Alþýðublaðið - 05.08.1988, Blaðsíða 5
Hírósímadagurinn í dag
KERTI A
REYKJAVÍKURTJÖRN
Friðarsinnar um allan heim
minnast þess nú að 43 ár eru
liðin frá því aö Bandaríkja-
menn vörpuðu kjarnorku-
sprengjum á japönsku borg-
irnar Hírósima og Nagasaki. í
kjölfar þess opnuðust augu
heimsins fyrir ógnarmætti
kjarnorkunnar og því að ekk-
ert getur réttlætt notkun
slíkra vopna.
Af þessu tilefni hafa ís-
lenskar friðarhreyfingar
ákveðið að fleyta kertum á
Reykjavíkurtjörn að kvöldi
föstudagsins 5. ágúst. Með
kertafleytingunni minnumst
við fórnarlamba árásanna um
leið og við bendum á leiðir til
að hindra að slíkur harm-
leikur endurtaki sig. íslenskir
friðarsinnar leggja einkum
áherslu á nauðsyn þess að
nýgeröum afvopnunarsamn-
ingum verði fylgt eftir með
því að:
Stofnuð verði kjarnorku-
vopnalaus svæði. Allri fram-
leiðslu kjarnorkuvopna verði
hætt og tilraunir með þau
bannaðar. Vígvæðingin í höf-
unum verði stöðvuð og þeim
kjarnorku vopnum sem þar
eru eytt.
Safnast verður saman við
Tjörnina klukkan 22.30 á
föstudagskvöld og verður þar
stutt dagskrá. M.a. mun Viðar
Eggertsson leikari lesa Ijóð.
Flotkerti verða seld á staðn-
um og er ætlunin að fleyta
þeim á þeirri stundu sem
sprengjunni var varpað á
Hírósíma.
Samstarfshópur friðar-
hreyfinga:
Friðarhópur fóstra, Friðar-
hreyfing íslenskra kvenna,
Menningar- og friðarsamtök
íslenskra kvenna, Samtök
herstöðvaandstæöinga, Sam-
tök Islenskra eðlisfræðinga
gegn kjarnorkuvá, Samtök
lækna gegn kjarnorkuvá,
Samtök um kjarnorkuvopna-
laust ísland.
34 ár eru nú liðin frá þvi að Banda-
ríkjamenn vörpuðu kjarnorku-
sprengju á Hírósíma. Samstarfs-
hópur firðarhreyfinga minnast
þessa atburðar með þvi að fleyta
kertum á Tjörninni í Beykjavik í
kvöld kl. 22.30.
AVARP A HIROSIMADAGINN1988
Friðarhreyfingar um allan
heim minnast þess nú að 43
ár eru liðin frá því að kjarn-
orkuvopnum var fyrst beitt.
Þann 6. ágúst 1945 klukkan
8.15 að morgni að japönskum
tima vörpuðu Bandaríkja-
menn kjamorkusprengju á
borgina Hírósíma í Japan. í
kjölfar þess opnuðust augu
heimsins fyrir ógnarmætti
kjarnorkunnar og því aö ekk-
ert getur réttlætt notkun
slíkra vopna. Örlög fórnar-
lamba árásanna á Hírósíma
og Nagasaki eru viðvörun til
alls mannkyns, dýrkeypt við-
vörun sem kostaði tvöhundr-
uð þúsund manns lífið og
enn í dag fjórum áratugum
síðar þjáist fólk og deyr
vegna afleiðinga sprengj-
anna.
Kjarnorkuvopnakapphlaup
stórveldanna hefur leitt til
þess að íbúar heimsins lifa i
stöðugum ótta. í öllum lönd-
um heims hefur risið upp
fjöldahreyfing fólks sem
sameinast í ósk um frið og
afvopnun. Mikilvægt skref í
friðarátt var stigið á síðasta
ári með samkomulagi stór-
veldanna um eyðingu meðal-
drægra eldflauga í Evrópu.
Um leið og við gleöjumst yfir
þeim árangri megum við þó
ekki gleyma að þetta var að-
eins fyrsta skrefið. Enn er gíf-
urlegur fjöldi kjarnorkuvopna
( heiminum og enn vinna
stórveldin að áætlunum um
þróun og uppsetningu nýrra
vopna sem gætu gert ávinn-
inginn af nýgerðum samning-
um að engu.
