Tíminn - 21.11.1967, Blaðsíða 8

Tíminn - 21.11.1967, Blaðsíða 8
s ÞRIÐ.IUÐAGUR 21. nóvember 1967. llllillllv v ' ■ miiiii |p|Í|||l#5 ■É uðu Styi Akureýri Jóhannes llllllili .............................. . s . íííslíííi SKWSX-í-ÍÍNÍi-tf: TÍMINN Á faUegum stað, þar sem skipt ast a fjölbreyttar klettaborgir og græn tún, skammt sunnan við g&niu Glerárrafstöðina á Akur- eyri, er nú að rísa þrískipt bygg- ing, nær eitt þúsund fermetrar að stærð. Þar á að verða griða- staður þeirra norðlenzkra manna og kvenna, sem forsjónin hefur ekki veitt fulla hæfni til þátt- töku í lífi og starfi heilbrigðra borgara. Hið afbrigðilega fólk á að njóta þar bæði hælisvistar og þeirrar þjálfunar til starfa, sem unnt er að veita. Þetta vistheimili á um leið að létta hinum þunga króssi af herðutn þess fólks, sem nú þarf að hjúkra og hjálpa hinu vangefna fólki á heimilum sín- uni. Heimili þetta á að heita Vistheimilið Sólborg. Hér er um líknarmál að ræða, sem allar menningariþjóðir hafa leyst að Stjórn Styrktarféiags Vangefinna á' Akureyri, Jón Ingimundarson, Jóhann Þorkelsson, Albert Sölvason, Jóhann es Óli Sæmundsson- og Níels Hansson. (Ljósmynd ED) Vistheímílí fyrir van- gefna reist á Akureyri veruiegu leyti, eftir ýmsum leið-lgjaid af hverri öl- og gosdrykkja-| drykkjaþambi íslendinga fyrir að um. flösku, seldri innanlands og þakka, að talsvert fé safnaðist á Alþingi samiþykkti á sínum leggja í sjóð til hjálpar hinu bág- þennan liátt. Sjóður, myndaður af tíma ,að taka skyldi nokkurra aura I stadda fólki, Og er miklu gos-l þessu gjaldi, er nefndur Tappa- Vistheimilið Sólborg á Akureyri í smíðum. (Ljósmynd ED) Nýjar bækur hjá Heimskringlu SJ-Reykjavík, mánudiag. f dag komu út tvær nýjar bæk- ur hjá Heimskringlki. Fjalldals- lilja eftir Dnífu Viðar og Ár og dagar, upptök og þróun alþýðu- samtaka á íslandi 1875—1934, sem Gunnar M. Magnúss tók sam- an. Fjalldalslilja er fyrsta skáld- saga Drífu Viðar. Hún er um litla stúlku, sem fer í sveit, og þegar bókinni ]ýkur er hún orðin full- orðin. Það skal samt tekið fram að þetta er fullorðinsbók. Fjall- dalsliljan er 213 bdaðsíður og feost ar 344 kr. með söluskatti. Kristín Þorkelsdóttir gerði bókarkápu. Ár og dagar er yfirlitsrit í fréttaformi um þróun alþýðusam- taka á fslandi, skrifuð í svipuð- um stíl og Öldin okkar. Ætlunin var að bóktn kæmi út í fyrra, en þá átti Alþýðusamband íslands hálfrar aldar afmæli. Stiklað er á helztu atburðum fjá þvi brautryðjendastarfið hófst verkalýðsfélög og sjéanannasam- tök urðu til laust fyrir síðustu ald^mót, og fram á þennan dag, rakin réttindabaráttan frá fyrsta áfanga og þar til unnust æ stærri sigrar með eflingu samtakanna og myndun Alþýðusambands ís- lands, en nitið er helgað hállfrar aldar afmœli þess. Frá þeim þáttaskilum er sáðan rakinn hinn nýi áfangi er alþýð- an eignast málgögn og málsvara út á við, stofnar pölitíska flokka, fær fuilltrúa í bæjarstjómum og á Aflþingi, beitir sér fyrir trygg- ingallöggjöf og hivers konar fram- faramálum, þar til verkalýðs- hreyfingin í heild er orðin það sterikt þjóðfféiagsafl, sem hún er ú. Bókin er prýdd fjöimörgum myndum úr sögu þessa tímabils, aff forystomönnum og tburðum. Hún verður í tveim bindum og er gert ráð fyrir að síðara bind- ið, 1935—1967, feomi út á næsta ári. Fyrra bindið er 208 bls. og bostar í bókalbúðum 484 kr. með söluskatti, en áskrifendur að bók- inni og félagar í Máli og menn- ingu greiða 363 kr. fyrir það. Gísli B. Björnsson gerði kápu. Nýlega komu einnig út hjá Heimskringlu skáldsagan TröIIin eftir Björn Bjarman og kvæða- bókin Fiðrildadans eftir Þorstein Valdimarsson. Einna mestar vin- sældar vekur þó Rauða kverið eftir Mao Tse Tung af Heims- kringluibófcum, en það er sagt renna út. Ennfremur _ er væntanleg fyrir jól bókin Rriður af Gotmn og Húnum eftir Jón prófessor Helga seon. Er það alþýðlegt fræðirit og frambald af Tveim fcviðum fornum eftir sama höffund. Þrjár kviður eru í ritinu, Hamdismál, Guðrúnarihivöt og Hlöðskviða. Greinasafnið Skyggnzt umhverf is Snorra eftir Gunnar Benedikts son kemur einnig á næstunni. Þetta er framlhald bókarinnar Snorri sfcáld og er hér fjallað um einkalif og kvennamál Snorra á- samt fleiru. Fljótlega eftir nýár kemur út Jarðfræði eftir Þorleif Einarsson, jarðfræðing. Er það kennslubók fyrir menntaskóla. Á næsta ári er ætlunin að út komi bók um íslenzka sveitabæi frá