Tíminn - 21.11.1967, Side 6

Tíminn - 21.11.1967, Side 6
6 TÍMINN ÞRIÐJUDAGUR 31. nóvember 1967. Gerum fast verStilboð í tilbúnar eldbúsinnrétt- ingar og fataskópa. —- Afgreiðum eftir móli. Stuttur afgreiðslufrestur. — Hagkvæmir greiðsluskilmólar. Hver sl'ópur f eldhúsinnréttingunní lækkar um 500—1200 kr. tömu gæöum haldiö. ODDUR H.F. HEILDVERZLUN KIRKJUHVOLI 2. HÆÐ REYKJAVÍK r SÍMI 21718 E. KL. 17.00 42137. § SIEMENS HEIMILISTÆKI BRUNAVARDASTOÐUR Ákveðið hefur verið að fjölga brunavörðum í Slökkviliði Reykjavíkur frá 1. jan. 1968 að telja. Samkvæmt 10. gr. Brunamálasamiþykktar fyrir Reykjavík má ekki skipa í steður þessar aðra en þá, sem eru á aldrinum 22—29 ára. Þeir skulu hafa óflökkað mannorð, vera andlega og líkam- lega heilbrigðir og hafa fulla líkams- og starfsorku. Laun samkvæmt kjarasamningi starfsmanna Reykj avíkurborgar. Eiginhandarumsóknir um stöður þessar, ásamt upplýsingum um náms- og starfsferil, sendist und- irrituðum fyrir 5. des. n.k- 20. nóvember 1967. Slökkviliðsstiórinn í Raykjavík. ÖKUMENN! Látið stilla í tíma. HJÓLASTILLINGAR MÓTORSTILLINGAR LJÓSASTILLINGAR Fljót og örugg þjónusta. BÍLASKOÐUN & STILLING Skúlagötu 32 Sími 13-100 RAFVIRKJUN NýlagnLr og viðgerðir. — Simi 41871. — Þorvaldur Hafberg, rafvirkjameistari. SlvKII B0RÐ FYRIR HEJMILI OG SKRIFSTOFUR DE UUXE “U = s r T3 s| r TT— -11 ■ frAbær gæði ■ ■ FRÍTT STANDANDI ■ ■ STÆRÐ: 90x160 SM ■ ■ VIÐUR: TEAK ■ ■ FOLÍOSKÚFFA ■ ■ ÚTDRAGSPLATA MEÐ ■ GLERI A ■ SKÚFFUR ÚR EIK ■ HÚSGAGNAVERZLUN REYKJAVÍKUR BRAUTARHOLTI 2 - SÍMI 11940 Attræð í dag: ANNA NORDAL frá Ólafsfirði Fyrir tíu árum sendi faðir minn frú Önnu Nordal afmæliskveðju þennan dag. Hún var þá nýflutt úr Norðurlandi og langri samvist í héraði lokið. Hann sagði í upp- hafi, að norsk skáldkona hefði ein- hverntíma látið þau orð falla, að nóvemfoer væri dapurlegasti tími ársins. Þá væri myrkrið í algleym imgi til beggja handa. „En sumum dögum fylgir samt unaður og fegurð", sagði hann „jafnvel þótt sé á þessum dimma árstíma. Og þannig hugsa ég mér 21. nóvember afmælisdag frú Önnu Nordal frá Ólafsfirði. Hann ber svipmót hennar sjálfrar og allra þeirra minninga, sem ég á og geymi um þessa góðu og elsku legu konu. Þar er bjart um að litast, sól og vor, en ekkent skamm degi“. Þessi orð vil ég nú gera að mín um, er ég hugsa í dag til minna hollu og glöðu vina, frú Önnu og síra Ingólfs. Og ég veit, að þeir eru margir, vinir þeirra og gömul sóknarböra, sem hugsa eitthvað á þennan veg nú og kysi öllu framar að mega hverfa til þeirra og njíta gleði hins góða vinafund ar, eins og svo oft á liðnum árum. En þótt fjarlægðin hefti för og ekki verði notið ljúfra samvista á heimili frú Önnu, erum við þó ekki með öllu afskipt. Hin björtu áhrif afmælisbarnsins, sem safn- azt hafa í sálina við löng kynni koma nú fram. Og dagurinn er bjartur. Ummæli norsku sl?