Alþýðublaðið - 19.11.1988, Blaðsíða 14
14
Laugardagur 19. nóvember 1988
Berlínarsamþykkt jafnaðarmannaflokka Evrópu
EVRÓPURÍKIN VERDI SAMSTÍGA í
FÉLAGSLEGRI OG EFNAHAGSLEGRI ÞRÓUN
Yfirlýsing leiðtoga jafnað-
armannaflokka og sósíal-
demókratískra flokka í aðild-
arríkjum EB (Evrópubanda-
lagsins) og EFTA (Fríverslun-
arsamtaka Evrópu) um sam-
vinnu jafnaðarmannaflokka
Evrópu í framtiðinni, sam-
þykkt á ráðstefnunni „EC/
EFTA — COMMON FUTURE
1992“ (Sameiginleg framtið
EB og EFTA 1992) sem haldin
var i Berlin 6.-7. nóvember
1988.
Alþýðublaðið birtir hér
kafla úr Berlinaryfirlýsingunni:
ALMENN TENGSL
EB OG EFTA
1. Samruni innan EB hefur
gengið allvel á undanförn-
um árum. Markmið Rómar-
sáttmálans, aö mynda
sameiginlegan markað að-
ildarríkja EB, á að nást fyr-
ir árslok 1992 samkvæmt
ákvæðum Einingarsam-
þykktar Evrópu. Fram-
kvæmdastjórn EB hefur,
undir stjórn forseta síns,
Jaques Delors, náð góð-
um árangri í að taka þær
ákvarðanir og gera þær
ráðstafanir sem nauðsyn-
legar eru til þess að slík
markmið náist.
Flokksleiðtogarnir
fagna einum sameiginleg-
um markaði, jafnframt því
sem tekist hefur að ná
efnahagslegri og félags-
legri samheldni og gera
Evrópu að einu svæði í fé-
lagslegu tilliti.
Stofnun sameiginlegs
markaðar mun valda breyt-
ingum á eðli tengsla EB
við aðrar Evrópuþjóðir,
einkum EFTA-ríkin. Efna-
hagsþróun og nauðsyn-
legar ákvarðanir um efna-
hagsstefnu EB útheimta
nánari samvinnu EB og
EFTA-ríkja og leiða til
samvinnu á öðrum sviðum
en í fríverslunarsamning-
um.
2. Aukin samvinna milli EB
og EFTA-ríkja hófst með
Lúxemborgaryfirlýsing-
unni 1984 og hefur komist
á frekara skrið eftir að EB
tók þá ákvörðun að sam-
eiginlegur markaður
skyldi vera kominn á að
fullu 1992.
Sambandið milli þess-
ara tveggja samtaka er
með miklum ágætum og
þau vandamál sem kunna
að vera fyrir hendi ber að
skoöa í því Ijósi. Sameig-
inlegt markmið með þess-
ari samvinnu er stofnun
öflugs efnahagssvæðis
Evrópu sem nærtil EB og
EFTA-rlkja og þeirra 350
milljóna manna sem þar
búa, svo sem ákveðið var
með Lúxemborgaryfirlýs-
ingunni, svo og viðleitni
til sameiginlegrar upp-
byggingar Evrópu sem
öins félagslegs svæðis og
lausn mikilvægra vist-
fræðilegra vandamála.
í þróun samvinnunnar
milli samtakanna tveggja
verður að gefa nánar gæt-
ur að smáatriðum og taka
fullt tillit til þýðingarmik-
illa mála einstakra ríkja.
Mikla vinnu þarf að inna
af hendi til að styrkja
tengslin milli EB og EFTA
svo að þau fái notið sam-
eiginlega hagsbóta af
samvinnu á sviði efna-
hagsmála, iðnaðar og
stjórnmála.
Auk þess hafa tengsl
EB og aðildarríkja Efna-
hagsbandalags Austur-
Evrópu (COMECON) kom-
ist á nýtt stig síðan undir-
rituð var sameiginleg yfir-
lýsing i Lúxemborg 26.
júní 1988. Möguleikarnir
hafa aukist á því að bæta
samband þessara sam-
taka, bæði á sviði stjórn-
mála og efnahagsmála.
