Alþýðublaðið - 01.07.1988, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 01.07.1988, Blaðsíða 6
6 Föstudagúr 1. júli 1988 SMA FRETTIR * Talið frá vinstri: Guöm. Helgi Guðjónsson, þjónustustjóri Bilvangs, Þorvaldur Eiriksson, aðstoðarverkstj., H. Fujikawa, fulltrúi frá Isuzu og Guöbrandur Eliasson, verkstjóri. Japanskur tæknimaður kannaði ástand ISUZU-bíla Vikuna 24. 5. til 30. 5. s.l. var staddur hjá Bílvangi sf, umboösaðila Isuzu á Islandi, tæknimaöur frá Isuzu verk- smiöjunum i Japan. Tilefni heimsóknarinnar var að bjóóa eigendum Isuzu bifreiöa uppá að koma meö bíla sina til nákvæmrar skoö- unarog reynsluaksturs, þeim að kostnaóarlausu. Öllum eigendum Isuzu bif- reiöa á íslandi var sent boðs- bréf og komu til skoðunar yfir 100 eigendur meö bíla sína. Bílarnirvoru nákvæmlega skoöaöir og þeim reynsluek- iö, skipt var um olíu og olíu- síu. Aö þessu loknu fengu eigendur skýrslu um ástand bifreiðarinnar og viöurkenn- ingarskjal um aö bíllinn hafi fengið þessa skoöun. Þessi þáttur hjá Isuzu verk- smiöjunum er liöur í aukinni þjónustu viö viðskiptavini sína og er í samvinnu viö við- komandi umboösaðila í hverju landi, segir í fréttatil- kynningu. Cambridge gefur út rit eftir Eyjólf Kjalar Út er komin hjá Cambridge University Press bókin Plotinus on Sense-Per- ception: a Philosophical Study eftir Eyjólf Kjalar Emilsson, Ph. D. Plótinos var grískumælandi heimspeking- ur sem starfaói í Alexandríu og Rómaborg á 3. öld e.Kr. Hann er oft nefndur síöasti mikli heimspekingur fornald- ar og var upphafsmaður svo- nefnds nýplatónisma, sem var áhrifamikil stefna á síö- fornöld og allt fram á Endur- reisnartíma. Bókin fjallar um kenningar hans um skynjun- ina. Höfundur skoðar efniö í Ijósi hugmynda grískra fyrir- rennara Plótinosar, annarra þátta heimspeki hans og aó nokkru leyti nútímaheim- speki. Bókin er 179 bls. aö stærö. Hún verður fáanleg í helstu bókaverslunum sem selja erlendar bækur innan skamms. Höfundurinn, Eyjólfur Kjalar Emilsson, er fæddur í Reykjavík árið 1953. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum að Laugar- vatni áriö 1973 og BA prófi frá Háskóla Islands árið 1977. Hann stundaði síöan fram- haldsnám í heimspeki meö heimspeki fornaldar sem sér- sviö viö Princeton háskóla í Bandaríkjunum og lauk doktorsprófi þaöan áriö 1984. Eyjólfur er nú stundakennari viö Háskóla íslands og starfsmaöur Heimspekistofn- unar. Ný stjórn Krabbameins- félagsins Á aðalfundi Krabbameins- félags íslands, sem haldinn var nýlega, var Almar Gríms- son apótekari kosinn formað- ur félagsins i staö Gunn- laugs Snædal prófessors. Almar hefur setiö í stjórn fé- lagsins síöan 1985, síöasta árió sem varaformaður. Gunnlaugur hefur veriö for- maður síöan 1979 og gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Á aöalfundinum voru honum þökkuð