Alþýðublaðið - 19.11.1988, Blaðsíða 18

Alþýðublaðið - 19.11.1988, Blaðsíða 18
'18 Laugardagur 19. nóvember 1988 BÓKAFRÉTTIR í skolti Levíatans Hjá Örlaginu í Reykjavík er nýlega komin út bókin í skolti Levtatans. Er hér um aö ræöa þýöingar á Ijóðum margra virtustu skálda Evr- ópu, Suöur-Ameríku og Tyrk- lands. Þýöandi Ijóðanna er Jóhann Hjálmarsson og er í skolti Levíatans fjóröa þýö- ingabók hans. Fengur er í þessari nýju bók Jóhanns þvi tólf ár eru nú frá því síðustu þýðingar hans komu út i bók- inni Þrep á sjóndeildarhring. Jóhann hefur á þeim 28 ár- um sem liðin eru frá útkomu fyrstu þýðinga hans, verið öt- ull viö aö kynna íslendingum Ijóöagerö fjölda skálda sem markað hafa spor sín í sögu heimsbókmenntanna. Má þar nefna César Vallejo, Federico Garcia Lorca, Salvatore Quasimodo, Gunnar Ekelöf og Gottfried Benn. Levíatinn sem fyrir kemur í nafni bókarinnar er skaöræö- isskepna nokkur úr Biblíunni og sver sig mjög í ætt Miö- garðsorms sem betur er þekktur hér á norðurslóðum. Titillinn er sóttur í eitt af Ijóöum pólska skáldsins Czeslaws Milosz. Athyglis- verður er hlutur tyrkneskra skálda i bókinni en Jóhann Hjálmarsson er að líkindum sá íslendingur sem mest hef- ur látið sig varða Ijóðlist Tyrkja. Hremmingar Bókaútgáfa Máls og menn- ingar hefur sent frá sér kilju sem nefnist Hremmingar — viðtöl um nauðgun, eftir Sig- rúnu Júlíusdóttur, félagsráð- gjafa. Þessari bók er ætlað að verða tilefni umræðu um meðferð nauð' unarmála hér á landi. í henni er sagi frá athugun á reynslu tuttugu og fjögurra íslenskra kvenna sem hafa orðið fórnarlömb nauögunar. Konurnar segja frá sjálfum sér, árásinni sem þær urðu fyrir og eftirköstunum. Jafn- framt fjallar höfundur um kæru, læknisskoöun og önn- ur eftirmál. í lokin dregur Sig- rún saman niðurstöður sínar sem byggðar eru á viðtölum við konurnar, og ræðir leiðir til úrbóta. Sigrún Júlíusdóttir hefur átt sæti í nefnd á vegum dómsmálaráðuneytisins sem falið var að „kanna hvernig háttaö væri rannsókn og meðferð nauðgunarmála og gera tillögur til úrbóta í þeim efnum“. Það kom í hlut henn- ar að vinna að athugun á reynslu og viðhorfum kvenn- anna sjálfra, og er bók henn- ar byggð á þeirri athugun. Grænt óg gómsætt Grænt og gómsætt Bókaútgáfan Forlagið hef- ur sent frá sér bókina Grænt og gómsætt, en svo nefnist matreiöslubók eftir breska matargerðarmanninn Colin Spencer, einn helsta meist- ara Breta á því sviði. Hann hefur um árabil ritað fasta greinaþætti um mat í breska stórblaðið The Guardian og unnið ótrauður að því að kynna lesendum sínum þá hollustu sem er að finna í vel samsettu jurtafæði. Helga Guðmundsdóttir þýddi. í bókinni eru leiöbeiningar um heilsusamlegt fæði og hvernig setja skal saman hollar máltiðir. Sérstaklega er hugað að þörfum barna, þungaðra kvenna, íþrótta- manna og roskins fólks. Hér er fjallað um þann háska sem fylgir ótæpilegri neyslu á salti, sykri, fitu og aukaefn- um og bent á hvernig draga megi úr henni. Hér eru einnig greinargóðar leiðbeiningar um hvað best er að eiga til í kæli eða búri, hvaða áhöld koma að mestu gagni og sið- ast en ekki síst er í bókinni myndskreytt orðaskrá þar sem margt má læra um hinar ýmsu fæðutegundir