Alþýðublaðið - 19.11.1988, Qupperneq 2
2
tW'kaurg'srrdagu r 49. 'nóvémteep'1'988
MÞYBintllBIB
Útgefandi: Blað hf.
Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson
Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson
Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson
Blaöamenn: Friörik Þór Guðmundsson, Haukur Hótrn
og Sólveig Ólafsdóttir.
Dreifingarstjóri: Þórdís Þórisdóttir
Setning og umbrot: Filmur og prent, Ármúla 38.
Prentun: Blaöaprent hf., Síóumúla 12.
Áskriftarsíminn er 681866.
VIÐTALIÐ
Þorlákur Helgason
Anna Greta Lejon, fyrrum dómsmálaráðherra Svíþjóðar
Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið.
SAMEINUÐ ERU
NORÐURLÖNDIN STERK
ÞJOÐARNAUÐSYN r
AÐ UMBÓTAÖFL TIL
VINSTRI EFLI
SAMSTÖÐU
I setningarræöu Jóns Baldvins, formanns Alþýöuflokks-
ins, á flokksþingi Alþýöuflokksins í gær, minnti hann m.a.
á samskipti þjóöa í milli. Hann áréttaöi aö þrátt fyrir aö
framtíö okkar væri aö verulegu leyti tengd þróun Evrópu,
mættum viö ekki gleyma því að sérstaóa okkar byggöist
á takmarkaðri auölind, sem væri ekki til skiptanna. Fagn-
aöi Jón því sérstaklega aó jafnaðarmannaleiötogar í
Evrópu heföu á fundi bræðraflokka í Berlín fyrir stuttu,
tekið undir þessi sjónarmiö af heilum hug.
Formaöur Alþýöuflokksins vék einnig aö aösteöjandi
vanda í þjóðfélaginu. Vísitölufjölskyldan heföi vart ofan í
sig og frystihúsastjórar sendu út neyðarkall um yfirvof-
andi lokun húsanna. „Allt þetta gerist viö lok mesta góö-
ærisskeiös sem þjóöin hefur upplifaö í sögu sinni. Hvaö
er aö? Hvernig má slíkt vera? Hver var hlutur atvinnurek-
enda, heimilanna, stjórnmálamannanna í góöærinu?"
Um hlut atvinnurekendasagði Jón meóal annars aö þeir
heföu fyllst framkvæmdagleöi í góöærinu, en ekki hugs-
aö til framtíðarinnar. Hvaö geröu þeirtil aö lækka tilkostn-
aö, afla nýrramarkaöaeóaþróa nýjar vörur, spuröi Jón. „Er
þaö nógu gott, þegar atvinnurekendur ranka viö sér eftir
fjárfestingaræöiö.. aö framvísa reikningum til ríkisins, til
skattborgaranna og heimta gengisfellingu..“
Dönsuöu heimilin meö forstjórunum? Jón Baldvin
nefndi nokkur dæmi: Veltuaukning í verslun heföi oröió
67% milli áranna 1986-1987, en ef ef hún heföi orðið 10%
heföi það sparað 4,5 milljarða króna í gjaldeyri. Hemilin
keyptu leikföng fyrir sömu upphæö og allar útflutnings-
tekjur uröu af loönu.
Jón Baldvin vék aö þætti Alþýðuflokks i fyrri ríkisstjórn,
og um þátt forystu Sjálfstæðismanna, sem hann sagöi aö
heföi þjáöst af sjóveiki. Ræöu formanns Alþýöuflokksins
gætu ýmsir þingfulltrúar hafa skiliö sem útfararræðu yfir
frjálshyggju Sjálfstæöisflokksins: „Sjálfstæðisflokkur-
inn þekkti ekki sinn vitjunartíma. Óhamiö vaxtafrelsi án
samkeppni hafði tryggt banka- og fjármagnskerfinu ein-
stæöan sess... í peningastofnunum sammæltust menn
um þávexti sem þarf til aö rekamannaflafrekastafjármiðl-
unarkerfi í vestrænum heimi: afleiðingarnar voru þær að
fyrirtæki í útflutningsgreinum voru smám saman að fær-
ast í eign banka og lánastofnana. Óheft frjálshyggjan
stefndi í stærstu þjóðnýtingu sem um getur í íslandssög-
unni — um bakdyrnar."
