Alþýðublaðið - 05.08.1988, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 05.08.1988, Blaðsíða 6
6 Föstudagur 5.’ águst ‘1988 SMÁFRÉTTIR Listasafn Islands Mynd mánaðarins í Listasafni Islands er viku- lega kynnt mynd mánaöarins. Þar stendur nú yfir sýning á verkum rússneska málarans Marcs Chagalls. Chagall var af gyöingaættum, fæddur í Vitebsk í Rússlandi áriö 1887. Hann settist aö i Frakklandi og lést þar áriö 1985 á 98. aldursári. Á sýningunni eru 41 verk, olíumálverk, vatns- litamyndir og teikningar og gefur sýningin góöa mynd af listferli Chagalls og þeim viö- fangsefnum er heilluðu hann mest. Mynd ágústmánaðar Blávængja klukkan er meóal verka á sýningunni. Þetta er olíumálverk frá árinu 1949. Leiðsögnin Mynd mánaðar- ins fer fram í fylgd sérfræö- ings, alla fimmtudaga kl. 13.30. Aögangur aö sýning- unni er kr. 300.-. Síðasti sýn- ingardagur er sunnudagurinn 14. ágúst og fer því hver aö veröa síðastur aó sjá verk þessa heimsþekkta lista- manns. Listasafnið er opiö alla daga, nema mánudaga, kl. 11-17. Veitingastofa safnsins er opin á sama tíma. Elsta félagið 50 ára í tilefni af 50 ára afmæli mun Bridgefélag Siglufjaröar efna til stórmóts í tvímenn- ing helgina 3.-4. sept. Spilaö verður samkvæmt Mitchell- kerfi, líklega þrjár 28 spila lotur. Vegleg verðlaun eru í boói. Fyrstu verðlaun nema 120.000 kr., en peningaverð- laun veröa fyrir fimm efstu sætin, alls 280.000 kr. Fyrir hæstu skor í hverri lotu veröa ferðavinningar frá Samvinnu- ferðum/Landsýn. Auk þess veröa veittar viðurkenningar fyrir 6.-10. sæti. Spila- mennska hefst kl. 10.30 á Hótel Höfn. Keppnisstjóri verður Hermann Lárusson. Tilkynning um þátttöku þarf aö hafa borist fyrir 20. ágúst en hámarksfjöldi para er 50. Skráning er hjá Sam- vinnutryggingum (96-71228) á skrifstofutíma. Keppnisgjald er 5000 kr. á par. Búðardulur Móttaka vegna heyrnar- og talmeina Móttaka veróur á vegum Heyrnar- og talmeinastöövar íslands i Búðardal 15. ágúst og í Stykkishólmi dagana 16. og 17. ágúst. Þar fer fram greining heyrnar- og talmeina og úthlutun heyrnartækja. Sömu daga aö lokinni mót- töku Heyrnar- og talmeina- stöövar verður almenn lækn- ingamóttaka sérfræöings i háls-, nef- og eyrnalækn- ingum. Tekiö er á móti viðtals- beiónum hjá viökomandi heilsugæslum. Myndbönd Topp 20 (27.03.-3.8.1988) 1. (1) No Way Out (Skifan) 2. (2) Nornirnar frá Eastwick (Steinar) 3. (3) Windmills of the Gods (J.B. Heildsala) 4. (14) Kæri Sáli (Háskólabíó) 5. (4) The Bourne Identity (Steinar) 6. (5) Innerspace (Skífan) 7. (6) The Man with two Brains (Steinar) 8. (7) Full Metal Jacket (Steinar) 9. (13) Slamdance (Steinar) 10. (9) Blue Velvet (J.B. Heildsala) 11. (15) Power (Steinar) 12. (•) The Squeeze (Steinar) 13. (-) Bigfoot and the Hendersons (Laugarásbíó) 14. (10) The Last Innocent Man (J.B. Heildsala) 15. (8) Dirty Danc- ing (J.B. Heildsala) 16. (•) Blood Relatives (Bergvik) 17. (17) Crocodile Dundee 1 (Steinar) 18. (16) White Water Summer (Skífan) 19. (-) Host- age (J.B. Heildsala) 20. (20) Hands of a Stranger (J.B. Heildsala) Gallerí Föstudaginn 5. ágúst verð- ur opnuð sýning á verkum þýska listamannsins Gerhard Amman. Sýningin verður opn- uö kl. 20.00. Galleríið sem er á Vestur- götu 20, bakdyr, er opiö á kvöldin og eftir samkomu- lagi. Aöur hafa sýnt í galleríinu listamennirnir Halldór Ás- geirsson, Árni Ingólfsson, Bjarni