Alþýðublaðið - 16.07.1988, Blaðsíða 15
Viötal
Ingólfur
Margeirsson
Norski Saminn og leikarinn
Nils Gaup er 32 ára að aldri.
Að eigin sögn var honum far-
ið að ieiðast i norskum leik-
húsum, enda fannst honum
fjalirnar gefa honum lítinn
innblástur. Á þessum tima-
mótum sótti að honum sú
hugmynd að skrifa kvik-
myndahandrit sem byggði á
fornri þjóðsögu frá Finn-
mörk; frásögn sem afi hans
hafði sagt honum ungum.
Nils Gaup skrifaði handritið
en nú hófst píslargangan, þvi
hver vildi kvikmynda æva-
forna samiska goðsögn, sem
þar að auki var á samísku,
máli sem aðeins 50 þúsund
manns skilja?
En Nisl Gaup datt í lukku-
pottinn. John M. Jacobsen
kvikmyndaframleiðandi las
handritið nótt eina og var
aðeins búinn meö þrjár síður
þegar hann sá sölumöguleik-
ana í handritinu. Og þar með
voru örlög myndarinnar ráðin.
Og hvorki Gaup eöa Jacob-
sen hafa þurft að iðrast sam-
vinnunnar; myndin hefur hlot-
iö lof gagnrýnenda og verið
seld um heim allan. Þessa
dagana er verið að kynna
kvikmyndina I 450 kvik-
myndahúsum í Þýskalandi
einu og Carolco Pictures Inc,
fyrirtækið sem dreifði
Rambó-myndunum er búið að
fá dreifingarréttinn fyrir
heimsmarkað. Finnmörk er
komin I alþjóðlegan við-
skiptaheim kvikmyndanna.
Alþýðublaðið hitti Nils
Gaup leikstjóra og John M.
Jacobsen framleiðanda
„Leiðsögumannsins" þegar
þeir voru staddir hér fyrr í
vikunni í tilefni frumsýningar
myndarinnar í Regnboganum.
Það sem vakti athygli undir-
ritaðs voru hin sterku áhrif
sem mynd Hrafns Gunn-
laugssonar „Hrafninn flýgur"
virðist hafa haft á gerð „Leið-
sögumannsins."
„Leiðsögumaðurinn segir
sömu sögu og Hrafninn flýg-
ur,“ segir Nils Gaup. „Hrafn
hefur byggt kvikmynd sína
mjög á vinnubrögðum jap-
anska leikstjórans Kurosawa
og ítalska leikstjórans Leone
(frægur fyrir Dollara-myndir
sínar og aöra spagettí
vestra). Báðir þessir leikstjór-
areru í miklu uppáhaldi hjá
mér. Og það er Hrafn Gunn-
laugsson einnig. Allir þessir
leikstjórar eiga það sameig-
inlegt að vera miklir sögu-
menn.“
SAMÍSKUR NORDRI
— Þaö hefur ekki vafist
fyrir þér ad gera kvikmynd á
samísku?
„Sagan gerist meðal Sama
í Finnmörk. Þar af leiðandi er
samískan eina rétta tungan.
Það væri fáránlegt að heyra
Sama tala norsku í mynd
sem gerist á miðöldum í
Aöstandendur kvikmyndarinnar Leiðsögumaðurinn, John M. Jacobsen
framleiðandi, Mils Gaup leikstjóri ásamt Helga Skúlasyni leikara.
Ljósmynd: Morgunblaöiö/Kristján.
Finnmörku! Og samlskan
hefur haldið sér mjög vel í
kvikmyndahúsum víða um
heim. Mörg lönd hafa verið
aö hugsa um að hljóðsetja
myndina upp á nýtt á eigin
tungu en öll hafa hætt við
það, látið samiskuna halda
sér og textað kvikmyndina í
staðinn."
— Hvernig gekk að finna
leikara í Leiösögumanninn?
„Ég held að mér hafi tekist
að ná i alla bestu,leikarana
úr röðum Sama. Ég þurfti að
leita út fyrir Noreg í því skyni
og fékk til liðs viö mig leik-
ara af þjóðflokki Sama og
Lappa í Svíþjóð og Finnlandi.
Hins vegar olli þaö dálitlum
vandræðum að þessir leikar-
ar höfðu aldrei leikið i kvik-
mynd áður þótt þeir væru
hagvanir á sviði."
— Lita Norðmenn á Leið-
sögumanninn sem samíska
kvikmynd eða sem norska
kvikmynd ?
Nú verður John M. Jacob-
sen fyrir svörum: „Norðmenn
litu á kvikmyndina sem sam-
íska mynd þangað til hún var
tilnefnd til Óskarsverðlauna
sem besta erlenda myndin.
