Alþýðublaðið - 19.11.1988, Qupperneq 10
10
Laugardagur 19. nóvember 1988
AUSTURLAND
A Iþýðuflokkurinn
UPPBYGGINGIN
VERDUR AÐ
HALDA ÁFRAM
Erling Garðar, formaður kjördœmis-
ráðs á Austurlandi í viðtali, m.a. um
stóriðju, skattamál, jöfnunarsjóð og
flokksstarfið.
Kjördæmisráö Alþýðu-
fiokksins á Austurlandi var
nýlega haldið og þar var m.a.
samþykkt ályktun sem birtist
hér i blaðinu. í þessari álykt-
un koma fram mörg atriði
sem vert er að ræða frekar
og af því tilefni hafði Alþýðu-
blaðið sambandi við Erfing
Garðar Jónasson, formann
kjördæmisráðsins og spurði
hann nánar út í sumt það
sem í ályktuninni kemur
fram. Fyrst um þann kafla
sem fjallar um orkumálin og
uppbyggingu stóriðju á
Austurlandi:
Erling Garðar: „ViðAust-
firðingar sættum okkur ekki
við að vera úr leik í þessari
umræðu og við föllumst ekki
á að það sé endilega best að
beina öllum hugmyndum og
athugunum að suð-vestur-
horninu eins og nú er gert.
Við teljum að hér séu allar
aðstæður góðar til þess að
byggja upp stóriðjuver og
þess má geta að þegar menn
höfnuðu Kísilmálmverksmiðj-
unni við Reyðarfjörð þá var
það ekki staðsetningin sem
olli þeirri ákvöröun. Nú er
það þannig að lög mæla svo
fyrir að næsta virkjun skuli
vera á Austurlandi en trássi
við það eru menn byrjaðir á
því sem þeir kalla Búrfell 2.
Þetta þykir okkur hér afar
miður og- við virðumst vera
einhverskonar leiksoppar í
þessari umræðu allri. Það er
stungið upp í okkur snuöum
öðruhverju. Þaö er auðvitað
Ijóst að Byggðalínuhringur-
inn dugir okkur ekki, það er
Ijóst á allan hátt, kerfislega
til að mynda. Menn mega
ekki einblína um of á einn
stað eins og nú er gert og
við teljum aö með þvi að
setja niður næstu virkjun á
Austurlandi sé verið að vinna
allri þjóðtnni gagn, það er
aukið öryggi fyrir alla. Búrfell
er í rauninni stórhættulegt
fyrirbrigði, stendurtil að
mynda á mjög ótryggum stað
hvað varðar allar hræringar f
jörðu. M.a. af þeim sökum
borgar sig ekki að setja öll
eggin í eina körfu. Menn
verða að hugsa sig um og við
hér teljum að það sé best að
dreifa þessu sem mest um
landið. Enda er það svo að
hér þarf til að mynda að
gæta verulega að orkuþörf
fyrir sjávarútveg og orkuöflun
þar að lútandi."
— Nú kemur eínnig fram i
ykkar ályktun að þið teljið að
auka megi eigið fé í frum-
atvinnugreinum með því að
veita þeim skattaafslátt sem
tilbúnir eru til að kaupa þar
hlutabréf.
„Já, meö þessu erum við
að leggja áherslu á að skatta-
kerfið sé notað i ríkari mæli
sem efnahagslegt stjórntæki.
Með þessum leiðum sem við
nefnum er hægt að beina
fjármagninu í réttar áttir,
nefnilega inn í frumvinnsluna
og þau fyrirtæki sem í henni
standa. Ef til vill mætti koma
á fót einhverskonar hluta-
bréfasjóðum, sem ríkið eða
Landsbankinn færi með
stjórn á. Launþegar myndu
síðan kaupa hlutabréfin því
það er mjög mikilvægt í sjáv-
arútveginum að sem flestir
eigi í honum hlutafé, skynji
þar með samábyrgð sína á
þessari lang-veigamestu auð-
lind landsmanna sem er líf-
æð okkar. Um leið verður
auðvitað að tryggja að afla-
kvótar lendi ekki í höndum
örfárrá. Það er rétt að binda
hann frekar landssvæðum
heldur en skipum eins og nú
er gert og meö þeim hætti
væri möguleiki á að gera
fiskvinnsluna að almennings-
eign í formi almenntngshluta-
félaga."
— Þid minnist ernnig á
Jöfnunarsjóðinn sem mér
skilst að Austfirðingar séu
fremur óhressir með þessa
dagana.
„Já, við erum afar óhressir
með hann. Hann hefurekki
sinnt hlutverki sínu sem
skyldi. Sérstaklega erum við
óhressir með hina svokölluðu
höfðatölureglu sem gilt hefur
hjá sjóðnum. í því er ekkert
réttlæti. Að Reykjavíkurborg
t.d., sem hefur alla aðstöðu
til að moka inn peningum t.d.
með aðstöðugjöldum, fái
sama framlag per mann og
Raufarhafnarhreppur sem
hefur nánast engin aðstöðu-
gjöld frekar en aðrir hreppar
á landsbyggðinni. Það er
reyndar í lögum sjóðsins að
hann eigi að koma þeim
sveitarfélögum til aðstoðar
sem hafa orðið fyrir tekju-
missi og búa við bágan fjár-
hag af þeim sökum. Okkur
finnst þessu hlutverki Ktið
hafa verið sinnt og af þeim
sökum er þetta ekki sá jöfn-
unarsjóður sem hann átti að
vera. Sjóður sem jafnaði
sveiflur."