áldkon unnar eiga engan stað þennan nóvemberdag, því að hann er eins og vorið, eins og blíður blær þess um Jónsmessuna norður við yzta haf. Frú Anna er fædd 21. nóvember 1897 og voru foreldrar hennar VOGIR cg varahlutir í vogir, ávallt fyrirliggjandi. Rit- og reiknivélar. Sími 82380. Húnvetningar, móðirin Sóibjörg Jónsdóttir frá Hjallalandi í Vatns dal, en faðir hennar Jóhannes Nor dal frá Kirkjubæ í Vindhælis- hreppi. Jóhannes er kunnur maður en hann sá um byggingu fyrsta ís- hússins í Reykjavík og annaðist rekstur þess í áratugi. Sonur hans, en hálfbróðir fiú Önnu, er dr. Sigurður Nordal prófessor. En þó að frú Anna eigi frændur beggja foreldra í Húnaþingi er hún lítt bundin ættstöðvum sín um þar, því að hún ólst upp í Rieykjaivík. Var hún ung tekin til fósturs á rausnarheimilið Rauðar- á, þar sem hvort tveggja fór sam an hjá hinum þekktu ágætis- hjónum, Vilhjáimi Bjarnarsyni og Sigríði Þorláksdóttur, hin gamla íslenzka sveitamenning og hið bezta úr bæjarbragnum. Tuttugu og þriggja ára giftist svo Anna úr húsum fósturforeldr anna að Rauðará ungum guðfræði stúdent, Ingólfi Þorvaldssyni frá Krossum á Árskógsströnd. Þrem vetrum síðar vígðist hann prestur til Lundarbrekku, Ljósavatns- og Þóroddstaðarsókna í Suður-Þing eyjaprófastsdæmi. Prestsetrið var á Vatnsenda, illa hýst. Voru það viðbrigði báðum, enda eigi síður höfðingssetur á Krossum en Rauð ará. Að ári liðnu var síra Ingólfi veitt prestsembættið á Ólafsfirði og fluttust þau þá í kauptúnið þar. En góðar minningar geyma þau hjónin frá tímanum með Þingey ingum, og er hvergi að sjá, að ytri erfiðleikar hafi skyggt á þetta ævintýraár æskunnar. Starfstíminn á ÓLafsfirði varð langur og heilladrjúgur. Þau urðu þar samfleytt j 33 ár, og þeim stað er nafn þeirra bundið. Frú Anna er mikil húsmóðir. Heimili.ð sem hún bjó manni sínum og sonunum þremur á Ólafsfirði var svo hlýtt og fegrað, að þangað var unun að koma. Hinar þröngu stofur í litla prests húsinu rúmuðu ótrúlega höfðing legan búnað. Langferðamönnum á þessum afskekbta stað var þar vís gisting eftir kátustu kvöldræð ur, en gestum og gangandi hvort heldur voru heimamenn eða að- komnir, var veittur hinn lystileg asti beini. Smekkvísi prestsfrúar innar og gestrisni er svo fullkom in, að þegar hún ber á borð er eins og búin veizla, þótt rilefnið gæti kallast hversdagslegt. Minn- ist ég þessa bæði, þegar ég kom á heimili frú Önnu og síra Ingólfs á Ólafsfirði með foreldrum mínum og svo síðar í þeirra fylgd eða einn míns liðs, að Hagamej -t5, efitir að þau urðu að segja lausu emþættinu nyrðra og voru flutt suður. Mótttökur og viðmót þess- ara elskulegu hjóna er alveg hið sama hvort þar er prófasturinn á vísitazíuferð eða ungur skólapiltur, sem er kominn til að leita ráða og upplyftingar. Það eru einmitt minnin frá mörgum slíkum samverustundum, sem koma fram í hugann í dag. Og er þá nema von, að nóvemberdimm an hverfi og vor sé yfir? Með afmæliskveðjunni sendi ég ykkur hjartanlegar þakkir fyrir alia elskulega samfundi, frú Anna og síra Ingólfur. Þegar ég kvaddi var alltaf efst í huganum hve skemmtilegt yrði að hitta ykkur næst. í dag er það aðeins í and- anum. En það er ekki síður mikils virði — að fá bjartan vordag í hugann í ofanverðum nóvember. Ágúst Sigurðsson, frá Möðruvöllum.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.