Alþýðublaðið - 27.07.1988, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 27. júlí 1988
7
ÚTLÖND
Umsjón:
Ingibjörg
Arnadóttir
VALDA-
BARÁTTA
Á FRANSKA
VÍSU
Sögusviöiö: Rue de Buda-
pest, rétt hjá Lazare-járn-
brautarstööinni, norðan við
miðborg Parísar. Þetta er
þröng gata, ein af þeim
„ósvífnustu" i stórborginni.
Þarna úir og grúir af einmana
karlmönnum á öllum aldri.
Þaö er ekki veriö aö fara i fel-
ur með neitt í þessari þefillu
götu, þar sem gleðikonur —
evrópskar, afriskar, arabískar
— halla sér upp aö húsveggj-
um og bíða eftir viðskiptavin-
um og eiga í harðri keppni
við allskonar kynfífssýningar.
Rue de Budapest er miö-
punktur stærsta hneykslis
sumarsins í París, þó
hneykslið snúist ekki aðal-
lega um vændi. Það snýst
um lögregluforingja, sem
hefur verið fangelsaður,
ákærður fyrir spillingu alls-
konar og að vera hórmangari.
Aðalmálið er valdabarátta og
gagnkvæm fyrirlitning sem
ríkir milli dómara, og lög-
regluyfirvalda og ásakanir
fljúga á báða bóga.
Aðalpersóna þessa
hneykslis, hinn ákærði —
kannski sekur, kannski ekki,
er þrítugur yfirmaður rann-
sóknarlögreglunnar í París,
Yves Jobic. Hann er-bráðvel
gefinn, lögfræðingur með
hæstu einkunnirog hefur
sýnt mikla hæfileika í starfi.
Að ytra útliti minnir hann á
nemanda í kaþólskum presta-
skóla, en hann er lögreglu-
maður sem hefur sýnt ein-
stakt lag á því að vera í sam-
bandi við allar stéttir þjóðfé-
lagsins. Hann var gerður yfir-
maður í þeirri deild rannsókn-
arlögreglunnar sem hefur
með eiturlyfjamál og siðgæö-
ismál að gera, aðeins 26 ára
gamall.
„Mótleikari hans“ er 29 ára
og var einnig mjög skjótur
upp metorðastigann. Sá heit-
ir Jean-Michael Hayat og er
rannsóknardómari í Nanterre,
úthverfi í vesturhluta Parísar.
Rannsóknardómari er ábyrg-
ur yfirmaður i rannsókn á
refsimálum og hefurvítt verk-
svið sem gerir honum kleift
að haga seglum eftir vindi.
Það er Hayat, sem kom Jobic
í fangelsi.
VAR Á STAÐNUM
í þessu sakamáli tók Hayat
það til bragðs að fara á stað-
inn, nefninlega Rue de Buda-
pest i fylgd óeinkennis-
klæddra lögregluþjóna, til að
kynna sér ástandið.
Skýrslan sem hann gerði,
er skrifuð af þeirri nákvæmni
að mönnum fannst þeir sjá
staðinn fyrir sér. Hún er hóg-
vær, en allt er látið flakka
með — frá þvagfnyk í stiga-
göngum til sorphauga þar
sem notaðir smokkar hrúgast
upp...
Eigandi einnar af litlu íbúð-
unum á Rue de Budapest nr.
3B Jean Moustapha og
vændiskonurnar hafa „vinnu-
aðstöðu" þar. Hann er vinnu-
veitandi þeirraog um leið
„alfons“ (hórmangari). Hann
er einnig einn af þeim sem
Jobic lögregluforingi hafði
reglulega samband við, til að
fá upplýsingar úr glæpaheim-
inum.
Það er ævagamalt bragð,
að lögregla notist við upp-
Ijóstrara úr undirheimum.
Þessu fylgir oftast, að greiði
kemur á móti greiða þannig
að lögreglan lætur sem hún
viti ekki af ýmsum lagabrot-
um uppljóstrarana. Samvinna
Jobic og Moustapha virtist
hafa leitt til vinskapar, en það
þýddi raunverulega að „vinnu-
veitandi" vændiskvennanna
var verndaður af lögreglunni.
Það, út af fyrir sig var ekkert
nýtt, en öllu verra var, ef satt
reyndist, að lögregluforinginn
krafðist og tók á móti pen-
ingum fyrir „verndina". Átta af
vændiskonunum í Rue de
Budapest fullyrtu þetta, og
með þessu er lögregluforing-
inn sekur um mútuþægni og
hórmang.
