Alþýðublaðið - 01.07.1988, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 01.07.1988, Blaðsíða 3
Föstudagur 1. júlí 1988 3 FRETTIR JAFNRÉTTISLÖG ENDURSKOÐUÐ „Ekki nógu afgerandi hvað varðar réttarfarsatriði og séraðgerðir í þágu kvenna“ segir Lára V. Júlíusdóttir Gagnrýni á jafnréttislögin vard til þess að ástæöa þótti til að endurskoða þau nú, þó aðeins séu liðin þrjú ár frá setningu þeirra en ákvæöi er i lögunum um aö þau skuli endurskoðuð eftir 5 ár. Lára V. Júlíusdóttir, for- maður nefndar um endur- skoðun á jafnréttislögum, sagði að í lögunum væri það ákvæði að þau skyldu endur- skoðuð eftir 5 ár. Nú eru að- eins liðin 3 ár frá setningu laganna, en þau þykja ekki nógu afgerandi m.a. hvað varðar réttarfarsatriði, ákvæði varðandi tilnefningar í nefnd- ir og ráð, og ákvæði varðandi séraðgerðir f þágu kvenna. Nauðsynlegt þykir því að lag- færing verði þar á. Því hefur verið sett á nefnd sem sér um endurskoðun þeirra, og er hún auk Láru skipuð for- mönnum Landssamtaka Kvennahreyfinga innan stjórnmálaflokkanna. Þær eru búnar að viða að sér gögnum og hafa kallað á fundi þá aðila sem tengst hafa samningu þeirra laga sem nú eru I gildi. Jafnréttisráð fór í mál við Menntamálaráðuneytið í fyrra vegna ráðningar I lektors- stöðu við Háskóla íslands, þar sem talið er að jafnréttis- lög hafi verið brotin við þá ráðningu. Hæstiréttur vísaði mál inu frá, þar sem Jafnrétt- isráð hafði ekki krafist úr- bóta. Lára sagði að velta Lára V. Júliusdóttir mætti því fyrir sér hvort hægt sé að krefjast úrbóta þegar verið er að ráða í stöð- ur. Þetta mál leiddi hinsvegar til þess að nauðsynlegt væri að endurskoða greinar jafn- réttislaganna. 3. grein jafn- réttislaga gerir ráð fyrir að hægt sé að beita tímabundn- um aðgerðum í þágu kvenna, og I lögunum segir að setja eigi reglugerð þar að lútandi. Það hafi aldrei verið gert, en e.t.v. væri ástæða til þess nú. Nefndin mun skila áliti sínu fyrir 1. október n.k. Sveinn Egilsson hf FÚLSAR VIÐ VERÐBÓLGU Lánar til árs á föstum vöxtum — án verðtryggingar Sveinn Egilsson hf. hefur tekiö upp þá nýbreytni aö lána kaupendum nýrra bíla allt aö 50% kaupverös bíls- ins til 12 mánaöa meö 9,9% föstum ársvöxtum — án verö- tryggingar. Þetta þýðir að ef helmingur kaupverðs bíls, sem kostar 400.000, er lánað þá verður endanlegt verð hans 411.925 krónur, — þegar lánið hefur verið greitt upp með vöxtum og bankakostnaði. Að mati forsvarsmanna fyr- irtækisins hefur orðið vart við aukna hræðslu bílakaup- enda að taka verðtryggð lán á þeim kjörum sem boðist hafa hingað til. Til að koma til móts við bílakaupendur var því ákveðið að bjóða þessi kjör, sem gerir að verkum auk lágra vaxta að bílkaupendur vita nákvæmlega hvað marg- ar krónur þeir koma til með að greiða fyrir bílinn, strax og kaupin eru gerð í stað þess að vera háðir sveiflum i verðbólgu, og geta engan veginn gert nákvæmar greiðsluáætlanir. 99 Sauðkrœklingar rœkjulausir í september MÓÐUHARÐINDI r * segir Garðar Sveinn Arnason ii Útlit er fyrir aö starfsfólk hjá rækjuvinnslunni Dögun á Sauöárkróki veröi atvinnu- laust frá september þegar fyrirtækið klárar vinnslukvóta sinn, til áramóta. Garöar Sveinn Árnason forstjóri seg- ir þetta vera lögskipað atvinnuleysi og likir þvi móöuharöindi af mannavöld- um. „Við verðum búnir með okkar kvóta líklega í september, og það verður þá liklega lögskipað atvinnu- leysi i þessari stöð til ára- móta. Fyrir okkar starfsfólk lítur þetta út eins og móðu- harðindi af mannvöldum", segir Garðar Sveinn í samtali við Alþýðublaðið. Hjá Dögun á Sauðárkróki vinna nú um 20 manns, og segir Garðar að eftir að kvót- inn verði búinn muni þeir loka fyrirtækinu til áramóta. Hann segir ólíklegt að þetta fólk fái vinnu annarsstaðar. Útlit hafi verið fyrir atvinnu- leysi á Sauðárkróki og þetta sé viðbót við það. „Vió ætlum ekki að gera það, við höfum einfaldlega talið að það væri komið nóg af fjáfestingum. Þar sem við liggjum þetta nálægt miöun- um, væri eólilegt að við fengjum á njóta ísrækjunnar, en aðrir sem eru búnir að fjárfesta i búnaði fengju að sitja að frystiraekjunni," Hann segir að til þess að fá sem mest út úr hráefninu, ætti að leyfa þeirh rækju- vinnslustöðvum sem næst eru miðunum að fá meira af isaðri rækju, sem illa þoli flutning, en eðlilegra væri að stöðvarnar sem fjær eru mið- unum fengju rækju af frysti- skipunum. Ýmsar stöðvar hafi nú þegar fjárfest i bún- aði til að þíða rækju. Prestafélag Islands Uppsögn sr. Gunnars óréttlætanleg Aö mati stjórnar Prestafé- lags íslands er uppsögn sr. Gunnars Björnssonar meö öllu ólögmæt, þar sem öll þau atriði sem borin eru á hann eru fyrst og fremst á sviði mannlegra samskipta og tilfinningalegs mats á þeim. Fyrirvaralaus brottvikn- ing hans úr starfi brýtur sam- komulag Frikirkjusafnaðarins sem gert var viö sr. Gunnar 1985, og er óréttlætanleg þar sem eingöngu er um sam- skiptaörðugleika að ræða en ekki um nokkurt misferli. Telur stjórn P.