Alþýðublaðið - 05.08.1988, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 05.08.1988, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 5. águst 1988 MÞYÐUBLÆBID Útgefandi: Blaö hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson Umsjónarmaður helgarblaðs: Þorlákur Helgason Blaöamenn: Haukur Holm, Ingibjörg Árnadóttir og Ómar Friðriksson. Dreifingarstjóri: Þórdís Þórisdóttir Setning og umbrot: Filmur og prent, Ármúla 38. Prentun: Blaðaprent hf., Síðumúla 12. Áskriftarsíminn er 681866. Áskriftargjald 800 kr. ámánuði. í lausasölu 50 kr. eintakið virkadaga, 80 kr. um helgar. DAUÐAGILDRA H ið hörmulega flugslys við Reykjavíkurflugvöll fyrr í vik- unni hefur eðlilega vakið upp umræður um framtíð flug- vallarins í Vatnsmýrinni. Skemmst er þess að minnast að í marsmánuði 1986 rann Fokker-vél Flugleiða út af flug- brautinni sem snýr í austurvesturátt, og hafnaði yfir þvera Suðurgötu. Það virðist því aðeins spurning um tíma hvenær komi til alvarlegs flugslyss í Reykjavík, einkum ef haft er í huga að aðalfluglínur til lendingar liggja yfir mið- bæ höfuðborgarinnar, Breiðholt og Fossvog. Reykjavíkur- flugvöllur var upphaflega byggðuraf Bretum á hernámsár- unum þrátt fyrir kröftug mótmæli borgarbúa sem töldu að bænum stafaði stórhættaaf flugvelli sem staðsetturværi svo nálægt byggðinni. Flugvöllurinn var afhentur íslend- ingum i stríðslok og kom enn til mikilla deilna hvort starf- rækja ætti völlinn eða flytja hann. í Aðalskipulagi Reykja- víkur 1962-1983 segir að ókostir sem stafa af legu Reykja- víkurflugvallar sé slíkir, að stækkun flugvallarins á núver- andi stað eigi ekki að koma til. Engu að síður samþykkti meirihluti borgarstjórnar síðastliðið vor, að í nýju Aðal- skipulagi Reykjavíkur skyldi ekki vera gerð nein breyting á starfsemi flugvallarins fyrir innanlandsflug í nánustu framtíð og frekari uppbygging flugstarfsemi á svæðinu var jafnframt samþykkt. Þessi vinnubrögð eru forkastan- leg, ekki síst með tilliti til þess, að vaxandi höfuðborg kall- ar á æ meiri flugumferð, einnig frá útlöndum sem þýðir stigvaxandi slysahættu. Það getur enginn hugsað þá hugsun til enda ef flugvél, til dæmis af sömu gerð og féll fyrr í vikunni 50 metrafráHringbrautinni, skylli niður í mið- bæ Reykjavíkur. Ýmsir hafa bent á stórslysahættu Reykja- víkurflugvallar. Þróunarstofnun Reykjavíkur lét til að mynda semja skýrslu um Reykjavíkurflugvöll árið 1979 og þar segir höfundurinn, Bjarki Jóhannesson meðal ann- ars:„Það sem voru ráðandi forsendur fyrir 40 árum, geta í dag verið einskis virði, og önnur atriði sem ekki var hægt að sjá fyrir þá, geta verið mun mikilvægari. Þannig hafa skipulagsforsendur flugvallarins gjörbreyst á þeim 40 ár- um sem hann hefur þjónað landsmönnum og virðist kom- inn tími til að leiðrétta þá skipulagslegu skekkju sem staðsetning hans veldur." Bjarki útilokar heldur ekki í skýrslu sinni að stórslys verði hvemær sem er í tengslum við Reykjavíkurflugvöll eins og erlendis þar sem flugvellir eru inni í borgum. Rúnar Bjarnason, slökkviIiösstjóri sendi borgarstjórn bréf 1982 þar sem hann benti á mann- skæð slys í borgum í Bandaríkjunum þar sem flugvellir voru staðsettir svipað og í Reykjavík. Minnihlutinn í borg- arstjórn hefur verið fylgjandi byggingu nýs flugvallar, en meirihluti borgarstjórnar hefur verið fylgjandi áframhald- andi rekstri Reykjavíkurflugvallar og hyggja nú á frekari uppbyggingu. Á síðasta kjörtímabili ákvað meirihlutinn að gera deiliskipulag að flugvellinum þar sem gert er ráð fyrir