Alþýðublaðið - 27.07.1988, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 27.07.1988, Blaðsíða 1
Gervitunglasjónvarp UM 250 DISKAR SELDIR EN AÐEINS 40 ERU Á SKRÁ Diskum til móttöku á gervitunglasjónvarpi hefur fjölgað ört að undanförnu. Um áramót munu nást 26 erlendar sfónvarpsstöðvar. Samkvæmt upplýsingum verslana sem selja móttöku- búnaö fyrir gervihnattasend- ingar hafa þegar verið seldir a.m.k. 250 móttökudiskar hér á landi en skv. upplýsingum samgönguráðuneytisins eru aðeins 40 diskar á skrá i ráöuneytinu. Diskum til móttöku á gervi- hnattasendingum erlendra sjónvarpsstöðva fjölgar ört í landinu og oftast í trássi við lög. Diskarnir munu þýða gjörbyltingu á sjónvarps- menningu íslendinga. Þegar nást 8 erlendar sjónvarps- stöðvar með góðu móti og um áramótin mun þeim fjölga í 26 með tilkomu Astra gervihnattarins. Eftir tvö til þrjú ár verða þær líklega um 50. Er 6 þúsund króna leyfis- gjaid ráðuneytisins annað hvert ár i raun dulbúiö af- notagjald móttökudiska? Tólfti hluti þjóðarinnar hefur þegar aðgang að gervihantta- sendingum. Hver verða við- brögð íslenskra sjónvarps- stöðva? Fréttaskýring á bak- síðu. Ungir sem aldnir eru farnir að setja sig i stellingar fyrir verslunarmannahelgina og útihátíðir verða haldnar á fimm stöðum að þessu sinni. Krakkar eiga þó úr vöndu að ráða þvi nú hefur verið sett 16 ára aldurstakmark á nokkrar hátiðir. Sjá frétt bls. 3. Borgin snýr við blaðinu Borgarráð samþykkir að sœkja um lán til byggingar kaupleigu- íbúða Stefnubreyting viröist nú hafa orðið hjá borgaryfirvöld- um gagnvart kaupleiguíbúð- arkerfinu þvi i gærdag sam- þykkti borgarráð aö sækja um lán hjá Húsnæðisstofnun rikisins til byggingar kaup- leiguibúða. Það var minnihlutinn í borgarstjórn sem hafði gert j tillögu um að borgin tæki þátt í byggingu kaupleigu- ibúða og gengur samþykkt borgarráös út á það aö Reykjavíkurborg geti nýtt sér þann rétt sem lög veita um lán úr byggingarsjóði til byggingar kaupleiguíbúða. I fjárlögum í ár er gert ráó fyrir 273 milljónum á útlána- áætlun Húsnæðisstofnunar ríkisins sérstaklega vegna kaupleiguíbúða. Skoðanakönnun Stövar 2 og SKÁÍS KVENNALISTINN DALAR Alþýðuflokksráðherramir meðal sjö vinsœlustu stjórnmálamanna þjóðarinnar. Borgara- flokkurinn týndur og tröllum gefinn. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í landinu, Kvennalistinn nýtur næst- mesta fylgis kjósenda, þá Framsóknarflokkur og Al- þýðuflokkur. Borgaraflokkur- inn hefur gjörsamlega þurrk- ast út. Fylgi Alþýðubanda- lagsins byggist á rosknu fólki og fylgi Alþýðuflokksins á ungu og miðaldra kjósend- um. Steingrimur er vinsæl- asti stjórnmálamaður þjóðar- innar sem fyrri daginn, en ráðherrar Alþýðuflokksins eru einnig vinsælir og í hópi þeirra sjö stjórnmálamanna sem þjóðin treystir best til að fara með ráðherra- embætti. Þetta eru nokkrar niður- stöður úr skoðanakönnun á fylgi stjórnmálaflokkana, og vinsældum stjórnmálamanna sem SKÁÍS hefur framkvæmt fyrir Stöð 2 og birtust i frétt- um sjónvarpsstöðvarinnar í gærkvöldi. Sjálfstæðisflokkurinn hlýt- ur 32,8% fylgi þeirra sem af- stöðu tóku, Kvennalistinn 23,3%, Framsóknarflokkurinn 20,3%, Alþýðuflokkurinn 10,9% og Alþýðubandalagið 9%. Borgaraflokkurinn þurrk- ast nær alveg út og hlýtur aðeins 0,9% fylgi samkvæmt skoðanakönnuninni. Öðrum smáflokkum vegnar skár; Flokkur mannsins fær 1,6% en Þjóðarflokkurinn 1,2%. Skoðanakönnunin var tekin ídagana 23. og 24. júlí sl. og var haft samband við 700 einstaklinga. Af þeim svör- uöu 656 en 433 tóku afstöðu. Skoðanakönnunin sýnir ennfremur yfirburðavinsældir Steingríms Hermannssonar sem stjórnmálamanns en næstur honum í vinsældum koma Halldór Ásgrímsson, Þorsteinn Pálsson og Jón Baldvin Hannibalsson. Þá vekur það athygli að meðal sjö vinsælustu stjórn- málamanna landsins og þeirra sem þjóðin styður ein- dregið til setu í rikisstjórn eru allir þrír ráðherrar Alþýðu- flokksins. Kyn- og aldursgreining fylgir einnig könnuninni og sýnir m.a. að helmingur fylg- ismanna Framsóknar eru 50 ára og eldri og sömu sögu er að segja um Alþýðubandalag- ið. Hins vegar er fylgishópur Alþýðuflokksins stærstur meðal ungs fólks og mið- aldra.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.