sjónarmiði byggingarlistar eft ir Hörð Ágústsson. Forráðamenn Heimskringln hafa lengi haft hug á að gefa út fallega bók um Reykjavík. Og er nú von á einni slíkri á næsta ári og hafa Björn Th. Björnsson Gísli B. Björnsson og fleiri samn- ingu bókarinnar með höndum. sjóður og safnast í hann 12—14 milljónir árlega. Búið er á Suð- vesturlandi að leysa mál van- gefinna að nokkru og var þá röð- in komin að öðrum' landslhlutum. Norðlendingar voru svo gæfu- samir, að eiga marga áihugamenn, sem vildu bæta ævikjör vangef- inna í þessum landshluta og stofn vangefinna á fyrir átta árum. Hefur Óli Sæmundsson veitt forstöðu, en með honum eru nú í stjórn: Jón Ingimarsson, Jóliann Þorkelsson, Albert Sölva- son og Niels Hansson og eru þeir mjög samhentir í starfi og treyst- ir almennigur þeim til góðra hiuta. Það eru víst allir stjórnmálaflokk ar saman komnir í þessari stjórn og minntr það á hina gæfusömu baráttu Norðlendinga í Kristnes- hæíismálinu, þar sem pólitískir óvildarmenn og harðvítugir keppi nautar viðskiptalífsins tóku hönd- um saman og hrundu málinu fram til sigurs með glæsibrag. Sunnudaginn 12. nóvember hélt stjorn Styrktarfélags vangefinna fund á byggingarstað, í litlum upp hitoðum vinnuskúr starfsmanna og átti ég þess kost að skoða framkvæmdirnar og um leið greip ; ég iækifærið og óskaði svara við ! spurningum um þessa hælisbygg- ingu. Kom í hlut Jóhannesar Óla Sæmundssonar að veita umbeðnar uppiýsingar. Hve mikil er þörfin fyrir þessa hælísbyggingu? Nikvæmar tölulegar upplýsing- ar hefi ég ekki um það. En í undirbúningi þessa máls gaf ég landlækni upp sextíu nöfn fólks, sem þurfti á hælisvist að halda af svæðinu við Eyjafjörð og í nágrenni og var Akureyri að sjálf sögðu meðtalin. Þessa tölu hygg ég að megi nær tvöfalda fyrir Norðuriand. frá Langanesi til Hrútafjarðar. Vistheimilið á að rúma 36 manns, auk þess er til þess ætlazt, að rúm verði fyrir 10—12 barnadagheimili fyrir bæ- inn Fjaroflunai-möguleikar? Stiórnarvöld og Alþingi hafa tryggt fjárhagslegan framgang þess. að byggja sHk vistiheimili með tækjum af Tappasjóði. Þær tefe.nu eiga að vera tryggar og nú verður t'jármagni hans beint til þessa verkefnis hér á Norður- iaadi. Fyrir þetta fé hefur verið byggt ' Kópavogi, Skálatúni og víðar við fórum ekki af stað fyr* en fjárveiting var tryggð. Aiialbyggingum á að vera iokið seint á árinu 1969. flvernig verður svo stjórn þess- ara mála? Nú um áramótin verður þessari sjálfseignarstofnun kosin stjórn. Rikið kýs einn mann í stjórn, Akureyrarbær annan og Styrktar- félag vangefinna á Akureyri þrjá menn. Su stjórn kýs sér svo vænt anlega framkvæmdastjóra vist- heiniilisms. Kemur m.a. í hans hlut að leita eftir hæfu starfs- fólki, sem verði tilbúið til starfa 'þegar heimilið tekur til starfa. En vöntun er á slíku sarfsfólki og verður eflaust að hafa hönd í bagga með menntun og þjálfun einhverra, sem sáðan komi liing- að. Styrktarfélag vangefinna á Akuieyri verður að sjá um rekst- urinn, fjárhagslega og getur það orðið allerfitt fyrstu árin. Hvaða markmiði á vistheimilið að þjóna? Að veita skjól og aðhlynningu því fólki, sem er svo á vegi statt, að vanta verulega á fulla andlega eða líkamlega heilsu. Þarna á að vera þjálfunaraðstaða og kennsluaðstaða, sem betur væri þá við næfi hinna yngri. Og svo er það einnig markmið að létta af hinum mörgu heimilum þeim þunga krpssi, að þurfa að ala önn fyrii vangefnum. En þann kross hafa margir þurft aö bera og það lengi. Framibald á bls. 13 Endurminningar um Lenin EJ-Reykjaví'k, mánudag. Út ér komin hjá Heiimskringilu bókin „Endunminningar um Len- ín“. Eru í bók þessari þrir þætt- ir um Lenin, eftir systur hans, Onnu, eiginkonuna, N.adesda Krúpiskaja, og Maxim Gorki, hinn fræga rithöfund. Þassi þrjú rita um kyn.ni sín af Lenin, en bvergi er um ítar- lega lýsingu á honum að ræða, og bók þessi sem slík ekki ævisaga í þeim skilningi. Mun grein Max- fm Gonkís, er hann ritaði að Len in liðnum, merkust þessara greina, en kafflinn eftir Krupsk- aja er lengstor að blaösíðutali. Nýtt smásagnasafn eftir Friðjón Stefánsson Vœntanlega kemur út fyrir mán aðarmótin hjá Letri h. f. nú bók eftir Friðjón Stefánsson og ber heitið „Grannar í gleilhúsum“. Þetta er 8. frumsamda bók Frið- jóns en hann er löngu landskunn ur sem snjall smásagnahöfundur. Friðjón Stefánsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.