VINUR ALFONSA
Jobic vakti athygli
Nanterre-dómarans fyrir ári
síðan. Málavextir voru þeir að
bróðir Moustapha var
fangelsaður i sambandi við
eiturlyfjamál á Nanterre-
svæðinu. Lögregluforinginn
reyndi sem mest hann mátti
að biðja um gott veður fyrir
bróðurinn, þar sem hann var
lika einn af hans bestu upp-
Ijóstrurum. Dómaranum
fannst þetta grunsamlegt og
rannsókn hófst, sem leiddi í
Ijós að Jobic hafði hin ýmsu
vináttu og fjárhagssambönd í
glæpaheiminum. Það var í
kjölfar þessara rannsókna,
sem vændiskonurnar i Rue
de Budapest sögðu frá því,
að Jobic tæki við peningum
fyrir að vernda Moustapha.
Dómarinn sneri sér til yfir-
manna Jobic og innti þá eftir
því, hvort ekki væri tilefni til
að gera eitthvað í málinu. Þá
kom i Ijós að lögregla innan
sjálfrar lögreglunnar hafði
komist á snoðir um sambönd
Jobic, en ekkert aðhafst í
málinu.
Þegar Jobic frétti af að-
Konur eru áberandi i málinu gegn yfirmanni i rannsóknarlögreglunni Yves Jobic, þritugum lögfræðingi, sem
komist hefur i valdastöðu i kerfinu með þotuhraða
gerðum dómarans, hringdi
hann til Moustapha, sem á
bar í Latínuhverfinu og sagði
meðal annars: „Nú er farið aö
hitna í kolunum, hann þarna
þú veist gæinn í Nanterre
(þ.e. dómarinn) er kolbrjálað-
ur." Svo vill til að þessi bar er
• hleraður vegna eiturlyfja-
málsins í Nanterre-hverfinu
og samtaliö því tekið upp á
band og er þetta samtal
áreiðanlegasta sönnunar-
gagnið í sambandi við málið
gegn Jobic.
Þegar dómarinn hlustaði á
upptöku samtalsins þar sem
hann var kallaður „kolbrjálað-
ur“, fannst honum nóg komið.
Hann hélt áfram rannsókn-
inni og fyrir hálfu ári höföaði
hann mál á hendur Jobic og
þóttu rannsóknir leiða í Ijós
sekt Jobic og hann var fang-
elsaður.
Strax og málið gegn Jobic
var höfðað, upphófust mikil
mótmæli innan lögreglunnar.
Stéttarfélag lögregluforingja
hélt furðulegan fund og
mótmælti síðan fyrir utan
ráðuneytið þessari „árás á
mannorö lögregluforingja"!
Stéttarfélag embættismanna
í réttarkerfinu svaraði fyrir
sig með því að segja mót-
mælastöðuna vera „móðgun
viö dórnara" og ógn gegn
starfsemi réttarkerfisins!
Þetta mál þykir skólabókar-
dæmi um þann fjandskap
sem virðist ríkja milli glæpa-
lögreglu og rannsóknardóm-
ara á þessum slóðum en
einnig um þann ríg sem er á
milli lögreglu annars vegar
og „gendarmes“ hinsvegar,
en þeir eru í rauninni vopnað-
ir hópar innan hersins, sem
eiga að gæta laga og réttar í
sveitahéruðum og úthverfum
borga. Það virðist hafa farið
mjög tyrir brjóstiö á lögregl-
’unni að dómarinn i Nanterre
lét „gendarmes" hefja rann-
sókn á málum lögeglufor-
ingja i París. Lögreglan segir
dómarann hafa átt að láta
lögregluna innan sjálfrar lög-
reglunnar (en hún á að rann-
saka meintar sakir á lög-
reglumenn) annast málið.
Þeir vita nefninlega eins og
dómarinn að þá hefði ekkert
verið aðhafst!
Stéttarfélag lögreglufor-
ingja bendir á, að sakir á
hendur Jobic séu fram born-
ar af undirheimalýó, sem
hefði hug á að koma áhrifa-
miklum lögregluforingja í
bobba. Þeir spyrja hvort fram-
burður vændiskvenna sé trú-
verðugri en framburður lög-
regluforingja? Það rennir þó
stoðum undir meinta sekt
Jobic, að reynt hefur verið
með hörku að fá vændiskon-
urnar til að draga framburð
sinn til baka, sumum þeirra
hefur verið hótað lífláti.
Allt þykir þetta hin undar-
legasta uppákoma en mjög
frönsk uppákoma!
(Det fri Aktuelt)
Tveir ungir Frakkar á framabraut eru
komnir í andstöðu — yfirmaður í glœpa-
rannsóknum og rannsóknardómari. Yfir-
maðurinn í rannsóknarlögreglunni hefur
verið fangelsaður. Þetta mál fjallar um:
Vœndi, peninga, morð og fleira.