fiskviðskipti undir fríverslun- arákvæði bandalagsins en sem kunnugt er stendur það mál illilega I Svíum og Finn- um. Eftir langt og mikið þjark á fundinum í Tampera náðist stórt skref I samkomulagsátt fyrir tilstilli málamiólunartil- lögu Steingríms Hermanns- sonar. I samkomulaginu felst að ráðherrafundur EFTA ákvað að stofna vinnuhóp ráðuneytisstjóra, sem ætlað er að kanna ákveðnar tillögur um aukið viðskiptafrelsi á þessu sviði og tímaáætlun sem síðan verði fylgt um framkvæmd þessara tillagna. Ráðherrarnir fólu vinnuhópn- um að skila áfangaskýrslu um störf sín til næsta fundar ráðherranna og síðan loka- skýrslu til ráðherrafundarins á næsta ári. Þessi málamiðl- un fékkst samþykkt þegar allt var að komast I járn á milli Norðmannaog íslend- inga annars vegar og Svía og Finna hins vegar sem ásaka Norðmenn hart fyrir rikis- styrki I sjávarútvegi. Ertalið að meö þessari niðurstöðu hafi EFTA-rlkin I sameiningu nú fyrst viðurkennt fríverslun með fisk, sem skiptir íslend- inga afar miklu. • Ljósvakapunktar • Stöð 2 • RÓT 18.45 Ótrúlegt en satt. Eitt- hvað sem enginn trúir. 18.00 Evrópukeppni lands- liða I fótbolta. Andíþrótta- sinnaðir menn missa grím- una. • Rás 1 16.20 Barnaútvarpið fer I rusl. Enn eitt áfallið fyrir Ríkis- útvarpið. • RUV 14.00 Skráargatið. Þátturfyrir forvitna. mmmmmm^mmammmmmmmmmm

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.