Alþýðublaðið - 19.11.1988, Page 8
V!S / >7CW 1100
8
Laugardagur 19. nóvember 1988
keppm'hafði tryggt banka- og
fjármagnskerfinu einstæðan
sess. Það eitt réði yfir verð-
mætum, sem ekki rýrnuðu,
hvað svo sem leið verðbólgu
og öðrum kollsteypum.
Vaxtafrelsi án samkeppni —
því samkeppnin var bruðl í
áferðarfallegum auglýsingum
— þýddi að fjármagnið var án
aðhalds. í peningastofnunum
sammæltust menn um þá
vexti sem þarf til þess að
reka mannaflafrekasta fjár-
miðlunarkerfi í vestrænum
heimi; afleiðingarnar voru
þær að fyrirtæki í útflutn-
ingsgreinum voru smám
saman að færast í eign
banka og lánastofnana. Óheft
frjálshyggja stefndi í stærstu
þjóðnýtingu sem um getur í
Islandssögunni — um bak-
dyrnar. Þannig var vaxtafrels-
ið búið að koma óoröi á
frjálshyggjuna, eins og rón-
arnir á brennivínið foröum.
NÝJAR LEIÐIR
Það er í mótlætinu sem
reynir á manninn. Við höfum
reyndar séð það svartara, ís-
lendingar. Og það er í mót-
lætinu sem sagan kennir
okkur, að íslendingar kunni
að taka á honum stóra sín-
um. Það gerðist undir ríkis-
stjórn hinna vinnandi stétta á
kreppuárunum. Það gerðist
þegar þjóðin stóð sem einn
maður að baki leiðtogum sín-
um i baráttunni fyrir yfirráða-
rétti yfir fiskveiðilögsögunni,
þeim auðlindum, sem við
byggjum afkomu okkar á. Við
bætum okkur ekkert á þvi að
sýta orðinn hlut, eða deila
um liðna tíð, þótt við verðum
að draga réttar ályktanir af
mistökum fortíðarinnar. Með
það í huga skulum við horfa
fram á veginn og mæta erfið-
leikunum af æðruleysi. Erfið-
leikarnir eru til að yfirbuga
þá.
Viö höfum upplifað þessa
hagsveiflu áöur. Þeir sem
eldri eru muna hrun síldar-
stofnsins og verðfall á er-
lendum mörkuðum á árunum
’67;69, þegar þjóðin varð af
helmingi gjaldeyristekna
sinna á einu ári. Þótt ytri skil-
yrði hafi nú versnað frá há-
punKti gooærisins er það
ekkert í líkingu við það sem
þá gerðist. Vandinn núna er
annars eðlis. Við höfum
sökkt okkur í skuldir við of-
fjárfestingu í húsnæði og
atvinnutækjum, auk einka-
neyslu og sóunar. Þessi of-
fjárfesting skilar ekki nægum
arði miöað viö tilkostnað.
Þrátt fyrir verðfall og nauð-
syn minni sóknar í fiskistofn-
ana og þar af leiðandi minni
tekjur, hefurekki orðið tekju-
brestur. Þetta bendir tl þess
að við þurfum nú að hefjast
handa við endurskipulagn-
ingu og hagræðingu í at-
vinnulífinu, til þess að lækka
tilkostnaðinn. Við þurfum að
svara knýjandi spurningum
um nýtingu auðlindanna: Við
þurfum að finna nýjar leiðir
til að gera útgerð og fisk-
vinnslu hagkvæmari; viö
verðum að horfast í augu við
þá staðreynd að viö höfum
ekki efni áóbreyttri landbún-
aðarstefnu; við þurfum að
skipuleggja nýja markaðs-
sókn; við þurfum að leggja
höfuðáherslu á vöruþróun, á
gæði fremur en magn. Og við
þurfum að finna atvinnulíf-
inu, útflutningsgreinunum,
samkeppnisskilyrði og sam-
keppnisgrundvöll, á nýjum
forsendum. Við þurfum að
huga að samruna fyrirtækja,
hagkvæmari nýtingu fram-
leiðslutækjanna. Vandinn er
ekki hvað minnstur á vett-
vangi fyrirtækjanna sjálfra.
