Alþýðublaðið - 19.11.1988, Síða 7

Alþýðublaðið - 19.11.1988, Síða 7
Laugardagur 19. nóvember 1988 7 HÉR DUGA ENGAR SKYNDILAUSHIR Kaflar úr setningarrœðu Jóns Baldvins Hannibalssonar, formanns, á 44. flokksþingi Alþýðuflokksins „Meðan Sjálfstæðisflokkurinn liggur við stjóra og áhöfnin til kojs verða umbótaöflin vinstra megin við miöju að efla samstöðu sina, vegna þess að það er þjóðarnauðsyn.“Jón Baldvin við setningu flokksþingsins i gær. A-mynd/Magnús Reynir. PANTA REI — allt streym- ir. Þannig hljómar fleyg kennisetning úr grískri heim- speki. Hún hefur beina skír- skotun til okkar samtíma; allt er breytingum undirorpið. Hraði breytinganna er slíkur að við eigum fullt í fangi með að skilja þær, aölagast þeim, bregðast við þeim í Ijósi reynslunnar, halda kúrsinn í öldurótinu. Perestroijka og Glasnost — kerfisbreyting og þíða. Þessi tvö rússnesku orð, sem boða breytingu — ef ekki byltingu — eru pólitískt vöru- merki, sem hljómar jafn kunnuglega og Kók eða Pepsi, enda kappsamlega auglýst. Bak við vörumerkiö blasirvið röggsamleg ímynd aðalritarans, Mikhails Gorbashevs, sem boðar þrautpíndum þjóðum Sovét-" ríkjanna nýja von um stöðvun vígbúnaðarkapphlaupsins — von um friðsamlega sambúð. Bóndinn i Kreml er fangi fortíðarinnar. Hann reynir nu að brjótast úr viðjum hennar í krafti hugmynda, sem eru evrópskum jafnaðarmönnum gamalkunnar: Dreifing hins efnahagslega valds, sam- keppni á markaði til að tryggja efnahagslegar fram- farir, tækninýjungar, hag- sæld; lýðræðisleg sam- keppni hugmynda í hörðum skóla reynslunnar; virðing fyr- ir mannréttindum; lýðræðis- lega kjörið ríkisvald til að stýra markaðnum í almanna- þágu, til að tryggja félagsleg réttindi, jöfnuð og velferð almennings. HIN NÝJA EVRÓPA Við erum í menningarlegu og efnahagslegu tilliti Evróþuþjóð. Framtlðarhorfur þjóðarinnar eru að verulegu leyti tengdar þróun á megin- Jandi Evrópu. Sérstaða okkar íslendinga er hins vegar sú að afkoma þjóðarinnar bygg- ist í rlkum mæli á takmark- aðri auðlind, sem ekki er til skiptanna. Viðurkenning leið- toga jafnaðarmannaflokk- anna í Evrópu á þessari stað- reynd, er okkur mikils virði. En það er til lítils að gæta vandlega viðskiptahagsmuna þjóðarinnar er grundvellinum undir þjóðartilveru okkar, sem er náttúrulegt umhverfi okkar og lífríki sjávar, er kippt undan okkur, hvort heldur er fyrir tilverknað ann- arra þjóða eða sjálfra okkar. Þar eru engin góð ráð nema I tlma séu tekin. Þess vegna ber okkur íslendingum sér- stök skylda til að taka frum- kvæði á alþjóðlegum vett- vangi I umhverfismálum. Sá vilji okkar birtist með skýrum hætti á þessu flokksþingi. Árum saman hefur Ingvi Þor- steinsson verið sem hróp- andinn I eyðimörkinni þar sem hann hefur sýnt okkur I máli og myndum land I tötr- um, þar sem gróðureyðingin fer vaxandi ár frá ári. Þessi óheillaþróun verðum við að stöðva, áður en það er um seinan. Ofbeitin er hin hliðin á offramleiðsluvanda land- búnaðarins. Við megum ekki unna okkur hvíldar fyrr en skilningur þjóðarinnar hefur verið vakinn á nauðsyn aðgerða. Við eigum að banna lausagöngu búfjár, taka upp strangar reglur um ítölu I af- réttir og tryggja þar með að landgræðsla, gróðurvernd og skógrækt fái frið og grið til að klæða landið á ný. VEISLUNNI MIKLU AÐ UÚKA Ég sagði áðan að við stæðum nú á tímamótum í atvinnu- og efnahagsmálum, stjórnmálum og alþjóðlegum samskiptum. Veislunni miklu, sem efnt var til á góðærisskeiðinu 1984-87 er nú að Ijúka. Fram- undan eru erfiðir timar og atvinnuþref. í gærkvöldi sat ég ásamt formanni Alþýðubandalags- ins á fjölmennum fundi trún- aðarmannaráðs Dagsbrúnar í Reykjavík. Á fundinum var vitnað til ummæla, sem ég hafði nýlega látið falla í opin- berri umræðu um efnahags- mál. Að