Alþýðublaðið - 21.06.1988, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 21.06.1988, Blaðsíða 3
Þriðjudagur júní 1988 3 FRÉTTIR Norrœni fjárfestingarbankinn LÁNAR BYGGÐASTOFNUN 600 MILLJÓNIR KRÓNA Engey seldi í Bremerhaven 83KHÓNUR KARFINN Togarinn Engey seldi 219 tonna atla i Bremerhaven í gær fyrir 15,1 milljón króna. Meöalverö var 69 krónur og 23 aurar. Uppistaöan í aflan- um var karfi og ufsi. Gott verö fékkst fyrir karfann, eöa 83 krónur en um 40 krónur fengust fyrir kílóið af ufsan- um. Náttfari seldi 86 tonn í Hull fyrir 6 milljónir og var meðalverð þvi 70 krónur og 78 aurar. Fyrir ýsu fengust 77 krónur og 32 aurar og 68 krónur og 76 aurar fyrir þorsk. Engey er eini togarinn sem selur í Þýskalandi í þessari viku. í Bretlandi munu tveir togarar og tveir bátar selja afla sinn. Samkvæmt upplýs- ingum á skrifstofu LÍÚ verður reytingur á gámum á Bret- land og vitað er um 5 gáma á Þýskalandsmarkað. Byggðastofnun er gert að afla verulegs hluta ráðstöfun- arfjár sins með erlendum lán- tökum og hefur Norræni fjár- festingarbankinn veitt stofn- uninni lán að jafnvirði um 600 milljóna islenskra króna. Alls er það fé sem stofnunin mun hafa til lánveitingar i ár um 1500 milljónir króna, þar af til almennra verkefna sinna um 1000 milljónir. Eru þá ekki meðtalin sérstök verkefni sem rikisstjórnin hefur faliö Byggðastofnun að annast. Byggðaþróunarlán Norræna fjárfestingarbank- ans (Nordisk Investering- bank, NIB) eru sérstaklega ætluð norrænum stofnunum og sjóðum á sviði byggðaþró- unarog eru meðal hagstæð- ustu lána sem völ er á. Byggðastofnun hefur nú tek- ið lán hjá NIB að jafnvirði um 600 milljóna íslenskra króna, og munu endurgreiðslur af láninu hefjast 1994 og þeim Ijúka 2003. Á lánstímanum er hægt að breyta kjörum láns- ins, skipta um gjaldmiðil og festavexti. Norræni fjárfest- ingarbankinn er stofnun í eigu allra Norðurlandanna. Hlutverk hans er að afla fjár á hinum alþjóðlega peninga- markaði og endurlána á eðli- legum bankakjörum til verk- efna sem miða að eflingu atvinnulífs norrænu þjóð- anna. Bankinn hefur í allmörg ár veitt sérstök byggðaþróun- arlán og hefur ísland nýtt þessa lánsmöguleika, fyrst Framkvæmdastofnun ríkisins og Iðnþróunarsjóöur og nú Byggðastofnun. í maí síðast- liðnum voru samþykktar nýjar reglur þess efnis að byggða- þróunarlán yröu fastur liður í starfsemi Norræna fjárfest- ingarbankans og er lántaka Byggðastofnunar fyrsta lán- takan eftir hinu nýja lána- kerfi. Vonir eru til að hið nýja kerfi byggðaþróunarlána Norræna fjárfestingarbank- ans muni tryggja Byggða- stofnun aðgang að hagstæð- um lánum á komandi árum. Það að þetta lánakerfi er nú oröiö fastur liður í starfsemi bankans þýðir að Byggða- stofnun getur gert ráð fyrir ákveðnum lántökum í áætl- unum sínum. Allt bendir til þess að hið nýja kerfi byggðaþróunarlána verði mik il lyfiistöng fyrir byggðaþró- unarstarf á íslandi. Myndlistarmennirnir fyrir utan Röhsska safniö. Frá vinstri: Borghildur Óskarsdóttir, Ragna Róbertsdóttir Steinunn son og Hulda Hákon. Þórarinsdóttir, Sverrir Ólafs- Fimm íslenskir myndlistar- menn opnuðu i síðasta mán- uði sýningu í Röhsska safn- inu í Gautaborg undir yfir- skriftinni „5 víddir" og hefur sýningin fengið lofsamlega dóma. Myndlistarmennirnir eru, Borghildur Óskarsdóttir, Hulda Hákon, Ragna Ró- bertsdóttir, Steinunn Þórar- insdóttir og Sverrir Ólafsson. Sýningin verður sumarsýning safnsins og stendur hún til 14. ágúst. Þaðan verður hún flutt í Norræna húsið í Fær- eyjum, þar sem hún mun standa frá 17. október til 4. nóvember. í Göteborgs-Posten segir Crispin Ahlström m.a. að í heild gefi sýningin til kynna hve lifandi og athyglisverð íslensk myndlist sé á líðandi stund. Yfirlitið sýni ekki hvað síst hve margar viddir eru í íslenskri myndlist. Stuðningsmenn Sigrúnar Þorsteinsdóttur FARA FRAM Á STUÐNING ASÍ, BSRB 0G BHM Stuðningsmenn Sigrúnar Þorsteinsdóttur fara fram á að Alþýðusamband Íslands, Bandalag starfsmanna rikis og bæja og Bandalag há- skólamanna lýsi yfir stuðn- ingi við framboð hennar. Vegna kæiu Alþýðusam- band íslands til Mannrétt- indadómstóls Evrópuráðs í kjölfar setningu bráðabirgða- laga ríkisstjórnarinnar, og vegna mótmæla Bandalags starfsmanna rikis og bæja og Bandalags háskólamanna á bráðabirgðalögunum hafa stuðningsmenn Sigrúnar Þorsteinsdóttur sent skeyti til þessara samtaka þar sem þeir fara fram á að þau lýsi yfir stuöningi við framboð Sigrúnar Þorsteinsdóttur. Sigrún Þorsteinsdóttir hef- ur lýst því yfir að hún muni aldrei skrifa undir lög sem brjóta mannréttindi. Þar sem ASÍ, BSRB og BHM hafa mót- mælt aðgeröum ríkisstjórnar- innar sem Vigdís Finnboga- dóttir forseti Islands og mót- frambjóðandi Sigrúnar hefur staöfest, telja stuðnings- menn Sigrúnar Þorsteinsdótt- ur rökrétt að þessi samtök lýsi opinberlega yfir stuðn- ingi við framboð hennar eða í það minnsta þann málstað sem Sigrún heldur fram. Ef ekki líta þeir svo á að sam- tökin styðji mótframbjóðanda Sigrúnar með þögninni. Ráðhúsið KÆRAN AFGREIDD Á NÆSTUNNI Jóhanna Sigurðardóttir fé- lagsmálaráðherra mun á næstu dögum taka afstöðu til kæru íbúa við Tjarnargötu vegna byggingarleyfis ráð- húss. Davið Oddsson borgar- stjóri hefur sent félagsmála- ráðherra svar við fyrirspurn um hvernig bílastæðismál hússins verða leyst. Lára V. Júlíusdóttir aðstoð- armaður ráðherra sagði í samtali við Alþýðublaðið að bréf hafi borist frá borgar- stjóra, en hún vildi ekkert gefa uppi um innihald þess. „Þetta er í vinnslu hér í ráðu neytinu." Jóhanna Sigurðardóttir er erlendis, en hún er væntan- leg heim á morgun, og mun hún afgreiða málið á næstu dögum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.