Alþýðublaðið - 19.11.1988, Blaðsíða 5
Laugardagur 19. nóvember 1988
5
FRÉTTIR
Drög að stjórnmálaályktun flokksþings Alþýðuflokksins
FLOKKAKERFIÐ AD
GANGA ÚR SÉR
„Almenningur gerir kröfur um nýjar áherslur“ — Rík áhersla á alþjóðasam-
starf í friðar-, umhverfis- og efnahagsmálum. Tœkifœri til aukinnar álfram-
leiðslu verði könnuð til hlítar.
„I stjórnmálum verður æ
Ijósara að núverandi flokka
kerfi gengur óðum úr sér,“
segir m.a. í drögum að
stjórnmályktun flokksþings
Alþýðuflokksins.“ Fjölgun
flokka á Alþingi hefur gert
það ákaflega erfitt að mynda
samhenta ríkisstjórn sem
getur fylgt markvissri stefnu.
Flokkum hefur hins vegar
fjölgað vegna þess að gömlu
flokkarnir fjórir hafa verið
ákaflega seinir til að svara
kalli timans. Almenningur
gerir kröfur um nýjar áherslur
í stjórnmálum sem gömlu
flokkarnir hafa ekki tileinkað
sér. í þessu liggur meðal
annars skýringin á undirtekt-
um almennings við málflutn-
ing Kvennalistans, sem einn-
ig er þó auðvitaö athvarf
óánægðra."
Lengsti kafli ályktunarinn-
ar fjallar um alþjóðasamstarf
um friðarmál, umhverfismál
og efnahagsmál. Þar er hvatt
til aukins samstarfs á al-
þjóðavettvangi og segir að ís-
lendingar verði að taka þátt í
þeirri samræmingu á löggjöf
og viðskiptareglum sem á
sér stað vegna innri markað-
ar Evrópubandalagsins 1992.
„Mikilvægt er aö arðsemis-
sjónarmið séu höfð að leiðar-
Ijósi við ákvarðanir um fjár-
festingu og rekstur," segir i
kafla um markvissa iðnaðar-
uppbyggingu. Þar segir enn-
fremur að Alþýðuflokkurinn
Frá setningu 44. flokksþings Alþýðuflokksins á Hótel Islandi í gær. A-
mynd/Magnús Reynir.
leggi á það sérstaka áherslu
að tækifæri til þess að koma
á laggirnar aukinni álfram-
leiðslu verði könnuð til hlítar
í samhengi við þróun at-
vinnulifs og búsetu i landinu
'og uppbyggingu raforkukerf-
isins.
Þá segir m.a. í ályktuninni
að leyfa eigi starfsemi er-
lendra fjármálastofnana hér á
landi á grundvelli almennra
reglna til að auka samkeppni
og bæta bankaþjónustu.
HRIIN BLASIR VIÐ
í ræðu sinni við setningu
20. flokksþings framsóknar-
manna sem hófst í gær spáði
Steingrímur Hemannsson,
forsætisráðherra, áframhald-
andi hruni þjóðartekna.
„Þjóðhagsstofnun hefur
spáð því að þjóðartekjur
dragist saman á þessu og
næsta ári um 5 til 6 af hundr-
aði. Á grundvelli tillagna
fiskifræðinganna er nú gert
ráð fyrir þvi, að samdráttur i
afla verði enn meiri en áður
var talið nauðsynlegt. Þaö
mun að sjálfsögðu enn auka
erfiðleika útgeröar og fisk-
vinnslu. Lækkun þjóðartekna
veröur jafnframt meiri en
áður var talið. Mér kæmi ekki
á óvart þótt hún yrði á tveim-
ur árum 6 til 8 af hundraði,
þegar tekið er tillit til gjald-
þrota og keðjuverkana af
þeim. Það er í raun hrun,“
sagði Steingrimur.
