Alþýðublaðið - 24.06.1988, Side 2
2
Föstudagur 24. júní1988
fmiiiiiímiiii
Útgefandi: Blaö hf.
Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarsón
Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson
Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson
Umsjónarmaður
helgarblaös: Þorlákur Helgason
Blaðamenn: Haukur Holm, Ingibjörg Árnadóttir og Ómar
Friöriksson.
Dreifingarstjóri: Þórdís Þórisdóttir
Setning og umbrot: Filmur og prent, Ármúla 38.
Prentun: Blaöaprent hf., Síóumúla 12.
Áskriftarsiminn er 681866.
Áskriftargjald 700 kr. á mánuöi. í lausasölu 50 kr. eintakiö virka daga, 60
kr. um helgar.
FORSETAKOSNINGAR
A morgun, laugardaginn 25. júní, gengur íslenska þjóöin
til forsetakosninga. Þaöer í fyrstasinn átíma íslenskalýð-
veldisins sem kosiö er um sitjandi forseta. Frú Vigdís
Finnbogadóttir hefur gegnt embætti forseta íslands
undanfarin 8 ár með miklum sóma fyrir land og þjóð. Að
öllum forsetum lýðveldisins ólöstuðum hefur engum for-
seta öðrum tekist að vekja áhuga og athygli erlendra
þjóðaá íslandi og íslenskri menningu og sögu í jafn ríkum
mæli og frú Vigdís. Það hefur því vakið að vonum mikla
athygli að fram hafi komið mótframboð gegn jafn
farsælum forseta. Sigrún Þorsteinsdóttir, húsmóðir frá
Vestmannaeyjum, hefur gefió kost á sér til embættis
forseta íslands. Hún og stuðningsmenn hennar fullyrða,
að framboðinu sé ekki beint gegn frú Vigdísi Finnboga-
dóttur, heldur snúist kosningarnar um sjálft forseta-
embættið; hlutverk og virkni forsetans í lýðveldinu.
Stuðningsmenn Sigrúnar halda því fram, að forsetinn eigi
að beita neitunarvaldi sínu í tíma og ótíma, þannig að
flestum lögum verði beint til þjóðaratkvæðagreiðslu. Með
því móti verði lýðræði eflt í landinu og fólkið myndi ráða
sjálft í öllum mikilvægum málum. Hætt er við að stuðn-
ingsmenn Sigrúnar Þorsteinsdóttur hafi ekki hugsað
þennan leik til enda. Ef forseti beitir sífellt neitunarvaldi
sínu, yrði hlutverk Alþingis í raun lítilvægt, mál myndu
hrannast upp í enn meiri mæli en nú erog í stað lýðræðis
skylli á glundroði og stöðvun í afgreiðslu lagafrumvarpa.
Það er mikill barnaskapur að leggja af stað í forseta-
kosningar með jafn vanhugsaða stefnuskrá. En svo er
lýðræðinu fyrir að þakka og stjórnarskránni, að Sigrún
Þorsteinsdóttir hefur þau réttindi sem islenskur þegn að
bjóða sig gegn sitjandi forseta, hafi hún nægar stuðn-
ingsundirskriftir að baki. Og það er ennfremur lýðræðinu
og stjórnarskránni fyrirað þakkaað við höfum þau réttindi
að mæta á kjörstað og kjósa milli frambjóðenda til æðsta
embættis þjóðarinnar. Þau réttindi eigum við að nýta
okkur.
