Alþýðublaðið - 27.07.1988, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 27.07.1988, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 27. júlí 1988 3 FRÉTTIR Félagsmálaráðherra og vinnutimanefnd kynntu vinnutimaskýrslu i gær eftir aö ríkisstjórnin haföi tekiö hana til umfjöllunar. Nú sést svart á hvítu að Islendingar eru yfirvinnufúsari en nokkur önnur sambærileg þjóð. Félagsmálaráðherra og vinnutímanefnd LÖGBUNDID ÞAK Á YFIRVINNU? Nefndin segir að með þvi að auka vœgi dagvinnulauna megi draga úr yfirvinnu, leggur til að samið verði um lœkkun yfirvinnukaups og yfirvinna takmörkuð með lögum. Vinnutímanefnd sú sem Jóhanna Sigurðardóttir, fé- lagsmálaráðherra, skipaði á síðasta ári kynnti niðurstöð- ur víðtækrar athugunar Fé- lagsvjsindastofnunar á vinnu- tíma íslendinga á frétta- mannafundi í gær. Eins og Alþýðublaðið greindi frá í gær sýnir könnunin að ís- lendingar vinna óhemju mikla yfirvinnu; við vinnum meiri yfirvinnu en aðrar þjóð- ir þar sem sambærilegar mælingar hafa farið fram, 80% karla vinna einhverja yfirvinnu og meðalvinnutími kvenna er um 49 stundir á viku. Nefndin setur fram hug- myndir um leiðir til að hafa áhrif á vinnutíma og hvernig megi stytta hann. Leggur nefndin til að í kjarasamningum verði leitað leiða til að lækka yfirvinnu- kaup og jafnframt hækka dagvinnulaun, skattar af launagreiðslum fyrirtækja verði í auknum mæli stað- greiddir og brýnt sé að fylgja þessum hugmyndum úr hlaði með löggjöf, þar sem sett Bæjarstjórn Húsavíkur er ekki sátt við þá niðurstöðu Flugráðs að mæla með Egils- stöðum sem framtiðarstað fyrir varaflugvöll í millilanda- flugi. Bæjaryfirvöld á Húsa- vík hafa itrekað bent á að Aðaldalsflugvöllur sé ákjós- anlegur sem millilandaflug- völlur og megi auðveldlega stækka flugbrautina í 2700 metra. Að sögn Hjördisar Árna- dóttur, forseta bæjarstjórnar á Húsavík, sendi bæjarstjórn bréf til Flugmálastjórnar, fjár- veitinganefndar Alþingis og verði þak á hámarksvinnu- tíma, með svipuðum hætti og gert hefur verið á Norður- löndum. Jóhanna Sigurðardóttir hyggst senda álit nefndarinn- ar til umsagnar og umfjöllun- ar heildarsamtaka aðila vinnumarkaðarins og óska Sláturfélag Suðurlands og Loðskinn hf. hafa samið um viðtækt samstarf á sviði gæruverkunar og sútunar. Samkvæmt samningi þess- um kaupir Loðskinn hf. allar sútunarvélar Sláturfélagsins fyrir kr. 40 milljónir og mun Sláturfélagið hætta sútun. Greiðsla fyrir vélarnar er í formi skuldabréfs að upp- hæð kr. 16 milljónir og hluta- bréf í Loðskinn hf. að nafn- verði kr. 12 milljónir sem met þingmanna kjördæmisins i síðasta mánuði þar sem hvatt var til þess aö Aðaldals- flugvöllur yrði fyrir valinu sem varaflugvöllur. Niður- staða starfshóps um vara- millilandaflugvöll i april setti hins vegar Húsavík einungis fram sem valkost ef slikur flugvöllur ætti bæði að sinna áætlunar- og leiguflugi og svo herflugi. Niðurstaða Flugráðs í síðustu viku setur Húsavík í fjórða saeti yfir val- kosti í þessu efni. Á eftir Egilsstöðum, Sauðárkrók og Akureyri. eftir tillögum um framhald málsins. I Vinnutímanefnd- inni sátu: Bolli Þór Bollason, skrifstofustjóri í fjármála- ráðuneytinu, formaður nefnd- arinnar, Jón Agnar Eggerts- son, formaður Verkalýðsfé- lags Borgarness og Víglund- in eru á tvöföldu nafnverði. Sláturfélagið mun eiga um 17% hlutafjár i Loðskinn hf. eftir þessa breytingu. Sláturfélagið mun selja Loðskinni hf. allar kindagær- ur sínar næstu 10 ár. Slátur- félagið mun leggja Loðskinni til söltunarhús sín i Rangár- vallasýslu og mun Loðskinn hf. reka þar söltunar- og klippistöð til að forvinna gærur Sláturfélagsins. Miöað er við að til söltunar- og „Við erum ákaflega ósátt við það hvaða stefnu þetta mál er að taka því við teljum að margt mæli með því að Aðaldalsflugvöllur verði fyrir valinu," segir Hjördís. „Athuganir hafa sýnt að að- flugs- og blindflugsskilyröi eru mjög góð hér og lenging flugbrautarinnar er ekki mjög erfið eða dýr framkvæmd. Hér í kring eru margir eftir- sóttir ferðamannastaðir landsins og við höfum líka bent á að hér eru einhver bestu skilyrði til fiskiræktar á