Alþýðublaðið - 01.07.1988, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 01.07.1988, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1919 Tekjustofnar sveitarfélaga œttu að vera frjálsari x DÝRARA AD REKA AKUREYRI EN KAUPSTAÐI FYRIR SUNNAN segir Sigfús Jónsson bœjarstjóri á Akureyri Sigfús Jónsson, bæjar- stjóri á Akureyri, segir tekju- stofna sem bæjarfélaginu eru skammtaðir of nauma og þeir eigi að vera frjálsari. Hann telur að Akureyri, sem er að reyna að vera höfuð- staður Norðurlands, þurfi meira en staðir eins og Hafn- arfjörður og Kópavogur. Hann segir mikið ranglæti felast i mismunandi aðstöðu- gjaldi eftir atvinnugreinum, sem ósjálfrátt mismuni sveit- arfélögum. „Ég er ekki að segja aö Hafnarfjörður og Kópavogs- bær geti verið alsælir af því sem þeir hafa, heldur er að það er dýrara að reka Akur- eyri en þessi bæjarfélög," sagði Sigfús viö Alþýðublað- ið í gær. Hann telur eðlilegt að svip- aðir aðstöðugjaldsstofnar verði fyrir allar atvinnugrein- ar. í dag eru stofnanir mjög mismunandi eftir greinum, eöa að hámarki 0,33% af veltu í fiskveiðum, 0,65% í fiskvinnslu, 1% í iðnaði og 1,3% í verslun. Flest sveitar- félög nota sér hámarks- prósenturnar, sem kveðið er á um í lögum um tekjustofna sveitarfélaga. Sigfús benti á að iðnrek- endur teldu stofninn allt of mikinn í sinni grein. „Ég er ekki endilega að taka afstöðu til þess að allt eigi að hækka upp í 1,3% eða lækka niður i 0,33%, heldur tel ég að svip- aður stofn eigi að vera fyrir allar greinar. Eins og þetta er í dag leióír þetta til mismun- ar á milli sveitarfélaga sem búa við ólíkar atvinnugrein- ar,“ sagði Sigfús. I ár þurfa sveitarfélögin að búa við skammtaða útsvars- prósentu þar sem i stað- greiðslulögum var kveðiö á um að innheimtuhlutfallið væri ákveðið af félagsmála- ráðherra. Prósentan var ákveðin 6,7% og er að mati sveitarstjórnarmanna allt of lág. Að tillögu félagsmálaráð- herra var þessu breytt þannig að sveitarfélögin geta á næsta ári sjálf ákveðið prósentuna, sem þó er kveð- ið á um að megi ekki vera hærri en 7,5%. Samkvæmt lögunum í dag geta sveitarfé- lögin sent bakreikninga fyrir mismun upp í hámarks- prósentu. Sigfús taldi það ekki koma til greina. „Það gengur ekki að vera með bak- reikninga í staðgreiðslu--, kerfi,“ sagói Sigfús Jónssön. FLEIRI SKEMMTIFERÐASKIP EN í FYRRA Birgir Þorgilsson feröamálastjóri sagöi aö von væri á mun fleiri skemmtiferðaskipum til landsins nú i sumar heldur en i fyrra. Áætlað er að taka á móti um 30 skipum og er u.þ.b. helmingur þeirra á vegum ferðaskrifstofunnar Atlantik, en Samvinnuferðir, Pólaris og Úrval taka á móti hinum. Þetta skemmtiferðaskip sem nú liggur við höfn i Reykjavík er á vegum Samvinnuferða. BORGARAFLOKKUR- INN VILDI STYOJA SIGRÚNU Borgaraflokkurinn œtlaöi aö styöja Sigrúnu Þorsteinsdótt- ur í forsetaframboðinu. Þeg- ar aöstandendur l'lokks mannsins fóru J'ram á form- legan stuðning var svariö hins vegar nei. „Borgara- flokkurinn var algjörlega sammála hugmyndum okkar um forsetann, og um kosn- ingar um mikilvæg mál. Og sammála um það lýörœöi sem við viljum koma á, en þeim þótti ekki borga sig fyrir flokkinn að bjóða fram gegn vinsœlum forseta, “ segir Pétur Guðjónsson, „maðurinn“ í Flokki manns- ins í viðtali við Alþýðublað- ið. Pétur segir að margir flokks- menn í Borgaraflokknum hafi kosið Sigrúnu. Itarlegt viðtal við Pétur Guðjónsson um forsetakosn- ingarnar í helgarblaði Alþýðublaðsins á morgun.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.