Alþýðublaðið - 24.06.1988, Síða 8
uinnuni
Föstudagur 24. júní 1988
f f
TRE I
Áætlanir meirihluta borgar-
stjórnar Reykjavíkur um að
leggja hraðbraut eftir Foss-
vogsdal endilöngum eru i
fréttum enn á ný. Nú vegna
aðgerða þeirra sem vilja
vernda dalinn fyrir bílaum-
ferö, og hófu i gær að gróð-
ursetja tré í landi Kópavogs
sem Reykjavikurborg hafði
hugsað sér að færi undir
brautina.
Bæjarstjórn Kópavogs
hefur lagst algjörlega gegn
hugmyndum um Fossvogs-
braut, og hefur veriö sam-
staöa fulltrúa allra flokka í
bæjarstjórninni um málið.
Forsaga
Frá því er greint í Alþýöu-
blaöi Kópavogs sem nýkomið
er út, aö deilur þessar megi
aö öllum líkindum rekja aftur
til ársins 1966, en þá hafi
borgaryfirvöld í Reykjavík
fyrst sýnt á skipulagskorti
hraðbraut um Fossvogsdal
innan bæjarmarka Kópavogs,
og átti hlutverk brautarinna
aö vera að flytja Breiðhylt-
inga milli Breiöholts og miö-
borgarinnar. Hins vegar sé til
kort frá árinu 1948 þar sem
sjá megi braut um Fossvogs-
dal, en þá í miöri íbúðabyggð
Reykjavikurmegin.
Samningur frá 1973
Ljóst hefur veriö um nokk-
urt skeiö aö ekki næðist
samkomulag milli yfirvalda i
Reykjavík og Kópavogi um
máliö, og i lok marsmánaöar
sendi Skipulagsstjórn ríkis-
ins deiluaöilum bréf, þar sem
greint var frá tillögu aö lausn
á framtíðarskipulagi Foss-
vogsdals. Tillagan fólst í því,
aö nefnd á vegum beggja
sveitarfélaga kæmist að sam-
eiginlegri nióurstöðu um
framtiðarskipulag dalsins
innan þriggja mánaöa, aö
öðrum kosti myndi skipu-
lagsstjórn leita álits erlends
hlutlauss sérfræðings á sviði
umferðarmála um vægi Foss-
vogsbrautar fyrir umferö á
öllu höfuöborgarsvæöinu.
FRÉTTASKÝRING
Haukur Holm
skrifar
Fossvogur
STAÐ DAVÍÐSBRAUTAR?
Fær tréð sem hér er verið að gróðursetja i Fossvogi að stækka og dafna,
eða verður það malbikinu að bráð? A-mynd/Róbert
Báöir aðilar höfnuðu tillög-
unni.
í Morgunblaðinu 29. mars
s.l. segir Davíö Oddsson
borgarstjóri aö skv. sam-
komulagi sem gert hafi veriö
viö Kópavogsbæ áriö 1973
skuli brautin lögð nema báðir
aðilar séu sammála um aö
hún veröi þaö ekki. Einnig
segir hann aö Reykjavík hafi
þegar greitt Kópavogi fyrir
landið sem fara ætti undir
brautina með landinu sem
iðnaöarhverfiö stendur viö
Smiöjuveg í Kópavogi.
Rannveig Guómundsdóttir
forseti bæjarstjórnar Kópa-
vogs svaraði þessu i Alþýöu-
blaðinu 31. mars s.l. og segir
hún að borgarstjóri fari með
rangt mál þegar hann segi að
í samkomulaginu frá 1973
segi, aö brautin skuli lögö
nema báöir aðilar séu sam-
mála um aö hún skuli ekki
lögö. Varðandi það að borgin
hafi greitt fyrir landið segir
Rannveig aö þaö sé ekki rétt.
Þaö sem gerst hafi, var aö
þegar Seljahverfið var skipu-
lagt, hafi þaö verið skipulagt
inn í Fífuhvammslandið i
Kópavogi sem Reykjavík
síðan keypti. En meö því var
borgin komin inn í lögsögu
Kópavogs og því hafi hún af-
salað sér jafnstóru landi I
staöinn, og þaö sé landið þar
sem Smiöjuhverfiö er.
í samkomulaginu frá 9.
október 1973 segir orörétt i 6.
grein; „Leiöi endurskoöun á
umferðarkerfi höfuðborgar-
innar í Ijós, aö nauðsynlegt
reynist aó ráöast I gerð Foss-
vogsbrautar, aó dómi beggja
aðila, skulu eftirfarandi
ákvæöi gilda,“ síöan kemur
lýsing á mörkum brautarinn-
ar.
