Alþýðublaðið - 19.11.1988, Side 13

Alþýðublaðið - 19.11.1988, Side 13
Laugardagur 19. nóvember 1988 13 í Kolfreyjustaðarprestakalli Nýr prestur Sjöfn Jóhannesdóttir, guö- fræöikandídat, tekur prests- vígslu á sunnudag, en þá vígir Biskupinn yfir íslandi, herra Pétur Sigurgeirsson, auk hennar Irmu Sjöfn Ósk- arsdóttur. Vígslan fer fram í dómkirkjunni. Sjöfn Jóhannesdóttir verö- ur vígö sem aöstoðarprestur í Kolfreyjustaðarprestakalli í Austfjarðaprófastsdæmi, en sóknarpresturinn þar hefur fengið leyfi frá prestsþjón- ustu um stundarsakir, frá og með næstu áramótum. Sjöfn er 35 ára gömul, dóttir Dýrleifar Hermanns- dóttur og Jóhannesar Berg- steinssonar i Hafnarfirði. Hún lauk guðfræðiprófi 1987. Hún er gift séra Gunnlaugi Stefánssyni, presti í Heydöl- um, og eiga þau einn son. Þau Sjöfn og Gunnlaugur verða grannprestar með þessum hætti og eru þau þriðju hjónin í þjónustu kirkjunnar, þar sem bæði eru prestsvígð. Vígsluvottar verða þeir séra Gunnlaugur Stefánsson í Heydölum, sr. Ólafur Skúla- son dómprófastur sem lýsir vígslu, sr. Valgeir Ástráðsson Seljasókn og sr. Þorleifur Kjartan Kristmundsson, prófastur að Kolfreyjustað, auk sr. Hjalta Guðmundsson- ar sem þjónar fyrir altari. Þegar þær nöfnur, Sjöfn og Irma Sjöfn, hafa hlotið prestsvígslu, hafa 17 konur verið vígðar til prestsþjón- ustu hérlendis. GJALDHEIMTUMÁL Austfirðingar hafa í hyggju að stofna eigin gjaldheimtu að sögn Sigurðar Hjaltason- ar, framkvæmdastjóra Sam- taka sveitarfélaga á Austur- landi. Samþykkt þar að lút- andi var gerð á síðasta aðal- fundi samtakanna í október síðastliðnum. Ekki er endan- lega frágengið með hvaða hætti þessu máli verður haaað en í upDhafi verður gjaldheimtan rekin í tengsl- um við embætti sýslumanna og bæjarfógeta á hverjum stað. Hugmyndin er sú að það fyrirkomulag verði rekið til reynslu næstu eitt til tvö ár. Málið er þó ekki alveg frá- gengið eins og áður segir og ekki voru allir fulltrúar á aðal- fundinum samþykkir þessum hugmyndum. Að auki eru ákveðin vandkvæði á stofnun slíkrar gjaldheimtu, einkum þau að lítil sem engin reynsla er af sliku. Aðeins Suður- nesjamenn hafa lagst í þessa framkvæmd sem reyndar hefur gengið ágætlega hjá þeim. Sigurður sagði enn- fremur að mikið væri unnið að þessum málum hjá þeim •en svo virtist sem ráðuneytið væri hinsvegar strand sem stendur. Við höfum opnað nýjan bílasal fyrir notaða bíla að Brautarholti 33, undir nafninu: Af því tilefni vekjum við athygli á eftirfarandi: Stærsti bílasalur hérlendis — tekur yfir 100 bíla ••• Tölvuvædd birgðaskrá og söluskráning ••• Allir bílar inni — í björtu og hlýju húsnæði ••• Prufuakstur beint úr bílastæði í salnum ••• Aðeins bílar í góðu ástandi • •• Þjálfaðir sölumenn — hröð og örugg þjónusta ••• Verið velkomin á Bílaþing að Brautarholti 33 HEKLA hf. Þú getur fengið 7,25% vexti umfram verð- tryggingu næstu 15 mánuðina, ef þú leggur strax inn á Afmælisreikning Landsbankans. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.