Alþýðublaðið - 22.09.1988, Síða 1

Alþýðublaðið - 22.09.1988, Síða 1
Guðrún Agnarsdóttir REIDUBÚNAR í STJÓRN TIL SKANINIS TÍMA „Við erum fyrst og fremst reiðubúnar í samstjórn, en ef því er algjörlega hafnað, þá erum við reiðubúnar til að endurskoða möguleika á öðr- um stjórnarmynstrum, — en alls ekki til frambúðar. Þetta hafa menn látið liggja á milli hluta þegar þeir hafa verið að túlka það sem sagt var á þessum fundi okkar með flokkunum," sagði Guðrún Agnarsdóttir við Alþýðu- blaðið í gær. Á bls. 5 skýrir Guðrún nánar afstöðu Kvennalistans til stjórnarþát- ttöku. Stefán Valgeirsson MUN TRYGGJA MEIRIHLUTA í BÁÐUM DEILDUM „Ef kemur jákvætt út úr samtölum viö mitt fólk, þá er ég tilbúinn,“ sagði Stefán Valgeirsson þingmaður Sam- taka um jafnrétti og félags- hyggju við Alþýðublaðið i gær. Stefán segist hafa til- kynnt Halldóri Asgrímssyni og Steingrimi Hermannssyni þessa afstöðu sina á þriðju- dagskvöld, með þeim fyrir- vara að hann ætti eftir að ræða við sitt fólk. Hann virðist því persónu- lega ekki hafa á móti ríkis- stjórn sem Alþýðuflokkur, Al- þýðubandalag og Fram- sóknarflokkur standa að og segist raunar geta tryggt meirihluta stuðning við slikt stjórnarmynstur í báðum þingdeildum. Aðspurður vildi hann hins vegar ekki gefa upp nöfn þessara ákveðnu þingmanna. Stjórnarmyndun Steingríms ALÞÝÐUBANDALAGIÐ RÆÐUR ÚRSLITUNUM Stuðningur Stefáns Valgeirssonar í höfn. Jafnvel meirihluti í báðum deildum. Hugsanlegt að Alþýðubandalagið bíði með beina stjórnarþátttöku í nokkrar vikur. E f tir viðræðufund fulltrúa Alþýðubandalags, Alþýðu- flokks og Framsóknar í gær er Ijóst að niöurstaöa til- raunar Steingríms Hermanns sonar til stjórnarmyndunar hvílir á Alþýðubandalaginu. Stuðningur Stefáns Valgeirs- sonar virðist í höfn, en hann segist jafnframt geta tryggt meirihluta i báðum deildum þingsins eftir samtöl sín við ákveðna þingmenn. Ríkis- stjórn með stuðningi flokk- anna þriggja auk Stefáns hefði 32 þingmenn á bak viö sig, heföi meirihluta í efri deild og gæti varist van- trausti i sameinuðu þingi. Stefán neitaði hins vegar að gefa upp nöfn huldumanna sinna, sem væntanlega eru í neðri deild þingsins og tryggöu einnig meirihluta stuðning þar. Alþýöubandalagsmenn ætluðu í gærkvöldi að ræða ítarlega afstöðu sína til stjórnarmyndunar og sagðist Steingrímur Hermannsson vænta þess að niðurstaða til- raunarinnar lægi fyrir eigi siðar en fyrir hádegi í dag. Á föstudag rennur út sá frestur sem hann talaði um þegar forseti íslands fól honum umboð til stjórnarmyndunar. Hann sagðist hins vegar gera ráð fyrir að skila umboði sínu í dag, ef ekki næðist saman. Af samtölum sem Alþýðu- blaðið átti við þingmenn í gær má ráða að jafnvel komi til greina að Alþýðubanda- lagiö komi ekki strax inn i rikisstjórn, heldur undirbúi sig fyrir þátttöku í nokkrar vikur og komi inn I stjórnina fyrir þingbyrjun. Svo virðist sem Alþýðu- flokkur og Framsókn hniki ekki frá sameiginlegri yfirlýs- ingu sinni gagnvart Alþýðu- bandalaginu, en talið er að flokkarnir telji sig geta komið til móts við Álþýðubanda- lagið með loforði um frjálsa samninga frá áramótum. Ólafur Ragnar Grimsson, formaður Alþýðubandalagsins sagði að viðræðurnar í gær hefðu verið gagnlegar. í gærkvöldi var búist við að Alþýðu- bandalagsmenn mótuðu endanlega afstöðu sina til stjórnarþátttöku. A-mynd/Magnús Reynir. , 24.000 KRÓNA GJÁ Nú hefur verið reiknað út að „vísitölufjölskyldan“ þurfi 150.300 krónur í hreinar ráðstöfunartekjur á mánuði til að framfleyta sér og sínum. Það er aðeins í stöku undantekningartilvikum sem það dugir að hafa eina fyrirvinnu. I Alþýðublaðinu í dag er á bls. 4 fjallað um framfœrsluþörfina samkvœmt útreikn- ingum Hagstofunnar og tekjur launþeganna samkvœmt útreikningi Kjararannsóknarnefndar. Meðal annars er rökum leitt að því að hjón sem bœði eru fullvinnandi og í bullandi eftirvinnu þurfi 24.000 fleiri krónur inn á heimilið til þess að geta framfleytt sér í samrœmi við formúlu „vísitölufjölskyldunnar“. Þetta þýðir um 20% launahœkkun hjá verkámönnum og verkakonum.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.