sem matreiða skal. Grænt og gómsætt er 256 bls. í stóru broti og mikill fjöldi litmynda prýðir bókina. Hún er prentuð á ítallu. Dagbók góðrar grannkonu Bókaútgáfan Forlagið hef- ur gefið út skáldsöguna Dag- bók góörar grannkonu eftir Doris Lessing. Þuríður Baxter þýddi söguna. Doris Lessing er íslendingum að góðu kunn, en áður hefur Forlagið gefið út skáldsögu hennar, Grasið syngur. Sagan segir frá Jane Somers. Hún er kona I ábyrgðarstöðu og hefur alla tíð hugsað fyrst og fremst um starf sitt, útlit og frama. Þegar hún horfir á eftir eigin- manni sínum og móður I gröfina, rennur smám saman upp fyrir henni að samband hennar við samferðamenn slna hefur verið reist á sandi. Af tilviljun kynnist hún gamalli konu, Maudie, sem komin er um nírætt. Smám saman þróast samband þeirra á þá lund að Jane axl- ar ábyrgð á gömlu konunni og dregur um leið lærdóm af lífi hennar. Maudie sýnir henni veröld sem Jane hefur aldrei kynnst, óvægna baráttu ungrar stúlku um aldamótin fyrir tilveru sinni — baráttu sem ekki er lokið, því að á gamals aldri berst hún jafn vonlausri baráttu fyrirverðugu lífi. í frétt Forlagsins segir m.a.: „Dagbók góðrar grann- konu vitnar um djúpan mann- skilning og tilfinningahita mikils rithöfundar. A meist- aralegan hátt lýsir Doris Lessing sárum tilfinningum þess sem sviptur er getu sinni og rétti til að varðveita mannlega reisn. Við kynni sín af Maudie öðlast Jane þann þroska sem hana skorti til að meta líf sitt á ný og gefa því tilgang — handan sýndarmennsku og sjálfum- gleði." íslenskir utangarðs- unglingar Bókaútgáfan Forlagið hef- ur sent frá sér bókina íslensir utangarðsunglingar — Vitnis- burður úr samtímanum sem Sigurður Á. Friðþjófsson hef- ur tekið saman. Bókin geymir tíu frásagnir af lífsbaráttu óharðnaðra unglinga. Ungl- ingarnir sem segja frá hafa af einhverium ástæðum kiknað undan ofurálagi í lífinu. Sum hafa farið of geyst, ætt beint af augum án þess að huga að stefnunni, þar til þau voru komin í blindgötu sjálfseyð- ingarinnar. Önnur urðu fórn- arlömb ofbeldis og skeyting- arleysis, enn önnur guldu þess beinlínis að vera öðru- vísi en tjöldinn. Hér er rætt við það fjöl- marga fólk sem vinnur ráð- gjafar- og hjálparstarf meðal íslenskra unglinga, oft á tíð- um við lítinn skilning þeirra sem með völd fara hér á landi. En fyrst og fremst er það unga fólkið sem hefur orðið: — Þau sem hvergi eiga höfði sinu að halla. — Unglingar sem leiddust út á afbrotabraut. — Kornungir vímuefna- neytendur. — Fórnarlömb kynferðis- ofbeldis. — Samkynhneigðir ungl- ingar. — Fórnarlömb eineltis i skólum. — Fatlaðir unglingar. í frétt frá Forlaginu segir m.a.: „Hér er sagt frá lífi sem oft er reynt að þegja í hel í þjóðlfélagi sem á hátíða- stundum á það til að kalla sig „hamingjusömustu þjóð í heimi“. Bók þessari er ætlað að skírskota til allra þeirra sem láta sig mannleg örlög einhverju varða og hvernig búið er að ungu fólki á íslandi.