Einnig að þessu leyti
snertir þetta sameiginlega
hagsmuni EB og EFTA og
er því mjög æskilegt að
náin samvinna takist með
þeim til að brúa bilið milli
austurs og vesturs I
Evrópu.
3. Flokksleiðtogarnir eru enn
staðráðnari í því en áður
að byggja upp og efla
samvinnu milli EB og að-
ildarríkja þess annars veg-
ar og EFTA-rikja hins veg-
ar. Árangursrík samvinna
milli EB og EFTA-rikja á
sviði utanrikismála hefur
komið fram í sameigin-
legu átaki til að framfylgja
og stuðla að þróun loka-
samþykktar Helsinkiráð-
stefnunnar um öryggi og
samvinnu í Evrópu og
samþykktar Stokkhólms-
ráðstefnunnar um traust-
vekjandi aðgerðir og af-
vopnun um gervalla
Evrópu.
Það er hagsmunamál
allra Evrópuríkja að stuðla
að bættri sambúð Banda-
ríkjanna og Sovétríkjanna.
Sameiginleg markmið að-
ildarríkja EB og EFTA eru
m.a. að útrýma kynþátta-
aðskilnaðarstefnu i Suður-
Afríku og efla lýðræði um
allan heim. Einnig eru það
sameiginleg markmið
þeirra að koma í veg fyrir
hernaðarátök í hinum
ýmsu heimshlutum, eink-
um í Austurlöndum nær, í
löndunum við Miöjaröar-
haf, í löndunum sunnan
Sahara í Afríku, svo og í
Mið-Ameríku. EB og EFTA-
ríkin stuðla að verndun
mannréttinda um allan
heim; þar sem þau hafa
verið brotin krefjast sam-
tökin þess að ástandið
breytist til batnaðar.
4. Jafnt aðildarríkjum EB
sem EFTA er umhugað um
að stuöla að stöðugleika
og friði í Evrópu. Þau
mundu fagna því ef unnt
yrði að koma á sameigin-
legu öryggiskerfi fyrir
Evrópu, þar sem frumhvat-
inn yrði efnahagsleg sam-
vinna og verslun milli ríkja
Austur- og Vestur-Evrópu.
Þau styðja og hvetja til
umbóta og eflingar lýð-
ræðis i Evrópu.
5. Flokksleiðtogarnir gera
sér grein fyrir að náttúru-
auðlindirog nýting þeirra
skipta meginmáli fyrir all-
mörg EFTA-riki varðandi
samskipti þess við EB.
ÁHRIF SAMEIGINLEGS
MARKAÐAR EB Á SAMVINNU
EB 0G EFTA
1. Flokksleiðtogarnir krefjast
þess að um leiö og hinn
sameiginlegi markaður er
kominn á að fullu verði
um leið stuðlað að þróun
sameiginlegrar félags-
málastefnu, félagslegri
samheldni í Evrópu og öfl-
ugra efnahagslífi, svo sem
gert er ráð fyrir í Lúxem-
borgaryfirlýsingu EB og
EFTA.
Þær ráðstafanir sem
gerðar verða til að koma á
sameiginlegum markaði
munu hafa veruleg en mis-
munandi áhrif á efnahags-
líf aðildarrikja EB og
EFTA. Allur vöxtur f fram-
leiðni og bætt samkeppn-
isaðstaða efnahagskerfis
EB kann að hafa hagstæð
áhrif á verðbólgu, fjár-
málastefnu hins opinbera
og hagstæðan jöfnuð í
viðskiptum við önnur
lönd, en gæti leitt til auk-
ins timabundins atvinnu-
leysis ef engar breytingar
eru gerðar á efnahags-
stefnu. í þessu sambandi
vísa flokksleiðtogamir til
athugunar Samtaka verka-
lýðsfélaga Evrópu
(European Trade Union
Confederation) á sameig-
inlegri atvinnumálastefnu
fyrir Evrópu. Flokksleið-
togarnir krefjast þess að
markmið efnahagsstefn-
unnar verði að nýta til
fulls möguleika til aukins
vaxtar og atvinnu eftir að
hinn sameiginlegi markað-
ur er kominn á. Þeir leggja
einnig áherslu á að við
undirbúning og upphaf
hins sameiginlega mark-
aðar séu menn vel á verði
til þess að vinna gegn
hugsanlega neikvæðum
áhrifum á vinnumarkaðn-
um.