Friðarsinnar um allan heim
verða því að vera vel á verði.
Það er nauðsynlegt að
tryggja að fækkun kjarna-
flauga á landi verði ekki til
þess að vígbúnaðarkapp-
hlaupið færist í ríkara mæli
út á höfin. Þúsundum kjarn-
orkuvopna hefur þegar verið
komið fyrir um borð í skip-
um, flugvélum og kafbátum á
höfunum. Þessa þróun verður
að stöðva og fá stórveldin til
samninga um afvopnun á
höfunum. Hugmyndir um
stofnun kjarnorkuvopna-
lausra svæöa og krafan um
að framleiðslu kjarnorku-
vopna verði hætt og tilraunir
með þau bannaðar eru einnig
eðlilegt framhald nýgerðra af-
vopnunarsamninga. Framtíð
lífsins á jörðinni er háð því
að þessar kröfur nái fram að
ganga.
Við eigum okkur von. Von-
ina um að kjarnorkuógnun-
inni verði bægt frá og að
komandi kynslóðir geti lifað
án þess ótta sem fylgt hefur
mannkyninu frá því að
sprengjunni var varpað á
Hirósima. Um leið og við
minnumst fórnarlamba árás-
anna á Hírósíma og Nagasaki
meö kertafleytingunni hér á
Tjörninni leggjum við áherslu
á þessa von.
Samstarfshópur
friðarhreyfinga
Hrafn Gunnlaugsson. Nýja myndin hans, I skugga hrafnsins, veröur
frumsýnd síðar á árinu.
Islenskir
kvikmyndagerðarmenn
á ferð og flugi
íslenskir kvikmyndagerðar-
menn hafa veriö önnum kafn-
ir undanfarnar vikur og mán-
uði, og búast má við að
minnsta kosti tveimur nýjum
myndum til sýninga á næst-
unni. Sú fyrsta veröur frum-
sýnd eftir aðeins þrjár vikur
og er það Foxtrot sem Jón
Tryggvason leikstýrir. Þá eru
enn nokkrar sem komnar eru
misjafnlega langt í vinnslu
eða undirbúningi. Sjónvarpið
er líka ötult, því þaðan má
eiga von á fjórum nýjum ís-
lenskum sjónvarpsleikritum
og myndum á næstu mánuð-
um.
ÖRLAGASAGA
„Foxtrot er örlagasaga
bræðra, sem fyrir slysni
lenda í rosalegum málum, og
myndin fjallar um það hvern-
ig þeir reyna að koma sér út
úr þeim.“
Þetta segir Jón Tryggvason
leikstjóri íslenska tryllisins
Foxtrots sem veröur frum-
sýndur eftir þrjár vikur f Borg-
arbíói í Reykjavik. Þessa dag-
ana er svo verið að ganga frá
hljóðblöndun myndarinnar
úti í Noregi, en Foxtrot var
gerö i samvinnu við tvö norsk
fyrirtæki.
Tökur myndarinnar fóru
fram á timabilinu júní til
október í fyrra og að sögn
Jóns Tryggvasonar gekk
vinnslan vel. Endanlegur
kostnaður við gerð myndar-
innar er ekki Ijós, en hann
verður einhvers staðar á milli
35 og 45 milljónir króna. Jón
segir þó að fjármagnsskortur
hafi ekki tafið fyrir. „Við erum
í þeirri aðstöðu að hafa gert
sjónvarpsauglýsingar, og ef
okkar vantaði fé gátum við
gert auglýsingar til að halda
áfram,“ segir hann.
Jón og aðrir aðstandendur
Foxtrots, þeir Karl Óskarsson
kvikmyndatökumaður og
Sveinbjörn I. Baldvinsson
handritshöfundur, fóru með
myndina til Cannes í vor og
þar vakti hún mikla athygli,
m.a. seldu þeir heimsdreif-
ingarrétt he'nnar fyrir umtals-
vert fé.
