Alþýðublaðið - 01.07.1988, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 01.07.1988, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 1. júlí 1988 AMUBIMD Útgefandi: Blaó hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson Umsjónarmaður helgarblaðs: Þorlákur Helgason Blaðamenn: Haukur Holm, Ingibjörg Árnadóttir og Ómar Friðriksson. Dreifingarstjóri: Þórdís Þórisdóttir Setning og umbrot: Filmur og prent, Ármúla 38. Prentun: Blaðaprent hf., Síðumúla 12. Áskriftarsiminn er 681866. Áskriftargjald 700 kr. á mánuði. I lausasölu 50 kr. eintakið virkadaga, 60 kr. um helgar. KAUPLEIGAN, KOMIN TIL AÐ VERA I baráttunni um kaupleiguna í þinginu i vetur reyndu and- stæöingar frumvarpsins aö drepa það meö því aö panta gífurlegan fjölda umsagna. Þannig vonuðust þeir til aö málið drægist á langinn vegna fyrirferöar og aö einhvers- staöar frá legðust þeim til neikvæöir þunktar. Ekki varð þeim aó ósk sinni. Umsagnirnar voru jákvæöar. En markverðustu umsagnirnar eru þó þær sem bárust Húsnæðisstofnun í júní þegar 43 aöilar sóttu um lán vegna 388 kaupleiguibúða. Þaö er besti vitnisburðurinn um gagnsemina og þörfina fyrir þessa mikilvægu opnun húsnæóiskerfisins. í viötali viö Alþýöublaöió í gær segir Jóhanna Siguröar- dóttir, félagsmálaráóherra, aó þaö sé álit margraaö í kauþ- leigukerfinu sé aö finna raunverulega alla þá kosti, sem eru í öörum íbúðaformum, þ.e. i eignaíbúðum, leigu- íbúöum, búseturéttaríbúöum og verkamannabústöðum. HallgrímurGuömundsson, sveitarstjóri á Höfn í Horna- firöi, en þaðan bárust umsóknir um flestar íbúðir, segir í viðtali, aö kaupleiguíbúðirgeti verið ákveöiö svarviö þeim flótta frá landsbyggðinni, sem hafi verið einkennandi nú síöustu ár. Ungt fólk hafi veigrað sér viö aö byggja í sinni heimabyggð af ótta viö atvinnubrest. Hann telur aö kaup- leiguformiö auðveldi ungu fólki aö koma undir sig fót- unum, án þess aö taka jafnmikla áhættu og verið hefur. Þessi sjónarmiö Hallgríms Sþegla trúlega viöhorf . margra forystumanna landsbyggöar. Þaöeroft erfitt aö veljasérstaðtil aö búaá. Margarfjöl- skyldur vilja gjarnan setjast aö til reynslu I borg eöa bæ vegna atvinnu, skólagöngu eöa skyldfólks. Fólk vill þreifa fyrir sér án þess að binda sig nióur til framtíðar. í kauþleigukerfinu gætu sveitarfélög og samstarfs- aðilar boöiö þessu fólki íbúöir til leigu, sem það gæti keypt síðar, ef það ákveður aö setjast aö I byggöarlaginu. Mörg störf eru tímabundin, t.d. þau sem tengjast verk- efnum og framkvæmdum, sem standa yfir í ákveðinn tíma. Viö slík skilyrði hentar leiga á íbúö vel. En tíma- bundin störf getaeinnig oröiö viövarandi og dvölin lengri. Þá er hægt aö breyta leigusamningi í kaupsamning. En kaupleigan getur hentað fleirum en þeim ungu. Margt eldra fólk á rúmgott húsnæöi, en lítið af lausu fé. Þaö vill gjarnan aölaga sig breyttum forsendum í hús- næðismálum áefri árum, minnkaviðsig og losa peninga. Hér getur kaupleigukerfiö leyst vandann, því þaö býóur ekki eingöngu upþ á kaup eða leigu, heldur er hægt aö kaupa hlutareign í íbúðinni t.d. 15% kostnaðar, sem tryggir fullan afnotarétt. Þegar leigjandi hættirafnotum af íbúöinni fær hann endurgreitt 15% framlag sitt meö verö- bótum. Kaupleigan léttir með þessum hætti áhyggjum vegna lántöku og afborgana og veitir eldri borgurum öryggi á ævikvöldinu. ONNUR