vel unnin störf í þágu félagsins. Aörar breytingar á stjórn Krabbameinsfélags Islands voru þær aö Guörún Agnars- dóttir alþingismaður, Jón Þorgeir Hallgrímsson yfir- læknir og Ragnar Pálsson forstööumaöur voru kosin í stjórn en úr henni gengu, auk Gunnlaugs, þau Lilja Ólafs- dóttir framkvæmdastjóri og Ólafur Örn Arnarson yfir- læknir. Fyrir í stjórninni voru Auöur Guðjónsdóttir hús- móöir, Björgvin Lúthersson stöðvarstjóri, Erlendur Ein- arsson fyrrverandi forstjóri, Gunnar M. Hansson forstjóri, Matthías Johannessen rit- stjóri, Siguróur Björnsson læknir, Sigursteinn Guö- mundsson yfirlæknir, Tómas Árni Jónasson læknir og Vigdís Magnúsdóttir hjúkrun- arfgrstjóri. Á ársþingi Norræna krabbameinssambandsins, sem var í Reykjavik í byrjun mánaðarins, var úthlutaö ferðastyrk sem árlega er veittur efnilegum vísinda- manni frá því landi sem þing- iö er haldið. Styrkurinn er að andvirði 20 þúsund sænskar krónur (um 145 þús. ísl. kr.) og er ætlaður til aö viðkom- andi vísindamaöur geti kynnt sér nýjungar á sínu sviöi í öörum löndum. Norræni ferðastyrkurinn var að þessu sinni veitturdr. Helgu M. Ögmundsdóttur lækni, en hún er forstööumaður Rannsóknastofu í sameinda- og frumulíffræði. Leiðrétting í frásögn af iþróttamóti fatl- aðra í helgarblaöi um næst liðna helgi urðu á mistök við mynd- birtingu. Björgvin Kristbergsson hét þessi piltur sem hafði unnið til þriggja gullverðlauna. Nafnið Magnús sem fylgdi fréttinni var á misskilningi byggt og er beð- ist velviröingar. □ 1 2 3 q 4 5 6 □ 7 S 9 10 □ 11 □ 12 _ 13 □ —1 □ • Krossgátan Lárétt: 1 afl, 5 heióarleg, 6 sé, 7 borðhald, 8 tíðast, 10 íþrótta- félag, 11 fataefni. 12 myrk, 13 glöggt. Lóörétt: 1 hreinsa, 2 kyrrt, 3 tón, 4 pinnum, 5 hóps, 7 meö, 9 kámir, 12 fen. Lausn á siðustu krossgátu. Lárétt: 1 maula, 5 fálm, 6 áli, 7 dd, 8 lundin, 10 kg, 11 agi, 12 elur, 13 rakar. Lóðrétt: 1 málug, 2 alin, 3 um, 4 aldnir, 5 fálkar, 7 digur, 9 dala, 12 ek. • 6engi8 Gengisskráning 120 - 29. juní 1988 Kaup Sala Bandaríkjadollar 45,660 45,780 Sterlingspund 78,072 78,277 Kanadadollar 37,576 37,674 Dönsk króna 6,6069 6,6242 Norsk króna 6,9303 6,9485 Sænsk króna 7,2951 7,3143 Finnskt mark 10,5670 10,5948 Franskur franki 7,4498 7,4694 Belgiskur franki 1.1980 1,2012 Svissn. franki 30,3530 30,4328 Holl. gyllini 22,2406 22,2991 Vesturþýskt mark 25,1017 25,1677 ítðlsk lira 0,03383 0,03392 Austurr. sch. 3,5665 3,5759 Portúg. escudo 0,3074 0,3082 Spanskur peseti 0,3790 0,3800 Japanskt yen 0,34317 0,34407 Irskt pund 67.415 67,592 SDR 24.11 59,8991 60,0565 ECU - Evrópumynt 52,0958 52,2327 • Ljósvakapunktar • RUV 20.35 Basl er bókaútgáfa. Breskur gamanmynda- flokkur um hjón sem starfa viö sama útgáfufyrirtæki. 