I ræðu sinni fórforsætis-
ráðherra hörðum orðum um
„frjálshyggjuarm Sjálfstæðis-
flokksins" og sagði að hann
hafi fyrst og fremst valdið
stjórnarslitunum í haust. „Ég
er sannfærður um að Þor-
steinn Pálsson meinti það
sem hann sagöi, þegar hann
kom vestan af fjöröum. Það
var hins vegar enn krumlan
úr heiðnabergi íhaldsins,
sem tók fram fyrir hendur
hans. Því miður er það hún
sem ræður hvenær, sem
hagsmunir fjármagnsins eru
taldir í hættu. Þannig sleit
Sjálfstæðisflokkurinn stjórn-
arsamstarfinu," sagði hann.
í ræðu sinni sagði Stein-
grímur að lánskjaravísitalan á
nýjum lánum myndi breytast
um næstu áramót og með
beinum og óbeinum hæt-ti
verði jafnframt lögð áhersla á
að lántakendur geti fengið
breytt eldri lánum yfir í nýju
vísitöluna, ef þeir óska.
Þá sagði forsætisráðherra
að hann treysti því að bæði
nafnvextirog raunvextir muni
lækka eftir þessa helgi. Ef
Seðlabankinn standi ekki
fyrir því sé óhjákvæmilegt að
beita lagaheimildum.
Fram kom í ræðunni að
erlendar skuldir vaxa á þessu
ári í 45% þjóðartekna og
muni að öllum líkindum fara
yfir 50% á næsta ári. Þá
muni greiöslubyrðin að öllum
líkindum fara yfir 20 af hundr-
aði gjaldeyristekna þjóðar-
búsins á næsta ári. „Ég má
ekki hugsa til þess sem ger-
ist ef gjaldeyrisöflunin stöðv-
ast við þessar aðstæður,"
sagði Steingrímur.
Ennfremur ræddi Stein-
grímur um ágreining stjórnar-
flokkanna um álversstækkun
og sagði sjálfsagt aö halda
áfram athugun þess máls en
ríkisstjórnin gæti ekki flutt
frumvarp um stóriðjufram-
kvæmdir án samþykkis allra
stjórnarflokkanna. Þaö væri
líka útilokað að rannsókn á
slíkum stóriðjukosti yrði lok-
iö á þessu kjörtímabili.
Steingrímur boðaði nauð-
syn á endurskipulagi banka-
kerfisins. „Banka þarf að
sameina, hvað sem þeir
heita, og ákveða ber hámark
leyfilegs vaxtamunar. Yfir-
stjórn Seðlabankans á skil-
yrðislaust og án tafar að
framfylgja stefnu ríkisstjórn-
ar. Víða fara og koma seðla-
bankastjórar með ríkisstjórn-
um. Það er líklega skynsam-
legt,“ sagði forsætisráðherra
og formaður Framsóknar-
flokksins í ræðu sinni i gær.
Steingrímur Hermannsson forsœtisráðherra lýsti
svörtum framtíðarhorfum í rœðu sinni á
flokksþingi Framsóknar. Frjálshyggjuarmur
Sjálfstæðisflokksins fékk harkalega ádrepu frá
Steingrími.
Lítil vinna hjá vörubílstjórum
ÓSKILVÍSI VERKTAKA VANDAMÁL
Vinna hjá vörubifreiðastjór-
um í Reykjavík hefur fariö
niður í 1 klukkustund á dag
og jafnvel enga að undan-
förnu aö sögn Braga Sigur-
jónssonar formanns Þróttar
og Landssambands vöru-
bifreiðastjóra. Segir hann
óskilvísi verktaka vera stórt
vandamál hjá vörubílstjórum.
Landssamband vöru-
bifreiðastjóra hélt sitt 18.