SJONARMIÐ DAGUR á Akureyri fjallar í leiöara þann 23. júní um Flugleiðirog einkaleyfiö. Vegna deilna fyrirtækisins og flugstjóra um kaup og kjör höföu þeir síðastnefndu unn- ið (en vonandi ekki flogið) á óvenjulitlum hraða um nokk- urt skeið. Þettaolli miklum töfum á flugi og óánægja Akureyringa var að vonum mikil. Þeir urðu fyrir barðinu á deilunni, en áttu þess eng- an kost að stuðla aó lausn hennar. í leiðara segir: „Stór hópur farþega er bú- inn að fá sig fullsaddan af lélegri þjónustu i innanlands- fluginu — þjónustu sem Flugleiðir bjóða upp á i skjóli einokunar. Viðbragða sam- gönguráðherra við áskorun bæjarstjórna Akureyrar og ísafjarðar er því beðið með nokkurri eftirvæntingu. Ráð- herrann hefur látið hafa það eftir sér að „ekkert sé óum- breytanlegt“ hvað varöar einkaleyfi Flugleiða á helstu leiðum í innanlandsflugi og þar með gefið ýmislegt til kynna. Krafa þeirra sem þurfa að ferðast meö Flugleiðum inn- anlands er einföld. Forráða- menn fyrirtækisins verða aö koma innanlandsfluginu í eðlilegt horf og koma jafn- framt i veg fyrir óeölilega röskun á því í framtíöinni. Að öðrum kosti verði einokun fyrirtækisins rofin. Fáum blandast hugur um að viðleitni hlutaðeigendi aöila til að leysa yfirstand- andi vinnudeilu nú, er i bein- um tengslum við þá umræðu sem átt hefur sér stað um hugsanlegar breytingar á einokunaraðstöðu Flug- leiða.“ Þetta verður trúlega til þess að þrýstingur stóreykst á að hleypa fleirum að með áætlunarflug á helstu leið- um. Eins og Gisli Bragi Hjart- arson, bæjarfulltrúi á Akur- eyri, benti nýlega á i sjón- varpsviðtali, vilja heimamenn að jafnmikill samgönguþáttur og flugið skilji meira eftir sig á heimaslóð. Sjálfsagt er að taka þessa hluti til endurskoðunar. í því sambandi verður að líta á reynslu annarra landa, sem á undanförnum árum hafa afnumið einokun á innan- landsleiðum. Auk góðrar þjónustu og hárrar ferðatíðni þarf aó tryggja öryggið. Næst kemur svo röðin að rútunum. MINKAR og loðdýr yfir- leitt hafa verið mikið til umræðu vegna þess vanda sem mætir þeim ef fóður- stöðvarnar þeirra verða gjald- þrota. En það var öðruvísi vandamál sem mætti mink norður i Öxarfirði í síðustu viku. Hans feilspor í lifinu var að veröa á vegi Sigrúnar Kristjánsdóttur, húsfreyju að Vestaralandi. Látum Dag á Akureyri taka við frásögninni: „Sigrún steig af baki, tók annaö ístaöiö af hnakknum og vafði ístaösólinni um hægri höndina, í vinstri hendi haföi hún hrislu og tauminn á hestinum sem hún varð aö halda í svo hann legði ekki á flótta. Hundurinn hélt sig aö baki Sigrúnar er hún lagði til atlögu við mink- inn. „Eg dáöist aö er ég sá svona litla skepnu snúast tii varnar gegn okkur þrem,“ sagði Sigrún. Hún villti um fyrir minknum meö hríslunni og greiddi honum þungt högg í hnakkann meö istað- inu, meöan hann beit í hrisl- una. Þetta eina högg dugði til að bana minknum.“ Betri bardagalýsingar eru ekki í íslendingasögunum, en þarf ekki að sýna þessum hundi ístaðið? STURLUNGAFRILLUR er nýtt orð í málinu og birtist í þjóðviljanum á miðvikudag. Ekki var fyrirsögn greinarinn- ar verri „Voru frillurnar valda- tæki?