Alþýðublaðið - 19.11.1988, Qupperneq 12

Alþýðublaðið - 19.11.1988, Qupperneq 12
12 Laugardagur 19. nóvember 1988 AUSTURLAND — SBÍÍÍ Stöðvarhús Fjaröarselsvirkjunar er ekki síöur glæsileg en sú saga sem þaö hefur að geyma. Seyðisfjörður Fjarðarselsvirkjun 75 ára Vélasamstœðan frá 1913 enn í góðu lagi Ein glæsilegasta nrienj um framfarir og stórhug á ís- landi, Fjaröarselsvirkjun í Fjarðará, varð 75 ára gömul 18. október síðastliðinn. Þetta var fjórða rafveitan til almenningsþarfa á íslandi, á eftir Reykdalsvirkjun í Dverg í Hafnarfirði (1905), Eskifirði (1911) og Siglufirði (1912). Fjarðarselsvirkjun var hins- vegar fyrsta raunverulega bæjarveitan því þjónustu- svæðið náði yfir mestan hluta Seyðisfjarðar. Jafnframt því var þetta fyrsta riðstraums- veitan hér á landi með há- spennt aðflutningskerfi og tilheyrandi spennustöðvum. Um leið var þetta ein fyrsta riðstraumsveita á Norður- löndum, sú fyrsta var reist í Svíþjóð 1910. Eins og kunnugt er af sögu Seyðisfjarðarkaupstaðar var þar óvenju mikill myndarbrag- ur á öllum hlutum um síð- ustu aldamót. Kom þar margt til en einkum þó góð afkoma staðarins, sem eins og nú byggði mest á sjávarútvegi, og ekki síður þau góðu sam- bönd sem staðurinn hafði við erlenda aðila. Bæði Norð- menn og Dani. Var stundum um það rætt og er enn, bæði í gamni og alvöru, að bærinn hafi um aldamótin verið þrí- skiptur, einn danskur hluti, annar norskur og sá þriðji ís- lenskur. Þetta er að sjálf- sögðu ýkt en leynist þó í þessari sögu sannleikskorn. Umræður um rafmagns- málin hófust á Seyöisfirði skömmu eftir aldamótin og þegar árið 1907 var leitað eft- ir tilboðum erlendis í mann- virkjagerð og vélar. Þá leist mönnum ekki á þau tilboð sem komu en þremur árum síðar komst skriður á málið þegar tilboð barst frá manni í Hafnarfirði um að raflýsa bæinn fyrir 40.000 krónur. í framhaldi af þessu var skip- uð nefnd til að kanna alla möguleika og 1912 var ákveð- ið að ganga að tilboði fyrir- tækisins Siemens & Schuckert í Kaupmannahöfn um byggingu rafstöðvar fyrir bæinn. Verkiö hófst svo vorið 1913 og var að fullu lokið um haustið. Tekin hafði verið á leigu hluti Jóns bónda Jóns- sonar í Firði hluti Fjarðarár og leiguverð ákveðið 60 kr. á ári. Stífla var byggð í ánni og vatn leitt í hvamminn við Fjarðarselsfossinn eftir járn- pípum. Framkvæmdin og tækniatriöin verða ekki frekar rakin hér en 13. október 1913 var straumi fyrst hleypt á veituna og þann 18. október var haldin á Seyðisfirði mikil rafljósahátíð. Engar stærri breytingar eða viðbætur voru gerðar á rafmagnsveitunni næstu 10 árin eða fram til 1923. Ári síð- ar var hinsvegar lokið við að bæta við nýrri vélasamstæðu á rafstöðina og afl hennar aukið um helming. Síðan var breytt, bætt og lagað. M.a. byggð ný stífla við Heið- arvatn á 5ta áratugnum svo eitthvað sé nefnt en að auki var skipt um rafal og fleira á þessu tímabili. Áriö 1957 var rafveitunni afsalað til Raf- Jón Sigurðsson, iðnaðar- og orku- málaráöherra, talar undir boröum í veglegri afmælisveislu sem haldin var i tilefni afmælisins. magnsveitna ríkisins, enda var þá svo málum komið að rekstur hennar var orðinn gíf- urlega erfiður. Taxtar veitunn- ar voru alla tíð mjög lágir og fór svo á síðustu árum henn- ar sem sjálfseignarstofnunar að bæjarsjóður þurfti að lána henni mikið fé svo hún gæti reynt að fjárfesta og fram- kvæma í samræmi við aukna orkuþörf. Elsta vélasamstæðan frá 1913 er enn í góðu lagi og nothæf en er þó mikið til hlíft þar sem hún er að sjálf- sögðu orðin safngripur. í þessari gríðarlegu endingu er sennilegast fólgin sérstaða þessarar raforkusögu, stór- huga Seyðfirðingar byggðu um aHamótin rafstöð sem stendur fullkomlega fyrir sínu, enn þann dag í dag og ber að sjálfsögðu fagurt vitni þeim stórhug sem að baki bjó. Þess má að lokum geta að 1913 voru íbúar á Seyðis- firði ámóta margir og þeir eru í dag sem er ekki síður sér- stætt og sýnir betur en margt annað hversu saga staðarins er merkileg, bæði sem einstakt fyrirbrigði og hluti af íslandssögunni. Heildarorkuþörfin i dag er þó engu að síður u.þ.b. 100 sinnum meiri en hún var 1913 og það segir ef til vill líka sína sögu um þróun tuttug- ustu aldarinnar, aldartækni og vélhyggju. Jón Sigurðsson sést hér í fylgd Erlings Garðars Jóassonar, rafveitu- stjóra Austurlands og formanns kjördæmisráðs Alþýöuflokksins.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.