uppbyggingu ásvæðinu fyrirflugreksturog jafnframt byggingu nýrrar flugstöðvar sem að sjálfsögðu festir flug- völlinn í sessi. Þau svör Davíðs Oddssonar, að flugvöllurinn sé inni í Aðalskipulagi og verði þess vegna ekki haggað, eru hald- laus. Hugmyndir borgarstjórans um að banna erlent ferju- flug til Reykjavíkurflugvallar, eru hálfkák. Flugvöllurinn í Vatnsmýrinni er verk manna. Að flytja flugvöllinn út fyrir þéttbýli Reykjavíkur er einnig ákvörðun og verk manna. Bygging nýs Reykjavíkurflugvallar er aðeins spurning um vilja. Davíð Oddsson og meirihluta borgarstjórnar skortir þennan vilja. Það vifjaleysi kann að reynast meirihluta sjálfstæðismamia í borgarstjórn afar dýrkeypt. ÖNNUR SJÓNARMIÐ Jónas bílstjóri: i eigu Stjörnunnar eða Kódak? STJARNAN, útvarpsstöð- in sem hve skærast skín í augnablikinu, fær miklar ákúrur í gær frá góðvini okkar, Garra á Tímanum. Garri sem hlustar greinilega vel á Stjörnuna er nefnilega ekki par hrifinn af hinum dul- búnu auglýsingum sem hann segir vera í þáttum Stjörn- unnar. Sem dæmi nefnir Garri hinn vinsæla bílstjóra Jónas og fjölskyldu hans sem þjóðin hló mikið aö hér um árið þegar Jónas ók gegnum Ríkisútvarpið og til allra landsmanna. Stjarnan hefur nú keypt Jónas og fjöl- skyldu með húð og hári, en það sem Garra finnst verst er að Kódak hefur keypt Stjörn- una og Jónas með húð og hári. Garri skýrir þetta nánar: „Nú um verslunarmanna- helgina gerðist það svo að ein af „frjálsu“ útvarpsstöðv- unum, Stjarnan nánar til tek- ið, endurvakti Jónas og fjöi- skyldu hans. Var Bessi enn í aðalhlutverkinu. Garri var að vísu mestalla helgina utan Reykjavikur og þar með utan hlustunarsvæöis Stjörnunn- ar. Hann náöi þó aö heyra eina tvo eða þrjá þætti, og þar gat nú aldeilis að heyra. Fleiri eða færri illa dulbúnar auglýsingar voru á ferðinni í sérhverjum þeirra. Meöal annars ávarpaði Jónas son sinn einhverju sinni og bað hann að taka mynd af nálægum bil. Strák- ur ansaði að bragði eitthvað á þessa leið: „Maður klárar það nú með Kódak“.“ Þetta Kódak-mál Stjörn- unnar verður Garra tilefni mikils fyrirlesturs um blaöa- mennsku og siðgæði frétta- manna: „Nú er það ein grundvallar- regla allrar blaðamennsku, þar með talið „frjálsrar“ út- varpsmennsku, að skilja eigi vel og vandlega á milli bæði frétta og annars eiginlegs efnis sjálfra fjölmiðlanna annars vegar og greiddra auglýsinga hins vegar. Þetta er regla sem höfð er strang- lega í heiðri hvarvetna í heim- inum þar sem fréttafrelsi rikir á annað borö. Þetta er aukheldur einmitt það sem allir byrjendur í al- vöru blaðamennsku læra fyrst af öllu, og lika það sem reyndari kollegar þeirra standa fast á fram i rauðan dauðann. Ástæðan er sú ein- falda staðreynd að fjölmiðill, sem lætur kaupa sig til þess að flytja ákveðiö efni, án þess að um beina auglýsingu sé að ræða, er þar með að kveða upp dauðadóm yfir sjálfum sér. Enginn treystir fjölmiðli, hvort heldur er blaði eða útvarpsstöð, sem lætur grípa sig i því að leyfa auglýsendum að kaupa sig með húð og hári. Þetta er hins vegar greini- legt að krakkarnir á Stjörn- unni hafa ekki enn lært. Þess vegna urðu þeim á þau vondu mistök um helgina að hleypa auglýsendum beint inn í þennan þátt sinn. Kannski má segja að það geri engum eitt né neitt þó að Kódak myndavélar hafi þarna fengið þessa auglýs- ingu, enda vafalaust hin ágæstustu verkfæri. En heista meginregla heiðar- iegrar blaðamennsku var þó þverbrotin þarna, og hvað eiga hlustendur þá að ætla um það í framtíðinni þegar þessi útvarpsstöð vill kannski fara að taka afstöðu til manna og málefna? Er henni treystandi? Maður bara spyr.