T.d. þar sem þrjú frystihús
starfa í litlu byggðarlagi en
eitt gæti unnið allan þann
fisk, sem þar berst á land,
með því að nýta tækin betur
með vaktavinnu. Þessi vanda-
mál verða ekki leyst af skynd-
ingu. En hálfnað er verk þá
hafið er. Og neyðin mun
kenna naktri konu að spinna.
NÝ OG ÖFLUG
STJÓRNMÁLAHREYFING
I stjómmálum verður æ
Ijósara að núveraridi flokka-
kerfi gengur nú óðum úr sér.
Fjölgun flokka á alþingi hefur
gert það erfitt að mynda
samhenta rikisstjórn, sem
getur fylgt markvissri stefnu.
Flokkum hefur hins vegar
fjölgað vegna þess að gömlu
flokkarnir hafa verið of seinir
til að svara kalli tímans.
Almenningur gerir kröfur um
nýjar áherslur I stjórnmálum,
sem gömlu flokkarnir hafa
ekki tileinkað sér. í þessu
liggur m.a. skýringin á undir-
tektum almennings við mál-
flutningi Kvennalistans, sem
einnig er þó auðvitað athvarf
óánægðra kjósenda.
Sjálfstæðisflokkurinn
hefurekki innri burði til þess
að vera leiðandi afl í íslensk-
um stjórnmálum. Það er brýn
þörf á því að ný og öflug
stjórnmálahreyfing taki við
því hlutverki Sjálfstæðis-
flokksins,,aö vera stærsti
flokkur á íslandi. Jafnaðar-
stefna Alþýðuflokksins getur
orðið grundvöllur slíkrar
stjórnmálahreyfingar. Hún
byggir á hugsjónum um
frelsi, jafnrétti og bræðralag.
Markmið hennar er að koma
á réttlátu þjóðfélagi, þar sem
sérhver einstaklingur hefur
tækifæri til að öðlast þroska
og njóta lífshamingju. Jafn-
aðarstefnan er alþjóðleg.
Hún ferekki í manngreining-
arálit. Hún er í eðli sínu frið-
arstefna.
En hér duga engar skyndi-
lausnir. Um sinn er megin-
verkefnið að efla samstarf
stjórnarflokkanna; láta á það
reyna i verki, hvers þeir eru
megnugir að leysa ágrein-
ingsmál , marka framtíðar-
stefnu, standast andróður og
hvika ekki frá settri stefnu,
þótt móti blási. Meðan Sjálf-
stæðisflokkurinn liggurvið
stjóra og áhöfnin til kojs
verða umbótaöflin vinstra
megin við miðju að efla sam-
stöðu sína, vegna þess að
þaö er þjóðarnauðsyn.
Eitt af markmiðum okkur
jafnaðarmanna í okkar starfi
er að bæta fyrir mistök for-
tíðarinnar, sem ollu
sundrungu og lömuðu bar-
áttuþrek hreyfingar jafnaðar-
manna og verkalýðshreyfing-
ar. Hin sögulegu ágreinings-
efni eru flest fyrir bí. Fyrir
seinasta flokksþing tókst
okkur að ná sögulegum sátt-
um við félaga okkar í Banda-
lagi jafnaðarmanna. Sú þróun
þarf að halda áfram. En hún
mun ráðast af málefnum,
skref fyrir skref. Hún verður
ekki að veruleika við það eitt
að forystumenn snæði
saman. Þótt samstarfsvilji
forystumanna skipti miklu
Jón, Ari 09 t>óra sitjo símafund
með Sérþjónustu stafrœna símakerfisins
f símanúmerið þitt
er tengt stafræna
símakerfinu og þú
ert með tónvalssíma
með tökkunum □ □ og □ , getur
þú haldið þriggja manna símafundi
með SÉRPJÓNUSTU STAFRÆNA
SÍMAKERFISINS.