2. Flokksleiðtogarnir frá að-
ildarríkjum EB og EFTA
gera sér grein fyrir að til
þess að koma á sameigin-
legum markaði verður EB
að taka fjölmargar ákvarð-
anir. Þrátt fyrirað þær
verði að hafa forgang telja
flokksleiðtogarnir æski-
legt að koma á sem víð-
tækastri samvinnu milli
EB og EFTA vegna sam-
eiginlegra hagsmuna.
Þátttaka EFTA-landanna í
stöðlunarnefndum Evrópu,
CEN og CENLEC, er skref
í áttina til þess að ryðja úr
vegi tæknilegum hindrun-
um fyrir verslun og það
sama má segja um til-
komu Skjals um einföldun
tollmeðferðar vara (SAD).
Á öðrum sviðum verslunar
með vörur og þjónustu
skyldi gera gagnkvæma
samninga sem eru báðum
samningsaðilum til hags-
bóta:
• milli EB og EFTA þar
sem EFTA hefur umboð
til þess
• tvihliða milli EB og að-
ildarrikja EFTA
• með lagabreytingum ein-
stakra rikja
• milli aðildarrikja EB og
aðildarríkja EFTA þar
sem hvorug samtökin
hafa umboð til þess.
Frá sjónarhóli flokks- -
leiðtoganna er óhjákvæmi-
legt að aðilar vinnumark-
aðarins, einkum verkalýðs-
félögin, taki þátt í því á
öllum stigum að koma á
fót hinum sameiginlega
markaði, einkum við sam-
ræmingu lagaákvæða og
staðla.
3. Flokksleiðtogarnir fagna
þvi að sjóðir EB til upp-
byggingar, sem ætlað er
að verða til hjálpar á þeim
svæðum þar sem breyt-
ingar á uppbyggingu at-
vinnulifs standa yfir, svo
og á þeim svæðum sem
eiga í vök að verjast, verða
tvöfaldaðir að raungildi.
Flokksleiðtogarnir lýsa því
yfir að eitt skuli látið yfir
alla ganga varðandi kosti
og galla við það að mark-
aður EB og EFTA veröur
að meira leyti sameigin-
legur og verði tekið tillit
til þess í samstarfi EB og
EFTA.
4. Frjálsari flutningur fjár
innan EB og sameining
markaðar fjármagnsþjón-
ustu útheimtir fjölmargar
breytingar á lögum um
banka og vátryggingar.
Samningaviðræður þyrftu
að fara fram milli aðildar-
ríkja EB og EFTA um
meira frjálsræði á sviði
fjármála og vátrygginga. í
slíkum samningaviðræð-
um skyldi tekið tillit til
ákvæða í alþjóðalögum
um stjórnun fjármagns-
flutninga og samvinnu á
sviði skattamála. Þegartil
nokkuð lengri tíma er litið
veldur frekari samruni
efnahagskerfa þjóðanna
því að styrkja veröur mynt-
kerfi Evrópu. Flokksleið-
togarnir vænta þess að fá
skýrslur frá Hannover-
hópnum, sem falið var að
spá fyrir um hver fram-
vinda mála yrði á þessu
sviði, og munu því taka
þetta mál upp aftur siðar.
(Breski Verkamannaflokk-
urinn hefur fyrirvara á
texta síðustu málsgrein-
anna). Flokksleiðtogarnir
benda á að tengsl við
gengisviðmiðun takmark-
ast ekki við aðildarríki EB.
5. Nú þegar eru margvísleg
tengsl milli EB og EFTA-
ríkja hvað varðar rann-
sóknir, bæði á vegum
stofnana, svo sem Geim-
ferðastofnunar Evrópu
(E.S.A.) og Sameinda- og
líffræðistofnunar Evrópu
(E.M.B.O), þar sem EFTA-
ríkin eða fyrirtæki innan
þeirra hafa gert samninga
um þátttöku í rannsóknar-
verkefnum, eða í verkefn-
um EUREKA (Samstarfsá-
ætlunar á sviöi visinda).