DEILT UM
FOSSVOGSDAL
Endurskoðuð útgáfa á aðalskipulagi Reykjavíkur hefur
meðal annars að geyma áætlanir um hraðbraut um Foss-
vogsdal, Kópavogsmegin. Deila Reykjavíkurog Kópavogs
um Fossvogsdal er ekki ný af nálinni. Fossvogsdalur
hefur í áratugi verið bitbein sveitarfélaganna beggja en
borgaryfirvöld sýndu áskipulagskorti hraðbraut um Foss-
vogsdal fyrst árið 1966. Hugmyndin með hraðbraut um
Fossvogsdal er að opna fyrir umferð úr Breiðholti til mið-
borgar Reykjavíkur. Þessu hafa Kópavogsbúar að sjálf-
sögðu unað illa, enda ráðgert að höggva þar með illilega
í útivistarsvæði þeirra í Fossvogsdalnum. Borgaryfirvöld
í Reykjavík hafa vitnað mikið til samnings frá 1973 og telja
sig skuldbundin honum samkvæmt að ráðast í gerð Foss-
vogsbrautar. Hins vegar er það æði frjálsleg túlkun, því í
samningnum umrædda kemur skýrt fram, að bæði
sveitarfélögin verða að vera sammála um lagningu
brautarinnar. Skipulagsstjórn ríkisins hefur ennfremur
blandað sér í málið með undarlegum hætti og boðist til að
ráða „erlendan umferðarsérfræðing" til að fá botn í
deiluna um Fossvogsbraut. Þessu boði hefur að sjálf-
sögðu verið hafnað. í fyrsta lagi þarf ekki erlendan
„umferðarsérfræðing" í málið; hér er um að ræða miklu
stærra mál en sem snýr að umferðinni einni, umferðarmál
og umhverfismál eru einnig snar þáttur í þessari umræðu.
í öðru lagi hefur Skipulagsstjórn ríkisins farið útfyrir
verksviðsitt, þareð hún áað vera ráðgefandi aðili ráðherra
í skipulagsmálum en ekki að taka afstöðu til deilunnar
með ofangreindu móti. Það ríkir mikill einhugur hjá
íbúum Kópavogs um Fossvogsdal: Þeir vilja enga reyk-
víska hraðbraut um sitt land. Þeir vilja gera Fossvogs-
dalinn að heilnæmu útivistarsvæði. Þann vilja á að virða.
ÖNNUR SJÓNARMIÐ
ÞJÓÐIN talar mikið um
forsetakosningarnar fram-
undan eins og við má búast.
Nýstárleg sjónarmið er aö
finna varðandi forsetakosn-
ingarnar í nýjasta tölublaði af
Vogum, blaði Sjálfstæðis-
manna í Kópavogi. Leiðara-
höfundur, sem merkturer
upphafsstöfunum HJ og
giskum við á að þar sé
Halldór Jónsson ábyrgða-
maður blaðsins á ferð, sting-
ur upp á því að frambjóðand-
inn Sigrún Stefánsdóttir
dragi framboð sitt til baka en
þjóðin láti útgjöld þau sem
forsetakosningunum eru
samfara, renna til öryggis-
mála sjómanna.
Stöldrum aðeins viö þessi
frumlegu sjónarmið:
„Hinn 25. júní n.k. ætlar ís-
lenska þjóðin að eyöa 30
milljónum króna í það, að
kjósa um það hvort Vigdis
Finnbogadóttir eða Sigrún
Þorsteinsdóttir eigi að vera
forseti íslands. Skoðanakann-
anir virðast benda til þes að
Vigdís hafi 98% forskot á
andstæöing sinn.
I Ijósi ríkidæmis þjóðarinn-
ar er þetta ef til vill ekki há
fjárhæð, aðeins rúmar hundr-
að krónur á mann. En það
væri fróðlegt að spyrja þyrlu-
deild Landhelgisgæslunnar
aö því, hvað hún gæti gert
fyrir þetta fé. í Ijósi þess, að
Sigrún Þorsteinsdóttir er sjó-
mannsdóttir, ætti hún að
spara þjóðinni þessi útgjöld
með því að draga framboð
sitt til baka. Það er borin von
til þess að hún muni hljóta
kosningu. Peningana, sem
þarna sparast, skulum við
leggja til þess að efla örygg-
ismál sjómanna.11
ÓLAFUR G. Einarsson
þingmaður og þingflokksfor-
maður Sjálfstæðisflokksins
skrifar athyglisverða grein í
sömu Voga, málgagn Sjálf-
stæðismanna í Kóþavogi.