H. Þórarinsson, Kees Visser og Ragna Róberts- dóttir. Sýning Gerhards stendur út mánuðinn. Nýlistasafnið Birgir Andrésson opnar myndlistasýningu í efri sa! í Nýlistasafninu Vatnsstíg 3b í Reykjavík 6. ágúst n.k. kl. 16.00. Birgir sýnir þar 2 skúlptúra og nokkur myndform.sýningu Birgis lýkur sunnudagmn 21. ágúst kl. 20.00. Sjónþing Laugardaginn 6. ágúst mun Bjarni H. Þórarinsson standa fyrir sjónþingi í Ný- listasafninu Vatnsstíg 3b í Reykjavík. Þar mun Bjarni kynna hug- myndir sínar um þaö sem hann kallar „sjónháttafræöi". Þessi fræöi leggja úr höfn, brynjuð þrem sjónháttum, einbendu, tvíbendu og þrí- bendu. Sjónþing hefst laugardag- inn 6. ágúst kl. 16.00 og lýkur sunnudaginn 21. ágúst. Amnesty International Fangar mánaðarins - júlí 1988 Mannréttindasamtökin Amnesty International vilja vekja athygli almennings á máli eftirfarandi samvisku- fanga í júlí. Jafnframt vonast samtökin til aö fólk sjái sér fært aö skrifa bréf til hjálpar þessum föngum og sýna þannig i verki andstöðu sína gegn því aö slík mannrétt- indabrot séu framin. íslands- deild Amnesty gefureinnig út póstkort til stuðnings föngum mánaóarins og fást áskriftir á skrifstofu samtak- anna. Sómalía: Nur Barud Gur- han er 33 ára gamall prédik- ari og kennari í íslamskri trú. Hann var handtekinn, ásamt öðrum sem einnig kenndu íslamska trú, í kjölfar tilkynn- ingar um stofnun íslamskrar hreyfingar i Sómalíu í maí 1986. Þessi hreyfing hafði að markmiöi að miðla þekkingu á kenningum og lögum KRATAKOMPAN Aðalfundur Alþýðubrauðgerðarinnar hf. fyrir 1986-1987 Verður haldinn 22. ágúst n.k. kl. 5 siðdegis í Iðnó uppi. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. islamskrar truar og hafói ver- ið meö gagnrýni á hömlur sem stjórnvöld höfðu verið meö i trúmálum. Þann 7. apríl 1987 voru NurGurhan og 15 aðrir leiddir fyrir rétt og ákæröir fyrir aö „hafa stofn- aö niöurrifssamtök" og „hag- nýtt sér trú til aö stuðla að þjóöarsundrungu". Dauðarefs- ing er viö þessum ákærum. Hinir ákærðu höföu enga lög- fræðinga. Nur Gurhan og 8 aðrir hlutu dauöarefsingu, 3 fengu langa fangelsisdóma og 4 voru náðaðir. Amnesty- samtökin böröust fyrir að dauðarefsingunni yröi breytt í fangelsisdóm. Þann 4. ágúst 1987 varö forseti Sómaliu við þeirri beiðni. Perú: Agripino Quispe Hilario er 56 ára gamall kennari í Mótmælendatrú. Hann var handtekinn í októ- ber 1985 af Rannsóknarlög- reglunni. Þegar meölimir í Mótmælendakirkjunni sáu hann stuttu seinna sagóist hann hafa játaö aö vera hryðjuverkamaður vegna þess aö hann var pyntaöur svo hroöalega. í réttarhöldun- um neitaöi Agripino Hilario ásökunum um hryðjuverk. Agripino Hilario starfaði sem skósmiöur. Hann stofnaöi og stýrði evangelískri kirkju í heimahéraði sínu og haföi veriö friðardómari. Meðlimir evangelísku kirkjunnar í Perú hafa oft orðið fyrir mannrétt- indabrotum skv. skýrslum sem hafa borist Amnesty- samtökunum. Litlu trúarsam- félögin hafa oft oröiö fórnar- dýr valdníöslu lögreglu og hers og telja Amnestysam- tökin aö þátttaka Hilarios í trúmálum sé líklegasta ástæöan fyrir handtöku hans. Sovétríkin: Enn Tarto er 49 ára gamall fyrrverandi texta- fræöingur frá Estoníu á Eystrasalti. Hann var hand- tekinn áriö 1983 eftir að hafa mótmælt byggingu nýrrar viö- skiptahafnar i Tallinn, höfuð- borg Estoníu. Hann taldi að efnahagsákvarðanir sem teknar væru í Moskvu heföu leitt til aðflutnings rúss- neskra verkamanna og að bygging hafnarinnar myndi ýta undir slíka þróun. Enn Tarto og 12 aðrir undirrituöu opiö bréf þessu til áréttingar. Áriö 1986 voru Enn Tarto og þrír aðrir sem undirrituðu bréfiö fundnir sekir um „and- sovéskan áróöur" og hlaut Tarto 10 ára fangelsisdóm og þar á eftir 5 ára útlegðardóm. Lögfræðingur hans vildi fá al- gjöra niðurfellingu þar sem þaö sem Enn Tarto gerði hafði veriö samkvæmt stjórn- arskrá Sovétríkjanna og Mannréttindasáttmála S.