Tíminn - 14.12.1967, Blaðsíða 5

Tíminn - 14.12.1967, Blaðsíða 5
t FIMMTUDAGUR 14. desember 1961. TÍMINN FACURT £R í EYJUM - ÆVISAGA EINARS RÍKA FB-Reykjavfk, mánudag. Fagurt er í Eyjum nefnist I. bindi af ævisögu Einars ríka í Véstmannaeyjum, og hefur I>ór- bergur ÞérSarson skráð bókina. Á bókarkápu segir um þessa ævisöigu: „Tveir nafnfrægir menn hafa lagt saman í bók, sem á tví- mælaiaust eftir að verða íslending um óþrotleg uppspretta skemmtun ar og fróðleiks um sjálfa sig. Ein ar Sigurðsson „ihinn rfki“, er ekki gamall maður á niútímavisu, en hann er samt 'orðin íslenzk þjóð sagnapersóna, einn þeirra ævin- týralegu, stórbrotnu og frjáls ihu-ga athafnamanna, sem hafa „hrundið vorum hag á leið“ til nútímaþj óðfélags, sjiálfstæðis og velmegunar á þessari öld, eitt af skáldum þeirra ótrúlegu framfara sem orðið hafa á landi voru. Því að Einar Sigurðsson er skáldlega vaxinn: Það sýnir óvenjuleg til- finning lnans fyrir náttúrunni og skáldieg skynjun eins og kemur fram 1 afburða lýisingum af bjarg- sigi eða Heyflutningi frá Land eyjarsandi til Eyja, svo að nefnd Þórbergur Sagan af Steini Bollasyni er gamalt, hugljúft ævintýri; sam- ofið barnslegri trú og þjóðtrúnni á tröll og forynjur. Steinn Bolla- son var alveg einstakur bragða refur, var hwergi hrœddur og kunni ráð undir rifi hverju. Guð gaf honum hundrað börn og hann elskaði þau öll og þau elskuðu hann. Hann varð að sækja björg í bú í trölla hendur, en Guð gaf honum vizku, svo að hann gat sigrazt á fordæðuskapn- um ,því að hann treysti Guði, eins og allir eiga að gera. Þetta er ein af hinum gömlu, góðu ömmusögum, sem börnin hlustuðu á í rökkrinu þegar þurfti að spara ljósin. Hún er sígild og spennandi og myndirnar hans Tryggva Magnússonar af Steini, Guði og Pétri po-stula eru lista verk. SÖGUR UR SVEIT OG BORG EJ-iteykjavík, þriðjudag. Féiagsprentsmiðjan hefur gefið út „Sögur úr sveit og borg“ eftir Etanley Mel-ax. Er þetta 243 blað s-íðna bók og inniheldur 13 smá- sögur. Segir útgefandi, að sögur þessar „sem eru hvort tveggja í senn ve? skrifaðar og skemmtileg- ar, oregða u-pp myndum af ýmis- konar fólki — ekki sízt frá bros- legii hliðinni“. Smásögumar í þessari bók nefn ast: — „Eftir þrjátíu ár“, „Gömlu hjónin“, „Nágrannar" „Félagar á ferð“, „Læðan“, „Ha-llgrímur kem- ur aö kveðja“, „Það er ekki gott að maður sé einn“, „Blaðamaður talar við gamla konu“, „Nætur- stunci“ „Grafarinn i Lýsufirði“, „Ung hjón“, „Mistök frúarinnar" og „Ferðasaga". séu dæmi. Og raunar allri skynj un hans á eðli og einkennum þess lífs, sem lifað var í æsku hans: hinni hörðu lifsbaráttu samfara friðsæld og sa'kleysi tímanna. Yfir þessari æskulýsingu Einars og (Þórbergs bvílir einmitt sú mikla rósemd, sem er undanfari stór átaka, eins og hlé á undan stormi." Bókin er 280 bls. og í henni Einar ríki eru allmargar myndir. inn er Helgafell. Útgefand Tvær íslenzkar skáldsögur Villieldur og Tvímánuður FB-Reykjavík, mánudag. Blaðinu hafa borizt tvær skáld sögur, gefnar út af ísafoldarprent smiðju. Það