Óneitanlega kveöur hér við tón, sem um margt líkist
málflutningi formanns Framsóknarflokksins. Kannski aö
þáttaskil verði í dag, er formenn Alþýðuflokks og Fram-
sóknar ávarpa þing flokka hvor annars? Og þar með hefjist
tímabil sem endi meö sáttum jafnaðar og samvinnu-
manna? Eöa hreint af samruna samtaka og flokka?
„Meðan Sjálfstæðisflokkurinn iiggur viö stjóra og
áhöfnin til kojs veröa umbótaöflin vinstra megin viö miðju
að efla samstööu sína, vegna þess að það er þjóðarnauö-
syn,“ sagöi formaður Alþýöuflokksins á flokksþinginu í
gær.
Anna Greta Lejon, fyrrum
dómsmálaráöherra Svíþjóöar,
er einn gesta á flokksþingi
Aiþýðuflokksins, sem hófst i
gær. Anna hefur um árabil
haft mikil áhrif á sænsk
stjórnmál og er i dag í
fremstu víglínu í forystusveit
jafnaðarmanna þar í landi.
Hún telur bráönauösynlegt
aö jafnaðarmenn á Noröur-
löndum efli samstarf, eins og
fram kemur i stuttu spjalli
sem við áttum viö hana á
flokksþinginu í gær.
DUSTUM RYKIÐ AF GÖMLU
SLAGORÐUNUM
— Hver eru mikilvægustu
verkefni jafnaöarmanna um
þessar mundir?
„Aukin samvinna jafnaóar-
mannaflokka i heiminum er
nauösynleg, vegna þess aö
fjármagnið sem lýitur engum
landamærum og fær aö leika
frjálst, uppgötvar stööugt nýj-
ar leiðir í samvinnu. Þaö flyt-
ur fjármagn land úr landi i
leit aö meiri hagnaði. Þá er
þaö líka staöreynd aö víöa er
verkalýðshreyfingin veik. Þaö
er ein af ástæöum þess aö
atvinnuleysi er víöa mikið
meðal svokallaöra ríkra
þjóöa. Þetta hvetur okkur enn
frekar til aö dusta rykið af
gömlu slagorðunum um
„Vinnu handa öllurn".
— Er þaö markmiö jafn-
mikilvægt og áður?‘
„Já, þaö er sem fyrr algjör
forsenda þess aö viö náum
jafnrétti. Viö megum heldur
ekki gleyma því aö þæöi ung-
ir og gamlir veröa undir í vel-
ferðarrikjunum. Ekki síst
þess vegna er mikilvægt aö
jafnaðarmenn leggi áfram
áherslu á jafnrétti og bræðra-
lag og líti til nýrri átta. Þetta
gildir jafnt í löndum sem
hafa búiö við jafnaðarstefnu,
eins og Svíþjóö, sem í þeim
löndum sem áhrifa jafnaðar-
stefnunnar hefur ekki gætt
sem skyldi.
HVERT BER AÐ STEFNA?
„Kosningarnar í Svíþjóö
fyrir stuttu færöu okkur jafn-
aðarmönnum áframhaldandi
völd í landstjórninni. En niö-
urstaða kosninganna var okk-
ur áminninq um starfiö í
Jafnaðarmannamannaflokkn-
um. Viö uröum fyrir skell í
stórborgunum, og Ijóst er að
viö verðum aö breyta innviö-
unum, þannig aö stefnan nái
betureyrum fólks. Lýöræði
verður að aukast innan
flokks, og við veröum að end-
urmeta pólitíska stefnu
flokksins. Ég er sjálf formað-
ur í sérstökum starfshópi,
sem á að leggja línurnar fyrir
tíunda áratuginn.
