Alþýðublaðið - 24.08.1988, Síða 8

Alþýðublaðið - 24.08.1988, Síða 8
MUBieií Miövikudagur 24. ágúst 1988 ER NIÐURFÆRSLAN FÆR? Ríkisstjórnin skipaði sem kunnugt er sérstaka ráðgjafarnefnd til þess að bera fram tillögur um hvaða leiðir vœru fœrar til lausnar efnahagsvandanum. Ráðgjafarnefndin skilaði tillögum sínum í gœr, og kom hún sér saman um að svokölluð niðurfœrsluleið skyldi farin. Niðurfœrsluleiðin er mjög umdeild aðgerð, og því leitaði Alþýðublaðið umsagnar nokkurra aðila á henni. Olafur Ragnar Gríms- son, formaður A Iþýðubandalags: KURTEISLEGA NEFND NIÐURFÆRSLULEIÐ „Viö í Alþýðubandalaginu höfnum algerlega þessari leið forstjóranefndarinnar og teljum að hún feli fyrst og fremst í sér aö láta launafólk- ið í landinu bera, í gegnum stórfellda kjaraskerðingu, kostnaðinn af mistökum rík- isstjórna bæði Steingríms Hermannssonar og Þorsteins Pálssonar. Staðreyndin er sú að það er engin reunveruleg kreppa í efnahagslífinu á ís- landi, það er hér einstakt góðæri í aflabrögðum og mjög hagstæö skilyrði á okk- ar ytri mörkuðum. Erfiðleik- arnir hafa hinsvegar verið búnir til í stjórnarráðinu á undanförnum 4—5 árum með þvi að fylgja fram kolrangri stjórnarstefnu sem felst fyrst og fremst i þeirri ákvörðun ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar aö gefa vext- ina lausa árið 1985, í sam- felldum hallarekstri ríkis- sjóðs undanfarin ár, og einn- ig nú í ár, og í stórfelldri erlendri skuldasöfnun sem á greinilega að halda áfram á þessu ári. Þegar þetta kemur svo í þessa köku vaknar spurningin hvereigi aö borg- ar brúsann af þessum mis- tökum. Það er alveg Ijóst að forstjóranefndin með sinni niðurfærsluleið ætlar að fórna hagsmunum launafólks en vernda hagsmuni hinna nýríku, stéttar fjármagnseig- enda í landinu. Tillögur nefndarinnar um launalækk- un munu fyrst og fremst koma niður á láglaunafólki og fólki sem er með fast- bundin laun og enn auka á misrétti í okkar þjóöfélagi. Tillagan um hækkun raun- vaxta húsnæðismálalánanna mun hafa það í för með sér að greiðslubyrðin mun auk- ast sem nemur 3—4 árstekj- um venjulegs launafólks. Það Ólafur Ragnar Grímsson, for- maöur Alþýðubandalagsins. mun leiða til þess að mikill fjöldi þessa fólks missir íbúðir sínar. Hinsvegar ætlar forstjóranefndin alls ekki að hreyfa neitt við vaxtafrelsis- vitleysunni sem innleidd var 1986 og þorri ríkisstjórnarinn- ar viröist ætla að standa vörð um. Það á því að skerða laun launafólks í landinu á sama tíma og þeir sem hafa fengiö stórfelldan skattfrjálsan fjár- magnsgróða eiga áfram að hafa sitt á þurru. Þessa kjara- skerðingarleið forstjóranefnd- arinnar, sem kurteislega er nefnd niðurfærsluleið, hefðu kratarnir á kreppuárunum kallaö aðför að launafólki.“ Birgir Björn Sigurjóns- son, Bandalagi háskóla- manna: YKI Á RYRÐAR LAUNÞEGA „Ég er almennt þeirrar skoðunar að niðurfærsluleið í þeirri merkingu að færa nið- ur laun og verðlag í sömu hlutföllum, að færa niður inn- lendar tekjur til þess að lækka innlendan kostnað, það sé nokkuð vonlaust, a.m.k. þannig að allir beri nokkuð jafnan hlut. Það er alveg Ijóst að hægt er að lækka laun ríkisstarfsmanna með venjulegum valdboðum og það er hægt að lækka op- inberar gjaldskrár. Hugsan- lega getur rikisvaldið tosað lika niður landbúnaðarvöru- verðið með aðild sinni að þeim verðákvörðunum, en að öðru leyti sé ég ekki hvernig hægt er að búast við verð- lækkunum, einkanlega ekki í því þensluástandi sem ríkir í dag og miðað við að það ríki áfram frjáls verðlagning. Þá erum við fyrst og fremst að tala um að skerða kjör opin- berra starfsmanna og rýra ákveðna tekjustofna opin- berra stofnana, en ekkert verður séð hvort þetta hefur nein áhrif að öðru leyti á hin- um almenna markaði, hvorki hvað varðar laun vegna hinn- Birgir Björn Sigurjónsson, Bandalagi háskólamanna. ar miklu þenslu sem þar er eða það launaskrið sem kæmi í kjölfarió, eða vegna þess að fyrirtækin hafa frjálsa verðlagningu. Ef menn eru hinsvegar að tala um aó taka af frjálsa verðlagningu og setja á mjög ákveðna verðstýringu þar sem er ákveðið vöruverð, þá erum við komin inn í allt annað hagskipulag og þá má vel vera að þetta sé hægt, en mér sýnist ekki vera neinar forsendur fyrir því í dag. Nið- urfærsluleiðin er því fram- kvæmanleg við viss skilyröi, sem ég eygi ekki að séu fyrir hendi hér, og ég sé ekki að þaö sé pólitískur vilji fyrir því að fara inn I slíkt hagskipu- lag sem krefðist