í. aó öll atriði sem borin eru á sr. Gunnar komi mjög til álita og séu að stórum hluta byggð á óstað- festum fullyrðingum. Sigurð- ur Sigurðarson formaður P.í. sagði að lagarammi Frikirkj- unnar væri mjög óskýr og starfsreglur allar í ólestri. Með öllu væri óhæft að eng- inn formlegur úrskurðaraðili skyldi tilnefndur til að túlka álitamál eins og þau sem nú eru komin upp, og legði P.I. rika áherslu á að það yrði gert. Safnaðarstjórnin hefði einhliða tekið sér það vald að 'túlka samning þann sem gerður var við sr. Gunnar árið 1985, og væri P.í. mjög ósátt við vinnubrögð hennar. Á fundi safnaðarstjórnar Fríkirkjunnar í Reykjavík og HANNES HOLMSTEINN í LEKTORSSTÖDUNA Menntamálaráöherra skip- aöi í gær dr. Hannes Hólm- stein Gissurarson lektor i stjórnmálafræöi viö félags- vísindadeild Háskóla íslands frá 1. ágúst 1988. Deilur hafa staðið um ráðn- ingu og vegna umfjöllunar- innar sendi menntamála- ráðuneytið sérstaka greinar- gerð til fjölmiðla. Að mati dómnefndar í Háskólanum, um hæfni umsækjenda, er Hannes hæfur til kennslu og rannsókna á tilgreindum sér- sviðum, en nefndin taldi að ekki væri hægt að ráða það af námsferli hans né heldur af ritverkum, að hann hefði þá þekkingu á helstu kenn- ingum og rannsóknaraðferð- um í stjórnmálafræði að hann teldist hæfur til að kenna undirstöðugreinar hennar. Á blaðamannfundi sem stjórn Prestafélags íslands hélt i gær, var lýst yfir þeirri skoðun félagsins, að uppsögn sr. Gunnars Björnssonar væri ólögmæt og óréttlætanleg. A-mynd/Róbert. stjórnar P.l. þ. 28. júni var samþykkt að stjórn P.í. gerði uppkast að nýju samkomu- lagi sem tæki á ágreinings- efnum milli safnaðar og prests, og skyldi það rætt á fundi sem halda átti þ. 29. júní. Siðar neitaði safnaóar- stjórnin algerlega að eiga frekari viðræður við stjórn P.I., þar sem þeir töldu for- manninn hafa brotiö sam- komulag þess efnis að ræða ekki við fjölmiðla. Sagði safn- aðarstjórnin að ekki kæmi til greina að taka upp frekari viðræður við Pi. Sr. Valgeir Ástráðsson sagði aö safnaðarstjórnin væri mjög ósveigjanleg i af- stöðu sinni og framkoma hennar væri í öllu óeðlileg. Hetöi hún látið falla fullyrð- ingar sem höggvi nærri æru sr. Gunnars á mjög ómakleg- an hátt. Mun P.l. reka réttar sr. Gunnars og leita sér lög- fræðiaðstoðar í máli hans. Eðlilegasta lausn málsins væri þó að sjálfsögðu sú að á tækjust sættir. Væri það mjög vel framkvæmanlegt ef að aðilar málsins héldu sig við staðreyndir. Gunnar Ragnars STYÐUR HÆKKUN LANDSUIRKJUNAR „Eg styö þessa hækkun og heföi gert þaö á fundin- um,“ sagöi Gunnar Ragnars, forseti bæjarstjórnar á Akur- eyri, en hann er fulltrúi Akur- eyrarbæjar í stjórn Lands- virkjunar. Gunnar gat ekki setið fund stjórnarinnar þar sem ákvöröun var tekin um 8% hækkun gjaldskrár frá og meö 1. júli. Valur Arnþórsson varamaöur hans gat heldur ekki mætt á fundinn. Akur- eyrarbær á um 5,5% i Lands- virkjun. Gunnar sagðist eiga erfitt meö að skilja þá umræðu sem fram fer, um hvort Landsvirkjun sé ríkisfyrirtæki eða ekki. „Það er alveg Ijóst, að á meðan Akureyrarbær og Reykjavikurborg eiga helm- inginn á móti ríkinu, þá er Landsvirkjun ekki ríkisfyrir- tæki í þeim skilningi sem lagt er í það orð.“ Varamaður Gunnars, Valur Arnþórsson átti heldur ekki kost á að mæta á fundinn, en haft var samband við Gunnar í sima. „Stjórnarformanni og forstjóra var því kunnug min afstaða. Hún var reyndar kunn áður.“ Gunnar sagði að fyrir lægi að um 80% af kostnaði Landsvirkjunar væri erlendur, í formi vaxta og afborgana. „Ég sé engan tilgang í því að reka fyrirtækið með halla og þurfa siðan aö taka erlend lán til að fjármagna hann. Það er búið að gera nóg af slíku," sagði Gunnar Ragn- ars.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.