Hver veröa helstu verkefni
jafnaðarmanna eftir 1990?
Við ætlum aö reyna aö svara
þeirri spurningu, en starfiö er
rétt hafiö. Tilllögur starfs-
hópsins verða lagðar fyrir
stofnanir flokksins næsta
Anna Greta Lejon: Vinnum vid ekki saman, leysum viö engan vanda i
umhverfismálum. A-mynd/Magnus Reynir.
sumar. Aö lokinni umræöu
innan flokks mun flokksþing-
ið 1990 taka endanlega
afstöðu."
EIGUM VIÐ SAMLEIÐ?
— Jafnaðarmenn á íslandi
hafa ekki enn sem komið er
mjög náiö samband viö
bræöraflokkana á Norður-
löndum.
„ísland er fjarri okkur og
þess vegna er dýrt aö efla
samskiptin sem skyldi. En
auðvitaö finnst okkur gaman
að koma hingað og við viljum
aö ísland sé meö.“
— En staöa okkar er nokk-
uö önnur?
„Jú, vissulega, en við höf-
um hvert okkar sérstöðu.
Kúrsinn er ekki sameiginleg-
ur enda eru spurningarnar
sem veröur að svara af ýms-
um toga. Viö eigum samt
margt sameiginlegt og sam-
vinna hefur oft tekist meó
ágætum milli jafnaðarmanna-
flokka. Nægir aö nefna sam-
starf okkar, er Norðurlönd
ályktuðu sameiginlega í
umhverfismálum í Osló um
daginn.“
ELLA VERDUM VID UNDIR
SAMEIGINLEGUM MARKAÐI
FJÁRMAGNSINS
— Geta Noröurlöndin
sameinast i samningunum
sem eru framundan viö
Evrópubandalagið?
„Já, þaö held ég. Umræö-
an um Evrópubandalagið er
mikil í Sviþjóö um þessar
mundir, en menn höfðu fram-
an af lítinn áhuga á Banda-
laginu. Það var einungis fjall-
aö um það út frá spurningum
um frjálsa verslun. Núna
koma önnur mál upp og þá
vaknar áhuginn. Þa eru jafnð-
armenn úti í Evrópu spenntir
aö fylgjast meö afstööu
okkar, vegna þess aö samein-
uö eru Norðurlöndin sterk. í
Ijósi þessa gæti samvinna
okkar stutt viö bakið á jafn-
aðarmannaflokkum í allri
Evrópu. En þaö er Ijóst aö til
þess að geta staðið á réttind-
um launafólks gegn risafyrir-
tækjunum, veröum viö aö
hafa miklu meiri samvinnu.
Þá verðum við álykta meira
sameiginlega, gera svipaðar
kröfur og reyna aö ná sömu
markmiðum. Ella verðum viö
undir sameiginlegum mark-
aðLfjármagnsins."
— Eru umhverfismálin
alvarlegustu viðfangsefni
framtíöarinnar?
„Ég held aö viö getum ekki
raöaö umhverfismálunum
framan við önnur viöfangs-
efni, ef þaö verður á kostnaö
annarra mála. Við veröum
hins vegar aö leggja miklu
meiri áherslu á umhverfis-
málin en viö höfum gert fram
aö þessu. Þaö er auóvelt aö
fá hljómgrunn hjá fólki í
Skandinaviu í dag. Fólk telur
aö viö höfum leyst önnur mál
eins og baráttuna viö at-
vinnuleysi. í upphafi áttunda
áratugarins var erfiöara að
leggja áherslu á umhverfis-
málin, vegna þess aö þá
jókst atvinnuleysið. í dag er
öldin önnur, og viö vitum að
þaö eru bráðaðkallandi verk-
efni í umhverfismálum. Viö
gerum okkur þaö líka Ijóst,
aö vinnum við ekki saman,
leysum viö engan vanda. Það
er sama hvað einstakt land
framkvæmir. Þetta gildirekki
hvaö síst um mengun hafs-
ins,“ sagði Anna Greta Lejon
i viötali við Alþýðublaöið í
gær.