Þá varð hún norsk kvik-
mynd,“ segir hann og hlær.
Og bætir við: „Annars hafa
750 þúsund manns séð
myndina í Noregi svo hún
hlýtur að teljast norsk mynd í
dag í huga þjóðarinnar."
MENNINGARSTRÍÐ SAMA
— Og hver er tilgangurinn
með kvikmyndinni Leiðsögu-
maðurinn?
Nisl Gaup verður fyrir svör-
um: „Tilgangurinn er að segja
góða sögu. Og að segja
norsku þjóðinni frá menn-
ingu Sama. Það má kannski
segja að Leiðsögumaðurinn
sé hluti af menningarstríði
Sama í Noregi; þjóðarbrot
sem brosað er að og kröfur
þeirra um menningarlega og
félagslega sérstöðu hafa
ætíð verið hunsaðar. Leið-
sögumaðurinn hefur hins
vegar lyft grettistaki í þá veru
að glæða skilning Norð-
manna á hefðum, sögu og
menningu Sama. Það er
meira segja komið í tísku í
Noregi að vera Sami,“ segir
Gaup og brosir.
„Eitt vinsælasta unglinga-
tímaritið í Noregi, Det Nye,
skrifaði nýverið um kvik-
myndina," segir John M.
Jacobsen. „Og veistu hvað?
Auk þess sem að birta grein-
ina á norsku, birtu þeir þýð-
ingu greinarinnar á samísku.
Slíkt hefur aldrei gerst áður i
norskri blaða- og tímaritaút-
gáfu!“
— En gefur Leiðsögu-
maðurinn rétta mynd af
menningu og sögu Sama á
miðöldum?
^„Já, að mörgu leyti,“ svarar
Nils Gaup. „En auðvitað verð-
um við að hafa í huga, að
kvikmyndin er ekki heimildar-
mynd heldur kvikmynd um
goðsögn. En umhverfi og
búningar eru eins sannsögu-
legir og kostur er.“
KVIKMYNDAR í MÍNUS 47°
CELSÍUS
— Hvernig gekk að kvik-
mynda i hinum gífurlegu
kuldum í Finnmörk? Þið haf-
ið náttúrlega kvikmyndað að
sumri til?
Nú líta þeir félagar bros-
andi á hvorn annan. „Nei, síð-
ur en svo,“ segir Jacobsen.
„Tökurnar hófust þann 10.
janúar og þá varð kuldinn 47
stig á celsíus undir frost-
marki. Við þurftum aö hafa
sérstaka hitablásara undir
vélunum svo þær stöðvuðust
ekki og geyma vélarnar í sér-
stökum frystihólfum á nótt-
unni svo hitabreytingin ylli
ekki raka í vélunum á daginn.
Stundum beittum við meira
að segja hárþurrkum! Tækni-
liðið sem stóð lengur út í
kuldanum en leikararnir voru
í sérstökum búningum með
innbyggðum hitaleiðslum."
ÁHÆTTUSÉRFRÆDINGUR Á
GARÐSKÓM
„Kuldinn olli vissulega
miklum vandræðum," segir
Nils Gaup. „Við ókum til að
mynda kvikmyndaspólunum
á hverjum degi eftir töku
langa leið til næsta bæjar.
Þegar við lásum um það í
blöðunum að vörubílstjóri
hefði frosið í hel, vegna þess
að bifreið hans hafði orðið
fyrir vélarbilun á sömu slóð-
um, þorðum við ekki annað
en að senda tvo jeppa með
filmurnar. Annan til að aka
spólunum og hinn til að
fylgja hinum eftir ef eitthvað
kæmi fyrir jeppann."
Jacobsen grípur inn í: „Við
fengum sérfræðing frá Bret-
landi til að annast áhættu-
atriðin í myndinni og með
honum komu nokkrir enskir
áhættuleikarar. Þeir mættu á
kuldasvæðið i enskum garð-
skóm og léttklæddir. En fóru
hins vegar þegar næsta dag
með þeim orðum að þeir
væru ýmsu vanir, en þeir
tækju ekki þátt i þessari
sjálfsmorðstilraun!"
Nils Gaup: „Við bárum hins
vegar gæfu til þess að fá
hinn fræga áhættumeistara
Martin Grace frá Bretlandi í
staðinn og hans lið stóð sig
með miklum sóma.“ (Martin
Grace gerði m.a. áhættuatrið-
in í James Bond-kvikmynd-
inni The Living Daylights.)
TENGSL MANNS OG NÁTTÚRU
— En hver er mórallinn i
myndinni? Eru einhver skila-
boð i Leiðsögumanninum?
