Tíminn - 21.11.1967, Síða 9
ÞRIÐJUDAGUR 21. nóvember 1967.
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
B’ramkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórartnn
Þórarinsson (áb) Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriðl
G. Þorsteinsson Fulitrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug-
lýsingastjóri: Steingrímur Gislason Ritstj.skrifstofur i Eddu-
húsinu, símar 18300—18305 Skrifsofur: Bankastræti 7 Af-
greiðslusimi: 12323 Auglýsingasimi: 19523 Aðrar skrifstofur,
simi 18300 Askriftargjald kr 105.00 á mán Innanlands — f
lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. f.
Sterlingspundið
og krónan
Sú ákvörðun brezku ríkisstjórnarinnar að fella gengi
sierlingspundsins gerir það að sjálfsögðu eðlilegt, að
tekið sé til vandlegrar athugunar, hvort einhver breyting
skuli gerð á íslenzkum gjaldmiöli. Þetta er eðlilegt vegna
þess, að hluti útflutningsins hefur farið til sterlings-
svæðisins.
Ef staða þjóðarinnar væn með eðlilegum hætti eftir
samfellt góðæri í mörg ár, hefði þetta val átt að vera
auðvelt, þrátt fyrir nokkurt verðiall á vissum útflutn-
ingsvörum. Þá hefði átt að vera auðvelt að halda krón-
unni óskertri, líkt og Svíar og Norðmenn, og flestar
aðrar þjóðh’ ætla að gera. En hér hefur ríkt önnur stefna
en þar. Þess vegna er mestur gróði góðærisins farinn
út í veður og vind. Þess vegna verðum við að athuga
hvort fylgja verður fordæmi Breta eða ekki.
Það sem ræður að sjálfsögðu öllu um þá ákvörðun,
er staða atvinnuveganna- Þessa ákvörðun hefði mátt taka
fljótt og fyrirvaralaust ef fyrir hendi hefðu verið nægar
og glöggar upplýsingar um afkomu atvinnuveganna. Því
hafa Framsóknarmenn lagt meginaherzlu á slíka athugun
í þeim umræðum sem orðið hafa um efnahagsmálin
að undanförnu. Ríkisstjórnin befur ekkert skeytt þess-
um ábendingum og látið helzt eins og henni væru þessi
mál óviðkomandi. Þess vegna stendur hún uppi eins og
glópur, þegar fregnin berst um fall sterlingspundsins.
Næstum allar aðrar ríkisstjórnir nafa getað gert sér strax
fulla grein fyrir málinu og eru því búnar að ákveðá,
hvort pundinu skuli fylgt eða ekki. Hér þarf það hins
vegar að taka marga daga atnugun að komast að niður-
stöðu um þetta. Ástæðan er sú, að fáar eða engar ríkis-
stjórnir hafa fylgzt eins illa með atvinnuvggum þjóðar
sinnar og ríkisstjórnin íslenzKa.
Ef það verður niðurstaðan hjá ríkisstjórninni að láta
krónuna fylgja pundinu, breytist alveg viðhorfið til þess
efnahagsmálafrumvarps, sem uggur fyrir þinginu. Þess
verður þá ekki nein þörf lengur að leggja á nýja skatta
til að afla ríkissjóði tekna. Ríkið mun fá stórauknar
tekjur af gengisfellingunni, jafnve’ þótt tollar væru eitt-
hvað lækkaðir jafnhliða, eins og eðlilegt virðist. Þetta
hefur ríkisstjórnin líka réttilaga viðurkennt með því að
fresta að sinni öllum umræðum á Alþingi um áðurnefnt
frumvarp sitt.
En þótt svo færi, að þetta frv verði látið sofna eða
dregið til baka, er ekki minni þörí fyrir mikla árvekni
launþegasamtakanna. Gengisíeliing, sem er framkvæmd
án margvíslegra hliðarráðstafana til að draga úr kjara-
skerðingt^, getur reynst neytendum miklu þungbærari en
þær álögur og kvaðir, sem felast umræddu frumvarpi.
Þess vegna er það hárrétt ákvörðun hjá stjórn Alþýðu-
sambands íslands að slaka eKxi neitt tii á þeim varúðar-
ráðstöfunum, sem verkalýðshreyfingin hefur gripið til,
þótt áðurnefnt stjórnarfrumvarp verði dregið til baka.