“ Ljóð námu menn SIGURÐUR PÁLSSON Bókaútgáfan Forlagið hef- ur sent frá sér nýtt Ijóðasafn eftir Sigurð Pálsson — Ljóð námu menn. Þetta er annað bindið í Ljóðnámusafni Sig- urðar en fyrir þremur árum gaf Forlagið út Ijóðabók hans Ljóó námu land. Alls hafa áður komið út fjórar Ijóða- bækur frá hendi Sigurðar sem eru meðal þess lífvæn- legasta og frumlegasta í ís- lenskum skáldskap síðustu ára. Eins og i fyrri Ijóðabókum sínum velur skáldið sér hversdagsmyndir að yrkisefni og bregður á leik með þær. En það er skapheitur og al- vöruþrunginn leikur. Hér er fjallað um mannlegt hlut- skipti og mannleg samskipti og höfðað jöfnum höndum til tilfinninga og vitsmuna les- andans. Sem fyrr er það höf- uðviðleitni skáldsins að gefa orðunum skarpa merkingu — vinda hvers konar vanaviðjar utan af tungumálinu. Ljóð Sigurðar eru árás á sljóleika hversdagsins, áskorun um að vakna til lífsins — vakna til fegurðarinnar, — segir að lokum í frétt frá Forlaginu. Hroki og hleypídómar Bókaútgáfa Máls og menn- ingar hefur sent frá sér skáldsöguna Hroki og hleypi dómar eftir ensku skáldkon- una Jane Austin, í þýðingu Silju Aðalsteinsdóttur. Þessi saga kom fyrst úr ár- ið 1813 og hefur löngum verið talin til sígildra bókmennta í Bretlandi. Hún er öðru fremur ástarsaga og hefur orðið fyr- irmynd margra slíkra, en hún varpar lika merkilegu Ijósi á enskt mannlíf og samfélag í upphafi 19. aldar. Jane Austin tilheyrði þeim raunsæishöf- undum sem vildu gefa sem heillegasta mynd af umhverfi sínu, sýna fólk í daglegu lífi þess, gera sem best grein fyrir siðvenjum manna. í eftir- mála við bókina segir þýð- andinn, Silja Aðalsteinsdóttir: „Söguefni hennar er ævin- lega margvísleg mannleg samskipti í daglegu lífi og rauði þráðurinn ástir og örlög ungra kvenna, ævinlega séð frá kímilegri hliö. Sögurnar eru „gamansögur" á sama hátt og Draumur á Jóns- messunótt og mörg önnur leikrit Shakespeares eru „gamanleikir“.“ Bréfbáta- rigningin Bókaútgáfa Máls og menn- ingar hefur sent frá sér nýtt smásagnasafn eftir Gyröi Elíasson, og hefur það hlotið nafnið Bréfbátarigningin. Þetta er fyrsta smásagnasafn Gyrðis, en í fyrra sendi hann frá sér skáldsöguna Gang- andi íkorni. Bókin geymir fjórar sögur, og gerast tvær þeirra í þorpi, ein á sveitabæ og ein i sum- arhúsahverfi í Danmörku. Lesandinn kynnist fjölskrúð- ugu persónusafni, allt frá ungri sveitastúlku, Heiðu að nafni, til manns sem smíðar sér vængi í tómstundum sín- um. En sögurnar eru innbyrð- is tengdar, og í þeim öllum kemur ungur piltur við sögu. Þær virðast í fyrstu láta lítið yfir sér, en geyma leyndarmál og furður þegar að er gáð. Sama hefur verið sagt um stil Gyrðis, hann er látlaus en þó seiðandi og sýnir gott vald á íslensku máli. Skáldsaga hans hlaut einkar góðar við- tökur lesenda og gagnrýn- enda, og það er von útgef- enda að þessum sögum verði ekki síður vel tekið. Málfregnir Hausthefti Málfregna, tímarits íslenskrar málnefnd- ar, er komið út. Kristján Árna- son skrifar um ensk-amerisk áhrif á íslenskt mál og Jóhan Hendrik Poulsen, prófessor í Þórshöfn í Færeyjum um færeyska málrækt i hundrað ár. Þá er ritgerð eftir Guðrún Kvaran um íslenska manna- nafnagjöf. Daviö Erlingsson birtir hugvekju, sem nefnist „Hvað ógnar tungunni?" og Baldur Jónsson fjallar um skiptinu orða milli lína. Auk þess eru í heftinu hugleiðing- ar ritstjóra um útvarpsmál, ritfregnir og fleira.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.