Alþýðublaðið - 27.07.1988, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 27.07.1988, Blaðsíða 2
2 Miövikudagur 27. júlí 1988 MÞBUBIM9 Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: Umsjónarmaður helgarblaðs: Blaðamenn: Dreif i ngarstjóri: Setning og umbrot: Prentun: Blað hf. Hákon Hákonarson Ingólfur Margeirsson Kristján Þorvaldsson Þorlákur Helgason Haukur Holm, Ingibjörg Árnadóttir og Ómar Friðriksson. Þórdís Þórisdóttir Filmur og prent, Ármúla 38. Blaðaprent hf., Siðumúla 12. Áskriftarsíminn er 681866. Áskriftargjald 700 kr. á mánuði. í lausasölu 50 kr. eintakið virka daga, 60 kr. um helgar. RADHERRAR ALÞÝÐUFLOKKSINS VINSÆLIR Stöö 2 birti í gær skoöanakönnun senn SKÁÍS hefur gert fyrir sjónvarpsstööina um fylgi stjórnmálaflokkanna, stööu ríkisstjórnarinnar og vinsælustu stjórnmálamenn- ina. í stórum dráttum er þessi skoðanakönnun staöfest- ing á niöurstöóum fyrri skoöanakannana og hlýtur því að teljast haldgóö vísbending um almenningsálitiö varðandi stjórnmálastööuna í dag. Sjálfstæðisflokkurinn viröist hafa bætt hlut sinn lítillega og fær tæp 33% þeirra sem afstööu taka. Kvennalistinn heldurenn sterkri stöóu með rúm 23% þó þaö sé minna fylgi en sambærilegar fyrri skoðanakannanir hafa gefiö til kynna. Framsóknarflokk- urinn fær rúmlega 20% fylgi, Alþýðubandalagið nær sér ekki á strik með 9% og Borgaraflokkurinn virðist hafa þurrkast endanlega út og hlýtur aðeins 0.9% fylgi. Fylgi Alþýóuflokksins er iíkt og í fyrri skoðanakönnunum eða um 11 % sem verður aö teljast gott fylgi miðið viö þá nei- kvæöu fjölmiðlaumræðu sem ráöherrar Alþýöuflokksins hafa mátt Sæta undanfarna mánuói. * Vmislegt í skoöanakönnun SKÁÍSerafarathyglisvert.Til aö mynda sýnir aldursgreining skoöanakönnunarinnar stórmerkilega hluti. Hver hefði til dæmis trúað því aö meginuþpistaða Alþýðubandalagsins væri fólk 50 ára og eldra? Eða 16% þeirra sem tóku afstööu meðan aöeins 2.6% á aldrinum 30-49 ára styöja flokkinn! í aldurshópn- um 18-29 ára styöja 9% Alþýðubandalagið. Hefur 68-kyn- slóöin yfirgefiö Alþýöubandalagiö? Það er einnig um- hugsunarefni fyrir Framsóknarflokkinn, að helmingur þeirra sem segjast styöja flokkinn eru 50 ára og eldri. Það ereinnig mjög athyglisvert aö Alþýöuflokkurinn fær mest- an stuðning úr hóþi 30-49 ára, þá úr hópi 18-29 áraen hverf- andi lítinn stuöning fráfólki 50áraeðaeldra. Þessarniður- stöður eru vísbending um það, að ungt fólk og miðaldra hefur hrifist af stefnu flokksins og Alþýóuflokkurinn ætti því að eiga framtíö fyrir sér. En á sama tíma er það áhyggjuefni fyrir flokkinn að hreyfing sem stendur á jafn gömlum merg og jafnaðarmenn skuli ekki hljóta meiri stuðning eldra fólks. Hvað varðar vinsældir einstakra stjórnmálamanna, er Steingrímur Hermannsson enn sem fyrr langvinsælasti stjórnmálamaður þjóðarinnar. Það er ennfremur athyglis- vert aðSteingrímurersamkvæmt könnuninni langvinsæl- astur í hópi fylgismanna Kvennalistans ef frá er talinn hans eigin flokkur. Reyndar er Steingrímur svo vinsæll af fylgismönnum Kvennalistans að næsti maður, Guðrún Agnarsdóttir, fær aðeins helming atkvæða á við Stein- grím. Því má með réttu segja að Steingrímur sé leiðtogi Kvennalistans. Ef haft er í huga að Kvennalistinn er sam- nefnari stjórnarandstöðunnar í landinu er ekki fráleitt að ályktaaðSteingrími hafi tekist vel upp í hlutverki sínu sem stjórnarsinni og leiðtogi stjórnarandstöðunnar um leið. Ennfremur er það ánægjuleg niðurstaða að allir ráð- herrar Alþýðuflokksins fá toppeinkunn og eru meðal þeirra sjö stjórnmálamanna sem þjóðin