Þ. Siöan „glasnoststefnan" varö ríkjandi hafa fleiri lýst áhyggjum sínum yfir auknum rússneskum áhrifum í menn- ingar- og efnahagslífi Estoníu og miklar mótmæjagöngur hafa átt sér stað. í apríl 1988 fékk Estoníalýðveldið aukin yfirráö yfir efnahagsskipulagi sfnu. Árið 1987, á 70 ára bylt- ingarafmælinu, voru hinir þrír fangarnir náðaðir og látnir lausiren skv. upplýsingum Amnestysamtakanna hefur Enn Tarto fengiö tveggja ára styttingu á fangelsisdómnum en virðist þurfa aö fara í 5 ára útlegð. Þeir sem vilja leggja mál- um þessara fanga liö, og þá um leið mannréttindabaráttu almennt, eru vinsamlegast beönir aö hafa samband viö skrifstofu íslandsdeildar Amnesty, Hafnarstræti 15, Reykjavík, sími 16940. Skrif- stofan er opin frá 16-18 alla virka daga. Þar fást nánari upplýsingar sem og heimilis- föng þeirra aöila sem skrifa skal til. Einnig erveitt aðstoö við bréfaskriftir ef óskað er. . * Krossgátan Lárétt: 1 blökk, 5 þýtur, 6 lærði, 7 keyrði, 8 gortaöi, 10 hreyfing, 11 skarf, 12 framkvæmt, 13 gnæfa. Lóörétt: 1 fátæk, 2 galli, 3 píla, 4 lánist, 7 strax, 9 lokaorð, 12 gelti. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 sýtir, 5 ultu, 6 nái, 7 HU, 8 drifin, 10 rr, 11 oka, 12 órar, 13 rósir. Lóörétt: 1 sláir, 2 ýtir, 3 tu, 4 raunar, 5 undrar, 7 hikar, 9 fori, 12 ós. * Gengið Gengisskráning 145 - 4. ágúst 1988 Bandaríkj adollar Sterlingspund Kanadadollar Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Finnskt mark Franskur tranki Belgiskur franki Svissn. franki Holl. gyllini Vesturþýskt mark itölsk lira Austurr. sch. Portúg. escudo Spanskur peseti Japanskt yen Irskt pund SDR 24.11 ECU - Evrópumynt Kaup Sala 46,360 46,480 79,375 79,581 38,521 38,621 6,5112 6,5281 6,8181 6,8358 7,2077 7,2264 10,4627 10,4897 7,3296 7,3486 1,1811 1,1841 29,6419 29,7187 21,9067 21,9634 24,7220 24,7860 0,03351 0,03360 3,5179 3,5270 0,3045 0,3053 0,3760 0,3770 0,34883 0,34974 66,529 66,701 60,1985 60,3543 51,5523 51,6858 •RUV 21.50 Bandarísk bíómynd um systkin sem vinna fyrir sér sem farandsöngvarar. Eitt- hvað fyrir Bubba, Megas, Bjarna Ara, Bjartmar Guö- laugs og aðra slvinsæla trúbadora. • Stöð 1 16.10 Gigot. Gamanmynd frá 1962 meö Jackie Gleason í aöalhlutverki sem fjallar um mállausan húsvörð í París. • Rás 1 14.05 Svanhildur Jakobs leik- ur Ijúflingslög. 19.35 Jóhann Pálsson garö- yrkjustjóri talar um reski- plöntur. 21.00 Þáttur um séra Bjarna Þorsteinsson tónskáld á sumarvöku útvarpsins. • Rás 1 18.00 Frankie Boy, Ella, Arm- strong, Ben Webster o.fl. í sumarsveiflu Gunna Sal. ef aö líkum lætur. • Bylgjan Hallgrímur Thorsteinsson spyr: Hvað finnst þér? Sími: 611111. • Sfjaman 16.10 Mannlegi þátturinn. Árni Magnússon ræðirvið Steingrím Hermannsson um manngildi og auógildi. • RÓT 21.00 Allir mega leika upp- áhaldslögin sín fyrir aöra. Opiö útvarp á Rótinni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.