21.50 Viö landamærin. Bandarísk bíómynd frá árinu 1980. Charles Bron- son og Bruno Kirby í aóal- hlutverkum. • Stöð 2 18.15 Föstudagsbitinn. Tónlistarþáttur meö viótöl- um við hljómlistarfólk, kvikmyndaumfjöllun og fréttum úr poppheiminum. 21.20 í sumarskapi. Jör- undurerkominn í frf. Bjarni Dagur ætlar aö aðstoða Sögu. Þetta verður eitthvað sögulegt. • Rás 1 10.30 Lífiö vió höfnina. ÞátturfráAkureyri í umsjón Birgis Sveinbjörnssonar. • Rás 2 18.00 Sumarsveifla. Gunnar Salvarsson ætlar aö sveifla sumrinu. • RÓT 19.30 Barnatími. Þaö er allt svo ofsalega eölilegt á Rótinni, þess vegna sjá börn um þáttinn. 1^1 'Kf S\* Til sölu fasteignir á Siglufirði og í Borgarnesi Tilboð óskast i eftirtaldar húseignir: Hvanneyrarbraut 27, Siglufirði. Stærö hússins er 1254 m3. Húsið verður til sýnis í samráði við Erling Óskarsson, sýslumann, sími (96) 71150. Brákarbraut 13, Borgarnesi. Stærð hússins er 2489 m3. Húsiö verður til sýnis í samráöi við Rúnar Guðjóns- son, sýslumann, sími (93) 71209. Tilboðseyðublöð liggja frammi í húseignunum og á skrifstofu vorri. Kauptilboðum sé skilað á skrifstofu vora, Borgartúni 7, Reykjavík, fyrir kl. 14.00 f.h. þriðju- daginn 12. júlí n.k., en þá veröa þau opnuð í viðurvist viðstaddra bjóðenda. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS' Borgartuni 7, sími 26844 KRATAKOMPAN Sumarferð Alþýduflokksins Alþýöuflokksfélögin í Reykjavik og á Reykjanesi fara í sameiginlega sumarferð laugardaginn 2. júlí n.k. og aö þessu sinni verður haldið í austur. Ferðaáætlun: 1. Lagt af staö frá BSÍ kl. 9.30. 2. Komið viö í Hveragerði og á Selfossi, þar bætast í hóp- inn hressir félagar af Suöurlandí. 3. Ekið sem leiö liggur í Þjórsárdal, þarveróursnætt nesti. Viö skoðum þjóðveldisbæinn og rústirnar aö Stöng. Farið verður í sund (hafiö meö ykkur sundföt). 4. Þessu næst verður haldiö upp á hálendiö. Virkjanirnar viö Hrauneyjarfoss og Sigöldu heimscitar. 5. Næsti áfangastaöurerSkíöaskálinn í hveradölum meö viökomu í Hveragerði. Þar veröur tekið á móti hópnum með veglegri víkingaveislu. Ef vel viðrar veröur grillaó úti. Áætlaöur komutími til Reykjavíkur er kl. 23.00. Reyndir fararstjórar og leiösögumenn veröa meó hópnum. Verð fyrir fullorðna kr. 1.800,- og verö fyrir börn yngri en 12 ára kr. 800.-. Skráning þátttöku er á skrifstofu Alþýðuflokksins Hverfis- götu 8-10 frá kl. 10-16 alla virka daga sími 91-29244. Athugið greiðslukortaþjónusta. Alþýðuflokkurinn. Stjórn Verkamannabústaöa í Garðabæ Umsókn um íbúö: Stjórn verkamannabústaða í Garðabæ, óskar eftir umsóknum um eina eldri íbúð í Krókamýri. Um ráð- stöfun, verð og greiðsluskilmála þessarar íbúðar gilda lög nr. 60/1984, nr. 77/1985, nr. 54/1986 og nr. 27/1987. Umsóknareyðublöð verða afhent á bæjarskrif- stofum Garðabæjar, Sveinatungu frá 1. júlí 1988. Umsóknum skal skila eigi síðar en 21. júlí 1988. Stjórn verkamannabústada i Garðabæ.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.