treystir best til að sitja í ríkisstjórn. ÖNNUR SJÓNARMIÐ Valur Arnþórsson i Degi: Taka þarf alvarlega á skipulagsmálum Sam- bandsins. VALUR Arnþórsson fer senn að pakka saman á skrif- stofu sinni i KEA, fyrir norð- an, og heldur þá suður á leið og sest i bankastjórastól Landsbankans. Dagur á Akureyri birti um . ■ helgina þriggja síðna viðtal ■ við stjórnarformann SÍS og kaupfélagsstjóra KEA í þessu tilefni. Eiginlega er viðtalið kálfur inn í Degi, sem menn geta kippt út og geymt og lesið í einrúmi aftur og aftur. Valur viðrar mörg sjónar- mið á síðum Dags, sum göm- ul og kunnugleg, önnur ný og forvitnileg. Til að mynda vill Valur að hið pólitíska vald dreifi fjármagninu mun meira um byggðina en nú er gert. Valur er spurður hvaða aug- um hann líti á þróun byggða- mála og hann svarar: „Mér finnst sú þróun mjög alvarleg og mér finnst ég sjá á henni ýmsar skýringar og jafnframt ýmis ráð sem þjóð- félagið gæti haft til að snúa þessari þróun við. Ég verð því miður að segja að mér finnst hafa skort pólitískan vilja til þess að taka þessa öfugþróun föstum tökum. Það má nefna í þessu sam- bandi að með þeirri gífurlegu samþjöppun stjórnsýslu og valds, sem er á höfuðborgar- svæðinu, þá hlýtur fólki óhjá- kvæmilega að fjölga á því svæði en fækka að sama skapi úti um landið eftir því sem dregið er úr opinberri stjórnsýslu þar. í annan stað vil ég minna á að þegar svona mikil miöstýr- ing verður á höfuðborgar- svæöinu þá hlýtur miðstjórn- arvaldið óhjákvæmilega að draga mikiö fjármagn til þess svæðis. Enn má nefna að þau pólitísku sjónarmið hafa orð- ið ofan á í þjóðfélaginu að efla mjög ýmsa fjármálastarf- semi og þjónustustarfsemi sem aö sjálfsögðu nærist á grundvallaratvinnuvegunum. Um leið hafa þau sjónarmið ríkt að halda skuii afrakstri grundvallaratvinnuveganna í algjöru lágmarki þannig að fjármála- og þjónustugreinar geti haft það sem allra best og þar með þær atvinnu- greinar sem einkum eru stundaðar á höfuðborgar- svæðinu. Til að snúa þessari öfug- þróun við þá þarf að sjálf- sögðu margt að koma til en m.a. og alveg sérstaklega þarf að dreifa stjórnsýslunni. Hið póltiska vald þarf af ásettu ráði og með opnum augum að dreifa fjármagninu meira um þjóðfélagið en gert er i dag. Umfram allt verður að leiðrétta rekstrargrundvöll grundvallaratvinnuveganna og efla þá sem allra mest því þeir eru einkum stundaðir á landsbyggðinni. Með því að efla þá eflist landsbyggðin. Fyrir framtíðarþróun þjóðfé- lagsins og að núverandi kyn- slóðir skili grundvalfar- atvinnuvegunum í góðu ásig- komulagi til komandi kyn- slóða þá hlýtur að vera höf- uðviðfangsefni að efla þá.“ Og að sjálfsögóu er fráfar- andi stjórnarformaöur Sam- bandsins spurður um skipu- lagsmál SÍS; hvort að kaupfé- lögin verði áfram félög fram- leiðslu og þjónustu jafnframt því að vera neytendafélög eða hvort til annarra breyt- inga komi? Valur svarar: „Vegna smæðar íslenskra byggða er tvímælalaus kost- ur að hafa kaupfélögin blönd- uð félög eins og verið hefur. Það á þó eftir að koma í Ijós hvort þróunin muni verða sú að félögin sérgreinist meira innbyrðis. Slíkt fyrirkomulag er vissulega til i dag og hefur verið við lýði um langt árabil og er ég þá að visa til fyrir- komulagsins í Austur-Húna- vatnssýslu þar sem starfa hlið við hiið Kaupfélag Hún- vetninga og Sölufélag Aust- ur-Húnvetninga, en þessi fé- lög eru bæði rekin undir sömu framkvæmdastjórn. í dag bryddar á þvi að ein- stök, blönduö félög, sem hafa lent í hallarekstri með sláturhúsarekstur, hafi leitað leiða til að taka þann rekstur út úr og setja hann í sérstakt félag, og að slíkum málum er t.d. verið að vinna um þessar mundir í Noröur-Þingeyjar- sýslu. Það á þvi eftir að koma í Ijós hvert þróunin leiðir okk- ur í þessu efni, en ég hygg að jafnvel þótt félögin yrðu sérgreind meira innbyrðis eftir starfsgreinum í framtið- inni þá verði þau rekin undir sameiginlegri yfirstjórn þann- ig að kraftur og styrkur heild- arinnar megi nýtast í byggð- unum.