Alþýðublaðið - 19.11.1988, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 19.11.1988, Blaðsíða 9
Laugardagur 19. nóvember 1988 9 Jarðgangnagerð er umtal- aðasta framtíðarmálið i Aust- urlandskjördæmi um þessar mundir. Austfirðingar hafa mikinn áhuga á þessu máli og það var mjög umrætt á síðasta aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi. Austfirðingar telja bættar samgöngur vera eitt mikil- vægsta málið þegar litið er til framþróunar byggðar á svæðinu. Svo mikilvægt að þeir hafa sjálfir látið fram- kvæma ýmsar undirbúnings- rannsóknir án þess að aðrir kæmu þar til sögu. Nú hefur það hinsvegar nýverið gerst að Samgönguráðuneytið hef- ur látið skipa nefnd til að kanna þessa jarðgangnagerð til hlítar. í henni eiga sæti auk heimamanna, fulltrúar frá Byggðastofnun, ráðuneyt- inu og Vegagerðinni. í samtali Alþýðublaðsins við Magnús Guðmundsson, bæjarfulltrúa á Seyðisfirði kom fram að sá möguleiki sem menn hafa helst velt fyrir sér eru jarðgöng sem myndú tengja saman firðina svokölluðu, Seyðisfjörð, Norðfjörð, Mjóafjörð, Eski- fjörð og síðar Fáskrúðsfjörð og Reyðarfjörð. Auk þess er hugmyndin sú að úr einum þessara fjaröa yrði farið upp á Hérað, helst ræða menn um Mjóafjörð í því sambandi, og þar með næðust greiðar samgöngur við Héraðsbúa og Egilsstaði. Ef að slíkt næst fram þá tala menn um að hringnum hafi verið lokað. Magnús: „Til lengri tíma litið er hér um líf þessara byggða að ræða. Menn eru hér að tala um að með þessum jarð- gangnahugmyndum verði á þvf möguleiki að koma upp ýmislegri sameiginlegri þjón- ustu og um leið bæta þá sem fyrir er. Svæðið yrði þá heild sem er mjög mikilvægt. Menn eru að tala um að dreifa þessari þjónustu, það er að minnsta kosti hugmynd okkar Fjarðarbúa og þrátt fyrir að menn inn áHéraði hafi sumir aðrar hugmyndir og séu með einhverskonar kjarnahugmyndir í kringum Egilsstaði. Við teljum til að mynda að hagur Héraðs- manna myndi vænkast við þessa tengingu þar sem þeir gætu þá auðveldlega sótt vinnu niður á firði en miðað við firðina hefurHéraðið verið láglaunasvæði." SÉRSTAÐA VOPNFIRÐINGA Vopnfirðingar hafa allmikla sérstööu í samgöngumálum innan kjördæmisins. Magnús Guðmundsson talaði um að koma þeim inn á kortið og í samtölum við Vopnfirðinga, m.a. Ellert Árnason, kom fram að samgöngur þeirra austur eru afar bágbornar, svo til eingöngu sumarvegir austur. Vopnafjörður er því í raun meira tengdur Noröur- landi helduren afganginum af Austurlandi. Samtök sveit- arfélaga á Austurlandi hafa margoft ályktað um að það sé forgangsverkefni að koma Vopnfirðingum í samband við aðra Austfirðinga og Magnús Ingólfsson hreppsn'éfndar- maður á Vopnafirði sagði að menn væru allir sammála um það fyrir austan að tenging Vopnafjarðar hefðí forgang. Magnús Ingólfsson sagði enn fremur að svo virtist sem Vegagerðir væri að falla frá þeim hug- myndum sem hafa verið ( gangi á undanförnum árum AUSTURLAND Jarðgöng UM LIF BYGGÐANNA AÐ RÆÐA þ.e. að bæta samgöngur Vopnfirðinga með hefðbund- inni vegagerö. Hann sagði aó umræður um jarðgöng hefðu verið miklar fyrir þetta 4-6 árum en siðan hefðu vega- gerðarmenn fengið aukin áhuga á hefðbundinni vega- gerð að nýju. Þegar menn ræða þessi samgöngumál tengd Vopn- firðingum er alls ekki bara verið að tala um að tengja Vopnafjörð við hina Austfirð- ina, í raun er verið að tala um að tengja