Ríkisstjórnin hefur sýnt bue sinn tii launþega með
því frumvarpi, sem nú liggur tyrir þinginu. Nú telur hún
sig ef til vili ekki hafa lengur þörf fyrir þá leið, sem
felst í þessu frumvarpi, og hyggst fara aðra leið að
sama marki- Ekkert nema öflug samstaða verkalýðs-
hreyfingarinnar getur á þessn stigj hindrað slík áform
í’íkisstjómarinnar. Lækkun sterlingspundsins hefur ekki
minnkað hættuna í þeim efnrm. heidur miklu fremur
aukið hana. Nú ríður á því, að enginn bili á verðinum.
TÍMINN
ERLENT YFIRLIT
Viðhorf bandarískra kjósenda
til styrjaldarinnar í Vietnam
AthyglÍRverð niðurstaða aukakosningar í Kaliforníu
EINS OG ÁÐUR hefur verið
skýrt frá, fór fram aukakosn-
ing tii fulltrúadeildar Banda-
■•ikjaþings í kjördæmi einu í
nágrenni San Francisco síðast-
iiðinn þriðjudag. Úrslitanna í
pessari kosningu hafði verið
heðið með verulegri eftirvænt-
mgu. Að vissu leyti stafaði það
af tm, að kvikmyndadísin
iræga, Shirley Temple, var í
liopi frambjóðandanna. En öllu
ir.eira var þessi eftirvænting
þó sprottin af því, að úrslitin
þóttu líkleg til að geta orðið
visbending um viðhorf banda-
riskra kjósenda til styrjaldar-
rekscursins í Vietnam.
Aistaóan til styrjaldarrekst-
ursins t Vietnam varð aðalmál
;ð í bessum kosningum. Viðhorf
almennings var bvi l'V’on tii að
toma nokkuð glöggt í ljós.
Kosning þessi fór fram með
peim hætti, að hún var jafn-
tramt einskonar prófkjör hjá
aðalflokkunum innbyrðis. Hver
flokkur gat haft eins marga
frambjóðendur og vildi. Ef einn
framoióðandinn fékk yfir 50%
greiddra atkvæða náði hann
lögmætri kosningu. Næði eng-
ian þeirra slíku atkvæðamagni,
sKyldi kjósa upp aftur 12. des.
Þa skyldi valið eingöngu bund-
ið við tvo menn, eða atkvæða
hæsta frambjóðandann hjá
avorum flokki um sig.
Niðurstaðan varð sú. að eng-
'nn frambjóðandanna náði lög
mætri Kosningu og verður því
kosið aftur 12. desember. Þá
eigast við republikaninn Paul
M. McCloskey og demókratinn
Rov Arcibald.
UPPHAFLEGA var því al-
mennt spáð, að Shirley Temple
Black feng’ flest atkvæði af
frambjóðendum republikana,
sökum teikfrægðar sinnar. Það
var ekki talið líklegt til að
spilla fyrir henni, að hún tók
afstöðu sem haukur til Viet-
namstyrjaldarinnax, en svo eru
þeir nefndir, sen\ vilja herða
siyrjöldina og telja aukna hern
döarlega sókn vænlegasta til að
knýja Hanoistjórnina að samn-
ingaoorðinu. Sá frambjóðandi
repu'biikana, Draper að nafni,
sem þótti helztur keppinautur
hennar var einnig haukur. Shirl
ey Temple lýsti því sem aðal-
siefnu sinni, að hún vildi fara
að ráðum hershöfðingjanna í
Vietnam. Þetta var skilið þann
ig, að hún vildi færa út styrj-
öldina
Þegar leið á kosningabarátt-
una. fóru menn að efast um
sigurmöguleika Shirleý Temple.
Ástæðan var sú, að einn af
- ríamhjóðendum repuiblikana,
McCloskey, hóf mikla sókn
gegn henni fyrir afstöðu henn-
ar til styrjaldarinnar í Viet-
nam Hann hafði boðið sig
fram sem dúfa, en svo eru
þeix nefndir sem vilja hætta
■oftárásunum á Norður-Viet-
aam. og telja það vænlegustu
leiðina til að fá Hanoistjórnina
að samningáborðinu. McClos-
key hafði sér það iafnframt
ti) ágætis. að vera stríðstoetja
Shirley Temple Black
— hún féll, en ætlar ekki aS
gefast upp.
frá Kóreu, en þar hafði hann
íengið mörg heiðursmerki fyr-
r vasklega framgöngu. Hann
ar maðux myndarlegur og geð
þekkui í framgöngu.
Seinustu dagana stóð barátt-
an fyrst og fremst milli hans
og kvikmyndastjörnunnar. —
Bæði drógu þá nokkuð úr fyrri
ommælum sínum, þannig að
Shirley Temple varð minni
haukur og McCloskey minni
dúfa Úrslitin urðu þau, að
McCloskey fékk 52.878 atkv.,
en Shirley Temple 34.521 atkv.
