Alþýðublaðið - 27.07.1988, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 27.07.1988, Blaðsíða 4
4 Mióvikudagur 27. júlí 1988 UMRÆÐA Eiður Guðnason alþingisamaður skrifar HVAÐ ER FRAMUNDAN? „Þá sjaldan að formaður Framsóknarflokks- ins hefur litið upp frá laxveiðinni hefur hann verið óspar á yfirlýsingar sem lítt hafa verið til þess fallnar að efla tiltrú almennings á sam- heldni stjórnarinnar eða samstöðu innan stjórnarinnar, “ segir Eiður Guðnason m.a. í umrœðugrein sinni um ríkisstjórnina, stjórnarandstöðu stjórnarliða og horfurnar framundan á ríkisstjórnarheimilinu. Það var Ijóst i upphafi að líf núverandi rikisstjórnar yrði enginn dans á rósum. Kemur þar margt til. í fyrsta lagi var staða efna- hagsmála og ríkisfjármála langtum lakari en látið var i veðri vaka í kosningabarátt- unni fyrri hluta ársins 1987. Siðasta ríkisstjórn lét undir lokin reka á reiöanum, með- an ráðherrar sungu i síbylju lofsöng um stjórnarafrekin. Það var ekki fyrr en sest var niður við stjórnarmyndun að loknum kosningum að viður- kennt var að ástandið væri hreint ekki gott og útlitið dökkt framundan. I öðru lagi lá beint vió að loknum kosningum að mynda þyrfti þriggja flokka stjórn og af sjálfu leiðir að stjórnar- samstarf þriggja flokka er margfalt örðugra en tveggja. Það hefur og komið á daginn. MIKLU KOMIÐ I VERK Engu að síður er það stað- reynd að á skömmum starfs- tíma hefur ríkisstjórnin kom- ið ótrúlega miklu í verk, en það er eins og þaö vilji á stundum gleymast og falla i skugga fjölmiðlakarps og fá- nýtra yfirlýsinga einstakra ráðherra. Eg nefni nokkurdæmi: 1. Tekjuöflunarkerfi ríkisins hefur verið endurreist, — og treyst til þess að standa undir því velferðar- ríki sem við viljum að ís- land sé, og til að tryggja betur að hver og einn greiði-sanngjarnan hlut til sameiginlegra þarfa. Þar » þarf þó enn betur að taka ' til höndum við að stemma stigu við skattsvikum. Tollar hafa verið eifald- aðir, samræmdir og lækk- aðir. Samþykkt hafa verið lög um virðisaukaskatt. í þeim efnum eru þó enn nokkur ágreiningsmál óleyst, en milliþinganefnd starfar að málinu í sumar. 2. Samþykkt hafa verið lög um kaupleiguíbúðir. Það er mikið réttlætismál. Ekki síst fyrir landsbyggðina og þetta var eitt helsta bar- áttumál Alþýðuflokksins í síöustu kosningum. Það náði fram að ganga á þing- inu í vetur og er sögulegur áfangi í húsnæðismálum. Úrtölumenn vildu málið feigt, en mikill áhugi sveit- arstjórna um land allt sýn- ir að hér er farið inn á rétta braut. 3. Á sviði dómsmála og rétt- arfars hafa verið gerðar margvislegar lagabætur og meira er þar í vændum þar sem aðskilnaður dómsvalds og umboðs- valds í héraði, sem er umbótamál og mesta breyting sem gerð hefur verið í dómskerfinu um langa hríð. Milliþinganefnd starfar að því máli í sumar og verður |Dað væntanlega lagt fram á Alþingi strax í þingbyrjun. Hér ber líka að nefna til sögunnar breyt- ingu á umferðarlögum, fast númerakerfi og ný- skipan bifreiðaeftirlits. Hvort tveggja eru þetta mikil úmbótamál, sem snerta allan almenning í landinu. Og síðast en ekki sist, þótt mörg lög hafi verið samþykkt á siöasta þingi þá fækkar nú lögun- um í lagasafni okkar, þvi samþykkt var frumvarp dómsmálaráðherra um að nema úr gildi 166 lög sem voru úrelt orðin og óþörf. Það var þörf lagahreinsun. 4. Þá er rétt að nefna löggjöf um framhaldsskóla og lög um Kennaraháskóla ís- lands. Hvoru tveggja mál, sem dregist hafði úr höml- um að koma fram. Ég efast stórlega um að nokkur ríkisstjórn hafi verið jafn starfssöm á sínu fyrsta ári og sú sem nú situr. Samt gengu þingstörfin heldur stiðlega framan af og svo sem menn muna gerðist það að Alþingi starfaði fast fram til jóla, og milli jóla og nýárs og hóf störf strax fyrstu dag- ana í janúar. Stjórnarandstaðan var á tvist og bast og erfiðara en áður að semja við fulltrúa hennar um starfshætti og framgang mála í þinginu. í slíkum samningaviðræðum hefur sú venja skapast að menn reyna að taka eðlilegt tillit hver til annars og kom- ast að