Alþýðublaðið - 05.08.1988, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 05.08.1988, Blaðsíða 8
Föstudagur 5. ágúst 1988 FRÉTTASKÝRING Sólveig Olafsdóttir skrifar Jafnstaða kynjanna a Norðurlöndum ÓJAFHRÉTTI Á ÖLLUM SVIBUM Ástandið á íslandi lakara en á öðrum Norðurlöndunum hvað varðar aðbúnað foreldra, umönnun barna, tekjumun og valdastöður. Brátt eru liðin 13 ár frá kvennafrídeginum sem vakti miklar vonir i jafnréttisbaráttunni. Enn er þó langt i land — ójöfn staða kynjanna jafnvel enn meiri hér á landi en á öðrum Norðurlöndum. Jafnstaða kynja á öllum sviðum er orðið viðurkennt markmið á Norðurlöndunum fimm, íslandi, Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Með jafnstöðu er átt við að konur og karlar hafi sömu réttindi, skyldur og mögu- leika til aö hafa starf og vera efnahagsiega sjálfstæö, gæta heimilis og barna, og taka þátt i stjórnmálum og öðrum þáttum samfélagsins. Þrátt fyrir þær miklu breyt- ingar sem hafa átt sér stað i samfélaginu á undanförnum áratugum er þessu marki hvergi nærri náð, konur ganga alls ekki til sama borðs og karlar hvaö varðar nám og störf. Þó að ýmislegt hafi áunnist er Ijóst aö mikiö átak og hugarfarsbreyting verður að eiga sér stað nú i nánustu framtíð eigi jafn- staða kynjanna aö verða að veruleika. Til að geta unnið að settu marki er nauðsyn- legt að vita hvernig staðan er í þjóðfélaginu nú og hver þróunin hefur verið. Til þess þarf tölulegar staðreyndir, og nú hafa hagstofur Norður- landa safnað saman tiltæk- um upplýsingum til að bera saman stöðu kynjanna á Norðurlöndum. Bókin „Konur og karlar á Norðurlöndum" er byggð á niðurstööu þessara rannsókna, og þar er áhersl- an lögð á að skoða stöðu kynjanna á sem flestum sviö- um þjóðfélagsins og leiða i Ijós að hve miklu leyti jöfnuð- ur ríkir milli kynjanna. Bókin gefur til kynna að á engu þjóðfélagssviði sé hlutur kvenna og karla orðinn nokkurn veginn jafn. Þrátt fyrir nokkrar breytingar er samfélagið í sfórum dráttum enn tvískipt og á það viö um öll löndin. Ástandið á íslandi er þó lakara í þessum málum en á öllum hinum Norður- löndunum hvað varðar að- búnað foreldra og umönnun barna, tekjumun karla og kvenna, og fjölda kvenna í valdastöðum í þjóðfélaginu. Þessar niðurstööur ættu að vera íslenskum körlum og konum umhugsunarefni, og þær ættu að stuðla að því að bæði kynin tækju höndum saman við úrbætur i átt til raunverulegs jafnréttis. FÆDINGARORLOF STYST Á ÍSLANDI Fæðingarorlof er mjög mismunandi á Norðurlöndun- um. Það er lengst í Svíþjóð, eitt ár, en langstyst á íslandi eða 4 mánuðir. Feður geta skipt barnsburðarleyfi með mæðrum en það er aðeins I Svíþjóð sem það á við allan tímann. Leyfi fyrir foreldra til að gæta sjúkra barna er lengst í Svíþjóð þar sem það er allt að 60 dagar á barn á ári, en styst á íslandi þar sem það er aðeins 7 dagar á ári. Framboð á dagvistunar- rými er fjarri því að vera full- nægjandi, og er ástandið langverst á Islandi, en best í Danmörku. TEKJUMUNUR MESTUR Á ÍSLANDI Tekjumunur kvenna og karla hefur farið minnkandi en er þó enn verulegur. Á heildina litið er tekjubilið svipað i Danmörku, Finnlandi og Sviþjóö en þar hafa konur um 70% af tekjum karla. í Noregi er hlutfallið 60%, en lægst á íslandi 50%. Ástæð- ur þessa tekjumunar felast m.a. í misjafnri skiptingu vinnutíma kvenna og karla milli launaðs og ólaunaðs starfs, en þó ekki síst í lág- um launum i svokölluðum „kvennastörfum" svo og í lægri launum kvenna en karla yfirleitt. Athyglisvert er þó að launabilið milli kynj- anna hefur minnkað mjög meðal ófaglærðs fólks á Is- landi og eru konur í fisk- vinnslu t.d. með 93% af laun- um karla. Laun í iðnaði eru aftur á móti lægst á íslandi en hæst í Danmörku. FÆSTAR KONUR Á ÞINGI Á ÍSLANDI Karlar sitja á mun fleiri valdastólum en konur og gildir þá einu hvert litið er í þjóðfélaginu. Konur eru nú um þriðjungur fulltrúa á þjóð- þingum Norðurlanda að und- anskildu íslandi þar sem um fimmtungur þingmanna eru konur. ísland er þó eina land- ið þar sem er stjórnmála- flokkur einungis skipaður konum og má