Alþýðublaðið - 26.08.1988, Side 4

Alþýðublaðið - 26.08.1988, Side 4
4 Föstudagur26. ágúst 1988 Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra svarar efnahagsnefnd Alþýðubandalagsins varðandi starfsemi nýrra fjármálafyrirtœkja: Frumvörp um „gráa markaöinn" lögð fyrir Alþingi í þingbyrjun Efnahagsnefnd Alþýðu- bandalagsins sendi Jóni Sig- urðssyni viðskiptaráðherra bréf dagsett þ. 22. þ.m. með fyrirspurnum um starfsemi nýrra fjármálafyrirtækja og kröfum til viðskiptaráðherra og rikisstjórnarinnar um ráð- stafanir sem miða að skoðun á starfsemi allra fjármálafyrir- tækja á hinum svonefnda „gráa markaði". Undir bréfið rita fyrir hönd efnahags- nefndar Alþýðubandalagins Ólafur Ragnar Grímsson, Steingrimur J. Sigfússon, Svavar Gestsson og Svanfrið- ur Jónasdóttir. Jón Sigurðsson viðskipta- ráðherra svaraði bréfi nefnd- arinnar þ. 24. ágúst sl. og birtist svar ráðherrans hér í heild. 24. ágúst 1988. Alþýðubandalagið — efnahagsnefnd Hverfisgötu 105, 101 Reykjavík. Vísað er til bréfs yðar dags. 22. þ.m. varðandi starf- semi nýrra fjármálafyrirtækja o.fl. Það er rétt, sem segir í bréfinu, að vöxtur fjármálafyr- irtækja af ýmsu tagi hefur verið mikill á síðustu misser- um. Það er hins vegar mis- skilningur að það hafi „að mestu verið án formlegs eft- irlits af hálfu opinberra aðila“. í gildi eru lög sem veita bankaeftirliti Seðlabanka ís- lands heimildir til þess að framkvæma eftirlit með verð- bréfamiðlun og rekstri verð- bréfasjóða. Skal í því sam- bandi bent á að í IV. kafla laga um Seðlabanka íslands er að finna víðtæk ákvæði um bankaeftirlit og í reglu- gerð settri samkvæmt þeim, nr. 470/1986. I 34.-36. gr. reglugerðarinnar er m.a. kveðið á um eftirlitsskyldu bankaeftirlitsins með fjárfest- ingarfélögum, eins og þau eru skilgreind í lögum nr. 9/1984. Einnig er kveðið á um eftirlitsskyldu bankaeftirlits- ins í reglum um starfsemi á verðbréfaþingi og um verð- bréfamiðlun skv. lögum nr. 27/1986. I 15. gr. þeirra laga er kveðið á um eftirlitsskyldu bankaeftirlitsins með starf- andi verðbréfafyrirtækjum. Með heimild í framan- greindum lögum og reglu- gerðum hefur bankaeftirlitið haft eftirlit með starfsemi verðbréfafyrirtækja, sem fólg- ið hefur verið í heimsóknum til fyrirtækjanna, í innköllun endurskoðaðra ársreikninga frá þeim og annarri uþþlýs- ingasöfnun. Því er rangt að segja, að þessi fyrirtæki séu „að mestu sjálfala og eftirlits- laus“. Hitt er annað mál að skort hefur ýmis ákvæði um rekstur fyrirtækjanna. Má þar nefna skýr ákvæði er girði fyrir hagsmunaárekstra verð- bréfafyrirtækis og verðbréfa- sjóðs, sem það rekur, ákvæði um upplýsingaskyldu gagn- vart eigendum hlutdeildar- skirteina í verðbréfasjóði, ákvæði um eiginfjárstöðu verðbréfafyrirtækis o.fl. Einn- ig vantar reglur um starfsemi svokallaðra fjármögnunar- leigufyri rtækja. Af þessum ástæðum skip- aði ég hinn 16. febrúar sl. nefnd til þess að fjalla um starfsemi á fjármagnsmark- aði utan banka og sparisjóða. Nefndin hefur kannað nauð- syn á frekari lagasetningu um þessa starfsemi og ákvað hún að skipta verkefni sínu í þrjá þætti. í fyrsta lagi ákvað hún að fjalla um verðbréfaviðskipti og verðbréfasjóði og í fram- haldi af þeirri umfjöllun samdi hún drög að frumvarþi til nýrra laga um það efni. Nefndin hefur leitað um- sagna um frumvarpsdrögin hjá ýmsum aðilum og mun hún innan skamms ganga frá breytingum á texta frum- varpsdraganna í samræmi við ábendingar frá þeim. Ég mun væntanlega fá endanleg frumvarpsdrög í hendurá næstu dögum og mun ég þá leggja frumvarp fyrir ríkis- stjórnina og þingflokka henn- ar til ákvörðunar um fram- lagningu á Alþingi. I öðru lagi fjallaði nefndin um fjármögnunarleigur og samdi hún síðan drög að frumvarpi til laga um eignar- leigu. Nefndin sendi nokkr- um aðilum drögin til umsagn- ar og rennur umsagnarfrestur út í lok þessa mánaðar. Síð- an verður gengið frá frum- varþi, sem lagt verður fyrir ríkisstjórnina og þingflokka hennar til ákvörðunar um framlagningu. Að því er ákveðið stefnt, að bæði þessi frumvörp verði lögð fyrir Alþingi í þingbyrj- un. Þriðji þátturinn í starfi nefndarinnar er rekstur á sviði greiðslumiðlunar, af- borgunarviðskiþta o.fl. sem einkum snýr að neytenda- vernd, en það starf er skemmra á veg komið hjá nefndinni en varðandi fyrstu tvo þættina. Eins og vitnað er til í bréfi yðar, þá hef ég nýlega i blaðaviðtali lýst nauðsyn þess, að tekið verði á tengsl- um milli viðskiptavina og fjár- festingarfélaganna, þannig að tryggt sé að félögin og stjórnendur þeirra séu ekki eigendur að þeim fyrirtækj- um, sem félögin kaupa skuldabréf af beint eða óbeint. Að því er nú unniö eins og að framan greinir og stefnt að því að frumvörp um málið fái þinglega meöferð þegar í haust. Alþýðubanda- lagið mun þá fá tækifæri til þess að vinna að framgangi málsins og vil ég nota tæki- færið og lýsa ánægju minni með þann áhuga á því, sem bréf yðar ber vitni. Jón Sigurðsson FrálSentenAer tflkynnir þú éígandaskqiti ökutækis á næsta pósthúsí Ætlar þú að skipta um ökutæki? Frá 1. september fara eigendaskipti fram á póst- húsinu. Þar liggur tilheyrandi eyðublað frammi og þar afhenda seljandi eða kaup- 5 andi eyðublaðið að útfyllingu lokinni og I greiða eigendaskiptagjald. s Mjög einfalt, ekki satt? BIFREIÐAEFTIRLIT RÍKISINS Athugaðu að frá og með 1. september verða eigendaskiptin einungis tilkynnt á pósthúsinu. Þeir sem hafa gert sölutilkynn- ingu fyrir þann tíma á önnur form sölutilk- ynninga eiga einnig að snúa sér til næsta pósthúss. POSTGIR05T0FAN Pósthús

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.