saman tvo lands- hluta, Norður- og Austurland. Austfirðingar eru bjartsýnir á að þessi staðreynd hafi áhrif í þá veru að framkvæmdir verði hafnar á einhverjum næstu ára, hverjar svo sem þær verða en Magnús Ing- ólfsson á Vopnafirði sagði Vopnfirðinga tilbúna til að bíða nokkur ár enn eftir jarð- göngum, frekar en að hafist yrði handa við vegagerð sem ekki þjónaði fullkomlega til- gangi sínum. HVENÆR? Magnús Guðmundsson tók skýrt fram að enginn áhugi væri fyrir því af hálfu Aust- firðinga að metast við Vest- firöinga í jarðgangnagerð. Það væri viðurkennt að Vest- firðirnir Væru næstir á þess- ari áætlun, enda væru þeir ’ miklu lengra komnir en Aust- anmenn. Austfirðingar gerðu sér hinsvegar vonir um að geta nýtt sér þá reynslu og þekkingu sem skapaðist á Vestfjörðum og þannig jafn- vel orðið þeim samferða að einhverju leyti. Stórfram- kvæmdir sem þessar taka hinsvegar langan tíma í und- irbúningi og vinnslu og sagði Magnús menn gera sér fulla grein fyrir því, Austfiróingar byggjust ekki við að hafist yrði handa fyrr en eftir 4-5 ár, og það væru björtustu vonir. - Stærsti gólfdúkaframleiðandi Evrópu. Vestur-þýsk gæðavara. mm - Hollenskar teppaflísar með ótrúlega möguleika ( sérframleiðslu CRESPANIA - Fallegar heimilisfllsar Irá Spáni ege - Stærsti teppaframleiðandi Danmerkur, 50 ára og enn slungir Brintons VORWERK carpets - Einn elsti framleiðandi Wilton og Axminster teppa í Englandi - Einn stærsti teppaframleiðandi Vestur-Þýskalands. Frumlegustu teppamynstrin á markaðnum. miP°lQml tuftxm - Gegnheill vinyldúkur frá virtasta framleiðanda Vestur-Þýskalands - Skitgleypimottur (Coral) frá Hollandi llUmMUm 3°®§EMA - Lím og fylgiefni frá Vestur-Þýskalandi norament 'Freudenberg ____i - Náttúru- og vinylkorkur frá Portúgal j-^Frei - Takkaðir gúmmídúkar frá V-Þýskalandi. Stærstir og fjölbreyttasta úrvalið haro y ■■■ Die Parkett-Marke® - Vestur-þýskt gæðaparket - Stærsti teppaflisaframleiðandi ( heimi - Stærsti teppaframleiðandi Evrópu. AltroNordic - Öryggisdúkar frá Svlþjðð \REDESTEIN=) - Hollenskar gúmmlmottur og gúmmldreglar Æto^Keramlk - Vestur-þýskar gæðafllsar. - Stök teppi úr ull með tískumynstrum frá Hollandi OSTACARPETS - Sérhæfður framleiðandi stakra teppa í Belgiu - Stök teppi I sígildum mynstrum frá Belgíu. LA 54N Giemcio - Steyptar marmaraflðgur (terrazzo) frá ftallu Hjá okkur færðu allt á gólfið á einum stað. ; - ;á’ Teppaland Grensásvegi 13, Rvik., simar 83577 og 83430. FOTUM Nú eru liðin 20 ár frá opnun Teppalands. • Á þessum tíma höfum við selt yfir 3,2 milljónir fer- metra af gólfefnum, sem segir sína sögu um vin- sældir Teppalands. • Petta hefur einnig verið staðfest í nýlegri skoðanakönnun Hagvangs, þar sem 51% aðspurðra sögðust myndu leita fyrst til Teppalands ef kaupa ætti gólfefni. • Næstu verslanir voru með 10,8% og minna. Teppaland er nú alhliða verslun með allt á gólfið á einum stað. • í Teppalandi færðu gólfteppin, teppaflís- arnar, motturnar og dregl- ana. • í Dúkalandi færðu gólfdúkinn, parketið og flí- sarnar auk úrvals fylgihluta. • Styrkur okkar liggur í inn- flutningi frá þekktum og virt- um framleiðendum gólfefna um allan heim. • Teppaland-Dúkaland er í dag umfangsmesta gólf- efnaverslun landsins, með reynslu og þekkingu sem kemur þér til góða. LÍTTU VIÐ EÐA HAFÐU SAMBAND.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.