slíkrar mið- stýringar. Þannig að ég hef megnustu vantrú á leiðinni almennt séð og mér sýnist hún koma mjög óréttlátt út; opinberir starfsmenn muni þurfa að bera þungar byrðar. Hinsvegar er alveg Ijóst að verðbólga er hér vaxandi, og nauðsynlegt að gera einhverj- ar aðgeróir. Ef menn eru sam- mála um það að þjóðarbúiö hafi orðið fyrir einhverjum skakkaföllum sem allir beri sameiginlega ábyrgð á, t.d. eins og að verðlag erlendis lækki okkar vörur, þá tel ég að til séu leióir þar sem allir beri ákveðnar byrðar. Ég tel að meö bráðabirgðalögunum í maí hafi launafólk einhliða þurft að bera byrðarnar af þeim afföllum sem þá voru skráð, og mér finnst nú vera komið að öðrum tekjuhópum í þjóðfélaginu en launafólki, fyrirtækjum og fjármagnseig- endum.“ Danfríður Skarphéðins- dóttir, Samtökum um Kvennalista: DRAUMÓRAKENND „Sú skýrsla sem verið er að fjalla um í blöðum er ekki opinbert plagg, þarafleiðandi höfum við að okkar mati ekki nógu nákvæmar upplýsingar til að bregðast viö þessu að Danfriður Skarphéðinsdóttir, Samtökum um Kvennalista. öllu leyti. Það er erfitt að gera athugasemdir við það sem er svona óljóst. Það hafa þó verið dregnar fram megin- línur í blöðunum og þá kem- ur fyrst upp í hugann þessi 9% lækkun á launum sem fyrirhuguð er. Það þykir okkur með öllu óverjandi, að ætla launþegum á þennan hátt að taka á sig gjaldþrot fyrir- tækja. Ég vil velja athygli á þvi að þegarvið lögðum til að lágmarkslaun yrðu lög- bundin var samningsrétturinn heilög kýr sem alls ekki mátti snerta, þannig að við trúum því ekki að þessi leið verði valin. Það hefur verið talað um að gera víðtækar hliðar- ráðstafanir en þaö hefur verið fjallað um þær í véfréttastíl og við getum því ekki gert okkur grein fyrir hverjar þær veröa. Hér er verið að fjalla um svo mikilvæg mál, og svo afgerandi fyrir hvert einasta mannsbarn í landinu, að mér finnst meö öllu óverjandi að það sé fjallað um það á svona takmörkuðum vett- vangi, Að ekki skuli t.d. hafa verið kallað saman þing. Varðandi hækkun húsnæðis- vaxta þykir mér það ákaflega þungbært ofan á allar þær skuldirsem húsbyggjendur draga á eftir sér nú þegar. Þá vaknar einnig sú spurning varðandi launin og verðlækk- anir hver kemur til með aö hafa stjórn á þessu. Launa- lækkunin kemuraðeins niður á taxtakaupinu, svo hvað um óunnayfirvinnu og yfirborg- anir af ýmsu tagi? Verða laun forstjóranna athuguð? Á meðan hægt er að setja lög um launalækkun á að treysta aögerðir kaupmanna til verð- lækkunar. Það hafa flestir reynslu af þvi hvernig þeir brugðust við því þegar matar- skatturinn var settur á, og jafnvel heyrist nú opinber- lega að þeir séu nú þegar búnir að hækka verölagiö til að geta lækkað það aftur. Mér finnst niðurfærsluleiðin eins og hún liggur fyrir vera næstum draumórakennd. Það er öruggt að þaö má lækka Óskar Vigfússon, formaður Sjó- mannasambands íslands. einhver laun en það eru ekki taxtalaunin sem á að lækka. Með þessu er í raun og veru verið að segja að það séu launþegar sem séu aðalskað- valdurinn að efnahagsvand- anum, og það er sama gamla sagan að það er alltaf farið ofan í sömu vasana." Óskar Vigfússon, Sjó- mannasambandi Islands: NÆR TIL 30-40% LAUNÞEGA - HINIR SLEPPA „Það er spurning hverju verið er að leita eftir með niðurfærsluleiðinni sem slíkri. Ég fæ ekki séð, út frá sjónarmiðum launþega, ann- að en þetta sé aðferð til þess að koma beint framan að fólki og segja því að það eigi að lækka kaupiö þeirra. Það er nú kannski útaf fyrir sig allt í lagi. En þá er náttúru- lega spurningin hvort allir launþegar verði fyrir þessari skeröingu, eða er það aðeins hluti þeirra? Mitt mat er það að þetta nái til svona 30— 40% launþega i landinu og hinir sleppi allir, og hvað á að gera við þá? Ég tel þessa nið- urfærsluleið þvi mjög illfram- kvæmanlega." Sigurgeir Sigurðsson, formaður Sambands íslenskra s veitarfélaga: MÆLI MEÐ HENNI „Ég held að sem gamalgró- inn sveitarstjórnarmaður hljóti ég að maela með því að hún sé reynd. Ég geri mér ekki grein fyrir þeim erfiðleik- um sem geta verið í fram- kvæmd hennar, en ég tel að hún sé mjög heppileg ef hægt er aö fara hana. Ég held að fólk hljóti að taka miklu ábyrgari afstöðu til hennar en þessara sífelldu gengisfellinga. Ég er því mjög hlynntur því að þetta verði reynt.“ Sigurgeir Sigurðsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfé- laga.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.