Alþýðublaðið - 26.08.1988, Síða 3
Föstudagur 26. ágúst 1988
3'
FRÉTTIR
Salan á Granda
r w
OLIUSTRIÐI?
Aö baki 500 milljón króna
tilboöi Sjóvár, Hampiðjunnar,
Hvals og Venusar í 78% hlut
borgarinnar í Granda glittir í
vaxandi hörku í stríöi olíufé-
laganna um markaöshlut-
deild. Allt frá því Óli Kr. Sig-
urðsson keypti yfirgnæfandi
meirihluta í OLIS hafa Skelj-
ungur og ESSO, olíufélag
samvinnuhreyfingarinnar,
sameinast um aö yfirtaka viö-
skipti OLÍS og stundum meö
góöum árangri. Sterk tengsl
eru á milli ákveöinna hluthafa
og stjórnarmanna í fyrirtækj-
unum fjórum og síðan Skelj-
ungs og ESSO.
OLÍS Á 7,5% í Granda og
fjölskylda Ingvars Vilhjálms-
sonar á 14,5%. Fyrir kaup
Óla Kr. Sigurðssonar á 70%
hlutafjár í OLÍS var fjölskylda
Ingvars Vilhjálmssonar einn
stærsti eignaraðilinn í OLIS
með tvo menn í stjórn. Eign-
arhlut sinn í Granda fékk
OLÍS siðar upp i skuldir.
Grandi er enn einhver stærsti
viðskiptavinur OLÍS og er út-
gerðarfyrirtækið samkvæmt
heimildum blaðsins stór-
skuldugt olíufélaginu.
Hvalur hf. og um leið dótt-
urfyrirtæki þess, Venus, eru
stórir hluthafar í ESSO. Vara-
formaður stjórnar ESSO er
Kristján Loftsson, forstjóri
Hvals og Venusar og stjórn-
armaður í báðum fyrirtækjun-
um. Stjórnarmenn í Sjóvá til
skamms tíma voru Ingvar Vil-
hjálmsson og Björn H'all-
grímsson, en sá síðarnefndi
er stjórnarformaður Skelj-
ungs, og í stjórn Sjóvár situr
nú sonur hans, Kristinn
Björnsson. Þar situr einnig
téður Kristján Loftsson. í
stjórn Skeljungs situr enn-
fremur Gunnar J. Friðriksson,
sem einnig á sæti í stjórn
Hampiðjunnar. Stjórnarfor-
maður ESSO til skamms
tíma, Hjörtur Hjartar, situr í
stjórn Hvals.
Með hliðsjón af þessum
augljósu og sterku tengslum
er ekki óeðlilegt að álykta að
ný meirihlutasamsteypa í
Granda kysi að beina við-
skiptum sínum tii ESSO og
Skeljungs og bola OLÍS út úr
Granda, sinum stærsta við-
skiptavini.
Auk þess sem búast má
við að staða Granda fari
batnandi á næstu árum má
búast við því að þetta skýri
áhuga fyrirtækjanna fjögurra
á því að fara í útgerð á þess-
ari stundu. Hvað Hval hf.
varðar má einnig greina alvar-
lega leit fyrirtækisins að öðr-
um atvinnurekstri i stað hval-
veiðanna. Að menn hafi gef-
ist upp í þeim slag og hyggi
á önnur mið.
Aðalfundur
sauðfjárbœnda
MARKAÐS- OG
GREIÐSLUMÁL í
ALGJÖRUM ÓLESTRI
Aðalfundur Landssamtaka
sauðfjárbænda verður hald-
inn á Flúðum í dag og á
morgun. Að sögn Björns
Birkissonar, stjórnarmanns í
LS, má búast við að stærstu
mál aðalfundarins verði
markaðsmálin og greiöslur til
sauðfjárbænda, mál sem
mjög hafa þróast til verri veg-
ar aö undanförnu.
„Markaðsmálin hafa stór-
lega versnað undanfarin ár.
Markaðir ytra hafa þrengst og
hér heima hefur salan dregist
saman með tilheyrandi aukn-
um birgöum. Það er greini-
legt samband á milli verðsins
og neyslunnar og hafa ýmsar
stjórnvaldsaðgerðir leitt af
sér mun hærra vöruverð.
Erlendis hafa okkar bestu
markaðslönd siöan verið að
vernda sinn eigin landbúnað
og þá hefur þrengst um út-
flutninginn. Greiðslumálin
eru siðan í ólestri og það
tengist meðal annars slæmri
stöóu sláturhúsanna. Þegar
slíkir aðilar lenda í erfiðleik-
um og jafnvel gjaldþroti erum
við álíka réttlausir og svartir
menn í Afríku," sagði Björn.
. Hann bætti því við að verk-
efni aöalfundarins væru að
öðru leyti mörg og margvis-
leg.
