Tíminn - 07.12.1967, Blaðsíða 1

Tíminn - 07.12.1967, Blaðsíða 1
AÐALFUNDUR LANDSSAMBANDS ÍSL. ÚTVEGSMANNA - SJÁ BLS. 3 nn Gerist áskrifenduT að ItMANUM Hringið ] síma 12323 280. tbl. — Fimmtudagur 7. des. 1967. — 51. árg. Auglýsing í TÍMANUM kemui daglega fyrir augu 80— 100 þúsund iesenda. PILLAN VELDUR GULU! NTB-Stokkhólmi, miðvikud. — Getnaðarvarnarmeðul þau sem ganga undir nafninu „Pillan“ eru skaðleg, og geta vaidið bæði gulusótt og trnflunum á starfsemi lifr arinnar. Á þessu leikur ekki lengur vafi, sagði sér fræðingur sænskrar nefndar sem fæst við rannsóknir á aukaáhrifum ýmissa meðala. Skýrsla þessi var birt i sið- asta hefti tímarits sænska Læknafélagsins. Alls hafa nefndinni nor- izt 140 tilkynningar um gulusótt, sem að öllum lík- indum stafar af notkun getn aðarvarnameðala og annarra lyfja, sem hafa áhrif á hormónastarfsemina. M er miðað við tímabilið til 1. júii nú í ár. Sérfræðingur inn, Barbro Weterlhold do- Framhald á bis. 15. TVEIR FARAST 0G SEX SLASAST í BÍLSLYSI - er jeppabifreið þeirra steyptist ofan í 30 m djúpt gljúfur. Stúlka komst upp úr gljúfrinu við illan leik og gat náð í hjálp. GI-Rvík. JK-Egils- stöðum, miðvikud. Tveir piltar fórust og sex unglingar slösuð- ust í bifreiðarslysi skammt frá Egilsstöð- um nótt sem leið. Bif -eið þeirra fór út af veginum við Gilsárbrú í Skriðdal oa steyptist ofan í gljúfrið, sem er rúmlega 30 metra djúpt þar. í bifreiðinni voru átta unglingar, fimm piltar og þrjár stúíkur. Tveir piltanna létust þegar í stað, en tveir slösuðust hættu- lega. Hin fjögur, piltur og þrjár stúlkur, eru ekki talin vera alvar- lega slösuð. Ein stúlkan komst upp úr gljúfrinu við illan leik, og gat náð í hjálp í Gríms- árvirkjun, sem er þar skammt frá. Þaðan var svo hringt eftir hjálp til Egils- staða. 13 stiga frost og hvassviðri var þegar þetta gerðist, og voru ungling- arnir aðframkomnir af kulda þegar hjálpin barst. Unglingarnir voru á leið til Egilsstaða þegar slysið bar að. Voru þau í bifreið af Rússa- jeppagerð. Þau höfðu brugðið sér í smáferð út fyrir kaup- túnið, en færð var mjög slasan og hálka á vegum og hefur bað att sinr, þátt í þessu hörmu lega slysi. Piitarnir tveir, sem mest slösuðust, munu nú vera úr bráðri lífshættu. Annar þeirra höfuðkúpubrotnaði, og var hann fluttur með flugvél til Reykjavffcur í dag. Meiðsli hins eru ekki full- könnuð, en hann var fluttur á sjúkrahúsið í Neskaupstað eftir hádegi í dag. Jeppabifreiðin hafði komið ni'ður á hjóliit, en hún er gjör ónýt og talið ganga krafta- verfci næst, að nokfcur skyidi komast lífs af úr henni. Gljúfrið er iþví nær þiver hnýpt og stórgrýtt í botn- inn. Ung kona féll með ungbarn á miðri Háaleitisbrautinni: LÁ ÞAR FOTBROTIN í 20 MÍNUTUR - ENGINN VIRTI HANA VIÐLITS! GÞE-Rvík, miðvikud. Eítthvað virðist vera farið að slá í hina marg rómuðu hjálpfýsi ís- lendinga, sem marka má af sögu ungrar konu hér í Rvík. Hún varð fyrir því óhappi að detta og fótbrotna á miðri Háaleitisbraut, og var með smábarn í fanginu. Mátti hún liggja þar í hörkufrosti í hartnær 20 mínútur, án þess að nokkur hrevfði hönd eða fót henni til hjálpar. — Nokkrir bílar óku fram hjá henni og hafa bíl- stjórarnir ugglaust séð hvers kyns var. Þetta vildi til um miðjan dag nú í vikunni. Var konan að koma með barn sitt frá lækni og átti skaimmt ófarið heim Skrikaði henni fótur í hálku á nuðri Háaleitisforaut, en það er Þóstefnuakstursgata, og gátu bílar ekið óliindrað framhjá henm, þar sem hún lá með barinð i fanginu. Þegar hún komst að raun um, að ekki var viðlit fyrir sig að stíga i fótinn. reyndi hún af veikum mætti að vekja athygli bílstjór anna sem fratnhjá óku. Hafa peu eflaust tekið eftir henni, riT\ enginn hafði fyrir því að nema staðar og aðstoða hana. Er núr. hafði legið hjálparlaust nlst.andi kuldanum með barn ið ' fanginu i hartnær tuttugu mánulur, kom Mn auga á telpu á gangstéttinni. Kallaði hún til hennar og bað bana að taka baimið hvað hún gerði, en sjálí skreið konan heim til sín. Var -Jæfcnir þegar kvaddur á vettvang, og kom þá í ljós, að um slæmt fótbrot var að ræða 1 j víðtali við blaðið i dag, sagði konan, að hún hefði mjög undrast þessa ógreiðvikni veg- farenda, sem áreiðanlega hefðu séð. að hún mótti sig ekki bræra. Sagði hún, að ekki hefði hún haidið, að íslendingar ættu slíkt hátterni til. r................. ■ Hjarta grætt í lítiö barn en það lézt NTB-New York, miðvikud. f dag tókst bandarískum skurðlæknum að græða hjarta úr tveggja daga P gömlu barni, sem var nýdá ið, í rúmlega hálfsmánaðar gamlan dreng. Aðgerð þessi var verð á Maimonides-- sjúkrahúsinu í Brooklyn. Hjartaskurðlæknarnir sögðu að drengurinn hefði verið að dauða kominn vegna ó læknandi hjartasjúkdóms, og hefði þessi skurðaðgerð verið það eina, sem gæti orðið til bjargar. Ekki varð það þó, því miður. Eftir að drengurinn hafði verið við bærilega liðan í um það bil 11 stundir Há því að aðgerð inni lauk, dó hann. Aðeins eru nú fjórir dagar liðnir síðan fyrsta aðgerð þessar ar tegundar var gerð á sjúkrahúsi í Höfðaborg, og er útlit fyrir að hún geti tek izt vel. Aðgerðin í New York tók rúmar tvær Framhald á bls. 15. \

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.