“ Brýnasta málið að mati Vals er þó að taka alvarlega á skipulagsmálum Sambands- ins: „Eitt atriði í þessu sam- bandi vil ég nefna því það getur haft áhrif á þróunina. Talsvert mikil umræða hefur orðið um það, þótt hún hafi ekki komið mikið upp á yfir- borðið, hvert skipulag Sam- bands íslenskra samvinnufé- laga skuli vera í framtíðinni. Það er Ijóst að SÍS fæst við mörg og ólik verkefni og inn- an vébanda þess starfa félög víðs vegar um landið i mjög ólíkum byggðum. Innan vé- banda SIS starfa meöal ann- ars blönduð félög framleið- enda og neytenda i einn stað og í annan stað hrein neyt- endafélög. Inn í vissa rekstr- arþætti SÍS koma hreinir einkarekstraraöilar, eins og t.d. í sjávarútvegi, og hafa þeir haft sín áhrif þar, og hafa m.a. haft víðtæk áhrif inn í Sambandið á mál sem þeim eru i sjálfu sér óvið- komandi. Það er því orðin talsverð umræða á meöal manna um skipulag Sam- bandsins og hvernig því verði best fyrir komið i framtíðinni. Það er augljóst mál að ef SÍS yröi sérgreint meira inn- byrðis og því skipt upp þá gæti það haft einhver áhrif út i kaupfélögin. Ég tel reyndar að ekki sé samasemmerki þarna á milli því sérgreining innan Sambandsins þyrfti ekki að leiða til skiptingar í kaupfélögunum. Það er að sjálfsögðu mál fólks í heima- héraði hvort það vill hafa kaupfélögin blönduð eða skipta þeim upp, en þó kynni að fara svo að þetta hefði einhver áhrif. Ég tel að það sé eitt brýnasta verkefnið núna að taka alvarlega á skipulagsmálum Sambands- ins.“ Um Landsbankastjórastöö- una segir Valur: „Ég hugsa mjög gott til þess að hefja störf hjá Landsbanka íslands. Ég hef alltaf borið mikla virðingu fyr- ir Landsbankanum sem höf- uðbankastofnun landsmanna og það vill svo til að gegnum störf mín hef ég haft mikil viðskipti við Landsbankann. Þegar ég starfaði hjá föður mínum austur á Eskifirði, í fyrirtæki sem hann stjórnaði, þá kynntist ég Landsbankan- um því hann hafði öll sín viö- skipti við þann banka aila sína starfstið. Kaupfélag Eyfirðinga hefur haft nánast öll sín bankaviðskipti við Landsbanka íslands frá því árið 1923, eöa í 65 ár. Þannig hefur þetta verið i minni tíð í starfi kaupfélagsstjóra og hafa viðskipti KEA viö aöra banka verið hreinir smámunir i samanburði við viðskiptin við Landsbankann. í stuttu máli hefur Landsbankinn i mínum huga alltaf verið Bankinn með stórum upp- hafsstaf. Það er Ijóst að Landsbankinn er mjög þýð- ingarmikill fyrir efnahagsmál, atvinnumál og fjármálalif landsmanna og hefur mikil áhrif á öllum þessum svið- um.“ Þá er bara að sjá hvort að hinni nýi bankastjóri geti grynnkað eitthvað á skuldum SÍS viö Landsbankann. Skuldunum með stórum upp- hafsstaf. Einn me8 kaffinu Töframaður einn var frægastur fyrir atriði sitt þar sem hann sagaði konu í tvennt. Árin liðu og töframað- urinn fór á ellilaun, og hætti að starfa sem töframaður. Dag einn þar sem hann sat í hægindastól á elliheimi- linu, var hann spurður að því hvað hefði oróið um ungu konuna sem hann sagaði sundur á sínum tíma. Töframaðurinn svaraði: „Hún býr í Hveragerði og á Akureyri!"

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.