Alþýðublaðið - 21.06.1988, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 21.06.1988, Blaðsíða 6
» •* - '6 f ( r. * i.it Þriðjudagur 21. júní 1988 SMÁFRÉTTIR Nýlega var undirritaður samstarfssamningur milli Þjóðleikhússins og íslensku óperunnar, og er myndin tekin við undirritun. Á myndinni eru Gisii Alfreðsson, Þjóðleikhússtjóri, Garöar Cortes, stjórnarformaður íslensku óperunnar og Þuríður Pálsdóttir, formaður Þjóðleikhúsráðs. Háskóla- fyrirlestur Prófessor emeritus Peter Hallberg frá háskólanum í Gautaborg flytur opinberan fyrirlestur i boði heimspeki- deildar Háskóla íslands og Stofnunar Sigurðar Nordals miðvikudaginn 22. júní 1988 kl. 17.15 í stofu 101 í Odda. Fyrirlesturinn nefnist „Hugmyndir Steblin-Kam- enskijs um heim íslendinga- sagna“. Fjallar hann um bók- ina Mir sagi eftir rússneska fræðimanninn M. I. Steblin- Kamenskij. Bók þessi hefur komið út í íslenskri þýðingu Helga Haraldssonar lektors undir heitinu Heimur íslend- ingasagna. Peter Hallberg er kunnur hér á landi fyrir rannsóknir sínar á íslenskum bókmennt- um og þýðingar margra ís- lenskra skáldverka á sænsku Fyrirlesturinn verður flutt- ur á íslensku og er ölum opinn. 18 sæmdir fálkaorðunni Forseti íslands hefur samkvæmt tillögu orðunefnd- ar sæmt eftirtalda íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu: Björgu Einarsdóttur, rithöf- und, Reykjavík, riddarakrossi fyrir ritstörf um málefni kvenna. Friðrik Jónsson, söngstjóra, Húsavík, riddarakrossi fyrir störf að félags- og tónlistar- málum. Gísla Ólafsson, forstjóra, Sel- tjarnarnesi, riddarakrossi fyr- ir störf að tryggingamálum. Gunnar B. Guðmundsson, hafnarstjóra, Reykjavík, ridd- arakross fyrir störf að hafnar- málum. Gyðu Sigvaldadóttur, fóstru, Reykjavík, riddarakrossi fyrir störf í þágu barna. Harald Henrýsson, forseta Slysavarnafélags íslands, Reykjavík, riddarakrossi fyrir störf að slysavarnamálum. Hjalta Gestsson, ráðunaut, Selfossi, riddarakrossi fyrir störf að landbúnaðarmálum. Indriða Pálsson, forstjóra, Reykjavík, riddarakrossi fyrir störf að atvinnumálum. Karl Eiríksson, formann flug- slysanefndar, Reykjavik, ridd- arakrossi fyrir störf að flug- málum. Maríu Pétursdóttur, skóla- stjóra, Reykjavík, riddara- krossi fyrir störf að hjúkrun- armálum. Pálma Jónsson, fyrrum ráð- herra, Akri, Torfulækjar- hreppi, Austur-Húnavatns- sýslu, riddarakrossi fyrir störf í opinbera þágu. Ragnar Stefánsson, bónda, Skaftafelli, riddarakrossi fyrir störf að náttúruvernd. Sigrúnu Þ. Mathiesen, frú, Hafnarfirði, riddarakrossi fyr- ir störf í opinbera þágu. Séra Sigurð Helga Guð- mundsson, sóknarprest, Hafnarfirði, riddarakrossi fyr- ir störf að félagsmálum og málefnum aldraóra. Sigurð Magnússon, fv. blaða- fulltrúa, Reykjavík, riddara- krossi fyrir störf að ferðamál- um. Sigurleifu Hallgrímsdóttur, sjúkraþjálfara, Reykjavík, riddarakrossi fyrir störf í þágu sjúkra. Stefán Björnsson, fv. for- stjóra, Reykjavík, riddara- krossi fyrir störf í málefnum mjólkuriðnaðarins. Svein Runólfsson, land- græðslustjóra, Gunnarsholti, Rangárvöllum, riddarakrossi fyrir störf að landgræðslu- málum. Áning - nýtt sumarhótel Þann 2. júni sl. hóf nýtt sumarhótel á Sauðárkróki, Hótel Áning, starfsemi sína en það er til húsa í heimavist Fjölbrautaskólans. Það er hlutafélagið Áning — ferða- þjónusta hf., sem rekur hótel- ið en það er í eigu fimm fjöl- skyldna á Sauðárkróki og nágrenni. Alls eru 25 vistleg herbergi í hótelinu og matsalur, sem rúmar um 140 manns í mat. Matreiðslumeistari er Einar Bragi og yfirþjónn Kristján Örn. Undir borðhaldi á kvöldin verður lögð áhersla á ýmsar uppákomur. Þannig verður Jóhann Már Jóhannsson bóndi og söngvari í Keflavík tíður gestur, svo og Sólveig Anna Jónsdóttir píanóleikari, en hún sér jafnframt um mót- töku hótelsins. í anddyri verður rekin upplýsingamiðl- un fyrir ferðafólk. Þá er í hótelinu góð að- staða til ýmiss konar afþrey- ingar, s.s. til að tefla, spila borðtennis og horfa á sjón- varp. Ennfremur er sérstakt barnahorn. í tengslum við hótelið verður ennfremur ýmislegt um að vera utandyra. Þannig er hægt með skömmum fyrir- vara að fara í 2ja klukku- stunda reiðtúr eftir kvöldmat, veiða í fjörunni, bregða sér í golf, sund eða göngutúr. Ennfremur verður boðið öðru hverju upp á kvöldferðir heim að Hólum. Áning ferðaþjónusta rekur auk hótelsins, svefnpokagist- ingu i Grunnskóla Sauðár- króks. Þar er gist í tveimur kennslustofum sem hafa verið hólfaðar niður í tveggja manna einingar með léttum skilveggjum. Þar er ennfrem- ur rúmgóð aðstaða til að snæða nesti. Þá sér Áning um rekstur á tjaldsvæði bæj- arins, sem er norðan við sundlaugina. í tengslum við rekstur hótelsins býður Áning félaga- samtökum og starfsmannafé- lögum upp á svokallaða „sæluviku Áningar", sem er eins til tveggja sólarhringa dvöl í Skagafirði. Er þar boðið upp á kvöldvöku og leiðsögn um Skagafjörð auk fæðis og gistingar. Hafa nú þegar ýmsir hópar notfært sér þetta tilboð. Allar nánari upplýsingar um starfsemi Áningareru veittar i síma 95-6717. Forverðir á ráðstefnu Dagana 20.-24. júni er hald- in í Reykjavík XI ráðstefna Félags norænna forvarða (Nordisk Konservator- forbund). Félagið var stofnað sem sérdeild innan alþjóða- samtaka forvarða árið 1950 og gerðust íslendingar aðilar að því árið 1971. Tilgangur félagsins er að efla samstarf Norðurland- anna á sviói viögerða og varðveizlu meinningarminja, og efla menntun og þekkingu norrænna sérfræðinga á þessu sviði. Ráðstefnur félagsins eru haldnar þriðja hvert ár, en ráðstefnan er nú haldin á is- landi í fyrsta skipti. Á ráðstefnunni eru alls haldnir 25 fyrirlestrar, flestir um „Viðgerð menningarminja — siðfræðileg viðhorf". Verð- ur þar rætt um viðgerðir á m.a. handritum, málverkum og forngripum. Fyrirlestarnir hafa verið gefnir út. Alls eru um 100 aðilar frá öllum Norðurlöndunum auk Englands sem sitja ráðstefn- una. Helstu styrktaraöilar ráð- stefnunnar eru: Búnaöarbanki íslands Clara Lachmans fond Sverige Flugleiðir Letterstedska foreningen Finnlandi Letterstedska foreningen Noregi Letterstedska foreningen Svíþjóð Menntamálaráðuneytið Nordisk kulturfond Kaup- mannahöfn Þjóðhátíðarsjóóur Þjóðskjalasafn íslands. Ættfræði námskeið Ættfræðiþjónustan