“ Litum á tilefnið: „Víötækt friliulíf á íslandi á síðari hluta þjóöveldisaldar er miklu fremur skýranlegt sem nauðsynlegur þáttur i valdakerfi samfélagsins en sem vottur um siðferðisiaus- ung Stulungaaldar. Þetta má lesa úr fróölegri grein Auöar G. Magnúsdóttur í „Nýrri sögu“ nýútkominni, léttleikandi og myndskreyttu tímarit sem ungir sagnfræð- ingar sjá um fyrir Sögufélag- ið. Auður sýnir að á 13. öld var frillulífið eitt af viður- kenndum formum fyrir tengsl karls og konu, — annaö en ótíndur hórdómur — og ástæður þess gátu verið margar: sjálf ástin, fátækt of mikil að til hjúskapar gæti komiö, ættgöfgi svo mikil að ekki fannst kvonfang, — og ekki sist upplögð tenging við aðrar ættir og sá auður, öryggi og frændgarður sem þeim fylgdu. Þannig gat höfðingjum komið best að eiga sem flestar frillur og enga eiginkonu.“ Maður hafði svo sem heyrt þá kenningu áður, að stór hluti af framhjáhaldsbrölti og kynhvöt karla væri drottnun- argirni. En þá var aðeins reiknað með að það tengdist þeirri konu einni, sem gleð- innar varð aðnjótandi hverju sinni. Nú er komið í Ijós að þetta er miklu víðtækara, tenging við aðrar ættir, auð og völd. Þá er bara að athuga málið í nútímanum. Er ekki alltaf verið að tala um að núverandi Gísli Bragi Hjartarson flokkakerfi sé að riðlast? Er ekki kominn tími til að tengja? TÚLKUNARÆFINGAR í kjölfar forsetakjörs verða Árna Bergmann að umtals- efni í Þjóðviljanum nýlega. Flokkur mannsins hefur sem kunnugt er reiknað sér stór- an sigur með þvi að leggja saman atkvæði Sigrúnar Þorsteinsdóttur, auð og ógild, svo og atkvæði þeirra, sem sátu heima og greiddu ekki atkvæði. Ekki er Árni sammála: „Þetta er meira en hláleg röksemdafærsla og opnar óendanlegar pólitiskar túlk- unarvíddir; hugsið ykkur t.d. alla þá stórkostiegu sigra sem smáflokkaframbjóðend- ur í forsetakosningum í Bandaríkjunum gætu unniö með því að slá eign sinni á þann helming allra kjósenda (eða þar um bil) sem situr heima í hverjum kosningum!“ I Flokki mannsins er Mað- ur flokksins. Sá heitir Pétur Guðjónsson og hefur lýst því yfir að ný hreyfing sé upp ris- in. Hvað segir Árni um það? „Og nú á bersýnilega að nota forsetakosningarnar til túlkunaræfinga sem eiga að sanna að ný hreyfing sé orð- in tii. Það er vitanlega rangt. Ekki svo að skilja: oft hafa menn lagt upp í mikla pólitiska langferð með minna en fimm prósent atkvæða. En þessi fimm prósent sem mótframbjóðandi Vigdísar forseta fékk eiga sér ekki þann samnefnara sem er vís- ir að hreyfingu. Innan þeirra rúmast bæði sá hópur sem trúir á Flokk mannsins og ýmsir þeir sem aldrei gátu sætt sig við kjör Vigdísar Finnbogadóttur og svo eitt- hvað af því fólki sem er svo- sem hvorki með eða á móti forsetaefnunum tveim, held- ur lifir í nokkuð svo óskil- greindri óánægju með „Kerf- ið“ og „Þá þarna uppi“. Og kemur þá ekki mikið í hluta hvers hóps.“ Árni telur sem sagt að almenna brotið einn tuttug- asti (sem eru þessi 5% Sigrúnar) skiptist upp í þrjú brot, þ.e. Flokk mannsins, andstæðinga Vigdísar og hatursmenn kerfisins. Ef ekki finnst samnefnari er litil von til að leysa dæmið og þá verður útkoman engin. Þetta er líklega réttur skilningur hjá Arna. 5% hafa verið vegin og léttvæg fund- in. Einn mei kaffinu Frú Jóna var að keyra bílinn og sá í fyrsta sinn síma- menn klifra upp í staura. — Hvað eru þeir að gera, spurði hún eiginmann sinn, sem var ekki ýkja hrifinn af aksturslagi konu sinnar. — Þeir hafa séð að þú varst að koma, sagði hann þurr- lega.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.