Alþýðublaðið - 16.07.1988, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 16.07.1988, Blaðsíða 9
Laugardagur 16. júlí 1988 9 FERGIE OG FÓSTR- ID í ÁREKSTRI Yfirleitt verða menn ekki þjóðþekktir þó þeir lendi í smávægilegum árekstrum. Þvi var heldur betur örðuvísi farið með Michael nokkurn Burrows, sem er ungur fjár- málaráðgjafi í Bretlandi. Honum varð það á að aka á Jagúar-bifreið á hraðbraut fyrir utan London og daginn eftir voru myndir af honum á forsíðum flestra ensku blað- anna. Það vildi nefnilega svo óheppilega til að í bílnum, sem Michael ók á, var engin önnur en Fergie, eiginkona Andrews Bretaprins. Og Fergie á von á fyrsta barni þeirra hjóna, sem segja má að öll breska þjóðin gangi með undir belti. Það varö líka uppi fótur og fit, þegar frétt- ist af árekstrinum, þó svo hann hafi alls ekki verið al- varlegur og Ijóst að hvorki móðir né barn voru í hættu. Fæðingalæknir konungsfjöl- skyldunnar stormaði á vett- vang, sem eðlilegt er, en einnig komu í heimsókn þeir Karl prins og Konstantín, fyrrum konungur Grikklands. Vesalings fjármálaráðgjafinn tjáði fjölmiðlum að þetta hefði verið „alveg óvart“, en ekki vitum við hvaöa skýr- ingu hann gaf á því að hafa ekki stansað á slysstað heldur ekiö á brott. Sú, sem minnst virðist hafa kippt sér upp við þennan atburð, er hins vegar Fergie sjálf. Strax daginn eftir áreksturinn sást til hennar, þar sem hún sat undir stýri á Volkswagen Golf á leiðinni til Windsor-kastala. Banvæn ást Það má með sanni segja að hún Linda Pettypiece skilji eftir sig blóðuga slóð í karlamálum. Linda er 34 ára gömul, bresk amma, sem að eigin sögn hefuraldrei þurft að kvarta undan karlmanns- leysi. En nú er hún farin að vísa vonbiðlunum á bug með þeim orðum, að samband þeirra geti orðið þeirra bana- biti. Einn elskuhugi Lindu hengdi sig nefnilega fyrir fjórum árum og nú nýverið gerði annar kærasti slíkt hið sama — henni til mikils ama. Ekki svo að skilja að hún sakni mannsins svona óskap- lega, heldur er hún bálreið út í hann fyrir að hafa stungið af á þennan hátt og skilið sig eftir með bullandi sektar- kennd. Ayubowan. góðir hálsar Menningarmálaráðherrann á Sri Lanka hefur skorað á embættismenn að hætta að svara „halló" í símann. Segja þess i stað „ayubowan“, sem þýðir „megir þú lifa lengi“. Sú kveðja hefur verið viðhöfð á Sri Lanka í 2500 ár og segir Lokubandara ráðherra að fari ekki embættismenn að ósk sinni geti þeri hætt störfum hið snarasta. 497 börn í 126 hjónaböndum Kenýabúinn Ogwella hefur tilkynnt vinum og vanda- mönnum að hann hafi líklega gifst I síðasta sinn (meðan annað kemur ekki I Ijós). Hann hefureignast 497 börn í 126 hjónaböndum, skilið 85 sinnum, en er því giftur 41 konu um þessar mundir. 1989 árgerðirnar af MAZDA eru nú væntanlegar innan skamms og þess vegna lækkum við verðið á síðustu bílunum af árgerð 1988. Dæmi um verð: MAZDA121 L 3 dyra 1.1 I........................... MAZDA 323 LX 3 dyra 1.3 I............................ MAZDA 323 LX 5 dyra 1.3 I ............................. MAZDA 323 GLX 5 dyra 1.5 I ............................ MAZDA 626 LX 4 dyra/vökvast. 1.8 I .................... MAZDA 626 GLX 4 dyra sj.sk./vökvast. 2.0 I ............ MAZDA 626 LX 5 dyra sj.sk./vökvast. 1.8 I ............. MAZDA 626 GLX 5 dyra sj.sk./vökvast. 2.0 I............. MAZDA 626 GTI 2 dyra vökvast. álfelgur vinsk. og sóllúga Júlíverð Tilboðsverð nú 537.000 464.000 539.000 499.000 594.000 543.000 636.000 590.000 871.000 731.000 1.008.000 889.000 937.000 845.000 1.026.000 905.000 1.225.000 1.088.000 \ 0p\ö\a^aíf9 ' Þetta eru án efa bestu bílakaupin í dag. Tryggið ykkur bíl strax, því aðeins er um takmarkað magn bíla að ræða! BILABORG H.F. FOSSHÁLS11 ,SÍMI 68 12 99 L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Úttekt hefur engin áhrif á ávöxtun þeirrar innstæðu sem eftir er.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.