niðurstöðu í sæmi- legri sátt. Það gekk ekki framan af í vetur og var það kannski einkum og helst vegna sérstöðu Borgara- flokksins þar sem þing- flokksformaður fékk litlu ráð- ið en formaðurinn hafði allt á hornum sér. GENGUR Á ÝMSU Undanfarnar vikur hefur gengið á ýsmu í stjórnarsam- starfinu. Forsætisráðherra og utanríkisráðherra hafa skipst á glósum og hnútur hafa flogið, sem hvorugum þeirra eru sæmandi. Þá sjaldan að formaður Framsóknarflokks- ins hefur litið upp frá laxveiö- inni hefur hann verið óspar á yfirlýsingar, sem lítt hafa ver- ið til þess fallnar að efla trú almennings á samheldni stjórnarinnar, eða samstöðu innan stjórnarinnar. Raunar hefur Steingrímur Hermanns- son utanríkisráðherra lengst af stjórnarsamstarfsins talað eins og stjórnarandstæðing- ur. Forsætisráðherra á að vera oddviti og verkstjóri. Hlutverk hans er að sætta sjónarmiö innan stjórnarinnar en ekki að skara eld að glæðum sundurlyndis með allt að því strákslegu tali. Það sæmir ekki. Hér þarf að verða breyt- ing á og menn eiga ekki að láta fréttahauka í gúrkutíð teyma sig út í fen ótíma- baerra yfirlýsinga. í samtölum að undanförnu hef ég fundið mæta vel hvernig þessi afstaða ráð- herranna og endalaus barlómur fulltrúa atvinnurek- enda í öllum fjölmiðlum end- urspeglast i skoðunum fólks. Þegar ráðherrar og ráðamenn sífellt tala um sundurlyndi og að allt sé á vonarvöl, berg- málar það í skoðunum fólks- ins í landinu og það er ofur eðlilegt. Auðvitað er þaö öllum Ijóst að innan stjórnarliðsins eru þingmenn sem alveg frá því að ríkisstjórnin var mynduð hafa verið meira og minna í stjórnarandstöðu. Einn af þingmönnum Framsóknar, Ólafur Þ. Þórðarson, hefur gert hreint fyrir sinum dyrum og segist ekki styðja ríkis- stjórnina. Ekki verður þó annað séð en hann uni sér bærilega á þingflokksfund- um Framsóknar. Hinirsumir hverjir styðja góðu málin en eru stikkfrí í erfiðu málunum. Það er svo sem ekki stór- mannleg afstaða, en við þetta hefur stjórnin þurft að búa. HVAÐ ER FRAMUNDAN? Nú er eðlilegt að menn spyrji og það gera margir: Hvað er framundan? Því vil ég svara þannig: Það er nú framundan að ráð- herrar komi sér saman um stefnu og aðgerðir sem verið geta undirstaða fjárlaga, lánsfjárlaga og annarra meginþátta i þjóðarbúskapn- um næstu misserin. Þetta vitum við öll að kannski er hægar sagt en gert. Þetta er engu að síður það sem verð- ur að gerast og allir hafa for- vígismenn stjórnarflokkanna lýst yfir vilja sinum til þess að takast á við þessi verk- efni. Það kemur í Ijós á næstu fjórum til sex vikum hvernig hér tekst til. Brýnt er að skapa breiða samstöðu um þau verk sem nú þarf að vinna og trú mín er raunar sú að það muni takast. Innan Framsóknar eru þeir til sem hafa haft á orði að hlaupast undan merkjum og ungir framsóknarmenn hafa beinlínis krafist þess að Framsókn sliti stjórnarsam- starfinu. Gerist það er tvennt til: Nýjar kosningar og hætt er þá við að sá böggull fylgi því skammrifi að hér ríki efnahagslegur glundroði i fjóra til fimm mánuði, og er nú ekki á bætandi. Hinn mörguleikinn er auðvitað sá að mynda nýja ríkisstjórn án kosninga og Framsókn er kannski alls ekki eins ómiss- andi og hún heldur. Vinningstölurnar 23. júlí 1988. Heildarvinningsupphæð: Kr. 4.112.814,- 1. vinningur var kr. 2.059.364,- og skiptist hann á milli 4ra vinn- ingshafa, kr. 514.841,- á mann. 2. vinningur var kr. 617.048,- og skiptist hann á milli 274 vinn- ingshafa, kr. 2.252,- á mann. 3. vinningurvarkr. 1.436.502,-ogskiptistá6.589vinningshafa, sem fá 218 krónur hver. Sölustaðirnir eru opnir frá mánudegi til laugardags og loka ekki fyrr en 15 mínútum fyrir útdrátt. Milljónir á hverjum laugardegi! Upplýsingasími: 685111 This Path brings happiness, contentment and health. It is the Path within to God, the eternal consciousness. Further information is available in different languages, french, arabic etc.: UNIVERSAL LIFE, dept. F, P.O. Box 5643, D-8700 Wuerzburg, West-Germany.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.