Oraper fékk hins vegar 19.560
atkvæði. Hefði þau atkvæði,
sem hann fékk, verið greidd
Shiriey Temple, hefði hún rétt
sigrað McCloskey. Segja má
því, hvað atkvæði snertir, að
litlu hafi munað á fylgi dúf-
mna og haukanna.
Þess er svo hins vegar að
gæta að þeir tveir frambjóð-
endui demókrata. sem flest
atkvæðí fengu, voru báðir dúf-
ur. Annar þeirra Edward M.
Kcating, sem var um skeið út-
íefand' blaðsins Ramparts, var
aiger dúfa, þ.e. bann vildi láta
öandarikjamenn draga her
?inn s’rax frá Vietnam Hann
/ar upphaflega talinn líklegast-
ur tii að fá flest atkvæði af
rambjóöendum demókrata.
Hann fékk ekki nema rúm 8
pús. atkv Sá demókratinn, sem
fékk flest atkvæði. Roy Arci-
oald. vill hætta loftárásum á
Morðu) Vietnam, draga úr hern
rðaraðgerðum í Suður-Vietnam
og Leita samninga við Hanoi-
stjórnina. Hann fékk 15 þús.
ackvæði. Augljóst er að fjöl-
margir demókratar hafa í þess-
um kosningum kosið frambjóð
endur republikana, sennilega
vegna þess hve samkeppnin var
þar hörð.
ÞOTl Shirley Temple félli
nú, lýsti hún yfir því, að hún
uæri ekki af baki dottin. Hún
tom fram sem hin fullkomna
ieikkona, þegar hún ávarpaði
frlgismenn sína eftir að kunn-
ugt varð um ósigur hennar.
Hún sagðist ekki gefast upp,
en nú væri hún búin að kynn-
ast baráttuaðferðunum og hún
ætti ekkert erfitt með að læra.
Síðan brosti hún sínu fegursta
brosi.
Fullvíst þykir að hún muni
reyna að vinna prófkjör hjá
reputolikönum næsta vor, en
aimennar kosningar fara fram
til fulltrúadeildar Bandaríkja-
bings : nóvember 1968.
Baráttan í þessum kosning-
um vai mjög hörð og kostnaðar
söm fyrir frambjóðendur. Mc
Closkey hefur upplýst. ai kosn
ingabarátta hans hafi kostað
vfir 120 þús. dollara. Hann
elur. að Shirley Temple hafi
Alltaf eytt 250 þús. dollara. f
kjördæminu eru um 500 þús.
ibúar.
Það er talið hafa verið Mc
Closkey mikill stuðningur, að
Gavin hershöfðingi veitti hon-
um meðmæli sín. Gavin var
nýlega Suður-Vietnam í boði
Westmoreland hershöfðingja en
för hans þangað hefur síður
er svo breyÞ skoðun hans.
Hann hefur um nokkurt skeið
verið eindregin talsmaður þess,
að Bandaríkin hættu loftárás-
um á Norður-Vietnam og
reynau að semja við Hanoi-
stjóruina, ' fyrstu mátti skilja
McCLoskey þannig að hann vildi
tafarlausan heimflutning Banda
ríkjahers frá Vietnam, en síðar
dró hann úr því og tók líka
afstöðu og Gavin.
AF ÚRSLITUM þessara kosn
inga þykir mega draga eftirfar
andi álvktanir:
Aðeins lítill hluti Banda-
rikiamanna vill hætta styrjöld-
inni svo að segja skilyrðislaust
og kalla herinn heim tafar-
laust.
Rúmur meirihluti banda-
nskra kjósenda fylgir orðið dúf
unum að málum, þ. e. að loft
arásunum á Norður-Vietnam
verði hætt og ieitað verði samn
inga við Hanoistjórnina á þeim
grundvelli.
Stói hluti kjósenda er þess
sinnis, að ekki verði hægt að
knýja fram úrslit í Vietnam.
aema með auknum hernaðarað-
gerðuiri.
Augijósc er á þessu, að
bandariska þjóðin er mjög klof
ir * afstöðu sinni til styrjaldar
tekstursins, Það ber hinu banda
ríska stjórnarfarskerfi góðan
vitnisburð, að ekki er reynt að
dyljs' þennan skoðanamun, held
ui fæi hann að njóta sín til
tulis fyrir opnum tjöldum.
Þ. Þ.