ur Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri. Ritari nefndar- innar var Lára V. Júlíusdóttir, aðstoðarmaður félagsmála- ráðherra. Skýrslan var tekin til um- fjöllunar á ríkisstjórnarfundi í gær. Sjá fréttaskýringu bls. 5. klippistöðvar þessarar þurfi sem svarar 10 ársverk. Samn- ingur þessi skapar því um 6 ný atvinnutækifæri í Rangár- vallasýslu til viðbótar þeim 4 ársverkum sem hafa verið við söltun Sláturfélagsins. „Ofangreind samvinna styrkir rekstur beggja fyrir- tækja og möguleika þeirra til traustrar atvinnustarfsemi til lengri tima litið,“ segja for- svarsmenn. landinu og því gæti komið sér vel að hafa hér stóran flugvöll fyrir útflutning svo nokkuð sé nefnt," segir Hjör- dís. Að sögn hennar hafa bæj- aryfirvöld enn ekki fengiö viðbrögð við bréfinu „en við munum herja á okkar þing- menn í þessu máli, enda á Alþingi eftir að fjalla um þetta,“ segir Hjördís. Sagði hún jafnframt aö bæjaryfir- völd heföu ekkert rætt um hugsanlegan herflugvöll í sambandi við þetta mál. Söluskattur á útihátíðum MIDA- VERÐID HÆKKAR Útihátíðir um Verslunar- mannahelgina verða haldnar á fimm stöðum á landinu í ár. Að baki flestra þessa'ra há- tíöa standa félagasamtök sem nota þessi mót sem fjár- öflunadeiö fyrir félagsstörf þeirra. I ár hafa verið settar ýmsar takmarkanir á þessar útihátíðir, í fyrsta skipti er 16 ára aldurstakmark inn á þær og meðferð áfengis er bann- að á þessum stöðum. Þá veröur greiddur söluskattur af þessum skemmtunum sem setur stórt strik i reikn- inginn hvað varðar beinan hagnað af þeim, og bera for- svarsmenn þeirra við að að- gangseyrir hafi verið hækk- aöur af þeim sökum. Unnar Vilhjálmsson einn aðstandandi Atlavikurhátiðar- innar sagði að lögreglan hefði umsjón með því aö ekki kæmi of ungt fólk inn á svæðið með áfengi. Aðstand- endur Atlavikurhátíðarinnar sömdu upp á ákveðnar pró- sentur af aðgangseyrinum við skemmtikrafta sína svo að áhætta fyrir þá er ekki mikil. Unnar kvaðst ekki viss um hvort greiða þyrfti sölu- skatt af skemmtuninni, þeir þyrftu þá kannski að auglýsa íþróttakeppni á svæðinu til að komast hjá honum. Ómar Pétursson forsvars- maður Fjörs hf. sem heldur útihátið á Melgerðismelum sagði að aldurstakmarkið og áfengisbannið væri fyrst og fremst til að koma í veg fyrir aö mjög ungir krakkar yrðu þarna ofurövli, og mun lög- reglan sjá um aö þvi verði framfylgt. Það er fyrirtækið Fjör hf. sem stendur fyrir hátíðinni en ýmis félagasam- tök starfa fyrir þá á mótinu og þeim veröa tryggðar tekj- ur. þar sem um fyrirtæki er að ræða hafa þeir enga möguleika til að komast hjá söluskatti en hinsvegar losna þeir viö skemmtanaskatt þvi hátíðin er haldin í hrepp þar sem færri en 1500 manns búa. Skattheimtan væri hins- vegar margföld og miðaverð- ið réðist ekki síst af því. Arnar Andersen i þjóð- hátíðarnefnd Vestmannaeyja sagði að ekki væri hægt að setja aldurstakmark hjá þeim þar sem þjóðhátíðin væri skemmtun fyrir alla Eyjabúa. Gæslan á svæðinu mun sjá um aö áfengisbanni verði framfylgt. Hann sagði að söluskattur yrði á hátíðinni og væri miðaverð sett í sam- ræmi við það. Bindindismótið í Galta- lækjarskógi og hátíðin í Vík í Mýrdal eru hugsaðar sem fjölskylduhátíðir og því er ekki um eiginlegt aldurstak- mark að ræða á þeim. Guðni Björnsson forsvarsmaður mótsins í Galtalæk sagöi að söluskatturinn hefði sett stórt strik í reikninginn hvað varðaði hagnað af mótinu og hefði miðaverð hækkað til muna frá þvi í fyrra vegna þessa. í Vík í Mýrdal erekki selt inn á svæðið en þar eru tjaldstæði þar sem aðstaða er fyrir fólkið sem þangað kemur. Páll Pétursson bjóst við því að það yrði lítið afgangs af hagnaðinum ef söluskattur yrði settur á hátíðina hjá þeim. Varaflugvöllur VIÐ NIUNUM HERJA Á 0KKAR ÞINGMENN segir Hjördís Árnadóttir, forseti bœjarstjórnar á Húsavík, um staðsetningu varaflugvall- ar. Bœjarstjórn Húsavíkur hefur sent Flugmálastjórn og þingmönnum bréf þar sem þess er krafist að Aðaldalsflugvöllur verði fyrir valinu. SAMSTARF UM GÆRUVERKUN Sláturfélag Suðurlands selur Loðskinni hf. sútunarvélar fyrir 40 milljónir og eignast hlut í fyrirtœkinu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.