Páll Þorsteinsson útvarpsstjóri Bylgjunnar afhenti Jóni Hjaltalín Magnússyni formanni Handknattleikssambands íslands stóra og veglega ávisun
í hálfleik á landsleik íslendinga og Sovétmanna á miövikudaginn. Bylgjan stóð fyrir fjársöfnun til styrktar landsliðinu með þvi að gefa áheyrendum
sínum kost á að greiða fyrir að leikiö var þeirra uppáhaldslag.
Ríkisstjómin og verkalýðshreyfingin
SAMRÁÐIÐ KOSTAR SITT
Á ríkissfjórnarfundi í gær-
morgun kom hver flokksfor-
maöur meö veganestiö sitt,
skilyröin fyrir stuöningi viö
niöurfærsluleiöina. Forsætis-
ráðherrann skýröi formlega
frá því að hans flokkur væri
reiöubúinn, en miklu máli
skipti afstaöa Alþýðusam-
bandsins. Að því búnu félist
ríkisstjórnin á samráö, eöa
tilraun til þjóðarsáttar.
Eftir að farið var að tala
um niðurfærsluna og sýnt
hvað fælist i tillögum for-
stjóranefndarinnar hafa skilin
orðið greinilegri um vilja
stjórnarflokkanna.
Sýnt þykir að bæði Fram-
sókn og kratar vilji láta reyna
á niðurfærsluna í stað hefð-
bundinna úrræða, en Sjálf-
stæðisflokkurinn hefurorðið
fráhverfari eftir að í Ijós kom
Kristján
Þorvaldsson
skrifar
hvað raunverulega er innifalið
i pakkanum.
í Morgunblaðinu i vikunni
mátti sjá að Þorsteinn Páls-
son og hans menn treystu
sér ekki til að ganga alla leið.
Flokkurinn sýnist raunarklof-
inn í afstöðu sinni. Þannig
virðist Ijóst að útgerðarmenn
og fiskvinnslan vilji feta nýju
brautina, en heildsalagengið
og fjármagnsmangararnir af-
neita henni gersamlega.
Leikur ÞorsteinsJ stöðunni
var að höfða til ASÍ-raddanna,
um að ekki kæmi til greina
umrædd hækkun húsnæðis-
vaxta á meðan rætt væri um
lækkun vaxta almennt. Siðan
kom sendingin frá Akureyri
um að skilyrði Sjálfstæðis-
flokksins fyrir stuðningi við
niðurfærsluna fælist í vilja
Ásmundar. Það átti því að
verða hlutskipti ASÍ-for-
mannsins að kaffæra niður-
Jærsluna fyrir Sjálfstæðis-
'flokknum — vegna hræðslu
Þorsteins við hagsmunahóp-
ana sem mega ekki heyra
minnst á lögbundna niður-
færslu verðlagsins.
Framsókn og kratar verða
því að finna ásættanlega leið
fyrir forsvarsmenn verkalýðs-
félaganna til inngöngu, ekki
síst vegna þeirra orða sem
forseti Alþýðusambandsins
hefur látið falla. Tilboö um
samráð verður að vera það
girnilegt, að ekki líti svo út,
að menn éti allt ofan í sig
sem þeir hafa sagt á undan-
förnum vikum.
Tilboðið hlýtur að fela í sér
nokkurs konar biðleik. Spurn-
ingin verður því fyrst um það
hvort verkalýðsforystan sé til-
búin að fresta umsömdum
launahækkunum, 2,5%, sem
eiga aó verða fyrsta sept-
ember, gegn því að rikis-
stjórnin geri eitthvað bita-
stætt á móti.
Samkvæmt heimildum Al-
þýðublaðsins hefur m.a. verið
rætt um aö „tilboðið" feli í
sér, að gegn frestun á launa-
hækkunum verði allsherjar
veróstöðvun sem komi í veg
fyrir tilhneigingu til hækkana
almennt, þ.e. þýöi raunveru-
lega verðlækkun. Verkalýðs-
hreyfingin fái tryggingu fyrir
því, að umtalsverð búvöru-
verðshækkun verði fryst. Ið-
gjaldshækkanir tryggingafé-
laga frystar, en talið er að
þær geti annars orðið yfir
10%. Síðast en ekki sist:
vaxtalækkun.
Ríkisstjórnin biður þvi um
frest til að ganga úr skugga
um hvort erfiðleikarnir við
framkvæmd niðurfærslunnar
séu óieysanlegir. Ef biðleikur-
inn verður samþykktur feli
það jafnframt i sér samráð
um framhaldið.
Hinn kosturinn fyrir ríkis-
stjórnina, í bakhöndinni, er
• að verði þessu hafnað komi
til sígildu leiðarinnar, gengis-
fellingar, kjaraskerðingar og
kaupmáttarrýrnunar, án nokk-
urs á móti.