á s.l. ári hefðu þjóð- artekjur íslendinga reynst vera hinar fimmtu hæstu í heimi á mann, 21. þús. dollar- ar eða rúmar 4 milljónir á hverja 4ra manna fjölskyldu. Jafnframt var vitnað í bú- reikninga vísitölufjölskyId- unnar sem sýna að 4ra manna fjölskylda eyðir á hverjum mánuði 150 þús. kr. að jafnaði og borgar aðeins 20 þús. kr. í skatta af þeirri uþphæð. Hún hefurtil ráð- stöfunar um 130 þúsund og ver milli 20 og 30 þúsundum til matarinnkaupa á mánuði. Þessi Dagsbrúnarmaður lagði hins vegar fram launa- seðilinn sinn. Hann hafði 60 þús. kr. á mánuði; hann hélt eftir aðeins 24 þús. kr. til ráð- stöfunar á mánuði þegar bú- ið var að taka af honum í skatta, lífeyrissjóöi, orlof, stéttarfélagsgjöld o.s.frv. Húsaleigan ein var hærri upphæð. Þegar við bætist ófremdar- ástandið í húsnæðismálum með löngum biðröðum eftir lánsloforðum, og ótryggar atvinnuhorfur, er von að ugg- ur læðist að mörgum mann- inum um afkomu fjölskyldu og framtíöarhorfur. Og menn spyrja: Hvað stendur eftir af góðærinu? Fyrr um daginn höfðu eig- endur og forstjórar frystihúsa sent frá sér neyðarkall um hallarekstur, skuldasöfnun, rekstrarstöðvun og yfirvof- andi lokun. Allt gerist þetta við lok mesta góðærisskeiðs sem þjóðin hefur upplifað í sögu sinni. Hvað er að? Hvernig má sllkt vera? Hver var hlutur atvinnurek- enda, heimilanna, stjórnmála- mannanna í góðærinu? Við spyrjum — ekki til þess að leita að sökudólgum og kveða upp dóma, heldur til þess að læra af reynslunni þegar við horfum til framtíð- arinnar. Lítum fyrst á hlut atvinnu- rekenda. Góðærið átti upp- runa sinn í sjávarútveginum. Hvert metaflaáriö rak annað. Útflutningsverðmætið fór hraðvaxandi. Verð á erlendum mörkuðum hækkaði jafnt og þétt. Tilkostnaður fór lækk- andi, vegna lægra olíuverðs og lægri vaxta á erlendum lánum. Dugði þetta ekki til að rétta hlut og bæta hag fyr- irtækja í sjávarútvegi? Lögðu þau ekki fé til hliðar í Verð- jöfnunarsjóð fiskiðnaðarins til þess að mæta samdrætt- inum, sem reynslan hefur kennt okkur að fylgir vaxtar- skeiðinu eins og nótt fylgir degi? Ekki gátu þeir kvartað undan því að ávöxtunarkjör fjármagns væru ekki góð. Raunvextir voru hinir hæstu í heimi á tímabili. En hvað gerðist? Atvinnurekendur fylltust framkvæmdagleði, tvíefldir af hagnaðarvon. Rækjuverk- smiðjum var fjölgað úr 20 i 50. Þrátt fyrir aflatakmarkanir kvótakerfis var fjárfest í nýj- um skipum eða endurbótum á gömlum fyrir marga millj- arða á ári hverju. Fiskvinnslu- fyrirtækjum fjölgaði og það var fjárfest i nýjum og dýrari tækjabúnaði. Það voru tekin lán — og ekkert spurt um fjármagnskostnað. En hvað var gert til að lækka tilkostn- að, hagræða í rekstri, þróa nýjar vörur, afla nýrra márk- aða? Var lagt fé til hliöar meö góðum ávöxtunarkjörum? Er það nógu gott að þegár atvinnurekendur ranka við sér eftir fjárfestingaræðið og ytri skilyrði hafa snúist til hins verra — eins og allir vissu fyrirfram að þau hlytu að gera — að framvísa reikn- ingnum til ríkisins, skattborg- aranna og heimta gengisfell- ingu — svikna mynt? Hvers vegna söfnuðu fyrir- tækin stórfelldum skuldum líka í góðærinu? Hvar var fyr- irhyggjaog fjármálavit þeirra atvinnurekenda, sem gösluð- ust áfram klifjaðir erlendu og innlendu lánsfé við að hrófla upp hótelum, verslanahöllum, veitingasölum o.s.frv. í stað þess að byggja upp eigið fé fyrirtækja, draga úr lánsfjár- þörf og treysta undirstöðurn- ar. LÍTI NÚ HVER í EIGIN BARM Og hver var hlutur heimil- anna? Hundrað og fimmtíu þúsund sólarlandaferðir. Veltuaukning í verslun um 67% milli áranna 86-87. Ef aukningin hefði verið aðeins 10% — eins og hjá venjuleg- um þjóðum — hefði það sparað 4,5 milljarða í gjald- eyri. Ámóta upphæð og nú er til ávöxtunar á gráa