Þriggjo monnfl tol
kallast þessi þjónustu-
þáttur og býður hann upp
á ýmsa möguleika.
Þú getur haldið símafund
þriggja aðila þar sem
allir heyra 1 öllum og
allir geta talað saman
(síminn er nýr og þægi-
legur fundarstaður).
Annar möguleiki er sá,
að þú getur „geymf
viðmælanda þinn ef þú
þarft nauðsynlega að
hafa samband við þriðja
aðila á meðan símtal
stendur yfir (VIÐMÆL-
ANDI „GEYMDUR"). Svo er
líka hægt að skipta um við-
mælanda eins oft og þú vilt og sá
sem er „geymdur" hverju sinni
heyrir ekki hvað fram fer á meðan
(SÍMTALAVÍXL). Kynntu þér
SÉRÞJÓNUSTU STAFRÆNA SÍMA-
KERFISINS nánar í sölu-
deildum Pósts og síma
eða á póst- og símstöðvum.
Þar færðu einnig áskrift
að þessari skemmtilegu
þjónustu,
□EOO
SÉRÞJÚNUSTA
1 STAFRÆNA
SÍMAKERFINU
PÓSTUR OG SÍMI
mm
máli et hann leiðir til gagn-
kvæms trausts. í þessu efni
skulum við hafa í huga hið
fornkveðna, að Róm var ekki
byggð á einum degi.
Þetta flokksþing okkar er
haldið við tímamót, tímamót í
stjórnmálum, atvinnumálum
og alþjóðamálum. í þeim
drögum að stjórnmálaálykt-
un, sem lögð er fyrir þingið
til umræðu og afgreiðslu, er
lögð áhersla á það, að fyrir-
sjáanlegir, tímabundnir erfið-
leikar megi ekki þoka til hlið-
ar framfaraviðleitni þjóðarinn-
ar; og þótt fjárhagsaðstæður
kunni að reynast erfiðar um
skeið þurfum við að halda
áfram að treysta undirstöður
velferðarríkisins. Vinna að
félagslegum umbótum til
þess aö gera íslenskt þjóðfé-
lag mannúðlegra, réttlátara,
mennskara.
Þess vegna fjöllum við
rækilega um málefni fjöl-
skyldunnar: Um nauðsyn
þess að stytta vinnutímann
og að mæta vanda fjölskyld-
unnar við breyttar aðstæður
á vinnumarkaði, með því að
sinna brýnum þörfum dag-
vistunar og samfellds skóla-
dags. Við munum ræða ítar-
lega nýjar leiðir til þess að
stuðla að auknu jafnrétti í
launa- og kjaramálum. Við
leggjum áherslu á framgang
hugmynda okkur um vald-
dreifingu —• nýja verkaskipt-
ingu ríkis og sveitarfélaga.
Við skulum á ný hefja um-
ræðu um aukin áhrif vinnandi
fólks, hvers og eins, á sinum
vinnustað, við ákvarðanatöku
í stjórn fyrirtækja og starfs-
umhverfi. Við höfum ekki
gleymt hinu stóra baráttumáli
okkar fyrir einum Iífeyrissjóði
allra landsmanna, fyrir sam-
ræmdum lífeyrisréttindum og
endurskoðun almannatrygg-
inga. Frumvarp um þetta efni
var tilbúið í fjármálaráðuneyt-
inu á síðasta vetri. Þetta er
stórmál, sem mun taka nokk-
urn tíma að leiða til lykta, og
við munum því taka upp við
samstarfsaðila okkar um að
leggja fyrir alþingi. Það er
okkur alþýðuflokksmönnum
fagnaðarefni að margra ára
baráttumál í húsnæðismál-
um, kaupleiguíbúðirnar, eru í
sjónmáli. Á næstu dögum
mun félagsmálaráðherra,
Jóhanna Siguröardóttir,
leggja fram frumvarp til laga
um nýtt húsnæðislánakerfi.