er Villieldur eftir Ragnheiði Jónsdóttur og Tvímán uður eftir Katrínu Ólafsdóttur. Villieldur var síðasta skáldsag an, sem Ragnheiður Jónsdóttir lét frá sér fara, áður en starfsorkuna þraut. Sagan er að ýmsu nokkuð ólík eldri sögum Ragnheiðar, en víst mun hinn fjölmenni lesenda hópur hennar taka henni tveim höndum, því að ekki bregzt höf- undi bogalistin fremur en áður, að segja vel sögu, segir útgef- andinn á bókarkópunni. Kápu- teikningu gerði Sigrún Guðjóns dóttir, en bókin er rúmar 150 bls. Eftir Katrínu Ólafsdóttur liefur áður komið út bóki-n Liðnir dagar, en þar segir hún frá dvöl sinni í Austurrí'ki á ófriðarárunum. Sú bók vakti mikla athygli og seldist upp á skömmum tíma. Tvímánuð ur er fyrsta skáldsaga höfundar. Bókin er 199 bls. að stærð. HUfiSAD HEIM Hugsað heim, .n-efnist við talsbók og minningabók eft ir Þorstein Matthíasson, sem komin er út hjá Bókaútgáf unni Rein. í bókinni eru um 30 viðtöl við fólk, sem höfundurinn hefur hitt á förnum vegi eða heimsótt. Stuttar svipmyndir úr lífs sögu þess á liðnum árum, en flest á það langa og starfsama ævi að baki, og man tvenna tíma. í formáls orðum segir höfundur, að flest hafi þessi viðtöl birzt í dagblaðinu Vísi, og bera á vissan hátt svipmót þess, að vera skrif-uð sem slík. En uppistaða þeirra er þó við það miðuð,. að ' hver, sem gefur efninu gaum, verði nokkru fróðari um það lif, sem bærzt hefur að baki nútíðarinnar, og eigi auð- veldara m-eð að rekja þráð inn til þeirrar rótar, sem hann er runnin frá. í bók inni, sem er 228 bls. eru allmar-gar myndir, en Matt- hías, Halldór og Jón Þor- steinssynir hafa einnig myndskreytt bókina og kápu teikningu gerði Jón Þor- steins-son. BÆKUR MENNINGA RSJÓÐS 0G ÞJÓÐ V/NAFÉLA GSINS SJ—Reykjavík, laugardag. Út eru komnar hjá Bókaútgáfu Mennin.garsjóðs og Þjóðvinafélags ins ýmsar nýjar bækur. Samkvæmt þvi sem Gils Guðmundsson for stjóri bókaútgáfunnar tjáði blaða Dráttlist og dvergsmíöi AUsérstæð bók, sem nýkomin er út, nefnist Hugur og hönd og er eftir Sigurlinna Péturss-on, byggingameistara. Þetta eru ljós myndir af marg-víslegum útskurði og teikningum, er h-ann hefur gert, en þó um ieið Ijóða-bók. Sig urlinni se-gir um þetta í formála: „Flest það, sem hér sést myndir af, er gert í frístundum mínum. Það er smábrot af sköpunargleði minni á liðnum árum, þeir blut Sigurlinni Pétursson með fiðlur tvær, er hann hcfur smíðað. ir, sem mér eru nærtækastir, því að margt er komið út og suður í ókunnar hendur." Það, sem sérkennilegast má telja við bókina, er að þar er allt stafrófið skrautteiknað, og er sú stafagerð hin ákjósanlegasta fyrirm-ynd skrau-tsaums eða skraut ritunar. Er einn sbafur á vinstri siðu í hverri opnu aftur fyrir miðja bó’k, en ljóð eða vísur á móti. f síðari hluta bókarinnar eru svo allmargar myndir af högg- myndum, veggskreytingum, út- skurði á ská-pum og fl. mu-num, er Sigurlinni hefur gert, t. d. stól um og hillum. Leynir sér ekki snil-ldarlegt hand-bragð í þessari listvinnu. Þá eru og myndir af fiðlum, sem höfundur