Ólafur fjallar í grein sinni vitt
og breitt um fyrsta þing kjör-
tímabilsins og koma þar fram
mörg áhugaverð sjónarmið.
Um ríkisstjórnarsamstarfiö
segir Ólafur:
„Þaö hefur auðvitaö ekki
farið fram hjá neinum, að
heilindi í stjórnarsamstarfinu
hafa ekki verið sem skyldi.
Uppákomur i tima og ótima,
þennan daginn hjá Fram-
sókn, hinn hjá Alþýðuflokki,
hafa rýrt tiltrú manna á
stjórninni. Þó er það svo, að
samstarf innan ríkisstjórnar-
innar hefur veriö gott, en
þegar komið er út af ríkis-
stjórnarfundum byrja yfirlýs-
ingar frá einstökum ráðherr-
um, þess efnis, að þeir og
þeirra flokkur hefði nú viljað
ná þessu eða hinu fram, en
ekki tekist vegna samstarfs-
flokkanna. Slíkar yfirlýsingar
valda trúnaðarbresti milli
manna og flokka og gera þar
af leiðandi allt samstarf erf-
iöara.“
Um það að vinna saman í
þriggja flokka stjórn segir
Ólafur G. Einarsson:
„Raunar hefur það komið
mjög skýrt í Ijós hversu
miklu erfiðara er að vinna í
Ólafur: Um þinglausnir var stjórn-
in nær sprungin.
Gestur: Stefnan i Alþýðubanda-
laginu í rúst eins og allt annaö.
þriggja flokka stjórn en
tveggja. Fyrir kosningar í
fyrra vöruðum við sjálfstæð-
ismenn viö því, að ef flokkur-
inn fengi ekki svipað fylgi og
áður þýddi það myndun
þriggja flokka stjórnar. Og sú
varð raunin.“
Og Ólafi finnst stundum
að stjórnarþingmenn og ráð-
herrar hafi verið full yfirlýs-
ingaglaðir og tungan oft ærið
laus í skoltum þeirra.
Ólafur skrifar:
„En það eru ekki aðeins
einstakir ráðherrar samstarfs-
flokka okkar, sem hefur verið
laus tungan. Sumir óbreyttir
þingmenn stjórnarflokkanna
hafa lagt sig fram um að
sýna sjálfstæði sitt með þvi
að setja sig upp á móti ein-
staka ákvörðunum. Auðvitað
verður enginn þvingaður til
að gera eitthvað gegn sann-
færingu sinni. En þegar oft-
ast er um að ræða sömu
mennina, sem ekki geta fellt
sig við ákvarðanir meirihlut-
ans, er eitthvað annað á bak
við. Þar kann annað af
tvennu aö ráða: Þeir sætta
sig ekki við samstarf þessara
flokka, eða, þeir eru sjálfir í
röngum flokki.“
Og getur nú hver hirt sitt.
En einna athyglisverðast er
að lesa þá skoðun Ólafs G.
Einarssonar að stjórnarsam-
starfinu hafi, að hans mati,
verið næstum því lokið nú í
vor. Ólafur orðar þessi sjónar-
mið eftirfarandi:
„Um þinglausnir urðu þeir
atburðir, sem nær því höfðu
gengið frá þessu samstarfi.
Enn var það yfirlýsingagleði
einstakra ráðherra, sem réö
ferð. Einn vildi 15% gengis-
fellingu, annar 9%, og svo
komu öll hin atriðin, sem átti
aö ræða. Forsætisráðherra
gerði samstarfsflokkunum
grein fyrir þvi, að hér væru
ekki að hefjast viðræður um
myndun nýrrar rikisstjórnar,
heldur væri verið að taka
ákvarðanir um nauösynlegar
hliðarráðstafanir vegna geng-
isfellingar, ráðstafanir til að
tryggja kaupmátt launa hinna
verst settu og að koma í veg
fyrir nýja verðbólguskriðu.