“ Rétt hjá Garra. Og þetta gildir vonandi um hans eigin pistlaog málgagn líka. TÍMINN hefur yfirleitt ekki haft miklar áhyggjur af kjöt- framleiðslu landsmanna. Alla vega hefur Tíminn ekki skammast mikið út í offram- leiðslu á lambakjöti og þag- að hve lengst yfir haugakjöti og yfirfullum frystihúsum. En í gær vaknar Tíminn upp við vondan draum. Landið er að fyllast af kjöti! En ekki lambakjöti. Ekki haugakjöti. Ekki freðnum skrokkum yfir- fullra frystihúsa. Ónei. Tím- inn er fullur vandlætingar á því, að flugmenn og einstaka flugfreyja og ferðamaður taka stundum með sér lítinn skinkubita inn í landið. Og Tíminn ver heilli forystugrein í skinkusukk flugvélaáhafna. í forystugreininni má lesa þessi sjónarmið: „En slíkt er frjálslyndið gagnvart skinkuþörf flug- manna, farmanna og ferða- manna að hver persóna má hafa með sér tíu kíló af þess- ari vöru i hvert sinn sem hún kemur til landsins. Sam- kvæmt heimildum Tímans eru ágiskanir um að með þessu móti séu fluttar 200 lestir af svinakjöti til lands- ins, sem er 10% af svína- kjötsframieiðslu lands- manna. Eins og reglum er háttað varðandi matvælainnflutning er ekki hægt að banna um- ræddan kjötinnflutning meö öllu. En tíu kilóa reglan sýn- ist vera ofrausn, enda hafa hin frjálslyndu og umburðar- lyndu tollyfirvöld á íslandi ákveöið að vera þarna i hærri kantinum. í sumum löndum er þungi leyfilegs innflutn- ings slíkra matvæla miðaður við eitt kíló á mann.“ Spurningin er þá þessi: Er ekki alveg upplagt að leyfileg framleiðsla á rollukjöti sé miðuð við ákveðna kilóþyngd á mann í landinu? STJÓRNARAND- STAÐAN hefur stundum grátið yfir því aö hún heyrist ekki né sjáist nógu mikið í fjölmiðlum og pressan vilji ekki líta við sjónarmiðum hennar. Nú er greinilega kom- in á kreik sú samsæriskenn- ing, að ríkisstjórnin hafi fyrir- skipað öllum miðlum að hafa ekki samband við stjórnar- andstöðuna! Þessi furðulegu sjónarmið gaf að lesa í Þjóð- viljanum í gær, undirrituð af Páli Hildiþórs. Páll skrifar: „Stjórnarandstaðan er orðin óróleg sem von er yfir öllu blaðrinu í ráðherrunum í fjölmiðlunum og vill fá að ieiðrétta ýmislegt sem þar er sagt um þjóðmálin og láir það vist enginn. En hvernig skyldi standa á þvi að stjórn- arandstöðuflokkunum er ekki hleypt í fjölmiðlana í okkar háþróaða lýðræðisþjóöfé- lagi? Ein sagan eru sú (ég sel hana ekki dýrara en ég keypti) að stjórnarflokkarnir hafi mælt svo fyrir, að meðan þeir væru að basla við að laga samfélagið hafi verið lagt svo fyrir við útvarpsyfir- völd, að það mætti ekki undir neinum kringumstæðum hleypa Ólafi Ragnari eöa Kvennó i rikisfjölmiðlana til að spilla fyrir stjórninni, það gæti orðið dýrt spaug. Nú segja menn sem svo (hlynntir stjórninni): Stjórnin á að stjórna. Stjórnarandstaðan getur étið það sem úti frýs, hana varöar ekkert um hvað okkar menn gera, og passa það að vera láta ekki frétta- haukanna þá Halldórssyni, Ólinu eða Arnþrúði vera að fikta við að taka viðtöl við þetta fólk.“ Það eru væntanlega bara þeir sem lesa og skrifa Þjóð- viljann sem halda, að pólitík- usareða stjórnvöld geti sagt fjölmiðlum fyrir verkum. Einn með taffinu Feðgarnir á bænum voru afspyrnulatir. Dag einn þegar þeir sátu inni í eldhúsi yfir kaffi, sagði faðirinn við soninn: — Skrepptu út og athugaðu hvort hann sé farinn að rigna. Sonurinn svaraði: — Kallaðu heldur inn hundinn og sjáðu hvort hann sé blautur!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.