Þær hugmyndir þurfum við
að brjóta til mergjar og ræða
í þaula á þessu flokksþingi.
Það er grundvallaratriði, að
tekiö verði mið af greióslu-
getu einstaklinga og fjöl-
skyldna við lánveitingar til
húsnæðisöflunar. Þýðingar-
mikið skref í aðbúnaði
aldraðra hefur verið stigið
með nýsettri reglugerð fé-
lagsmálaráðherra um hús-
næðislán til aldraðra, sem
hyggjast skipta um húsnæði
og flytja í þjónustuíbúðir.
í MÓTLÆTINU REYNIR Á
MANNINN
Jafnaðarmenn! Þegar við
lítum yfir liðna tíð verðum við
að játa að okkur hefur oft
brostið gæfu til að varðveita
einingu okkar í innbyrðis
átökum um hugmyndirog
stefnumál hvers tíma. Það er
eins og jafnaðarmenn hafi
einatt kennt meira til i storm-
um sinna tíða en annað fólk.
Á sjötíu ára afmælisþingi
okkar aö Hótel Örk 1986
snérum við þeirri þróun við.
Það varð þing hinna sögu-
legu sátta. Þá tókst okkur að
bæta fyrir mistök, sem urðu
snemma á áratugnum og
leiddu til stofnunar Banda-
lags jafnaðarmanna. í kjölfar-
ið fylgdi sóknartímabil sem
leiddi Alþýðuflokkinn til
kosningasigurs og stjórnar-
þátttöku. Við höfum sýnt þaö
i verki að Alþýðuflokkurinn er
undir það búinn að kljást við
erfiðleikana. Hann er sem
fyrr tæki, sem alþýða þessa
lands getur notað í lífsbar-
áttu sinni. Ekkert má vera
okkur fjær en að láta bugast
vegna stundarerfiðleika. Deil-
ur um mistök fortíðar mega
ekki draga úr okkur kjark,
heldur þvert á móti herða
staðfastan vilja okkar til að
læra af mistökunum og bæta
fyrir þau. Það er í mótlætinu
sem reynir á manninn. Horf-
um fram á veginn. Við höfum
nóg land- og lífsrými í
ómenguðu náttúrulegu um-
hverfi. Við eigum gnægð
náttúruauðlinda. Þjóðin sem
landið byggir er vel menntuð,
full af hugviti, atorku og elju-
semi. Kvíðum því ekki fram-
tíðinni — kvíðum ekki þvi
sem að aldrei hendir, né end-
um í kvíða vort líf. Við mun-
um komast klakklaust gegn-
um öldudalinn yfirá lygnari
sjó, svo sem sæmir flokki ís-
lenskrar alþýðu. Hann er hert-
ur í mannraunum óvæginnar
lífsbaráttu og mun því aldrei
láta bugast.
UTBOÐ
AÐGANGSKORTAKERFI
Samband íslenskra samvinnufélaga, Sölv-
hólsgötu 4,101 Reykjavík, óskar eftir tilboöi
í útvegun og uppsetningu á aðgangskorta-
kerfi fyrir væntanlegt skrifstofuhús að
Kirkjusandi í Reykjavík.
Um er að ræða eftirfarandi magn:
— stjórnstöð............. 1 stk.
—• kortalesarar........... 17 stk.
— stimpilklukkur........ 5 stk.
— kapalar.......... um 750 m.
Verkið skal hefjast í desember og því skal
lokið 1. mars 1989.
Útboðsgögn verða afhent á Verkfræðiskrif-
stofu Sigurðar Thoroddsen hf., Ármúla 4,
Reykjavík, gegn 5.000.- kr. skilatryggingu.
Tilboðumskal skilatil VST hf., Ármúla4,108
Reykjavík, fyrir kl. 11.00 föstudaginn 9. des-
ember 1988 en þá verða þau opnuð þar að
viðstöddum þeim bjóðendum sem þess
óska.
Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen hf.
Reykjavík.