„Það eru ýmis leyndarmál
og skilaboð falin í kvikmynd-
inni,“ segir Nils Gaup, „hins
vegar verður það að vera
áhorfandans að finna þau
boö. Mér er persónulega illa
við að útskýra kvikmyndina
fyrir áhorfendum. Ég er að-
eins sögumaður nútimans
sem segir hina ævafornu
sögu áfram. En þó má benda
á augljósa hluti eins og að
illmennin Tjúðarnir; hinn firrti
drápsflokkur, séu táknrænir
fyrir þau öfl sem eru að
leggja jörð okkar í rúst. Sum-
ir gangrýnendur vildu líkja
Tjúðunum við þá Norðmenn
sem vilja menningu Sama
feiga. Um það læt ég ósagt.
En við höfum gleymt náttúr-
unni og jörðinni. Við étum
dýrakjöt án þess að hugleiöa
dýralíf. Áður báru veiðimenn-
ir'nir mikla virðingu fyrir dýr-
inu sem þeir drápu. (Þetta
kemur m.a. fram í myndinni
þegar björn er felldur.) í dag
höfum við gjörsamlega fjar-
Iægst náttúrunaog lögmál
hennar í nútimalegum iðnað-
arþjóðfélögum. Leiðsögu-
maðurinn minnir á tengsl
manns við náttúru."
— Þetta er frumraun þín
sem leikstjóra. Þú sýnir engu
að siður óvenjuiega vön
vinnubrögð sem slikur?
„Ég hef auðvitað reynslu
sem leikari að baki, bæði í
leikhúsum og í sjónvarpi. Þar
að auki hef ég leikið i þremur
norskum kvikmyndum. (Det
andre skiftet, Krypskyttere
og Nattseilere.) Ég var því
óhræddur að takast á við
leikstjórn kvikmyndar. En ég
skal viðurkenna það, að
stundum þegar frostið og erf-
iðleikarnir voru sem mestir
norðun Finnmörk, féllust
mér stundum hendur og ég
sagði við sjálfan mig: Þetta
er síðasta myndin sem þú
gerir!“
HELGI MEÐ RÉTT ANDLIT
— Hvernig stóð á þvi aö
þú valdir Helga Skúlason i
hlutverk hins illilega Tjúða?
„Tjúðarnir eru sterkir og
harðgerir menn. Mig vantaði
sterkan persónuleika með
dramatískt andlit í hlutverk
annars foringja Tjúða. Hinn
var ég þegar búinn að finna í
Osló (Svein Schraffenberg).
Ég var hins vegar með ákveð-
inn leikara í sigti í Finnlandi og
fór þangað til að spjalla við
leikarann. En ég var ekki
ánægöur með árangurinn. En
einmitt þá daga sá ég kvik-
mynd Hrafns Gunnlaugssonar
Hrafninn flýgur og sagði á
augabragði: Þarna er maður-
inn!“
HEIMASMÍDAÐ TUNGUMÁL
— Tjúðarnirtala tungumál i
myndinni sem ekki er til?
„Já, þar sem þetta mun vera
útdauður ættbálkur hefpr
tungumálið glatast einnig. Ég
fékk prófessor í Osló til að búa
til tungumál sem gæti verið
sannfærandi Tjúðamál. Hann
heillaðist svo að verkefninu að
hann gaf út eigin Tjúðaorða-
bók. Málið byggöi hann á rúss-
nesku, norrænu og serbnesku
og öðrum fornum tungum. Ég
varð mjög hrifinn af þessu
máli og hélt reyndar ræðu á
þessu máli í veislu nýverið
fyrir starfsfólk myndarinnar.“
FJÖLSKYLDU- 0G
ÆVINTÝRAMYND
— Og hvað er framundan
hjá leikstjóranum Nils Gaup?
„Ég er nú að slá botninn í
handrit að nýrri kvikmynd sem
Jacobsen framleiöir. Það er
hins vegar engin Samamynd,
heldur ævintýramynd fyriralla
fjölskylduna. Myndin segir frá
ungum norskum dreng á 19.
öld sem dreymir um að verða
skipstjóri. Hann stelst á skipi
frá Noregi út ( hinn stóra heim,
lendir í alls kyns ævintýrum í
Suðurhöfum meðal annars í
átökum við sjóræningja, og
kemur loks aftur heim til
Noregs sem ungur skipstjóri.
Kvikmyndin verður leikin um
heim allan, m.a. i Ástralíu."
• — Og hvað á ævintýrið að
kosta?’
Jacobsen: „Um 50 milljónir
norskarkrónur.Til samanburð-
ar kostaði Leiðsögumaðurinn
15 milljónir norskar."
Nils Gaup leikstjóri undirbýr nú stór-
mynd fyrir alla fjölskylduna um ævin-
týri drengs í Suðurhöfum á fyrri öld.
■■■■■