Framkvæmdastjóri við
gerð tryllisins var Hlynur
Óskarsson og með aðalhlut-
verkin fara þau Steinarr Ól-
afsson, Valdimar Örn Flygen-
ring og María Ellingsen. Og
Jón Tryggvason er bjartsýnn
ávelgengni fyrstu myndar-
innar sem hann leikstýrir.
„Þeim sem hafa séð hana,
líst vel á. En við erum ekki
dómbærir á það,“ segir Jón
Tryggvason.
ÞORSKAR Á ÞURRU
Meffí heitir kvikmynd sem
Hilmar Oddsson leikstýrir og
gerir í samvinnu við
kanadíska fyrirtækið S. C.
Entertainment. Myndatökur
hefjast um miðjan sept-
ember, en myndin hefur verið
í undirbúningi í um tvö ár.
Upprunalegt handrit er eftir
Hilmar Oddsson og Jóhann
Sigurðarson leikara, en það
hefur tekið nokkrum breyt-
ingum eftir að samstarfið við
Kanadamenn kom til sögunn-
ar, og með í þeim breytingum
hafa verið þeir Michael Taav
og Karl Schiffman.
„Þetta verður einhvers kon-
ar þriller með íslendingum
og útlendingum, upp á ís-
lenska visu,“ segir leikstjór-
inn, Hilmar Oddsson um
Friörik Þór Friðriksson gerir sjón-
varpsmynd um mann sem gat
flogið á íslandi 16. aldarinnar.
Föstudagur 5. ágúst 1988 Föstudagur 5. ágúst 1988
Valdimar Örn Flygenring mundar byssuna i Foxtrot.
myndina. „Hún er um það
hvernig útlendingar eru eigin-
lega eins og þorskar á þurru
landi á íslandi, þar sem gilda
önnur lög en í heimahögum
þeirra."
Aðalhlutverkið í Meffi verð-
ur í höndum Helga Björns-
sonar, en meðal annarra leik-
ara má nefna Þröst Leó
Gunnarsson og Hjálmar
Hjálmarsson. Reynt hefur
verið að fá einhvern þekktan
erlendan leikara til að fara
með hlutverk f myndinni, en
Hilmar Oddsson vill ekkert
segja um hvern eða hverja
hann hafi í huga. „Ég vona
bara að það skýrist sem allra
fyrst,“ segir hann.
Kostnaðaráætlun Meffíar
hljóðar upp á 120-140 millj-
ónir króna eins og er, og Hil-
mar er bjartsýnn á gengi
hennar.
„Ég held aö þetta verði að-
gengilegri mynd en sú sem
ég geröi síðast, Eins og
skepnan deyr.“
PRÍMUS,
HRAFN OG MAGNÚS
Kvikmyndafélagið Umbi er
nú vestur á Snæfellsnesi
með mikinn liðsafla þar sem
verið er að taka útiatriði
Kristnihalds undir Jökli eftir
samnefndri skáldsögu Hall-
dórs Laxness í samstarfi við %
þýska kvikmyndagerðarmenn.
Leikstjóri myndarinnar er
Guðný Halldórsdóttir.
Eftir því sem næst verður
komist, ganga tökur Kristni-
haldsins vel. Umbi varð þó
fyrir því óláni í ofsaveðrinu á
dögunum að hluti leikmynd-
arinnar fauk um koll og
brotnaði í spón. Leikmyndin
hefur verið endurbyggð og er
unnið við kvikmyndatökurnar
fram á kvöld.
Kvikmynd Hrafns Gunn-
laugssonar í skugga hrafns-
ins er langt komin í vinnslu
og verður hún frumsýnd sam-
tlmis á öllum Norðurlönd-
unum siðaéáþessu ári.
Þá er Þráihn Bertelsson að
undirbúa kvikmynd sem hann
kallar einfaldlega Magnús og
fjallar um miðaldra mann
sem verður fyrir erfiðri lífs-
reynslu.
SJÓNVARPIÐ
SPRELLIFANDI
Sjónvarpið ætlar ekki að
láta sitt eftir liggja, því þar er
ýmist verið að vinna að eða
undirbúa gerð fjögurra sjón-
varpsleikrita, að minnsta
kosti.