Þegar mönnum var þetta
orðið Ijóst var komið í veg
fyrir stjórnarslit."
Ekki útskýrir Ólafur nánar
hvernig komið var í veg fyrir
stjórnarslitin. En hverju spáir
Ólafur G. Einarsson, þing-
flokksformaður Sjálfstæðis-
flokksins um framtíð stjórn-
arsamstarfsins?
„Ég ætla að spara mér að
spá i áframhaldandi samstarf
stjórnarflokkanna. Veilurnar i
samstarfinu eru Ijósar. Engu
að siður er það skoðun mín
aö þessi ríkisstjórn eigi eftir
að sitja áfram. Kosningar nú
eru engum til góðs. En þetta
segi ég auðvitað i trausti
þess að sæmileg samstaða
verði um framgang hinna
nauðsynlegustu mála.“
GESTUR Guðmundsson
félagsfræðingur og lausa-
penni hóf fyrir nokkru nafla-
skoðunarskrif í Þjóðviljann
og hafa greinar hans birst
reglulega á þriðjudögum.
Naflaskoðunun felst aðallega
í að rannsaka hinn fjólubláa
nafla á líki Alþýðubandalags-
ins og pæla i vinsældum
Kvennalistans. Af hverju vor-
um við svona stórir einu
sinni og áttum góða penna
og skörunga í pólitík? Spyr
Gestur þrálátlega í greinum
sínum og bætir einatt við líkt
og skáldið: Hvar, ó, hvar hafa
dagar lifs mfns lit sínum glat-
að?
í gær birtist enn ein mærð-
arskilgreiningin og er þar
blandað saman þessu
tvennu: Fall Alþýðubanda-
lagsins og upprisa Kvenna-
listans. Um hernaðarkænsku
Kvennalistans segir Gestur:
„Það reyndist sterkur og
nauðsynlegur leikur hjá
Kvennalistanum að taka sér
fyrst stöðu utan við megin-
hringiðu stjórnmálanna. Þar
hafði hann reyndar ágætt
fordæmi hjá jafnaðarmanna-
flokkunum, sem lýstu því
hvervetna yfir um áratuga
skeið að þeir færu ekki i rik-
isstjórn fyrr en þeir fengju
hreinan meirihluta á þingi.
Kvennalistinn hefur þó engan
veginn takmarkað sig við
almenna pólitiska stefnumót-
un, heldur hafa þingkonur
hans flutt ítarlegar tillögur í
einstökum málaflokkum, svo
sem i menntamálum og fé-
lagsmálum, og í borgarstjórn
Reykjavikur hefur Kvennalist-
inn jafnvel staðið fremst í
slíkri tillögugerð. Hins vegar
er það hverjum manni aug-
Ijóst að Kvennalistinn ræður
ekki yfir neinni heildarstefnu
um umsköpun islensks þjóð-
félags. Slíka heildarstefnu er
að vísu ekki að finna hjá öðr-
um flokkum, enda er slik um-
sköpun ekki á dagskrá hjá
þeim, nema Alþýðubandalag-
inu, og þar er stefnan eins
og annaö í rúst um þessar
rnundir."
Þetta verða þó að teljast
heiðarlegar játningar!
Einn
me8
kaffinu
Fóstra ein fór einu sinni í bæjarferð meö krakkahópinn
af leikskólanum. Hópurinn tók strætisvagn niður í
gamla miðbæ. Fóstra settist við hlið manns í vagninum
og þóttist kannast við hann. Hún brosti vingjarnlega til
mannsins og kastáði á hann kveðju. En maðurinn kann-
aðist greinilega ekkert við fóstruna. Fóstran uppgötvaði
þá að hún hafði farið mannavillt og afsakaði sig með
eftirfarandi orðum:
— Fyrirgefðu, ég hélt að þú værir pabbi þriggja barna
minna?
Maðurinn fór úr vagninum á næstu stoppistöð.