ætla að ef hann væri ekki til staðar væri munurinn enn meiri. Á öllum Norðurlöndunum nema i Svíþjóð hefur nú verið lögfest að vinna eigi að því að jafna stöðu kynja í opin- berum nefndum, stjórnum og ráðum, en hlutur kvenna er þar hæstur í Danmörku og Noregi, 31%, en lægsturá ís- landi, 1%. í trúnaðarstörfum stjórnmálaflokka, launþega- samtaka og innan embættis- kerfisins gætir áhrifa kvenna minna eftir því sem trúnaðar- stöðurnar eru valdameiri. NÁMSVAL KYNRUNDIÐ Konur og karlar hafa sömu möguleika að mennta sig, en mikill munur er á því hvernig þau hagnýta sér þá. Val kynj- anna á námsbrautum er kyn- bundið en það hefur aftur áhrif á verkaskiptingu kynja á vinnumarkaði. Flestir nem- endur halda áfram námi í framhaldsskóla og hefur nemendum þar fjölgað mikið á undanförnum árum. í fram- haldsskólum hneigist hugur kvenna meira að bóknáms- greinum en karla að raun- greinum. í starfsnámi kemur kynskiptingin enn skýrar fram. Konur eru þar í miklum meirihluta í námi sem lýtur að þjónustu, uppeldi og um- önnun, en karlar meirihluta í námi á sviði frumframleiðslu- greina, iðnaðar og tækni. Á háskólastigi er fjöldi kvenna og karla svipaður en þar er námsval kynjanna mjög mis- munandi. Konur eru þar i miklum meirihluta í heilbrigð- isgreinum, kennaranámi og hugvisindum, en karlar eru hinsvegar yfirgnæfandi í tækni og raunvísindum. ÓLAUNUÐ 0G LAUNUÐ STÖRF Heimilisstörf eru enn sem fyrr að mestu leyti í höndum kvenna en þeim konum fækkar stöðugt sem eru ein- göngu heimavinnandi. Þær eru hlutfallslega flestar í Noregi en fæstar í Finnalndi. Jafnræði kynjanna við heimil- isstörf virðist vera mest í Sví- þjóð. Konur hafa leitað æ ríkari mæli út á vinnumarkað- inn og eru konur nú helming- ur mannaflans i atvinnulífinu en voru aðeins þriðjungur áriö 1960. Atvinnuþátttaka kvenna á aldrinum frá tvítugu til eftir- launaaldurs var lengst af mest i Finnlandi, en er nú mest í Svfþjóð, 83%, og minnst í Noregi, 73%. Hluta- störf eru mun algengari meðal kvenna en karla, og eru nú um fjórar af hverjum tíu konum í launuðum störf- um í Danmörku, íslandi og Svíþjóð sem vinna innan við 35 tíma á viku, um fimm af hverjum tíu í Noregi en innan við tvær af hverjum tíu í Finnlandi, meðan aðeins 5% norrænna karla vinna hluta- störf. Þá hefur atvinnuleysti almennt bitnað meira á kon- um en körlum. KARLAR HAFA MEIRI FRÍTÍMA EN KONUR Á öllum Norðurlöndunum verja karlar meiri tíma til launaðrar vinnu en konur, en þær verja aftur á móti mun meiri tíma til ólaunaðrar vinnu. Þrátt fyrir þetta hafa karlar að meðaltali heldur meiri frítímaen konur. Mun- urinn er minnstur í Dan- mörku en mestur í Finnlandi. Konur og karlar veria, frítíma sínum ein nig á ólikan hátt, karlar hneigjast meira að íþróttum en konur gefa sig meira að menningarmálum en karlar. Konur lesa einnig mun meira en karlar en þeir horfa meira á sjónvarp en konur. ÍSLENDINGAR LIFA LENGST 0G FJÖLGAR MEST í Noregi og þó einkum á ís- landi er útlit fyrir að fólki haldi áfram að fjölga, jafnvel eftir aldamót. Á hinum Norð- urlöndunum eru hinsvegar horfur á að fólki fækki í byrjun næstu aldar. Fjöl- skyldur verða æ minni, óvígð sambúð hefur færst í vöxt og hjónaskilnuðum hefur fjölg- að. Á Norðurlöndunum er um það bil sjöunda hver móðir einstæð en aðeins 2-4% feðra. Meðalaldur fólks á Norður- löndum er mjög hár og það er aðeins í Japan sem hann er lengri. Meðalævi kvenna er mun lengri en karla og er munurinn mestur í Finnlandi, 8 ár, en minnstur á Islandi, 51/2 ár, svo að þar ríkir þó meiri jöfnuður. Meðalævi á íslandi er einnig lengst á öll- um Norðurlöndunum. Þá er heilsufari kvenna og karla mjög ólíkt farið. Karlar deyja fremur en konur af völdum hjarta- og æðasjúk- dóma, illkynjaðra æxla og slysfara. Hinsvegar eru tíðni hjarta- og æðasjúkdóma hærri meðal kvenna en karla. Tíðni krabbameins er mis- munandi hjá konum og körl- um, krabbamein í brjóstum og kynfærum er algengt hjá konum en krabbamein ( önd- unarfærum og meltingarfær- um er algengt hjá körlum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.