í 3. grein segir; „Reykjavík
lætur Kópavogi I té, kvaöa-
laust og án endurgjalds, land
þaö sem lendir vestan
Reykjanesbrautar“ (Smiöju-
hverfi innsk. blm.), og þeirri
4.; „Reykjavík sér sjálf um
kaup á landi á Selhrygg, en
þaö tilheyrir Fífuhvammi"
(Seljahverfi innsk. blm.) Einn-
ig segir aö veröi síðan aðilar
sammála aö leggja brautina,
skuli Kópavogur láta Reykja-
vík I té, án kvaöa og endur-
gjalds, land þaö sem hann á í
Fossvogsdal og lendir undir
brautinni.
Tré í stað brautar?
Ein leiö sem bent hefur
verið á til lausnar á umferðar-
málum borgarinnar og geti
komið í staö brautar í gegn-
um Fossvoginn er að vegur
sem talað hefur veriö um að
leggja frá Reykjanesbraut í
suður að Arnarnesi, veröi
breikkaöur og hann notaður
sem hraðbraut.
Samtök áhugamanna um
líf í Fossvogsdal eru nú í
buröarliðnum, og síðustu
helgi var auglýst eftir ein-
staklingum i undirbúnings-
nefnd að stofnun samtak-
anna. Á tveimur klukkustund-
um skráöu sig hátt á annað
hundraö manns. Tilgangur
samtakanna er tvíþættur.
Annars vegar að vinna meö
markvissu andófi og upplýs-
ingadreifingu gegn lagningu
hraöbrautar um dalinn, og
hins vegar aö stefna aö því
aö beita sér fyrir öflugri upp-
byggingu hvers kyns útivist-
arsvæöa í Fossvogsdal.
í gær gekkst síðan undir-
búningsnefndin fyrir gróöur-
setningu fjölda trjáa í daln-
um, og var stefnan aö setja
niður hátt í 1000 tré.
Þaö er því ekki annað aö
sjá en núna þegar hugsan-
Iegt er aó ráöhúsmáliö veröi
til lykta leitt, aö Davið Odds-
son borgarstjóri og meirihluti
Sjálfstæðisflokksins f borgar-
stjórn Reykjavíkur, séu
komnir í annaö stríö viö vilja
fólks sem metur ósnortiö
umvherfið meira en mann-
virkin. Samkvæmt skoðana-
könnun Neytendablaösins
um hug Reykvíkinga til Foss-
vogsbrautar, voru 70% þeirra
sem afstööu tóku á móti
lagningu hennar.
■
□ 1 2 3 P 4
5
6 □ 7
S 9
10 □ i - 11
□ 12 i
13 J _
Krossgátan
Lárétt: 1 berjir, 5 þvottaefni, 6
skolla, 7 skáld, 8 velmegun, 10
hreyfing, 11 sefi, 12 pípan, 13
umhyggjusöm.
Lóðrétt: 1 koröi, 2 hróss, 3 málm-
ur, 4 kanturinn, 5 karlmanns-
nafn, 7 nöglin, 9 tryllti, 12 borö-
andi.
Lausn á síöustu krossgátu.
Lárétt: 1 grobb, 5 gróp, 6 jól, 7 ál,
8 óöasti, 10 Si, 11 man, 12 láku,
13 aumri.
Lóðrétt: 1 gróði, 2 róla, 3 op, 4
bálinu, 5 gjóska, 7 átaki, 9 smár,
12 Im.
Oengið
Gengisskráning 116 - 23. júní 1988
Kaup Sala
Bandaríkjadollar 44,950 45,070
Sterlingspund 79,258 79,470
Kanadadollar 37,257 37,356
Dönsk króna 6,6040 6,6216
Norsk króna 6,9717 6,9903
Sænsk króna 7,2764 7,2958
Finnskt mark 10,6391 10,6675
Franskur franki 7,4649 7,4848
Belgiskur franki 1,2013 1.2045
Svissn. franki 30,4333 30,5146
Holl. gyllini 22,3299 22,3895
Vesturþýskt mark 25,1616 25,2288
itölsk lira 0,03392 0,03401
Austurr. sch. 3,5774 3,5869
Portug. escudo 0,3088 0,3097
Spanskur peseti 0,3805 0,3815
Japanskt yen 0,34872 0,34965
Ljósvakapunktar
• Stöí 2
Sijaman
16.00 Mannlegur þáttur Arna
Magnússonar.
•RUV
21.00 Jörundur og Saga í
sumarskapi. Áhorfendur á
Hótel íslandi brosa út aö eyr-
um framan viö kvikmynda-
tökuvélarnar.
20.35 Basl er bókaútgáfa.
Breskur Gamanmyndaflokk-
ur.
• Rás 1
18.03 Hringtorgið. Siguröur
Helgason hringsnýr tung-
unni um umferðamál.