Fyrst skal telja Dag vonar,
leikrit Birgis Sigurðssonar
sem frumsýnt var hjá Leikfé-
lagi Reykjavíkur 1986 og vakti
mikla athygli. Birgir tók sjálf-
ur að sér að stytta verkiö og
laga það að öðru leyti til
flutnings i sjónvarpi, m.a.
skrifaði hann nokkur ný atriði
sem gerast utanhúss.
Leikstjóri Dags vonar er
Lárus Ýmir Óskars.son, en
með hlutverk fara Kristbjörg
Kjeld, Pétur Einarsson, Guð-
rún Gísladóttir, Sigríður
Hagalín, Þröstur Leó Gunn-
arsson og Þórarinn Eyfjörð.
Lárus Ymir vinnur nú að
því að klippa verkið og það
verður tilbúið til sýninga i
nóvember, en verður ekki
sýnt fyrr en um jól.
Þeir sem sáu verkið á sín-
um tíma í Iðnó voru allir
sammála um að það væri
óvenju magnað. En hefurtek-
ist að koma því til skila í
sjónvarpsleikriti, sem tekið er
upp á löngum tíma?
„Ég sé enga ástæðu til að
ætla annað,“ segir Lárus
Ýmir.
Upptökureru langt komnar
á Næturgöngunni eftir Svövu
Jakobsdóttur, og þar er þaö
Stefán Baldursson sem leik-
stýrir og Tage Ammendrup
stjórnar upptöku.
Næturgangan byggir á
sannsögulegum atburðum
sem gerðust 1916-1917 og
fjallar um skilyrði vinnufólks
í sveitum í gamla daga.
„Þetta er litill þáttur af bar-
áttu verkalýðsins á íslandi og
þá sérstaklega kvennanna,"
segir Svava, og vill taka það
skýrt fram að þetta sé algjört
skáldverk hvað varðar
persónur og staðhætti.
Þetta er í fyrsta skipti sem
Svava Jakobsdóttir skrifar
handrit beinlinis fyrir sjón-
varp, en áður hefur leikrit
hennar Hvad er i blýhólk-
inum? verið sýnt í sjónvarpi.
Handritið að Næturgöngunni
skrifaði Svava fyrir allnokkru.
„Sjónvarpið bað á sínum
tíma nokkra höfunda um að
skila handritum að sjónvarps-
leikritum. Nokkur þeirra voru
keypt og var mitt þar á með-
al,“ segir hún.
Fjögur stór hlutverk eru í
verki Svövu og þau eru í
höndum Eddu Heiðrúnar
Bachman, Þórs Túliníus,
Helgu Bachman og Helga
Skúlasonar. Auk þeirra kemur
fjöldinn allur af öðrum leikur-
um fram.
Friðrik Þór Friðriksson
ætlar að gera hálftlma mynd
sem hann kallar Flugþrá og
byggist á frásögn frá 16. öld
um mann sem gat flogið, og
var frásögnin skráð af sjálf-
um Skálholtsbiskupi.
„Maðurinn smíðaöi sér
vængi úr fuglsham, en þegar
biskup frétti það, veitti hann
manninum áminningu og
brenndi vængina. Við það
veslaðist maðurinn upp og
dó,“ segir Friðrik Þór um
þessa frásögn sem hann
byggir handrit sitt á.
Friðrik Þór er þó ekki eini
listamaðurinn sem leitað hef-
ur fanga í þessari væntan-
lega fyrstu frásögn af flugi á
íslandi, því Þórarinn Eldjárn
orti um flugmanninn Ijóð.
Tökur á Flugþrá hefjast 22.
ágúst næstkomandi og fara
þær fram fyrir austan fjall.
Ekki hefur enn verið skipað í
aðalhlutverkið, en um 40
manns munu koma fram í
myndinni.
Loks skal getið nútímaút-
gáfu Djáknans á Myrká sem
Egill Eðvarðsson leikstýrir
fyrir sjónvarpið, en ekki tókst
að ná í Egil til að fá frekari
upplýsingar um verkið.
Kjör vinnufólks til sveita fyrr á öldinni er yrkisefni Næturgöngu Svövu Kristbjörg Kjeld og Guðrún Gisladóttir í Degi vonar.
Jakobsdóttur.