ráðger- ir að halda nokkur byrjenda- námskeið í ættfræði í sumar, flest þeirra úti á landi. Hvert námskeið stendur yfir í 3-6 daga. Stefnt er að því að halda slík námskeið í Borgar- nesi, Stykkishólmi, á ísafirði, Dalvík, Ákureyri, Egilsstöð- um, Eskifirði, Selfossi og í Keflavík, auk eins námskeiðs í Reykjavik. Skráning þátttak- enda er aö hefjast hjá Ætt- fræðiþjónustunni i síma 91-27101. Á þessum námskeiðum verður veitt fræðsla um ætt- fræði heimildir, leitaraðferðir og vinnubrögð við gerð ættartölu og niðjatals. Jafn- framt gefst þáttakendum tækifæri og aðstaða til að æfa sig í verki og rekja ættir sínar, svo langt sem þess er kostur, í frumheimildum jafnt sem síðari tíma verkum. AUGLYSING varðandi kjörskrá við forsetakjör 25. júní 1988. Athygli kjósenda er vakin á því að þeir eru skráðir á kjörskrá þar sem lögheimili þeirra var 1. desember 1987 og er kjörstaður þar sem þeir geta greitt atkvæði við kosningu á kjördegi í samræmi við það. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 15. júní 1988. FRÁ MENNTAMÁLARÁÐUNEYTINU: Lausar stöður við framhaldsskóla Umsóknarfrestur á áður auglýstum stundakennara- stöðum við Fjölbrautaskólann í Breiðholti í rafeinda- tækni og handmenntum (fatahönnuður eða handa- vinnukennari) framlengist til 27. júní næstkomandi. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist skólameistara Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Menntamálaráðuneytið FRÁ MENNTAMÁLARÁÐUNEYTINU Lausar stöður við framhaldsskóla Við Menntaskólann í Kópavogi er laus til umsóknar staða jarðfræðikennara. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík fyrir 1. júlí næstkomandi. Þá er umsóknarfrestur á áður auglýstum kennara- stöðum við eftirtalda skóla framlengdur til 27. júní næstkomandi: Við Menntaskólann við Hamrahlíð vantar kennara í efnafræði, lögfræði, stærðfræði og tölvufræði. Við Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum eru lausar kennarastöður í raungreinum, dönsku, viðskipta- greinum, stærðfræði, tölvufræði og eðlisfræði. Menntamálaráðuneytið ÚTBOÐ Nesjavallavirkjun • ryöfrí tæki. Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd Hita- veitu Reykjavíkur óskar eftir tilboðum í verk sem felst í efnisútvegun og smíði tveggja afloftara, eins gufuháls og eins loftinntaks, alls 40 tonn. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri að Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík gegn kr. 25.000,- skilatrygg- ingu. Tilboðin verðaopnuð ásama stað miðvikudag- inn 20. júlí kl. 11. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 — Póstholf 878 — 101 Reykj’avik ÚTBOÐ Súðavíkurhlíð 1988 Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofangreint verk. Lengd vegarkafla 3,1 km, bergskeringar 15.000 m3, skering- ar 58.800 m3 og rofvarnir 8.000 m3. yerki skal lokið 20. nóvember 1988. Útboósgögn verða afhent hjá Vega- gerð ríkisins á ísafirði og I Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 21. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 4. júlí 1988. Vegamálastjóri V J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.