þing fyrir skömmu. Ýmsar
ályktanir voru samþykktar
þar, m.a. að landssambandið
beitti öllum tiltækum ráðum
til að tryggja betur en nú at-
vinnuréttindi félagsmanna
við allan akstur á vörum og
jarðefnum á hverju félags-
svæði fyrir sig. Einnig er
skorað á samgönguráðherra
að láta gera úttekt á núver-
andi framkvæmd útboða meö
tilliti til hagkvæmni þeirra
fyrir þjóðina. Einnig að verk-
kaupi sem er ábyrgur fyrir
vali á verktaka, sé lika gerður
ábyrgur fyrir skuldbindingum
• verktakans við sína þjónustu-
aðila.
Bragi segir í samtali viö Al-
þýðublaðið að samdráttur sé
núna, en það sé ekkert nýtt
þar sem þetta sé árstíða-
bundin vinna. „En það haust-
aði heldur snemma hérna hjá
okkur í Reykjavík. Okkur vant-
ar vinnu fyrir svona 30 bíla á
Þrótti til að það sé gott líf í
þessu.“ Hann sagði að mis-
jafnt væri hve mörgum vinnu-
stundum menn næðu nú á
viku, enda væru sumir i fastri
vinnu hjá fyrirtækjum, en af-
ar daprir tímar væru hjá þeim
sem væru á stöðinni og gæti
vinnan farið allt niður í 1 klst.
á dag eða jafnvel enga eins
og tilfellið væri hjá sunríum.
Færi þetta nokkuð eftir út-
búnaði bilanna. Félagsmenn
í landssambandinu hafa yfir
að ráða um 640 bilum og þar
af eru um 150 hjá Þrótti í
Reykjavík. Bragi taldi að
ástandið hafi verið einna
verst á þessu ári í Vest-
mannaeyjum og einnig hafi
lítið verið aö gera í Neskaup-
stað, en best sennilega i
Hafnarfirði og þokkalegt í
sumar á Akureyri og á höfuð-
borgarsvæðinu. Vinna um allt
land vegna Vegagerðarinnar
hafi fariö minnkandi og einn-
ig á vegum Reykjavikurborg-
ar. Bragi sagðist ekki reikna
með að vörubifreiðastjórum í
Reykjavík myndi fækka nú,
en úti á landi hafi orðið
fækkun að undanförnu.
„Stórt vandamál hjá okkur
vörubílstjórum og lands-
byggöarfólki sérstaklega, er
óskilvísi verktaka, hún er
alveg með ólíkindum mikil.
Ég er búinn að fá yfirlit frá
bílstjórum og þar koma fram
háar tölur. Verktakar hafa
boðið það lágt að þeir hafa
farið á hausinn. Þetta á ekki
við um alla verktaka, sumir
eru alveg 100% skilvísir, en
það hefur verið mjög mikið
um þetta, þvi miður." Bragi
sagði að yfirleitt væri um
glatað fé að ræða þegar verk-
takar yröu gjaldþrota.
Verkefnalausir vörubilar Jijá Þrótti. A-mynd/Maqnús Reynir.
Bráð'abirgðatölur um fiskafla jan. til okt.
HEILDARAFLI TÆP 1300 ÞÚSUND T0NN
Samkvæmt bráðabirgðatöl-
um Fiskifélags íslands fyrir
tímabilið janúar til október
1988 veröur heildaraflinn fyrir
tímabilið 1.298.683 tonn, en í
fyrra var aflinn 1.175.996
tonn. Áætlað er að þorskafl-
inn verði 315.103 tonn, en i
fyrra var hann 332.408 tonn.
I skýrslunni kemur fram aö
mestur hluti aflans berst að
landi með bátunum eða rúm
900 þúsund tonn og munar
þar að sjálfsögðu mest um
loðnuna, en hún er áætluð
655 þúsund tonn. Gert er ráð
fyrir aö togarar landi um 350
þúsund tonnum.
Vestmannaeyjar eru enn
sem fyrr afkastamesta ver-
stöðin og er reiknað með að
þangað hafi borist á um-
ræddu tímabili rúm 17 þús-
und tonn af þorski, en í fyrra
bárust þangað tæp 11 þús-
und tonn af þorski.