hefur smíð að. Ljóðin og vísurnar bera vott um góða hagmælsku og þrótt í máli. Hverjum skrautstaf fylgir vísa. Bók þessi er góð tilsögn i þeim gömlu og góðu listum að draga f-agurlega til stafs og skera mynd ir í tré. Sú íþrótt er talin mjög á undanhaldi, en líklegt er, að handbragð Sigurlinna, eins og það birtist i þessari bók, geti hvatt menn með hagar hendur til að leita sér listnautn-ar með því að beita stílnum og hnífs-oddinum. mönnum í þessu tilefni eru bæk urnar þó með færra móti þetta árið, þar sem fé fyrirtækisins er bundið í ýmsum stórum verkefn um, sem ekki lita dagsins ljós fyrr en síðar. Má þar t. d. nefna A-lfræðibók Menningarsjóðs, sem væntanlega kemur út áður en langt um líður. Stærsta verkið er bókin Grikk land hið forna eftir bandaríska sagnfræðinginn og h-eimsspeking inn Will Durant í þýðingu Jónas ar Kristjánssonar, skjalavarðar. Veitti Menningarsjóður Jónasi ríflegan ferðastyrk svo hann gæti ferðast um Grikkland og þannig gert sér aðgengilegra þýðingár stárfið. Er þetta fyrri hluti verks ins, 344 blaðsíður með mörgum ljósmyndum. Þá er komin út 17. bókin í bókaflokkn-um Lönd og lýðir, Frakkland, samin af Magnúsi Jónssyni menntaskólakennara. Eru enn átta eða níu bækur eftir óútkomnar í bókaflokki þessum. Bókaútgáfa Menningarsjóðs sendir ennfremur frá sér ferða bókina Til austuríheims eftir Jöhann Bri-em, listmálara í vegleg um búningi. Þar segir Jóhann frá ferðalagi sínu um Arabalönd árið 1935, en hann mun hafa troðið ýms ar aðrar slóðir en venj-ulegir ferða menn. Bokína prýða vatnslitamynd ir og teikningar höfundar. Þá er önnur ferðabók frá sama ári, eða Eyjarnar átján, Dagbók úr Pæreyjaferð 1965 eftir Hannes PéturSsön. Segir Hann-es frá sum ardvöl sinni í Færeyjum. Scæn Havsíeen Mikkelsen, Dani af fær eyskurn og íslenzkum ættum hef ur myndskreytt bókina. Nokkur kvæði eru í bókinni eftir Hannes. Leikritið Agamemnon eftir Aiskýlos er nýjasta bókin í smá- bókaf-lokki Menningarsjóðs, sem Hannes Pétursson ritstýrir. Jón Gíslasop, skólastjóri þýddi leik- ritið og ritaði ítarlegan inngang. Hið íslenzka , þjóðvinafélag stendur fyrir útgáfu fimm þátta um konur á Sturlungaöld, en Framhald á bls. 15. Perlubandið - barna- og unglingabék Hugrúnar Perlubandið nefnist barna- og unglinga-bók, sem er nýkomin út eftir Hugrúnu á vegum prentsmiðj unn-ar Leitur Þetta er 19. bók Hugrúnar, ogvhún mun þegar hafa tilbúið h|andrit að hinni tuttugustu. í þessari bók eru stuttar sögur og frásagnir. Söguheiti eru þessi: Frá bernsku minni, Jólagjöfin frá mömmu, Andri íkorni og Fiddi froskur, Afmælisgjöfin, ígulkerið, Fanginn í fataskápnum, Dúfurnar í portinu, Alvöruborgin, Skrímslið í fjörunni, Hann launaði i-llt með góðu og Byssan í búðarglugganum. Flest eru þetta íslenzk söguefni ein og oftast hjá Hugrúnu. Bókin er um hundrað blaðsíður að stærð. Eftir Hugrúnu hafa komið út fjórar ljóðabækur, sex bama- og unglinabækur, tvö smásagna söfn, þrjár skáldsögur og eitt bindi af æviþáttum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.