markaðn- um. Hvað hefði það fé boriö mikla vexti? Bara þessi veltu- aukning í sólund og bruðl samsvarar því að allur síldar-, loðnu og humarstofninn heföi horfið eins og dögg fyr- ir sólu í einu vetvangi. Heim- ilin keyptu leikföng, sem samsvara verðmæti alls út- flutnings loónuflotans. Fyrr má nú vera barngæskan. Heimilin keyptu 70 þúsund bíla á þessum árum. Þau keyptu bíla, fátnað, húsgögn, heimilistæki og leikföng fyrir erlendan gjaldeyri sem að viðbættri fragt, aðflutnings- gjöldum og söluskatti sam- svarar rúmlega helmingi af fjárlögum ríkisins ’89. Þá er eftir að tíunda ósýnilegan innflutning 150 þúsund ferða- langa, sem hafa farið í inn- kaupaleiðangra í útlöndum eins og engisprettufaraldur. HLUTUR JAFNADARMANNA Við vorum málefnalega vel búnir undir stjórnarþátttöku. Við tókum frumkvæði í stjórnarmyndunarviðræðum. Við mótuðum hugmynda- áætlun seinustu ríkisstjórnar og mynduðum reyndar ríkis- stjórnina fyrir formann Sjálf- stæöisflokksins. Við tókum að okkur erfiðustu verkin í þeirri ríkisstjórn og hófumst strax handa. Við byrjuðum á að koma ríkisfjármálunum í lag. Við .hikuðum ekki við að leggja á nýja skatta. Við stóðum við loforð okkur um heildarend- urskoðun á skattakerfinu. Við komum á staðgreiðslukerfi skatta. Við endurskipulögð- um tollakerfið. Lækkuöum tolla og afnámum þá á mat- vælum. Það er fyrsta skrefið sem við höfum stigið i átt til aðlögunar að hinum nýja Evrópumarkaöi. Við komum á einföldum og undanþágu- lausum söluskatti í einu þrepi sem er forsenda þess langtímaverkefnis að upp- ræta skattsvik og endurreisa heiðarlegan skattamóral. Þannig hrundum við í fram- kvæmd grundvallarstefnu- breytingu í skattamálum: Að skattleggja eyðslu fremur en tekjur. Ef vel tekst til í fram- kvæmd munu kaupleiguibúð- irnar einnig marka þáttaskil. Við komum fram fjölmörgum öðrum umbótamálum. Rammalöggjöf um fjár- magnsmarkainn, sem nú bíö- ur lögfestingar. Aðskilnaður framkvæmdavalds og dóms- valds, sem mun kippa ís- lensku réttarfari inn i nýja öld. Aukiö útflutningsfrelsi og margt fleira. Sá sem leitar í lagasafni eða í Þingtíðindum að hinum stóru umbótamálum rikis- stjórnar Þorsteins Pálssonar gæti freistast til aö halda að þetta hafi verið ríkisstjórn Al- þýðuflokksins. Alþýðuflokks- fólk þarf ekki að fyrirverða sig fyrir hlut okkar flokks í þeirri ríkisstjórn. En þetta var ekki nóg. Fjöl- mörg aðkallandi umbótamál náðu ekki fram að ganga vegna tregðu eða skilnings- leysis samstarfsaóila. Þar má nefna sölu Útvegsbankans, endurskipulagningu banka- kerfisins, endurskipulagn- ingu sjóðakerfis, afnám ríkis- ábyrgða á lánum til einka- aðila, umbætur á landbúnað- arstefnunni o.fl. (lífeyrissjóða- mál, skattsvik). En aö lokum voru það við- brögð stjórnarflokkanna við aðsteðjandi samdrætti og kreppu, sem bundu endi á stjórnarsamstarfiö. Sú saga er ykkur öllum kunn. Sjálf- stæðisflokkurinn brást sjálf- um sér og þjóðinni á úrslita- stundu. Það er eins og bjarg- vætturinn frá Flateyri hefur sagt: „Þeir sem ekki geta stjórnað sjálfum sér, geta ekki stjórnað öðrum.“ Við það þarf svo sem engu að bæta. Við hinir, sem telj- um að stjórnmál snúist frem- ur um þjóöarhei11 en sálar- heill einhverra forystumanna, gátum ekki horft á það að- gerðarlaust að hjól atvinnu- lífsins stöðvuöust á sl. hausti. Það mátti ekki tæpara standa. Við höfum orðið fyrir ytri áföllum. Það þýddi ekki að halda áfram umvöndunum ^ið sjóveika forystu sjálf- stæöismanna. Það var kom- inn tími til athafna. Við verð- um að sigla þjóðarskútunni í gegnum þennan öldudal og bæta rá og reiða þegar við erum komnir á lygnari sjó. Sjálfstæðisflokkurinn þekkti ekki sinn vitjunartíma. Óhamið vaxtafrelsi án sam-

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.