— Þiö minnist einnig á
samstarf A- flokkanna svo-
kölluðu og um leið uppbygg-
ingu Alþýðuflokksins.
„Já, (Dað er rétt. Við teljum
sjálfsagt fyrir flokkinn að
hefja viðræður alls staóar,
kannski einkanlega í grasrót-
inni. Samstarf þessara flokka
víða á landinu í bæjar- og
sveitarstjórnum hefur gefið
góða raun og um leið er
mikilvægt að samstarf náist
við launþegahreyfingar og
tengsl við þær séu efld. Hér
eru allir sammála um að
þetta sé leið sem vert er að
athuga. Um leiö viljum við
efla Alþýðuflokkinti og
styrkja og halda áfram þeirri
uppbyggingu hans sem er
hafin nú. Til þess aö það tak-
ist þá teljum við nauðsynlegt
að virkara samstarf komist á
milli þingmanna annarsvegar,
og bæja- og sveitarstjórnar-
manna hinsvegar. Þannig að
hinir kjörnu fulltrúar flokks-
ins vinni saman að þessari
uppbyggingu. Með því teljum
við vöxt og viðgang Alþýðu-
flokksins best tryggðan.“
A Iþýðuflokkurinn
Ályktun
kjördæmisráðs
Austurlands
frá síðasta
aðalfundi þess
Kjördæmisráð tekur undir og
styður viðieitni i átt til sam-
einingar flokka á vinstri
væng íslenskra stjórnmála
og hvetur til að slíkt samstarf
sé hafið nú þegar í samtök-
um launafólks og í sveitar-
stjórnum.
Við síðustu sveitarstjórnar-
og alþingiskosningar vann
Alþýðuflokkurinn stóra sigra.
Áhrif hans hafa farið vaxandi
vegna meirihlutasamstarfs í
mörgum stærstu bæjarfélög-
um landsins og vegna pólit-
iskrar forystu sem hann hef-
ur tekið í síöustu ríkisstjórn-
um. Kjördæmisráðið telur
nauðsynlegt að efla þessi
áhrif til frambúðar með nánu
samstarfi þingmanna og
sveitarstjórnarmanna flokks-
ins um verkefni og stefnu-
mótun á næstu misserum.
Ráðið minnir á að þessi
rikisstjórn var mynduð til að
■leysa bráðan vanda sjávar-
útvegsfyrirtækjanna. Þess
vegna krefst ráðið tafarlausra
aðgerða á því sviði. Erfiðleik-
ar sjávarútvegs valda óþol-
andi óvissu um framtíð
byggðar, mannlífs og menn-
ingar í landinu.
Við eðlilegar aðstæður tel-
ur ráðið að auka megi eigið
fé frumatvinnugreinanna með
sérstökum reglum um hluta-
bréfakaup almennings þar
sem skattaafsláttur væri
veittur í tiltekinn tima af höf-
uðstólsupphæð sem keypt
væru í.sjávarútvegsfyrirtækj-
um.
Kjördæmisráöið Itrekar þá
stefnu Alþýðuflokksins að
fiskimiðin ( kringum landið
eru eign þjóðarinnar allrar.
Þess vegna er það grundvall-
aratriði að settar verði reglur
sem komi í veg fyrir að réttur
til fiskveiða og vinnslu safn-
ist á fárra manna hendur.
Ráðið hvetur til að Jöfnun-
arsjóður verði notaður til
raunverulegrar jöfnunar þann-
ig að fært verði fé til þeirra
sveitarfélaga sem verst
standa í landinu.
Kjördæmisráðið bendir á
að markmið Alþýðuflokksins
um styrkingu byggðar nást
ekki nemameð bættum sam-
göngum. Á Austurlandi verð-
ur átak í jarðgangnagerö sá
þáttur samgangna sem valda
mun byltingu á næstu árum.
Ráðið beinir því þeim tilmæl-
um til ráðherra og þing-
manna flokksins að styðja
við bakið á þvi brautryðjenda-
starfi, sem þegar er hafið
með framkvæmdum og rann-
sóknum á þessu sviði. Einnig
verður að leggja mikla
áherslu á að íbúar nyrstu
byggða kjördæmisins tengist
því.
Kjördæmisráðið hafnar þvi
að ákvarðanir um orkufrekan
iðnað verði teknar með Suð-
vesturlandið í huga. Áralang-
ar virkjunar- og stóriðjuathug-
anir á Austurlandi hafa sýnt
fram á arðsemi slíkra fram-
kvæmda í fjórðungnum. Ráð-
ið telur að pólitískar ákvarð-
anir á þessu sviði verði að
taka með tilliti til byggða
landsins í heild.
Upplýsingar:
Erling Garðar Jónasson,
formaöur kjördæmisráðs
Egilsstöðum sími 97-11300 og
97-11333.