Alþýðublaðið - 05.08.1988, Side 1

Alþýðublaðið - 05.08.1988, Side 1
Kvikmyndatökumaður sjónvarpsins beinir hér tækjum sinum að ökumanni glæsiiegrar rennireiðar sem kemur fyrir i sjónvarpsleikritinu Degi vonar eftir Birgi Sigurðsson, sem nú er verið að leggja síðustu hönd á. Þetta er þó ekki eina nýja islenska myndin sem við megum eiga von á að sjá á næstunni, bæði í sjónvarpi og kvikmyndahúsum. Fyrsta frumsýning ársins verður að þremur vikum liðnum þegar Foxtrot kemur fyrir augu bíó- gesta. Við segjum frá þessum tveimur myndum og fleiri væntanlegum i miðopnu blaðsins. r Asmundur Stefánsson forseti Alþýðusambandsins VERÐBÓLGAN YFIR RflUÐU STRIKIN í HflUST Asmundur Stefánsson, for- seti A.S.Í. segir að staða at- vinnulífsins sé orðin mjög al- varleg og stöðvun blasi viða við. „Ég fæ hins vegar ekki séð að verið sé að undirbúa aðgerðir til að takast á við þessi vandamál af hálfu stjórnvalda. Stjórnvöld virð- ast ætla sér að skjóta ábyrgð á yfirvofandi gengisfellingu yfir á nefnd,“ segir Ásmund- ur í samtali við Alþýðublaðið. — Telurðu að fulltrúar launþega hefðu líka átt að fá sæti í ráðgjafanefnd ríkis- stjórnarinnar? „Ég hefði talið eðlilegt að „Öllum örvum ríkisstjómarinnar virðist beint að gengisfellingu. Skipun í ráðgjafa- nefnd stjórnarinnar endurspeglar tillitsleysi gagnvart verkalýðshreyfingunni, “ segir Asmundur Stefánsson. málið heföi verið rætt á breiðum grundvelli og minni á að þegar bráðabirgðalögin voru í undirbúningi í maf, fóru af stað viðræður við verkalýðshreyfinguna sem ríkisstjómin sleit vegna þess að hún var ekki reiðubúin til að ræða um neitt annað en leiðir til að skerða kaupið. Það er því ekki ætlun ríkis- stjórnarinnar að taka tillit til viðhorfa verkalýðshreyfingar- innar og nefndarskipunin endurspéglar þá afstöðu stjórnarinnar,“,segir Ás- mundur. Ásmundur segir að komið hafi verið aftan að verkalýðs- hreyfingunni þegar ríkis- stjórnin greip til aðgerða I maí með því að banna kjara- samninga og banna endur- skoðun launa ef verðlag fer fram yfir mörkin við rauðu strikin. „Nú er fyrirsjáanlegt að verölag fer fram yfir rauðu strikin í haust og gengisfell- ing eykur þar á enn frekari kaupmáttarskerðingu. Ástandið í dag kallar á víö- tækar aðgerðir og það fljótt, en allar örvar rikisstjórnarinn- ar virðast aðeins beinast að gengisfellingu," segir hann. Gísli J. Johnsen og Skrifstofu vélar Tólf manns sagt upp Tólf starfsmenn fyrirtækj- anna Gísla J. Johnsen og Skrifstofuvéla fengu upp- sagnarbréf um mánaðamótin vegna fyrirhugaðrar hagræð- ingar í rekstri. •< Gísii J. Johnsen keypti Skrifstofuvélar í fyrrahaust og að sögn Gunnars Ólafs- sonar framkvæmdastjóra hjá Gísla J. Johnsen hlaut að koma að þessu fyrr eða síð- ar, þar sem fyrirtækin tvö eru í samskonar rekstri. Ákveðið hefur verið að sameina innflutnings- og bókhaldsdeildir fyrirtækj- anna, svo og simaþjónustu og ýmsa tæknivinnu. Áður höfðu verið lagðar niður hug- búnaðardeild og tæknideild fyrir tölvur hjá öðru fyrirtæk- inu. Auk þeirra tólf sem sagt var upp um mánaðamótin, hafa sex hætt af öðrum ástæðum. Þá voru starfs- menn einnig færðir til milli fyrirtækjanna tveggja. „Þetta er ekki skemmtilegt verk en ég held aö það komi til með að styrkja stoðir fyrir- tækjanna beggja," segir . Gunnar Ólafsson fram- kvæmdastjóri hjáGislaJ. Johnsen. Vextir á spariskírteinum lækka Samkomulag náðist í gær í viðræðum milji viðskipta- bankanna annars vegar og fjármálaráðúneytis og Seðla- banka hins vegar um kaup bankanna á ríkisskuldabréf- um. Samkomulagið var undir- ritað siðdegis i gær og felur i sér að bankarnir taka að sér að fjármagna innlenda láns- fjárþörf rikissjóðs með því að taka að sér sölu spariskir- teina fyrir 2.970 milljónir kr og vextir á spariskírteinum lækka um hálft prósentustig. Vextir spariskírteina verða þá þessir: þriggja ára bréf verða með 8% vöxtum, fimm ára bréf með 7,5% vöxtum og átta ára bréf með 7% vöxt- um. Bankarnir ábyrgjast sölu fyrir þessa tæpu 3 milljarða og kaupa sjálfir það sem ekki selst og miðast salan við tímabilið ágúst til desember. í samkomulaginu felst að innlánsbinding við Seðla- bankann lækkar úr 13% í 12% frá og með 1. sept. og lausafjárhlutfall eykst úr8% í 9%. Bankarnir fá heimild til að telja helming spariskír- teinaeignarinnar sem lausafé. Allir aðilar voru nokkuð ánægðir með samkomulagið og sagði Stefán Pálsson, for- maður Sambands viðskipta- bankanna, þetta viðunandi lausn og til bóta að reyna ^þetta breytta fyrirkomulag.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.