Alþýðublaðið - 24.06.1988, Qupperneq 7
Töstúdágúr 24.júní 1988
7
ÚTLÖND
Umsjón:
Ingibjörg
Árnadóttir
■X;Xv.v.;
Vegna þess að
ríkisstjórnin í
Eþiópíu hefur
kveðið á um, að
starfsfólk hjálp-
arstofnana fari
úr landinu, ógn-
ar hungursneyð-
in að minnsta
kosti 2,5
milljónum íbúa
í landinu.
r
Astandið virðist
versna dag frá
degi.
Aó minnsta kosti 3,2
milljónum sveltandi
Eþiópíubúa, eru þaö
aðeins um 780.000 sem
geta fengið nauðsynleg-
ustu neyðarhjálp.
HUNGURSNEYÐ ÓGNAR MILLJÓNUM MANNA
Um það bil 2,5 milljónir
manna i hinni hungurhrjáðu
Eþíópiu geta ekki notið al-
þjóðlegrar hjálpar, vegna
þess að ríkisstjórnin í land-
inu, hefur skipað svo fyrir, aö
starfsfólk hjálparstofnana
fari á brott frá þeim svæðum
í norðurhluta landsins, þar
sem stríð hefur geisað.
Þessar upplýsingar koma
frá Frederick Machmer, sem
er stjórnandi bandarískrar
neyðarhjálpar í Eþíópíu. Eftir
þvi sem Machmer segir, nær
hjálpin aöeins tii um 780.000
manns, af þeim 3,2 milljónum
manns, sem þurfa á hjálp aö
halda I héruöunum Eritreu og
Tigray.
„Viö fáum yfirleitt ekki
nema slæmar fréttir, og allt
bendir til þess, að ástandið
fari versnandi dag frá degi,“
segir Machmer.
Kommúnistaríkisstjórnin I
Eþíópíu gaf i apríl út fyrir-
skipun um aö starfsmenn
neyöarhjálpar í Eritreu og
Tigray hyrfu á brott. Þetta var
eftir aö bardagar milli her-
manna ríkisstjórnarinnar og
uppreisnarmanna fóru harðn-
andi á þessum svæöum en
uppreisnarmenn fara með
völd á stórum hluta þessara
héraöa.
Ríkisstjórn Eþíópíu segir
að um 5,2 milljónir íbúa búi
nú viö ógn hungursneyðar-
innar, en bandarlskar og
vestur-evrópskar hjálparstofn-
anir segja, aö talan sé tölu-
vert hærri.
Frederick Machmer telur
aö fólkið í þessum héruðum
hafi haldið I sér lífinu meö
matvælabirgðum sem voru
skammtaöar áöur en starfs-
fólki hjálparstofnana var vís-
aö á brott í lok aprílmánaöar.
„Ég á ekki von á því aö
þessar birgðir endist fólkinu
öllu lengur. Samkvæmt okkar
útreikningum, heföu þessar
birgöir átt aö vera uppurnar
strax í byrjun maímánaöar,"
segir Machmer.
Satelite-myndir frá síöustu
vikum sýna, aö þaö er ekki
stór hópur fólks ennþá, sem
er farinn frá heimkynnum
sínum í leit að matvælum og
það þykir benda til þess aö
ástandið sé enn ekki þaö
slæmt, aö stórir hópar flosni
upp frá heimkynnum sínum,
eins og áöur hefur komið
fyrir.
„Þegar síöasta hugurs-
neyðin geisaöi á árunum
1984-85, sýndi það sig aö
þetta hörmungum hrjáöa
fólk, yfirgaf ekki heimkynni
sin á hungursvæöunum fyrr
en allar bjargir voru bannað-
ar,“ segir Machmer.
„Ríkisstjórn Eþíópíu hefur
gert hjálparstofnunum þaó
Ijóst, aö sigur yfir uppreisnar-
mönnunum hafi algjöran for-
gangsrétt, allt annað veröi aö
hafa sinn gang. Þaö ríkir
hernaöarástand, og þeirra
sjónarmið viröast vera að
neyðarhjálp til hungraðs
fólks veröi ekki forgangsverk-
efni,“ segir Machmer og bæt-
ir viö:
„Vió stöndum frammi fyrir
þeim mótsagnarkenndu aö-
stæöum, aö ríkisstjórnin í
Eþíópíu hefur í fórum sinum
meiri matarbirgóir en hún
hefur möguleika á eöa vilja
til aö koma til sveltandi fjöld-
ans. Sem dæmi má nefna aö
fyrir hendi eru 250.000 tonn
af hveiti, sem Sovétmenn
sendu til Eþíópíu fyrr á ár-
inu.“
Allt útlit er fyrir þvi, að enn
ein hörmungin sé aö hvolfast
yfir þessa hrjáöu þjóö.
(Det fri Aktuelt.)