Sameiginleg rannsóknar-
verkefni á vegum EUREKA
hafa leitt til mikillar sam-
vinnu milli aðildarríkja EB
og EFTA til hagsbóta fyrir
efnahagskerfi Evrópu.
Flokksleiðtogarnir fagna
þessari þróun og treysta
því að framtíðarverkefni á
vegum EB verði einnig op-
in aðildarrikjum EFTA
þannig að hvert riki greiði
sinn hluta kostnaðarins.
6 Flokksleiðtogarnir óska
jafnframt eftir því að
Evrópuríkin verði sam-
stiga í efnahagslegri og
félagslegri þróun. Atvinn-
umálastefna, byggða-
stefna, viðhald og viðbæt-
ur við reglur um öryggi
verkamanna í fyrirtækjum,
allt þetta verður að taka
jafnmikið til greina við
frekari samruna Evrópu-
markaðar.
SAMVINNA EB 0G EFTA Á
SVIDI UMHVERFISMÁLA
1. Ljóst er, með tilliti til vist-
fræðilegra stórslysa, sem
hafa orðið nýlega, og vax-
andi umhverfismengunar,
að EB og EFTA gegna
þýöingarmiklu hlutverki í
þessum málum. Þess
vegna viljum við, sem
flokksleiðtogar, taka þessi
mál til sérstakrar umfjöll-
unar, aðskilin frá öðrum
málum sem á dagskrá eru.
Þrátt fyrir að gerður hafi
verið mikill fjöldi samn-
inga um umhverfisvernd
versnar ástandið stöðugt,
einkum vegna aukinnar
loftmengunar frá iðjuver-
um, bifreiðum o.þ.h., en
einnig af þeim sökum að
þessir samningar hafa
ekki reynst nægilega hald-
góðir. Þörf er fyrir samn-
inga með strangari
ákvæðum. Mengun berst
hæglega yfir landamæri
og þvi dugir lítt aö hvert
ríki móti sína eigin stefnu
um umhverfisvernd, held-
ur verður að koma til sam-
vinna ríkja í milli, ekki að-
eins milli rikja EB, heldur
einnig milli EB og EFTA
og raunar milli Austur- og
Vestur-Evrópu, sem og
milli annarra rikja heims.
2. Flokksleiðtogarnir eru
sammála um að samvinna
á sviði umhverfisverndar-
mála ætti að verða þáttur i
alhliða samstarfi EB og
EFTA, eins og fram kemur
í Lúxemborgaryfirlýsing-
unni frá 1984. Einnig er
mikilvægt að breyta f sam-
ræmi við viljayfirlýsingu
Noordwijk-ráðstefnunnar.
Markmiðið er að styrkja
núverandi sambönd þjóða
i milli og samvinnu milli
EFTA-ríkja, Evrópubanda-
lagsins og EB-r(kja með
því að hafa í því skyni
fastanefndir og fulltrúa,
svo og með fundum sér-
fræðinga á sviði umhverf-
ismála og háttsettra
stjórnmálamanna, svo að
ná megi varanlegum ár-
angri á sviði umhverfis-
mála þar sem hagsmunir
rikjanna fara saman.
Meöal mikilvægra sviða
má nefna:
• loftslagsbreytingar: að
vinna gegn gróöurhúsa-
áhrifum vegna myndunar
koltvísýrings og annarra
efna sem valda því aö
andrúmsloft jarðar hitn-
ar;
• verndun ósónlagsins.
Niðurstöður í rannsókn-
um vísindamanna benda
til þess að draga verði
mjög verulega úr loft-
mengun af völdum klóró-
flúóró-kolefnis (CFC) í
samræmi við ákvæði
Frá fundi leiðtoga jafnaðarmannaflokka og sósíaldemókratískra flokka
í EB og EFTA, sem haldinn var i Berlín 6.-7. nóvember.